Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 47
Mig langar til að
kveðja vin minn, Reyni
Sigurjón Sigurjónsson,
sem andaðist hinn 21.
janúar sl.
Reynir var mjög góð-
ur vinur minn, jafnaldri,
félagi, og það skemmtilegur félagi, og
tryggur vinur. Og hann reyndist mér
ávallt sannur vinur og sýndi mér sín-
ar bestu hliðar og þeim gleymi ég
aldrei. Það var mikið áfall fyrir mig
þegar ég frétti af andláti hans, og enn
þá trúi ég því varla, jafnvel þótt ég
hafi fylgt honum til hans hinstu hvílu,
að hann sé ekki á meðal okkar.
Enn er ég að spila lög sem við
hlustuðum á svo mikið, með Rolling
Stones og Guns ’n’ Roses og fleiri
góðum. Og mörg þeirra minna mig al-
veg hrikalega mikið á hann og okkar
stundir sem við áttum saman sem
vinir í gegnum tíðina.
Að kveðja slíkan vin er mjög erfitt,
það erfitt að ég ætlaði aldrei að geta
komið orðum á blað til að kveðja hann
endanlega á blaði. En í minningunni
mun Reynir alltaf lifa hjá mér, sem
góður maður, góður vinur og með
gott hjarta sem hann, sem betur fer,
opnaði ekki fyrir öllum.Hann stóð
fast á sínu og hvikaði hvergi væri
hann viss í sinni sök um einhvern
ákveðinn hlut, eða einhvern ákveðinn
þátt í lífinu.
REYNIR SIGURJÓN
SIGURJÓNSSON
✝ Reynir SigurjónSigurjónsson
fæddist 29. október
1961. Hann lést 21.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá kapellunni í
Hafnarfirði 26. janú-
ar.
Við lentum bæði „í
ruglinu“ eins og það er
svo oft kallað þegar fólk
fer að drekka meira en
„venjulegt“ fólk og jú –
við komumst í kast við
lögin.
Og við lentum í fang-
elsum annað slagið og
fleira sem tilheyrir því
að ganga ekki þennan
gullna meðalveg í lífinu,
sem ég get ekki skil-
greint enn þá daginn í
dag hver er, né hvernig
á að feta hann.
Við Reynir höfum
þekkst í um 25 ár og var hann
skemmtilegur og hæfileikaríkur, sem
því miður naut sín ekki of oft. Og
barngóður var hann – það fór aldrei á
milli mála. Og þegar ég kom inn á
heimili þeirra, hans og Huldu Ingi-
bergsdóttur, sá ég hvernig föðurleg
áhrif hann hafði á dætur hennar, hvað
þær litu upp til hans og hvað þau áttu
skemmtilega tíma saman.
Gat ég ekki betur séð en að dætur
hennar Huldu hreint dýrkuðu hann
Reyni á sinn hátt, með virðingu.Og
svo sannarlega átti hann Reynir þetta
skilið. Hann var ánægður að vera
með heimili og börn, það gaf honum
óendanlega mikið. Hann dýrkaði
stelpurnar og Alexander litla, það
veit ég. Hann talaði oft um þau og
heimilið.
Reynir átti svo margt til að bera-
sem ég ætla ekki að tíunda hérna
núna, það yrði of langt mál, en það
vita þeir sem hann þekktu, hans vinir,
ættingjar og fleiri. En ég ber mikinn
söknuð í hjarta og hugsa svo oft til
Reynis og okkar vinanna sem eru ófá-
ir og ég veit að Reynir Sigurjónsson
hvílir í góðum höndum Drottins vors.
Ég er viss um það. Mig langar til að
segja nokkur orð við þig, Reynir
minn, áður en ég lýk við þessi fátæk-
legu orð til þín, og þau eru:
Ég breiði úr dögunum fyrir framan
mig, dögunum sem við höfum átt
saman. Sumir voru bjartir eins og
köld stjörnunótt, sumir gáfu frá sér
ljóma eins og töfrasteinn, sumir voru
kaldir, eins og djúpur hylur, sumir
eins og logandi eldur. En hvað hefðu
þeir verið án þín?
Ég veit að æskuvinur þinn, sem er
ekki staddur hérna núna, tekur undir
þetta með mér og hann sendir þér
sínar bestu vinarkveðjur og hinstu
kveðjur og sárnar að hafa ekki getað
verið viðstaddur jarðarför þína þar
sem hann var staddur erlendis þá og
vissi þetta ekki fyrr en allt var um
garð gengið. En þú veist að hann
hugsar til þín á ykkar sérstaka hátt
og hann veit að þú ert hjá Guði, elsku
Reynir okkar. Að lokum finnst mér
að þú eigir að fá eitt af því fáa frum-
samda eftir mig og kveð ég þig nú,
minn ástkæri vinur. Megi Drottinn
almáttugur styðja og styrkja móður
þína, föður, systkini, ættingja, vini,
Huldu, dætur hennar og Alexander
og alla þá sem þig þekktu og sakna
þín, hjartans vinur minn.
Er dimma tekur, drýpur höfði strá
er lifað hefur stormasaman vetur,
nú vorið hefur vakið mína þrá
á vogarskálar lífs og dauða setur.
Er dagsins ljómi lýsir dal og grund
geng ég ein – löngu troðna slóð,
þögul sest – og horfi stutta stund
á staðinn þar sem litla stráið stóð.
Nú er þar ekkert nema landið kalt
í lífi mínu myndast þáttaskil,
en gjöfin – hún var göfugri en allt
er gafstu mér með því að vera til.
(B.G.)
Þín vinkona alltaf,
Bergþóra Guðmundsdóttir.
Hann Emil er farinn
í sína hinstu för en
minningin um hann lif-
ir. Vinir kveðja og í
hugann koma óteljandi
minningar. Fjölskylda
okkar hefur átt mikið og farsælt
samstarf við Emil og hans fjöl-
skyldu. Við fengum að fylgjast með
er faðir okkar og Emil tóku ákvarð-
anir um að byggja fiskverkunarhús
og við fórum líka með er farið var í
sunnudagskaffi til Gústu og Emils.
Þetta leiddi til órofa vináttu við
Emil og fjölskyldu hans. Sumir okk-
ar fengu fyrstu launin frá Emil, en
það var fyrir að bera út það blað sem
þetta er skrifað í. Emil sagði að allt
sem í þessu blaði stæði væri hinn eini
sannleikur, sem auðvitað var trúað
eins og öðru sem hann sagði.
Þegar Emil var heimsóttur spurði
hann frétta af öllu mögulegu og
ómögulegu. Hann fylgdist vel með
öllu sem gerðist í okkar litla sam-
henta samfélagi. Ef Gunnu Gjalda
hafði verið gerður hrekkur spurðist
EMIL JÓHANN
MAGNÚSSON
✝ Emil JóhannMagnússon
fæddist á Reyðar-
firði 25. júlí 1921.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 8.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Garða-
kirkju 15. febrúar.
hann fyrir um hvort við
hefðum verið að því eða
ekki. Stundum þurfti
maður að viðurkenna
sökina og þá fékk mað-
ur bágt fyrir hjá Emil
og umvöndun, en sagði
svo að lokum: Þetta var
helv... gott hjá ykkur
og hló svo hátt og hvellt
á eftir. En Gunna var
ein af hans bestu vin-
um.
Tiltal átti hann til að
gefa okkur strákunum
ef hann sá okkur ganga
um eins og hengilmæn-
ur og sagði: Réttið úr ykkur, annars
verðið þið eins og gamlir menn með
heypoka þegar þið verðið eldri.
Mörg voru þau verk sem Emil tók
að sér fyrir sveitunga sína, svo sem
eins og að skrifa bréf til skattstjóra,
sýslumanns og annarra höfðingja til
að fá úrlausn hinna ýmsu mála, enda
maðurinn sérlega pennafær og ís-
lenskumaður góður.
Emil var heimsborgari og átti
virðingu allra er til hans þekktu.
Hafði maður stundum á tilfinning-
unni að þarna væri einn af þeim
mönnum sem stjórnuðu landinu og
segðu alþingismönnum og öðrum
ráðamönnum hvernig þeir skyldu
leysa sín vandamál. Emil skilur eftir
sig stór spor í okkar byggðarlagi,
byggðarlagi sem hann átti stóran
þátt í að er það sem það er í dag.
Verk hans voru myndarleg og vel
gerð, hvort sem við horfum til
barnanna, bygginga eða ráðlegg-
inga. Munu spor hans standa um óm-
unatíð. Að leiðarlokum viljum við öll
sem eitt þakka Emil vináttu, sam-
starf, skemmtileg kynni og öll þau
óteljandi atriði sem ekki er tóm til að
telja hér upp.
Guð styrki fjölskyldu hans og ást-
vini.
Guðmundur Runólfsson,
Ingibjörg Kristjáns-
dóttir og fjölskyldur.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Símar 567 9110 og 893 8638
www.utfarir.is
runar@utfarir.is
+
(% #( ')'!'# "!'
2 '!( ')'!'
28(4 '# 9:
.)
' 3#'. ! $# ; <' #="(!! &" '
%!#. !&" '
' $#
*#*#$*#*#*#
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Sjáum einnig um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
*
=
>=?<;
3% ($! '
! % !
,/) ) ,-)00)
&'
' ' 8(4 '# &" '
!*8(4 '# &" '
'
5>
; )2@
.'!)=" '# $#
"##1$
= ')$#.'!) &" '
' "# $#
( <' 2# $# 3#('!& =$ '# &" '
*
;+><<
5? '#($! '
#&
+
,/) ( ),-)00)
1)##;% $# <' #- "# &" '
<' '##3 A(
<' #;% &" ' ##< ) #& $#
<!;% $# ##3' "# &" '
*#*#$*#*#*#
*
% B
;#* 'C
=$!2 (7#
1
,/) ( ) ,-)00)
<! $#
' $# ! ## &" '
=$ '## $# 3'# "# &" '
))< # &" ' . )## "# $#
5 & &" ' '#5)## $#
' &" ' "(## 3#! '7 $#
<' '##<! $# ="%!&" '
*#*#$*#*#*#
2 -3<
?
723 ' *"!'
3) ( #
$% +(
(
40) ) ,5)50)
72# %! $#