Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 43
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 43 KEFAS. Eftir sameiginlegra bæna- stund á morgun, laugardag, upp á Vatnsenda verður kaffi og meðlæti í Kefas, Dalvegi 24, Kópavogi til styrktar nýju kirkjubygginguni. Sýnum samstöðu við byggingu hús Drottins. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir börn. Unglingakvöld kl. 20 fyrir 9. og 10. bekk. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir. Barna- og ung- lingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam- veru kirkjuskólans nk. laugardag 10. febr. kl. 11.15-12 í Víkurskóla. Verið dugleg að mæta. Sóknarprestur. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Elías Theodórsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Edda Bakke. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Loftsalurinn, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla kl. 12. Ræðu- maður Ian-Peter Matchett. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar Eyrarbakkakirkja KIRKJUSTARF Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Mjólkurglös kr. 1.050 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Gunnar sagðist þar fyrir utan vera lítið fyrir hvers kyns höft og telur þau ekki til góðs. Hann sagðist vilja sjá þessi mál þróast í eðlilegum far- vegi. Honum finnst því ekki eðlilegt ef hrossræktendur mundu taka sig saman og ákveða að flytja ekki út sæði. Mikilvægt sé að fara varlega í að beita höftum sem þeir sem á eftir koma þurfa síðan að búa við. „Ég held að ljóst sé að sæði verði flutt út í framtíðinni, sagði hann, „og mér finnst alls ekki rétt að ráðskast sé með eigur annarra. Hver og einn hlýtur að mega ráða hvað hann gerir við eigur sínar. Ef einhver á hryssu eða stóðhest er það ekki mitt að ráðskast með það. Ef viðkomandi vill selja sæði úr stóðhestinum sínum þá gerir hann það og á að vera frjálst að gera það. Ákvörðunarvaldið á að vera hjá eigandanum og við eigum að reyna að koma í veg fyrir hvers kyns forsjárhyggju. Hvers vegna ættu þeir sem eiga úrvalsstóðhesta ekki að eiga kost á því að selja sæði úr þeim og hagnast vel á því ef þeir geta?“ Gætum einangrast og misst forystuna En Gunnar er ekki bara hrossa- ræktandi sjálfur og stóðhestaeig- andi. Hann rekur umfangsmesta hrossaútflutningsfyrirtækið á Ís- landi. Skyldi hann hafa áhyggjur af minnkandi útflutningi? „Ég hef engar áhyggjur af því að útflutningur minnki,“ sagði hann. „Við getum ekki lokað okkur inni í búri. Ég held að sala á sæði verði aldrei í samkeppni við náttúrlegar aðferðir þar sem líkurnar á fyljun eru oft 80–90% miðað við 30% ef um sæðingu er að ræða. Auk þess verður þetta mjög dýrt og því ekki á færi allra. Ég tek bara þeim breytingum sem verða, ef einhverjar verða. Markaðs- svæðið fyrir íslenska hestinn er orðið eitt og ef við tökum ekki þátt í tækni- framförum einangrumst við og þannig gætum við misst forystuna í hrossarækt til annarra þjóða. Við þurfum alltaf að vera á varðbergi. Hér á landi er til margt góðra hrossa, auk þess sem uppeldisað- stæður eru góðar og hvergi er fleira hæft fagfólk í hestamennsku á ís- lenskum hestum. Við eigum því ekki að vera hrædd við að einhverjum takist að koma upp góðum hesti ann- ars staðar. Sá hestur selur fleiri hesta. Ég er því bara bjartsýnn á framtíðina.“ HELDUR virðist fylking hrossa- bænda vera að riðlast en svo gæti farið aðverulega fækki í samtök- unum fyrir næsta aðalfund Félags hrossabænda. Ekki hefur verið mikið um úrsagnir úr aðildarfélög- um FH en slæmar heimtur á ár- gjöldum þykir benda til að vænta megi fækkunar. Hrossaræktarsamtök Suður- lands eru langstærsti aðilinn í FH en þar hafa félagsgjöld skilað sér afar illa. Jón Finnur Hansson framkvæmdastjóri sagði að eins og málið liti út í dag mætti gera ráð fyrir 30% fækkun félagsmanna. Fyrir síðasta aðalfund voru félag- ar 860 og því gæti svo farið að félagsmenn yrðu 250 færri. Rukk- un var send út í desember fyrir ár- ið 2000 og hefur ekki nema helm- ingur skilað sér og sagði hann að skila þyrfti inn félagafjölda fyrir aðalfundinn sem haldinn verður í byrjun apríl. Sagði Jón Finnur að þeir sem ekki hefðu greitt fyrir að- alfundinn yrðu vísast strikaðir út af félagaskrá. Um ástæður fyrir þessari þróun sagði Jón Finnur að ljóst væri að mörgum félagsmönnum þætti það ekki skipta máli hvort þeir væru innan samtakanna eða utan. Mikið framboð væri á góðum stóðhestum og það teldist frekar til tíðinda ef tekst að fylla hjá stóðhestum, hvað þá að biðlistar myndist. Það virðist skipta menn litlu máli hvort þeir eru inni eða úti. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort ekki sé rétt að skoða þann möguleika að veita félögum í FH forgang með hross í slátrun. Jón sagði það persónulega skoðun sína að skerpa þyrfti á for- réttindum þeirra sem væru félags- menn FH eða íHrossaræktarsam- tökum Suðurlands til að tryggja skil á félagsgjöldum og eins því að þeir sem stunduðu hrossarækt mynduðu sterka samfylkingu. Eftir því sem næst verður kom- ist virðist ástandið betra hjá öðr- um aðildarfélögum FH. Bjarni Maronsson, formaður Hrossarækt- arsambands Skagfirðinga, sagði að það væri deginum ljósara að ef þessu FH-gjaldi, sem er 1500 krónur og nú innheimt í fyrsta skipti, yrði skellt ofan á félags- gjaldið hjá þeim, sem er 2.500 krónur, yrði veruleg fækkun í félagsskapnum. Þeir munu hins vegar greiða þessar 1.500 krónur af þessum 2.500 krónum að þessu sinni svo hann gerði ekki ráð fyrir fækkun félagsmanna. Taldi hann að þeir yrðu sem áður rétt tæp- lega 200. Hvað varðar hugmyndir um að skerpa á ýmsum forrétt- indum sagði hann að hvað stóð- hestahaldi viðkæmi þá nytu félags- menn talsvert lægri verðs á folatollum en utanfélagsmenn. Yf- irleitt hefði gengið nokkuð vel að fylla hjá þeim hestum sem hafa verið á vegum félagsins og því hefði þetta virkað ágætlega. Hvað varðar sláturhrossin sagði hann að Kaupfélag Skagfirðinga hefði al- farið séð um söfnun sláturhrossa fyrir félagið og því verið gefnar fullkomlega frjálsar hendur í þeim efnum. Út frá þessari löku útkomu úr innheimtu félagsgjalda HS vakna spurningar hvort valdahlutföll í Félagi hrossabænda muni breytast á næsta aðalfundi FH. Þá voru Sunnlendingar með 18 fulltrúa á aðalfundinum af 38. Ef spá Jóns Finns, framkvæmdastjóra HS, stenst munu aðeins mæta 12 fulltrúar Sunnlendinga á fundinn. Formaður FH, Kristinn Guðnason, kemur úr röðum Sunnlendinga en auk hans situr annar Sunnlend- ingur í stjórn. Skemmst er að minnast þess frá síðasta aðalfundi þegar einn fyrrum stjórnarmaður, Skjöldur Stefánsson frá Hrossa- ræktarsamtökum Dalamanna, var felldur í stjórnarkjöri eftir að for- maðurinn hafði orðið undir í vali á fulltrúa FH í stjórn átaksverkefnis í hrossarækt. Er nú að sjá hvort einhverjir hyggi á hefndir ef Sunn- lendingar mæta veikari til leiks þann 6. apríl þegar aðalfundur Félags hrossabænda verður hald- inn. Fækkun félaga blasir við Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.