Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar ég brosti, brostir þú og oft
þurftum við ekki nema augnabliks
augnsamband til að vita hvað annað
okkar átti við. Væntumþykjan var al-
ger og gagnkvæm og í öllum mínum
störfum varstu mín dyggasta stoð og
tryggur vinur. Við áttum okkur
margar uppáhaldsstundir og ein
þeirra var þegar þú komst í dyra-
gættina hjá mér, hristir góðlátlega
höfuðið og gekkst síðan inn til þín.
Þá stóð ég upp og elti, oftast nær að
reyna að sannfæra þig um eitthvað
og síðan hlógum við bæði. Önnur
stund var þegar við buðum hvort
öðru góðan daginn á morgnana, það
var forgangsverkefni hjá okkur báð-
um. Hugsanlega mun ég aldrei geta
útskýrt fyrir öðrum hvers konar
vinasamband þetta var, en það var
mikið, einstakt og mér mjög kært.
Í mínum huga varstu ávallt einn
verðmætasti starfsmaður Morgun-
blaðsins og verður alltaf. Þú varst
perlan mín. Sama á hverju gekk þá
varst þú alltaf á staðnum og tókst
öllu með jafnaðargeði. Oft varst þú
að niðurlotum kominn, áreitið var
mikið og álagið eftir því. Samt fórstu
aldrei og varst manna lengst í
vinnunni; blaðið gekk alltaf fyrir
öllu.
Ég man þegar Jónína eiginkona
þín nefndi fyrst við mig að hafa
áhyggjur af þér. Það var á SÍA
árshátíð árið 1997. Ári síðar nefndi
hún sama áhyggjuefnið aftur og það
var þá fyrst sem ég velti því fyrir
mér hvort eitthvað væri að. Ég var
fegin því þegar þú loksins meðtókst
að fara í læknisskoðun en ekkert
okkar grunaði hvaða upphaf að endi
þetta var. Síðastliðið ár hef ég viljað
trúa því að þú sért enn þar sem þú
varst á Mogganum og að einn daginn
munir þú hringja og bjóða mér í mat
á 5. hæð í mötuneytinu. Það var
samningurinn sem við gerðum þegar
að ég hætti og við kvöddumst eftir
síðasta samstarfsdag. En þannig
hefur þetta ekki verið, eitt leiddi af
öðru í veikindunum og allt réttlæti
virðist hafa farið fyrir bí. Það er því
erfitt að horfast í augu við að þurfa
að kveðja þig, vinur, ég er ekki tilbú-
in til þess en mun reyna þrátt fyrir
allt.
Jonný hældirðu alltaf óspart og ég
skaut því oft að þér hvort þú myndir
ekki örugglega eftir því að segja
henni allt það sem þú sagðir um hana
við mig. Það voru mikil og einlæg
hrósyrði sem ég vona að hafi komist
til skila. Hún var kletturinn við hlið
þér, þekkti þig manna best og þér
mikilvægust af öllum. Ég votta
Jonnu, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum vinum og
vandamönnum mína dýpstu samúð.
Sjálf trúi ég því að við munum
ræða aftur saman en þar til þá mun
ég varðveita minninguna um góðan
vin og einstakan mann.
Þín
Rakel.
Segja má að ég hafi átt viðskipti
við auglýsingadeild Morgunblaðsins
í fjörutíu og þrjú ár. Um tíma var
fyrirtæki mitt einn allra stærsti aug-
lýsandi blaðsins og sá ég um auglýs-
ingarnar. Það gefur augaleið að ég
þurfti gott samstarf við starfsmenn
auglýsingadeildarinnar sérstaklega
af því að ég vildi útbúa auglýsing-
arnar sjálfur með þeirra aðstoð. Með
allri virðingu fyrir öllu því góða
starfsfólki sem ég hef unnið með á
auglýsingadeild Morgunblaðsins,
var Ragnar Örn Ásgeirsson minn
allra besti aðstoðarmaður.
Þessi rólegi, prúði og velviljaði
maður varð í tímans rás vinur minn
og mér þótti vænt um hann eins og
trúlega öllum sem kynntust honum.
Ragnar var afburða útsjónarsamur
varðandi uppsetningu auglýsinga.
Hans fágaði smekkur bjargaði oft
„árásargjörnum“ auglýsingum mín-
um og hann hafði sérstakt lag á því
að fá mig til að sjá hvar ég fór offari.
Stundum fannst mér ég vera orðinn
eins konar starfsmaður auglýsinga-
deildarinnar miðað við hvað ég var
mikið á staðnum. Ragnar þurfti því
oft á sinni rómuðu þolinmæði að
halda gagnvart mér og hafði ég á til-
finningunni að hann sýndi þessa þol-
inmæði gagnvart flestum og er ekki
víst að það hafi farið vel með hann.
Að vera „prímus mótor“ á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins er ekki
tekið út með sælunni. Af og til ræddi
ég um þetta við hann og hann brosti
bara sínu góðlátlega brosi og sagði
að þetta væri allt í lagi. En stundum
fannst mér það alls ekki í lagi en að
sjálfsögðu var það ekki í mínum
verkahring að gera eitthvað í því
nema hvað mig varðaði.
Eftir að ég hætti aðalrekstri mín-
um urðu ferðirnar færri á auglýs-
ingadeildina en alltaf var mér tekið
vel þegar ég þurfti að auglýsa og var
Ragnar þar fremstur í flokki. Stund-
um kom ég bara til að spjalla eins og
góðum sveitamanni sæmir og jafnvel
þó allt væri á öðrum endanum að
vanda gaf Ragnar sér tíma til að tala
við mig þótt það hafi örugglega kom-
ið niður á vinnuálagi hans seinna um
daginn.
Aldrei heyrði ég Ragnar hallmæla
nokkurri manneskju. Þegar ég
ræddi við hann landsmálin eða önnur
mál sem ég hafði að vanda sterka
skoðun á, hafði Ragnar sömu aðferð
við mig og þegar hann fágaði auglýs-
ingarnar mínar, kom með annan flöt
og rétti mig af. Það voru mikil sér-
réttindi að fá að kynnast og „starfa“
með Ragnari Erni Ásgeirssyni. Fyr-
ir það verð ég ávallt þakklátur. Ég
veit að við eigum eftir að hittast aft-
ur. Hann fór á undan mér „heim“ og
það verður gott að hafa hann þar
þegar ég kem þangað. Ég þakka
Ragnari Erni Ásgeirssyni vini mín-
um fyrir samferðina og við hjónin
vottum aðstandendum og vinum
hans okkar dýpstu samúð.
Guðlaugur Bergmann.
Góður vinur okkar og ferðafélagi
er nú allur. Margra mánaða
veikindastríði er lokið. Gegnum hug-
ann streyma minningar um dagfars-
prúðan og þægilegan mann. Á góðri
stund var oft stutt í glettnina. Því
fengum við að kynnast bæði á ferða-
lögum og öðrum samverustundum.
Vinátta fjölskyldna okkar á umliðn-
um árum hefur verið ómetanleg.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við þakka Ragnari allt of stutta
samfylgd.
Elsku Jonný og fjölskylda; við
vottum ykkur innilega samúð á þess-
um erfiðu tímum. Vonandi munu
góðar minningar verka sem smyrsl á
sorgmæddar sálir.
Kristbjörg, Guðlaugur,
Aðalheiður og Björgvin.
Látinn er langt um aldur fram
gamall vinnufélagi minn, Ragnar
Örn Áseirsson.
Frá árinu 1965 unnum við saman í
tíu ár á skemmtilegasta vinnustað
þess tíma, Morgunblaðinu við Aðal-
stræti. Þá var unnið í blýi og síðan
tókum við þátt í að þróa vinnuferlið
út í offset. Þá var haldin ógleyman-
leg „blýkveðjuhátíð“ og við þurftum
allir að venjast offsetinu ungir sem
gamlir. Það gekk oft mikið á, sumir
fóru með hálsbindin í vaxvélarnar og
enn aðrir skáru sig í puttana. Við
Ragnar vorum ungir þá og alltaf
þegar við hittumst á förnum vegi eft-
ir þetta skemmtum við okkur við að
rifja upp þennan frábæra tíma.
Ragnar er einn af þessum ógleym-
anlegu vinnufélögum sem unnu með
mér, sérstaklega vegna þess að hann
var ósérhlífinn í vinnu, samvisku-
samur og drengur góður og auðvelt
að láta hann hlæja sínum smitandi
hlátri. Það er erfitt að horfa á eftir
þessum ljúfa dreng aðeins 55 ára
gömlum, en Ragnar veiktist af alvar-
legum sjúkdómi sem dró hann til
dauða á stuttum tíma. Ég vil þakka
Ragnari fyrir ógleymanlega við-
kynningu og votta öllum aðstand-
endum hans innilega samúð mína á
þessum erfiðu tímamótum.
Guð veri með ykkur öllum.
Gamall vinnufélagi,
Magnús Ólafsson.
RAGNAR ÖRN
ÁSGEIRSSON
Það er mér bæði ljúft
og sjálfsagt að minnast
Ólafs Péturs Sigur-
linnasonar með nokkr-
um orðum. Ótrúlegt, að
hartnær hálf öld sé liðin
síðan ég fyrst leit þenn-
an tilvonandi mág minn og oft finnst
okkur eins og sumt hafi bara gerst í
gær.
Gylfi varð sautján ára þennan dag
og þetta var fyrsta heimsókn mín á
heimili foreldranna á Miklubraut 42.
Ólafur kom inn í stofuna með tveggja
ára Guðmund Pál á handleggnum og
myndin í huga mínum gleymist ekki.
Glæsilegur maður, samsvaraði sér
vel, bjartur yfirlitum og svipurinn
hreinn. Þá hafði hann líka dálítið ljóst
liðað hár. Sem eldri bróðir hefði hann
allt eins getað litið á okkur Gylfa sem
krakkakjána en sannarlega var það
ekki í eðli hans. Handtakið var hlýtt
og taugaóstyrk stelpuhöndin mín
varð pínulítil í lófanum hans Óla.
Aldrei heyrðist hann tala illa um
ÓLAFUR PÉTUR
SIGURLINNASON
✝ Ólafur Pétur Sig-urlinnason fædd-
ist 12. maí 1929.
Hann varð bráð-
kvaddur 5. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Garðakirkju á Álfta-
nesi 12. febrúar.
náungann og tók iðu-
lega upp hanskann fyrir
lítilmagnann án þess þó
að hafa sig í frammi. Óli
var að eðlisfari hlé-
drægur en í vinahópi
glaður á góðum stund-
um og hafsjór af fróð-
leik um samferðafólk á
lífsins götum. Varla var
nefndur svo bær á land-
inu, að hann þekkti ekki
fólkið sem þar bjó,
stundum mann fram af
manni.
Faðirinn Sigurlinni
Pétursson, bygginga-
meistari og listamaður, var frum-
kvöðull í smíði einingahúsa hér á
landi og frá unga aldri var Óli hans
hægri hönd, enda lærður smiður og
laginn vel, eins og svo margir í ætt-
inni. Sigurlinnahúsin svonefndu voru
reist víðs vegar um landið og áttu
sinn þátt í kynnum Óla við land og
fólk.
Hjálpsemi og greiðvikni Óla var
einstök, það ber öllum saman um.
Hvort sem það var gluggi, hurð eða
þak, sem við hin höfðum engan tíma
til að laga, var Óli óðara boðinn og bú-
inn til verksins og áreiðanlega í
hverju húsi systra hans og bræðra
liggja handtök hans ótalin.
Hann Óli mágur minn gaspraði
ekki hæst á málþingum eða tróð sér
fram í kapphlaupinu um lífsins gæði.
Með allan darraðardansinn í kringum
sig hló hann oft góðlátlega og sagði
gjarna: „Já – það er skondið, þetta
mannlíf.“ Þannig vil ég og margir
fleiri muna góðan dreng, Ólaf Pétur.
Við Gylfi og fjölskylda okkar vott-
um börnum hans og öllum aðstand-
endum innilega samúð.
Þórunn Ólafsdóttir.
Manns er hugvit lítið, lítið
lífs þó von sé há,
ekki skulum orðum eyða,
aðeins hlusta – sjá.
Allt á jörð og úti í geimnum
á sinn tónamátt
eilífðin í lit og ljóðum,
lífs með hjartaslátt.
Þar er guð með gæði lífsins
get ég fundið hann,
viltu ekki banka, bróðir
og biðja fyrir mann?
Þökk fyrir hjálpsemi og trygglyndi
alla tíð. Hvíl í friði.
Gylfi Eldjárn Sigurlinnason.
✝ Svava GuðrúnBaldvins Hauks-
dóttir fæddist í
Hveragerði hinn 17.
júní 1951. Hún lést á
heimili sínu í Reykja-
vík hinn 7. febrúar
síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna
Hauks Baldvinssonar
og Vilmu Magnús-
dóttur sem bæði eru
látin. Systkini henn-
ar eru: Svavar, Edda
(látin), Örn og Hrafn.
Svava eignaðist
eina dóttur, Vilmu
Kristínu Guðjónsdóttur, f. 26.7.
1971. Maki hennar er Kristleifur
Leósson, f. 29.9. 1970, og eiga þau
tvö börn, Sesselíu Dögg, f. 25.3.
1991, og Leó, f. 16.12. 1999.
Svava stundaði
hefðbundið nám í
Barna- og gagn-
fræðaskólanum í
Hveragerði og vann
eftir það við að-
hlynningu aldraðra
á Dvalarheimilinu
Ási, en lengst af á
hreppsskrifstofunni
í Hveragerði sem nú
er Bæjarskrifstofan.
Eftir að hún flutti úr
Hveragerði vann
hún ýmis störf bæði í
Reykjavík og á
Hvolsvelli, en þar bjó
hún síðustu árin.
Útför Svövu fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður á
Kotströnd í Ölfusi.
Amma mín, hún Svava, er látin.
Amma mín var góð kona. Ég fór oft
á sumrin til hennar og langafa á
Hvolsvöll. Þá brölluðum við mikið
saman og það var alltaf gaman.
Þegar ég var hjá henni töluðum við
mikið saman. Amma var alltaf að
gera eitthvað skemmtilegt fyrir
mig eins og að setja upp hengirúm í
garðinum hans langafa og fylgjast
með sólmyrkvanum.
Eitt kvöld þegar ég var hjá henni
og við vorum að fara að sofa kom
jarðskjálfti. Ég hélt að amma væri
að hrista rúmið og amma hélt að ég
væri að hrista rúmið. Svo sáum við
að óróinn í loftinu hreyfðist og
stytturnar í hillunni, þá vissum við
að það var jarðskjálfti.
Amma kom líka oft að heimsækja
mig í Reykjavík og þá gerðum við
líka oft eitthvað skemmtilegt sam-
an.
Amma ólst upp í Hveragerði.
Seinna flutti hún til pabba síns á
Hvolsvöll.
Hún var kattavinur og hafði tvo
ketti heima hjá sér, Mikki og Pasc-
al. Hún hugsaði líka vel um kisur
sem áttu hvergi heima eins og villi-
köttinn sem hét SS og fékk oft mat
hjá henni.
Amma var dugleg að sauma og
prjóna og kunni að mála silki. Hún
gerði marga fallega hluti handa
mér og við gerðum oft hluti saman.
Amma hafði lengi verið veik og
var lengi á sjúkrahúsi, þar leið
henni vel.
Henni leið líka vel ef hún var
með fjölskyldunni eða vinum sín-
um.
Ég sakna ömmu minnar en veit
að hún er núna hjá langafa, lang-
ömmu og systur sinni.
Sesselía Dögg.
Oft gantaðist Svava vinkona okk-
ar með það hér áður fyrr að á sautj-
ánda júní væri alltaf flaggað fyrir
deginum hennar. Þá sagði hún allt-
af: „Nú býð ég sko á ball í kvöld.“
Þegar við horfum til baka þá finnst
okkur svo stutt síðan allt lék í lyndi
hjá henni og engar áhyggjur voru
til. En í dag kveðjum við hana
hinstu kveðju.
Svava átti marga mjög góða
kosti, hún var bráðskörp og allt
sem hún tók sér fyrir lék í hönd-
unum á henni. Það var alltaf svo
gaman að finna hvað hún tók vel á
móti okkur þegar við heimsóttum
hana. Alltaf var svo fínt og hreint
hjá henni og húmorinn ekki langt
undan.
Svava var virkur félagi til
margra ára í Leikfélagi Hvera-
gerðis og var leiklist og leikhús
hennar aðal áhugamál. En einhvern
veginn brosir lífið ekki við öllum og
það gerði það svo sannarlega ekki
við henni Svövu okkar. Hún barðist
við þunglyndi mörg síðustu ár og
var það henni og hennar nánustu
mjög erfitt. Stundum var logn og
stundum var stormur.
Við sem „heilbrigð“ erum eigum
oft erfitt með að skilja sjúkdóm
sem þennan, hugsum gjarna: Þetta
hlýtur að lagast. Nú er hennar
þrautagöngu lokið hér á jörðu og er
það trú okkar og von að henni líði
vel þar sem hún er núna.
Elsku Vilma Stína, Krissi og
börn, megi góður guð styrkja ykk-
ur á þessum erfiðu tímum í lífi ykk-
ar. Hugur okkar er hjá ykkur.
Einnig vottum við bræðrum Svövu
og fjölskyldum þeirra samúð okkar.
Hólmfríður Hilmisdóttir,
Sigríður Sigurjónsdóttir.
Kæra frænka. Nú þegar að
kveðjustund er komið rifjast upp
allar góðu æskuminningarnar. Í
mínum uppvexti varstu alltaf
nærri. Það var stutt að hlaupa nið-
ur í Lindarbrekku, þar sem þú
bjóst með afa og ömmu, og alltaf
hafðir þú tíma fyrir litla frænku.
Það var í raun ótrúlegt hversu mik-
inn tíma þú gafst mér og hversu
mikið lag þú hafðir á að vera á
sama plani og maður sjálfur. Það
gerði það að verkum að í huga mín-
um varstu miklu meiri félagi en
uppalandi, en það var jú í þann
flokk sem flestir fullorðnir voru
settir.
Fyrsta skýra minning mín um
þig er frá því að ég gekk inn spít-
alaganginn til að heimsækja þig
eftir að þú eignaðist litla dóttur.
Þótt ég væri lítið að passa skipuðuð
þið mæðgur alltaf sérstakan sess í
huga mér.
Á unglingsárum mínum var um-
gengni okkar kannski mest. Starf
þitt í leikfélaginu heillaði mig mik-
ið, og það var sennilega sú braut
sem þú hefðir helst viljað fara,
hefðu hlutirnir æxlast öðruvísi. Það
voru margar góðar stundir þegar
ég sat á leikfélagsfundum eða fékk
að fylgjast með þér á æfingum, ég
var alveg klár á því að þú hefðir
mikla hæfileika og bærir nafn lang-
ömmu með miklum sóma, þú hefðir
vel getað orðið mikil leikkona eins
og hún.
Þótt samgangur væri ekki eins
mikill á síðari árum á ég alltaf mín-
ar góðu minningar; ég mun muna
þig eins og þú varst þegar ég var
stoltust af þér – leikkona á sviði og
virkur félagsmaður í leikfélaginu.
Unnur Svavars.
SVAVA GUÐRÚN
BALDVINS
HAUKSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.