Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 44

Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnar Örn Ás-geirsson fæddist í Reykjavík 9. janú- ar 1946. Hann lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss í Kópa- vogi 8. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ás- geir Þorsteinsson, sjómaður, f. 9.8. 1920, d. 9.8. 1996, og Ásta Sigurðar- dóttir, f. 26.9. 1921. Þau bjuggu lengst af í Skólagerði 6a í Kópavogi. Systkini Ragnars Arn- ar eru Þorsteinn, f. 28.5. 1947, eiginkona hans er Ingibjörg Ás- grímsdóttir. Börn þeirra eru Ásta, Ásgrímur Smári og Ásgeir Örn. Barnabörn þeirra eru fjög- ur; Helga, f. 7.2. 1950, eiginmað- ur hennar er Einar Thorlacius. Börn þeirra eru Nadine Guðrún, Ágúst Ottó Jónsson, f. 22.6. 1914, d. 31.10. 1987, og Þóra Bach- mann Stefánsdóttir, f. 29.1. 1917. Bróðir Jónínu var Stefán Grétar, f. 25.7. 1940, d. 6.7. 1993. Eig- inkona hans er Sjöfn Jónasdóttir og eru börn þeirra Þóra, Silja og Jónas. Þau eiga eitt barnabarn. Börn Ragnars Arnar og Jónínu eru: Berglind, f. 17.11. 1971, ferðafræðingur, maki hennar er Ásmundur Edvardsson, f. 13.6. 1969, sölumaður. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga tvö börn, Helenu, f. 23.4. 1996, og Örn, f. 22.1. 2001; Ágúst Þór, f. 9.5. 1979, háskólanemi; og Svala, f. 13.10. 1984, nemi. Ragnar var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hann hóf nám í prentiðn hjá Morgunblaðinu 1. október 1964, þá 18 ára, og vann hjá blaðinu til dánardags. Hann vann lengst af á auglýsingadeild blaðsins við auglýsingateiknun og uppsetn- ingu, en starfaði í nokkur ár sem útlitsteiknari. Útför Ragnars Arnar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þórdís Ásta og Stein- unn Erla. Þau eiga eitt barnabarn; Sig- urður, f. 2.11. 1951, eiginkona hans er Guðrún Zóphanías- dóttir. Börn þeirra eru Aldís Sigríður, Ásta Fanney og Ívar. Börn Sigurðar af fyrra hjónabandi eru Heiða Lind og Hildur Eva. Hann á tvö barnabörn; Kristjana Laufey, f. 8.3. 1954, börn hennar eru Ás- geir Andri og Fann- ey Lára; Ólafía, f. 2.9. 1963, eig- inmaður hennar er Árni Rúnar Sverrisson. Börn þeirra eru Val- geir Gauti og Hugrún. Ragnar Örn kvæntist eigin- konu sinni, Jónínu Ágústsdóttur, kennara, 27. september 1969. Jónína er fædd í Hafnarfirði 30.5. 1948. Foreldrar hennar eru Elsku pabbi. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn, en nú líður þér vel eftir að hafa háð erfitt stríð við þá sjúkdóma sem hrjáðu þig. Þú verður alltaf í hjörtum okkar þar sem við geymum allar okkar fallegu minningar og góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst okkur einstök fyrirmynd, samviskusamur og ósérhlífinn og alveg einstakur fjölskyldufaðir. Þú lést alla aðra en sjálfan þig ganga fyrir og alltaf varstu tilbúinn til allra verka ef á þurfti að halda. Nú síðustu árin eftir að Helena fæddist taldir þú aldrei eftir þér að líta eftir afastelpunni þinni og stytta henni stundir þrátt fyrir veikindi þín og oft langan vinnudag. Umhyggju- semi þinni og hógværð er kannski best lýst þegar þú lést þau orð falla þegar Örn, litli afastrákurinn þinn, barðist fyrir lífi sínu á vökudeildinni og þú að heyja þitt dauðastríð, að það væri nú óþarfi að hafa áhyggjur af þér og þinni heilsu. Mestu skipti að drengurinn næði heilsu. Þú lést aldr- ei bilbug á þér finna í veikindum þín- um. Elsku pabbi, það eru ótal minn- ingar sem streyma gegnum hugann og það er fjársjóður sem alltaf má leita í. Við vitum að þú ert hjá okkur og fylgist með okkur úr fjarlægð. Við munum svo hitta þig þegar sá tími kemur. Þú lifir áfram í hugum okkar og hjörtum. Innilegustu þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, elsku pabbi. Berglind, Ágúst Þór og Svala. Lífið er alltaf stutt, hversu gamall sem þú verður. Þegar við frumbyggjarnir vorum að alast upp í Vesturbænum í Kópa- vogi var svo óendanlega langt til aldamóta að við náðum ekki að hugsa svo langt fram í tímann. En nú er sá tími kominn og þegar maður lítur til baka er þetta bara alls enginn tími – svo lítill tími í eilífðinni. Minningabrotin birtast af og til þegar maður hugsar til baka, en það eru takmörk fyrir því hve langt aftur maður man. Mér finnst alltaf að ég hafi haft stóra bróður sem fyrirmynd og reynt að gera eins og þú, að minnsta kosti þegar við vorum litlir og þú þurftir að dröslast með yngri bróður hvert sem þú fórst. Við flutt- um í Kópavoginn árið 1950 með for- eldrum okkar, að Borgarholtsbraut 30a sem síðar varð Skólagerði 6a, og ólumst þar upp þar til kominn var tími til að festa ráð sitt eða þannig sko. Kópavogur var nánast sem sveit þegar við fluttum þangað og frjáls- ræðið og víðáttan mikil. Að alast upp við þessar aðstæður var ómetanlegt. Það hefur áreiðanlega mótað það áræði og dugnað sem einkenndi þig. Þú fórst iðulega framarlega í flokki í bardögum við aðra hópa úti á nesi og sérstaklega man ég eftir því atviki þegar þú komst blóðugur með gat á hausnum eftir steinaslönguskot en samt sigri hrósandi því hinir höfðu lagt á flótta. Skylmingarnar í nýbyggingunum í Skólagerðinu voru frábær tími. (Heldurðu að þeir fyrirgefi okkur ekki allar gluggaskemmdirnar?) Þú varst góður í því að prófa vara- söm siglingaför á Fossvoginum, svo sem leka bárujárnsbáta og valta kaj- aka (frumsmíð) en seinna urðu þeir bara ansi góðir. Eitthvað hefur mað- ur heyrt minnst á skútusiglingar en þá var ég fluttur norður. Við þessar aðstæður náðir þú ágætistökum á sundíþróttinni þegar þú þurftir að bjarga þér í land. Þú varst ótrúlega kaldur og áræð- inn í ýmsum uppátækjum, t.d. að skylmast uppi á bröttu húsþaki (þriggja hæða). Að vísu voru stillans- ar í kring, en ég held ég hafi sjaldan verið eins hræddur og þegar þú rannst niður þakið og féllst alveg nið- ur á jörð. En seigur karlinn, fékk bara heila- hristing og smábeinbrot. Þegar ald- urinn sagði til sín gerðist þú mikill töffari og greiddir náttúrulega í ... eins og þá var í tísku. Það er haft fyr- ir satt að myndast hafi far fyrir fram- an spegilinn, svo vel þurfti að vanda til greiðslunnar. Ég held ég hafi ekki náð þér fyrr en þú komst á fast með þinni heittelskuðu úr Hafnarfirðin- um, og kannski komst ég um tíma svolítið fram úr þér eftir það. Þetta er ekki sagt af því að einhver keppni hafi verið okkar á milli, heldur leit ég alltaf svolítið upp til þín töffarans og var kannski að reyna að herma eftir. Í stórum systkinahópi varst þú elst- ur og mjög svo ríkur af ábyrgðartil- finningu. Þú varst stoð og stytta mömmu þegar pabbi var á sjónum og eftir að pabbi veiktist reyndi enn meira á það og mamma treysti mikið á þig. Að minnsta kosti var gott að vita af þér þarna á suðvesturhorninu. Það þarf ansi mikinn kraft og elju til þess að byggja einu sinni, hvað þá tvisvar, eins og þú gerðir, fyrst á Suðurgötunni og síðan á Hjallabraut 60. Hér er aðeins stiklað á stóru úr brotum minninganna og auðvitað er margt fleira sem kemur upp í hug- ann, bæði spaugilegt og alvöru- þrungið, en ekki er hægt að tíunda allt því þá þyrfti að stækka blaðið. En þó verð ég að minnast þess að einu sinni fyrir nokkuð mörgum ár- um vorum við bræður, tveir pottorm- ar, á leið úr sveitinni eftir sumardvöl og fengum kjötsúpu hjá góðu fólki á Selfossi. Fórum við þaðan með rútu, en kjötsúpan mín varð eftir á Hellis- heiðinni. Þú varst nú ekki par hrifinn af bróa þá, en ekki hafðirðu mörg orð um það og sýnir það vel það umburð- arlyndi sem þú varst þegar farinn að sýna svo ungur að árum. Ekki má gleyma þeim vinakjarna sem myndaðist á miðju Kársnesinu mjög snemma og hefur haldist æ síð- an. Það er óvanalegt að svo stór hóp- ur haldi saman svona lengi, eins þótt einhverjir hlaupi til og flytji út á land. Ég vil þakka vinum okkar sem studdu þig og fjölskyldu þína á alla lund og léttu þér baráttuna sem mest þeir máttu. Þeirra vinátta er ómet- anleg. Þegar maður stendur frammi fyrir orðnum hlut eins og í dag spyr mað- ur sjálfan sig hvort maður hafi notað tímann nógu vel og hvort sambandið hefði mátt vera meira hin seinni ár. Málið er bara ekki svo einfalt; ég fyr- ir norðan, þú fyrir sunnan og hvor um sig að vinna að sínum málum og sinna sinni fjölskyldu, sem ég veit að þú gerðir með sóma. Þú varst traustur, ábyrgur og góð- ur sonur, bróðir, eiginmaður, faðir og afi. Afahlutverkið hefði mátt standa lengur yfir. Auðvitað vildi maður alltaf hafa gert betur þegar svona veikindi steðja að en ekki verður við öllu séð. Nú er þrautagöngu þinni lokið og þú kominn til hinna eilífu veiðilendna sem okkar allra bíða. Hafðu þökk fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman og ég vona að ég hafi ekki íþyngt þér um of sem yngri bróðir. Þú mátt vera stoltur af eiginkonu þinni og börnum sem hafa staðið sem klettar í veik- indum þínum og í þeirri sorg sem þau þurfa nú að glíma við þegar þú kveður þetta jarðríki. Elsku mamma, Jonný, Berglind, Ási, Ágúst Þór, Svala, Helena og litli Örn, við Inga og krakkarnir sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur á þessari sorgarstundu. Þig Ragnar kveð ég með þessum orðum: Nú kveð ég þig bróðir með klökkva ég kann enga skýringu á því, hví lífsins þitt ljós þurfti að slökkva og leggja þig hvíluna í. Hvíl þú í friði bróðir. Þorsteinn Ásgeirsson. Einn af mínum bestu vinum og samstarfsmönnum, Ragnar Örn Ás- geirsson, er fallinn frá eftir erfið veikindi. Hann lést í sínum gamla heimabæ, Kópavogi, fimmtudaginn 8. febrúar sl. aðeins 55 ára að aldri. Það mun hafa verið í byrjun sjötta áratugarins sem leiðir okkar lágu saman. Ég bjó hjá afa og ömmu í Hófgerðinu er Ragnar flutti í Skóla- gerði 6a með foreldrum sínum, Ástu Sigurðardóttur og Ásgeiri Þorsteins- syni, og systkinum. Skammt var á milli húsanna og fljótlega myndaðist kunningsskapur milli afa og ömmu og þeirra hjóna. Ég var einn í afa og ömmuhúsum og sótti fast í leikfélaga þótt þröng væri á þingi og húsnæðið lítið. Ég minnist þess einkum á mín- um unglingsárum að þá var ég öllum stundum í Skólagerðinu og á þaðan margar og ljúfar minningar. Þar hittumst við félagarnir úr nágrenn- inu, spiluðum á spil, bobb og borð- tennis og lærðum að lifa lífinu. Það er svo um miðjan sjöunda ára- tuginn að við strákarnir fórum að huga að framtíðinni. Þorsteinn bróð- ir hans fór í MR, tveir félaga okkar fóru í loftskeytaskólann, einn í blikk- smíðanám og svona mætti áfram telja en örlagavaldur okkar Ragnars, Lárus Ragnarsson, hóf prentnám hjá Morgunblaðinu og æxluðust mál- in þannig að við Raggi enduðum báð- ir í prentinu, Ragnar haustið 1964 en ég byrjaði í janúar 1967. Þar með hófst langt og farsælt samstarf okk- ar Ragga sem aldrei bar skugga á í þau 33 ár sem við unnum mjög náið saman. Við tókumst stundum á í vinnunni enda væri annað óeðlilegt. Ragnar stjórnaði auglýsingaflæðinu en ég hugsaði meira um ritstjórnarhlut- ann. Þegar báðir höfðu fengið sínu framgengt að mestu gengum við hvor í sína áttina en mættumst síðan á ný skömmu síðar og var þá allur ágreiningur að sjálfsögðu úr sög- unni. Þannig var Raggi vinur minn og þetta lærði ég af honum. Raggi var góður verkmaður. Rit- hönd hans var ekkert sérstök en hann var mjög snjall auglýsinga- teiknari. Ég minnist sérstaklega verklags sem hann notaði gjarnan hér á árum áður. Þá rissaði hann upp auglýsingu og sendi hana í vinnslu. Þegar setjararnir höfðu sett hana saman tók hann upp hníf sinn og skar hana til þar til hann var ánægð- ur með verkið. Þetta gerði hann iðu- lega, einkum við stóru viðskiptavin- ina sem alfarið voru á hans könnu eins og Gulli í Karnabæ og Ingólfur í Útsýn. Morgunblaðið hefur misst góðan starfsmann sem aldrei varð misdæg- urt og eftirsjá er að. Hjá honum var fjölskyldan númer eitt en síðan var Morgunblaðið númer tvö, þrjú, fjög- ur og fimm. Vinnudagurinn var langur. Á ann- an áratug vann Raggi á vöktum en þá er hann byrjaði á dagvakt var hann alltaf á bakvakt þar til pressan byrjaði að snúast. Hann varði blaðið af hörku úti í samfélaginu og engum leiðst að segja neitt misjafnt um starfsstúlkur eða starfsfólk auglýs- ingadeildarinnar. Ef einhver mistök urðu á þeim bæ leysti hann þau með einstakri lagni. Aðeins einu sinni fannst honum þó nóg um. Það kom fyrir að auglýsendurnir hringdu heim til hans á sunnudögum, oft árla morguns, til að kvarta annaðhvort yfir staðsetningu auglýsingar eða vondri prentun, en þegar síminn hringdi að morgni föstudagsins langa taldi minn maður að nóg væri komið. Ég kveð þennan félaga minn með sárum söknuði. Svo samtvinnaðir vorum við í vinnunni að þegar Raggi veiktist þurftu vinnufélagar mínir að benda mér á að ekki væri allt með felldu. Ég held reyndar að ég hafi vitað að eitthvað væri að en neitaði að viðurkenna það. Það var svo á haustdögum fyrir liðlega tveimur ár- um sem ég gekk á félaga minn og hann sagði mér að hann væri með parkinsonsveikina. Síðan komu aðrir sjúkdómar og erfiðari sem leiddu hann til dauða. Samstarfsmenn Ragga á Morgun- blaðinu minnast hans með hlýhug og þakka samstarf og kunningsskap í gegnum árin. Fjölskylda mín sendir Jónínu konu hans, börnunum Berglindi, Ágústi og Svölu, Ástu móður hans og systkinum sem og barnabörnum og tengdamóður hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur. Arnór Guðjón Ragnarsson. Dáinn, horfinn! – Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgr.) Minningar um Ragnar Örn æsku- vin minn fylla hugann. Þær geyma svo margt, allt frá ljúfum ómi bernskunnar til sárrar angistar síð- ustu mánuða þegar Ragnar barðist erfiðri baráttu við banvæn veikindi. Því stríði lauk fimmtudagsmorg- uninn 8. febrúar sl. þegar hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi. Áhrif fyrstu kynna okkar fyrir nærri hálfri öld eru svo sterk að ég get enn kallað þau fram í hugann. Það eru frumbýlisár Kópavogs. Byggðin á Kársnesi er dreifð og fá- menn og móar og kartöflugarðar milli húsa. Lítill drengur fikrar sig í áttina að glaðværum barnahópi sem er að leik. Hann þekkir engan á þess- um nýja stað og er feiminn og ófram- færinn. Síðasti spölurinn verður óyf- irstíganleg hindrun. Þá ganga tveir drengir sviphreinir og brosmildir til hans og á svo sjálf- sagðan hátt sem börnum einum er eðlilegt fylgja þeir honum í hópinn. Þetta voru Ragnar og Þorsteinn Ásgeirssynir og það er hluti lífsgæfu minnar að hafa eignast vináttu bræðranna og kynnst vönduðu heim- ili þeirra. Hlýja og glaðværð einkenndi þetta heimili en foreldrar Ragnars, þau Ásta og Ásgeir, sýndu félögum barna sinna alla tíð einstaka ljúfmennsku. Ásgeir var lengst af sjómaður og því mæddi þessi gestagangur mest á Ástu. Það var reyndar eins og annað heimili okkar vina elstu bræðranna tveggja, fram á fullorðinsár. Þar var ekkert kynslóðabil og ósjaldan söfn- uðust börn, unglingar og fullorðið fólk þar saman og var þá gjarna sleg- ið í spil. Að þessu vingjarnlega viðmóti bú- um við félagar bræðranna alla tíð. Fyrstu skólaárin fórum við krakk- arnir af Kársnesi gangandi upp á Digranesháls í Kópavogsskóla, all- langa vegalengd, a.m.k. fyrir stutta fætur. Oftast fylgdumst við fjórir að, tveir eldri og tveir yngri. Ýmislegt þurfti að skoða og rannsaka á leiðinni og stundum var farið um svæði sem aðrir strákahópar höfðu helgað sér. Í stimpingum og átökum sem fylgdu mæddi eðlilega meira á þeim eldri, en við Steini reyndum að duga þeim Ragnari, eins og Björn Kára forðum. Árið 1957 urðu heldur betur breyt- ingar á skólaferðum því í stað þess að þurfa að fara langa leið í skólann kom hann til okkar þegar Kársnes- skóli reis við hlið heimilis bræðr- anna. Leiksvæðið var stórt og leikir þroskandi. Stundum voru leiksystur okkar með, einkum í bolta- og hóp- leikum, sem flestir miðaldra Íslend- ingar þekkja. En oftast vorum það við strákarn- ir sem héldum hópinn. Á árunum um 1960 var það fast verkefni okkar að safna í reisulega brennu á opnu svæði vestan við skólann nýja. Í byrjun desember ár hvert hófst hjólböruakstur með ýmiss konar drasl og byggingarafganga. Við gengum að þessu eins og hverri ann- ari vinnu, mættum snemma á morgn- ana og hættum seint á kvöldin. Raggi og eldri strákarnir stjórnuðu þessu starfi eins og herforingjar og hlífðu sér hvergi. Á gamlárskvöld, þegar kveikt var í brennunni, voru mætt yngri systkini okkar og önnur börn, eftirvænting- arfull með tindrandi augu. Þar voru líka nágrannar, ánægðir með hreins- unarstarfið, stoltar mömmur og óvenju glaðværir pabbar. Þá upp- skárum við laun erfiðisins. Pabbarnir sáu um olíuaustur á bál- ið, en að öðru leyti fór ekki á milli mála að þessi framkvæmd var okkar strákanna. Fleiri slíkar strákabrenn- ur voru auðvitað á Kársnesinu en við lögðum mikinn metnað í að hafa okk- ar stærsta. Um nokkurt árabil fór Ragnar ásamt fleiri systkinum sínum í sveit austur í Hrunamannahrepp, en þar áttu þau marga ættingja. Því var tilhlökkunin yfir að skól- anum lyki á vorin blandin, því það þýddi að vinirnir hyrfu af sjónarsvið- inu í Kópavogi yfir sumarið. En íslenska sumarið líður fljótt og fyrr en varði voru þeir komnir heim aftur, þroskaðri og stærri en þegar þeir fóru um vorið. Kannski vorum við örlítið feimnir hver við annan en það varði aldrei nema örskamma stund. Einn af bernskuleikjunum sem Raggi stjórnaði og skipulagði með Steina bróður sínum var að flytja sveitina þeirra til okkar sem ekki áttu kost á sveitadvöl. Reist voru bú í móunum umhverfis heimili þeirra og þar vorum við allir vel búandi stórbændur sem þeystum milli bæja með hrossaleggi í bandi í eftirdragi. Ýmist voru þetta kurteisisheim- sóknir eða við vorum að aðstoða hver annan við ímynduð sveitastörf. Stundum sáum við fullorðið fólk sem leið átti um móana krjúpa niður og skoða þessi litlu en haganlega RAGNAR ÖRN ÁSGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.