Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 42
HESTAR 42 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARAMÓT Taflfélagsins Hellis stendur nú yfir. Vaxandi þátttaka hefur verið í mótinu und- anfarin ár og fjöldi keppenda að þessu sinni er 37 sem þýðir að þátttökumetið er slegið þriðja árið í röð. Mótið verður reiknað til al- þjóðlegra skákstiga. Þegar fimm umferðum af sjö er lokið er Davíð Ólafsson efstur og hefur vinningsforskot á næstu menn. Hann hefur unnið allar sín- ar skákir. Helstu úrslit í fimmtu umferð urðu þessi: 1 Sigurður D. Sigfúss. - Davíð Ólafss. 0-1 2 Vigfús Vigfúss. - Sævar Bjarnas. 0-1 3 Þorvarður Ólafss. - Sigurbj. Björnss. 0-1 4 Björn Þorfinnss. - Kjartan Guðm.s. ½:½ 5 Dagur Arngrímss. - Jón Á. Halldórss. ½:½ 6 Rúnar Gunnarss. - Andrés Kolbeinss. ½:½ Staða efstu manna þegar tvær umferðir eru til loka mótsins er þessi: 1. Davíð Ólafsson 5 v. 2.-3. Sigurbjörn J. Björnsson, Sævar Bjarnason 4 v. 4.-10. Sigurður Daði Sigfússon, Jón Árni Halldórsson, Björn Þor- finnsson, Róbert Harðarson, Kjartan Guðmundsson, Dagur Arngrímsson og Andrés Kolbeins- son 3½ v. 11.-17. Þorvarður F. Ólafsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Halldór Garð- arsson, Rúnar Gunnarsson, Rafn Jónsson, Sveinbjörn Jónsson, Ósk- ar Maggason 3 v. o.s.frv. Davíð stendur því best að vígi fyrir lokasprettinn. Hann á góðan möguleika á að tryggja sér í fyrsta skipti meistaratitil Hellis, þar sem helsti keppinautur hans og þrefald- ur Hellismeistari, Björn Þorfinns- son, er 1½ vinningi á eftir honum. Hins vegar er ljóst að baráttunni um efsta sætið er engan veginn lokið þar sem Davíð á eftir að mæta bæði Sigurbirni og Sævari Bjarnasyni. Það er því ljóst að síð- ustu umferðirnar verða spennandi en sjötta umferð verður tefld á mánudag og lokaumferðin á mið- vikudag. Teflt er í Hellisheimilinu og hefjast umferðir klukkan 19:30. Áhorfendur eru velkomnir. Norðurlandamót í skólaskák – einstaklingskeppni Einstaklingskeppni í norrænni skólaskák 2001 verður haldin að Laugum í Sælingsdal dagana 16.- 19. febrúar. Keppt verður í fimm aldursflokkum og á hvert Norður- landanna rétt á að senda tvo kepp- endur í hvern flokk. Þó hafa móts- haldarar rétt á þriðja manni í þeim flokkum þar sem keppendatala stendur á stöku. Íslendingar hafa verið mjög sig- ursælir á þessum mótum og eign- ast fjölmarga Norðurlandameist- ara. Í fyrra sigruðu Guðmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunn- arsson í sínum flokkum og Dagur Arngrímsson varð í öðru sæti. Fulltrúar Íslands í keppninni í ár verða eftirtaldir: Riðill A (1981-83) Stefán Kristjánsson Bragi Þorfinnsson Sigurður Páll Steindórsson Riðill B (1984-85) Guðjón Heiðar Valgarðsson Halldór Brynjar Halldórsson Riðill C (1986-87) Dagur Arngrímsson Elvar Þór Hjörleifsson Hjörtur Jóhannsson Riðill D (1988-89) Guðmundur Kjartansson Ágúst Bragi Björnsson Víðir Petersen Riðill E (1990-) Jón Heiðar Sigurðsson Örn Ágústsson Skákstjóri á mótinu verður Har- aldur Baldursson. Það verður fróð- legt að fylgjast með árangri ís- lensku keppendanna. Við eigum tvo stigahæstu keppendurna í A- riðli, þannig að ekki kæmi á óvart þótt sigur næðist þar. Það sama má segja um C-riðil, þar sem Dag- ur Arngrímsson er stigahæstur og í D-riðli er Guðmundur Kjartans- son eini keppandinn með alþjóðleg skákstig. Skákmót á næstunni 24.2. SA. Hraðskák, yngri fl. 25.2. Hellir. Kvennameistaramót 25.2. SA. Akureyrarmót í hraðsk. 26.2. Hellir. Atkvöld Morgunblaðið/Daði Jónsson Davíð Ólafsson er efstur á meistaramóti Hellis. Davíð Ólafsson með fullt hús í Hellismótinu SKÁK H e l l i s h e i m i l i ð 5.-21.2. 2001 SKÁK Daði Örn Jónsson MEISTARAMÓT HELLIS ÁGÚST Sigurðsson telur að hrossa- ræktendur á Íslandi séu á ákveðnum tímamótum. Umhverfið sé að breyt- ast og ný staða blasi við þegar farið sé að falast eftir sæði úr stóðhestum á Íslandi. Þó sé vitað að áhugi út- lendinga á því hafi verið að aukast jafnt og þétt um nokkurt skeið. „Auðvitað fer þetta allt eftir því hvaða stefnu hrossaræktendur vilja taka,“ sagði hann, „en lagalega séð er ekkert sem getur stöðvað útflutn- ing á sæði úr stóðhestum. Hugsan- lega gætu hrossaræktendur þó bundist samkomulagi um að selja ekki sæði til útlanda. Hjá sumum hrossakynjum hefur verið tekin upp svokölluð „náttúrustefna“ sem bann- ar að tekið sé úr þeim sæði eða fóst- urvísar. Einnig er líklegt að ef ein- staklingar eða hópur einstaklinga sem á góða stóðhesta og er alfarið á móti útflutningi á sæði geri það ekki.“ Engin lög banna inn- og útflutning á erfðaefni Fagráð í hrossarækt hefur verið spurt álits um beiðni sem barst um að flytja út sæði úr íslenskum stóð- hesti. Það hafði áður rætt þann möguleika að falast yrði eftir sæði og því látið athuga hvort eitthvað í lög- um eða reglugerðum gæti hindrað slíkt. Niðurstaðan var sú að svo virð- ist ekki vera. Einnig spurðist Fagráð fyrir um hvort flytja mætti inn til landsins erfðaefni, sæði eða fósturvísa. Ágúst segir að niðurstaða úr þeirri athugun væri sú að málið væri mjög flókið. Allt erfðaefni þyrfti að fara í áhættu- mat og það væri mjög dýrt. Því yrði ekki farið út í slíkt mat nema til kæmi bein beiðni um innflutning. Í raun og veru væri því lagalega séð ekki útilokað að flytja inn erfðaefni, en talið er mjög hæpið að slíkt yrði leyft vegna þess hve mikið er um alls kyns sóttir í hrossum erlendis sem hross á Íslandi hafa algerlega slopp- ið við. Talin er veruleg hætta á að sjúkdómar bærust með erfðaefni til landsins og ólíklegt að innflutningur yrði leyfður vegna þess. „Dýralæknar hafa ekki náð tökum á að djúpfrysta sæði,“ sagði Ágúst. „Þar er fyrst og fremst um að ræða vandamál við að finna rétt íblöndun- arefni áður en sæðið er fryst. Það liggur við að það sé svo mismunandi hvað hentar að finna þurfi sérstakt íblöndunarefni fyrir hvern hest. Meiri rannsókna er þörf því þetta er tækni sem við þurfum að búa yfir. Sérstaklega vegna þess öryggis sem felst í að hægt sé að geyma erfðaefni úr stóðhestum ef eitthvað kæmi fyrir þá eða ef þeir yrðu seldir úr landi.“ Annars sagði Ágúst að hægt væri að fljúga með ferskt sæði á nokkrum klukkutímum til útlanda, ekki síður en innanlands. Árangur úr sæðing- um með fersku sæði hafi verið góður hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í útlöndum. Ágúst er þó sannfærður um að útflutningur á sæði verði ekki að gagni fyrr en frysting kemur til. „Ég er ekki í vafa um að ef farið verður að flytja út sæði verði það til þess að breiða út góða hesta og bæta íslenska hrossastofninn í heild. Það mun örugglega auka hróður íslenska hestsins í heiminum. Auðvitað er það spennandi fyrir erlenda ræktendur að hafa aðgang að öllum góðum stóð- hestum. Ég held að það mundi auka áhuga á að rækta góða hesta. Í ljósi innflutningsbanns þurfa Ís- lendingar að standa sig enn betur til að halda forskotinu í ræktun ís- lenska hestsins. Það er erfitt að ímynda sér hvaða áhrif útflutningur á sæði hefur á markaðsstöðu ís- lenskra hrossaræktenda. Hugsan- lega hefði hann áhrif á sölu á trypp- um undan þeim stóðhestum sem selt verður sæði úr og einnig á sölu á stóðhestum sem hefur verið mikill markaður fyrir. Að vísu eru það yf- irleitt hestar sem hafa verið notaðir hér á landi og notkun hefur minnkað á.“ Stærra skref að ákveða að flytja út stóðhesta á sínum tíma Mikill ágreiningur var um hvort selja ætti stóðhesta úr landi á sínum tíma. Ágúst sagði að það hafi í raun og veru verið mun stærra skref en ef sæði verður flutt út. Hann telur að þetta hafi verið rétt ákvörðun því ræktunarframfarir hafi líklega orðið mun meiri í íslenska hrossastofnin- um í heild við þennan útflutning. Auk þess sem þetta hafi breitt út íslenska hrossakynið og því fylgdi meiri út- flutningur á hrossum. Hann sagðist sannfærður um að svo hefði ekki ver- ið hefði einungis verið leyft að flytja út geldinga. Auðvelt væri að sjá að hvar sem íslenski hesturinn er vakn- ar áhugi á ræktun hans. „En við eigum bestu hrossin og höfum úr miklum fjölda að spila. Hvergi er fleira fólk sem kemur að hestamennskunni og hér, auk þess sem umhverfi hestsins hér á landi er sérstakt og hér er hans uppruni. Ef við stöndum okkur vel og spilum úr gæðum á öllum stigum verður áfram litið upp til okkar og fólk heldur áfram að koma hingað til að sækja í hross og hestamennsku. Það er nauðsynlegt að ræða þessi mál til hlítar og má búast við snörp- um umræðum meðal hestamanna á fundunum sem forysta hestamanna hefur boðað til víða um land á næst- unni. Vissulega skapar þessi nýja staða óvissu, en ég er sannfærður um að það sé bjart framundan í hrossa- ræktinni,“ sagði Ágúst. Breytir engu „Ég held að þetta breyti engu,“ sagði Gunnar Arnarsson, hrossaút- flytjandi og -ræktandi. „Eins og er er ekki til neitt sæði til að flytja út ennþá. Dýralæknar hafa ekki náð tökum á að frysta það ennþá svo not- hæft sé. Líkurnar á að hægt sé að fylja með frystu sæði eru um 30% þannig að margt er í veginum og málið alls ekki einfalt. Þeir sem vilja fá fryst sæði þurfa í fyrsta lagi að hafa aðgang að sæði úr þeim stóð- hesti sem þeir óska að nota, síðan þarf að frysta það og þá að flytja út og svo eru ekki meiri líkur en þetta á að hryssan fyljist. Það er því engin hætta á að sæði úr stóðhestum verði flutt út í stórum stíl á næstunni.“ Ný staða í íslenskri hrossarækt Sumir hafa áhyggjur af markaðsstöðu íslenskra hrossaræktenda vegna beiðni um útflutning sæðis úr stóðhesti, en aðrir sjá fyrir sér meiri útbreiðslu íslenska hrossakynsins og ábatasama sæðissölu. Ásdís Haraldsdóttir leitaði álits Ágústs Sigurðssonar, hrossaræktarráðunautar BÍ, og Gunnars Arnarssonar hrossaútflytjanda. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Beiðni Andreas Trappe um að fá að flytja út sæði úr stóðhesti sínum, Galsa frá Sauðárkróki, hefur vakið ýmsar spurningar um stöðu íslenskra hrossaræktenda. Hér situr Baldvin Ari Guðlaugsson Galsa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.