Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 48

Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460. ✝ Jónas Jónssonfæddist á Seyð- isfirði 30. ágúst 1912. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík 8. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Anna Sig- mundsdóttir, f. 24. janúar 1888, frá Gunnhildargerði í Hróarstungu, d. 2. september 1965, og Jón Gunnlaugur Jónasson, málara- meistari og kaupmaður á Seyð- isfirði, f. 5. febrúar 1883 að Ei- ríksstöðum í Jökuldal, d. 7. janúar 1964. Systkini Jónasar eru: 1) Guðlaug Margrét, f. 25. júlí 1909, d. 25. apríl 1915; 2) Sigrún, f. 10. júní 1911, d. 13. apríl 1972; 3) Guðlaugur, f. 2. júní 1915, og 4) Herdís, f. 2. mars 1921. Hinn 22. apríl 1955 kvæntist Jónas eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Ingvarsdóttur, f. 21. september 1922 í Reykjavík. Foreldrar Kristínar voru hjónin Marta Einarsdóttir kaupmaður í Reykjavík, f. 2. maí 1896 á Hof- teigi í Jökuldal, d. 2. október 1953, og Ingvar Sigurðsson cand.phil., f. 20. júlí 1885 í einnig við framkvæmdastjóra- starfi Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar hf. að Kletti í Reykjavík og gegndi fram- kvæmdastjórastöðu í báðum þessum fyrirtækjum til 1956 er hann hætti starfi hjá Síldar- bræðslunni á Seyðisfirði og starfaði eftir það eingöngu sem framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar að Kletti í Reykjavík og síðar einn- ig í Örfirisey í Reykjavík. Hann lét af störfum hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni árið 1988. Jónas gegndi ýmsum trúnaðar- störfum: Hann var í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar 1942– 1950. Hann hafði á hendi af- greiðslu skipa Eimskipafélags Ís- lands hf. á Seyðisfirði um árabil. Hann var í stjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands, í stjórn Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda og kjörinn heiðursfélagi þess 1987, í stjórn Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins, í stjórn Félags ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda og Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Var félagi í Rotary- klúbbnum Reykjavík-Austurbær frá 1963. Var útnefndur Paul Harris Fellow hjá Rotary Int- ernational. Félagi Oddfellow- reglunnar á Íslandi, í stúkunni Hallveigu í Reykjavík frá 1947. Jónas var 17. júní 1976 sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Útför Jónasar Jónssonar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Reykjavík, d. 12. janúar 1952. Börn Jónasar og Kristínar eru: 1) Jón Gunnlaugur Jónas- son læknir, sérfræð- ingur í meinafræði og dósent, f. 19. janúar 1956, kvæntur Birnu Sigurbjörns- dóttur lögfræðingi, f. 28. maí 1956. Börn þeirra eru: Marta, f. 9. nóvember 1978, Hjalti, f. 25. ágúst 1982, Ragnheiður, f. 27. janúar 1989, og Davíð, f. 24. október 1991. 2) Inga Marta Jónasdóttir hjúkrun- arfræðingur, f. 2. nóvember 1957, gift Jónasi Teitssyni vél- stjóra og framkvæmdastjóra, f. 31. desember 1954. Börn þeirra eru: Jónas Ingi, f. 27. nóvember 1978, Kristín, f. 7. apríl 1983, og Birgitta, f. 9. janúar 1995. Jónas ólst upp á Seyðisfirði. Hann lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands 1931 og í framhaldi af því stundaði hann verslunarstörf við verslun föður síns á Seyðisfirði til ársins 1938. Þá varð hann bókhaldari og gjaldkeri við Síldarbræðsluna hf. á Seyðisfirði. Árið 1943 varð hann framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Árið 1953 tók hann Jónas tengdafaðir minn var heimsmaður. Hann ferðaðist þó nokkuð til útlanda, einkum vegna vinnu sinnar og þar sópaði að hon- um eins og hér heima. Hann var mikill málamaður og talaði góða ensku, dönsku og þýsku. Það var tekið eftir honum hvar sem hann fór, glæsilegur á velli og það var eins og allir bæru fyrir honum mikla virðingu og vildu gera bón hans. Best leið honum þó þegar hann var kominn aftur til Íslands, heim á Laugarásveg, sestur í stól- inn sinn í stofunni og kominn í sím- ann að tala um sjávarútvegsmálin og Kristín farin að elda fyrir hann graut. Jónas hafði yndi af að hlusta á tónlist, einkum óperur og lokaði þá að sér því ekki vildi hann trufla aðra á heimilinu. Hann las mikið bæði á íslensku og þýsku. Uppá- haldsbækur hans voru ævisögur stjórnmálamanna, en hann var sannur sjálfstæðismaður og finnst mér eiga vel við hann gömlu ein- kunnarorð Sjálfstæðisflokksins frá stjórnartíð Ólafs Thors: „Gjör rétt, þol ei órétt.“ Hann vildi þó aldrei heyra talað illa um menn sem fylgdu annarri stefnu í pólitík en hann. Slíkt tal stoppaði hann af. Það var ekki hans vani að hallmæla fólki eða leita uppi það sem miður hafði farið hjá samferðamönnunum. Hann kaus fremur að einbeita kröftunum að því að ganga til sinna eigin verka af dugnaði og heilum hug, vakinn og sofinn yfir velferð fjölskyldunnar, vinnustaðar síns og starfsmanna. Hann vildi að þeir ynnu vel, hann vildi ekkert hangs eða leti. En honum hélst líka vel á mönnum og mér er sagt að þeir hafi virt hann mikils. Lengst af starfaði Jónas sem framkvæmda- stjóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar að Kletti og í Örfirisey. Honum fannst ekki nóg að hafa vit á því sem snerti almennan rekstur og sölu fiskimjöls erlendis, hann hafði gott verksvit og setti sig því einnig inn í það hvernig hver og ein vél í verksmiðjunni vann. Þannig gat hann betur metið hvað var hag- kvæmast í rekstri og hvenær þörf var að endurnýja einstakar vélar. En ekki bara að kaupa þegar eitt- hvað nýtt kom á markað. Jónas var mikill fagurkeri. Þegar eitthvað var keypt var það af vönduðustu gerð og valið af mikilli smekkvísi. En það var aldrei bruðlað og hann vildi aldrei skulda neinum neitt. Þegar Jónas var hættur að vinna 75 ára gamall og leit yfir farinn veg var hann afskaplega sáttur. Hann átti að baki farsæla starfsævi og í kringum hann var fjölskylda sem hann hafði sinnt vel og þótti vænt um hann. Síðustu árin glímdi Jónas við heilabilun og dvaldi á Grund í eitt og hálft ár. Er fjölskyldan inni- lega þakklát starfsfólkinu þar fyrir góða umönnun. Á Grund fékk Jónas heimsóknir nærri daglega og var Inga Marta dóttir hans tíðasti gest- urinn. Jónas var umhyggjusamur fjölskyldufaðir. Hann vildi börnum sínum, tengdabörnum og barna- börnum allt það besta. Og þó hann væri ekki að leika sér við barna- börnin eða skipta sér mikið af þeim fundu þau öll umhyggju og vænt- umþykju afa og eiga um hann af- skaplega hlýjar minningar. Hann var þeim sterk og góð fyrirmynd sem þau munu búa að alla ævi. Jón- as var mikill vinur foreldra minna og mér var hann afskaplega traust- ur, hjálplegur og ráðhollur. Ég fann það þó fljótt að hann vildi helst ekki láta þakka sér fyrir það sem hann gerði fyrir aðra og grunar mig að hann hafi stutt margan manninn og mörg góð málefni, sem hann vildi ekki láta minnast á. Jónas stendur mér fyrir hugskotssjónum sem glæsimenni, fastur fyrir, heiðarleg- ur og umhyggjusamur. Hann var sannur höfðingi. Birna Sigurbjörnsdóttir. Svili minn, Jónas Jónsson, fv. framkvæmdastjóri frá Seyðisfirði, er látinn. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða síðustu árin og fékk hægan dauðdaga 8. febrúar síðastliðinn. Fyrstu kynni mín af Jónasi voru þegar hann gekk að eiga mágkonu mína, Kristínu Ingvarsdóttur, fyrir hartnær hálfri öld. Hann var þá kominn til starfa sem framkvæmda- stjóri hjá Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunni á Kletti en hafði fyrr á árum starfrækt umfangsmikinn at- vinnurekstur á Seyðisfirði. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari Jón- asar var hlýhugur hans og tryggð við átthagana austur á landi. Lýs- ingar hans frá Austurlandi, og þó einkanlega frá Seyðisfirði, voru slíkar að hjá mér vaknaði allt að því vanmetakennd yfir að hafa farið á mis við þá dásemd sem þar var lýst. En nóg um það. Jónas var hrein- skilinn og hreinskiptinn heiðurs- maður. Hann gat verið harðskeytt- ur og fastur fyrir ef að honum var vegið og sagði þá skoðun sína um- búðalaust. Hann átti til að skamma mig ef honum mislíkaði, en hrósaði mér jafnframt ef honum þótti ég segja eða gera eitthvað af viti. Ég tók þessu auðvitað eins og það var meint, enda vart traustari grunnur góðrar vináttu. Aldrei man ég til að okkur sinnaðist öll þessi ár sem við þekktumst. Við Jónas urðum þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kvænast systrum úr stórri fjölskyldu þar sem ástúð, umhyggja og eindrægni hafa ætíð setið í fyrirrúmi. Jónas hafði alla þessa kosti til að bera og lét sér ákaflega annt um allt sitt fólk. Mér er sérstaklega minnis- stætt hve hann lét sér annt um aldraðan föðurbróður sinn, sem var orðinn blindur og öðrum háður. Þau Kristín og Jónas voru höfð- ingjar heim að sækja og aldrei var neitt of gott fyrir gesti. Jónas var afar farsæll í starfi og þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir skildi hann við skuldlaust fyrirtæki. Hann hafði á langri ævi kynnst mörgum innlendum sem erlendum viðskiptamönnum fyrirtækisins sem urðu vinir hans og hann hélt tryggð við alla ævi. Að leiðarlokum kveðjum við Anna kæran mág og svila og vott- um Kristínu, Jóni Gunnlaugi, Ingu Mörtu og fjölskyldum þeirra svo og eftirlifandi systkinum Jónasar og öðrum venslamönnum innilega sam- úð. Blessuð sé minning Jónasar Jónssonar. Guðni Hannesson. Það syrtir að þá sumir vinir kveðja. Jónas Jónsson, einn af mín- um ágætustu frændum í Gunnhild- argerðisætt, er látinn, góður maður hefur kvatt að afloknu miklu og heilladrjúgu starfi í þágu lands og þjóðar. Hann lauk prófi frá Versl- unarskólanum og starfaði síðan nokkur ár við verslun föður síns á Seyðisfirði. Jónas hélt síðan til Þýskalands til að kynna sér starf- semi síldar- og fiskimjölsverksmiðja þar í landi. Eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Síldarbræðslunni hf. á Seyðisfirði og starfaði þar í 15 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri. Að þeim tíma loknum fluttist hann til Reykjavíkur og tók við forstöðu Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf., sem hann helgaði krafta sína í samfleytt í 35 ár eða þar til hann var 75 ára. Ég ætla ekki að fjölyrða meira um störf Jónasar, það munu aðrir honum kunnugri á þeim vett- vangi gera. Jónas var gæfumaður í einkalífi, hann eignaðist góðan og traustan lífsförunaut sem studdi hann í er- ilsömu starfi og tvö vel gerð börn. Ég á Jónasi frænda gamla skuld að gjalda er hann fyrir um það bil fimmtíu árum sendi mér peninga- gjöf í erlendum gjaldeyri, sem þá var mjög erfitt að fá. Ég var á leið til Kaupmannahafnar í rannsókn og hafði ekki úr miklu að spila. Hann lét þau skilaboð til mín fylgja gjöf- inni að þakklæti vildi hann ekki, þetta væri aðeins smáafgangur af ferðapeningum úr síðustu ferð hans. En er ég hugleiði þetta í dag þá mun upphæð þessi hafa verið nokkur mánaðarlaun mín á þessum árum. Einnig stöndum við systkinin í þakkarskuld við Jónas fyrir hvað hann reyndist foreldrum okkar, þó sérstaklega móður okkar, vel eftir að hún varð ekkja. Jónas var sérstaklega frændræk- inn maður. Við frændsystkini hans, sem erum nokkuð mörg, eigum góðar minningar um ánægjulega samverustund á heimili hans og Kristínar Ingvarsdóttur konu hans frá sextíu ára afmæli Jónasar 30. ágúst 1972. Þau enduðu afmælis- daginn með að bjóða öllum frænd- systkinum hans ásamt mökum í kvöldmat eftir að hafa verið með móttöku allan daginn fyrir félags- og samstarfsmenn hans ásamt fleiri vinum. Þetta lýsir best rausnar- og artarskap þeirra hjóna. Heimili þeirra var menningarlegt og fallegt og friðsamt skjól fyrir Jónas eftir erilsaman vinnudag. Jónas var Austfirðingur í báðar ættir, hann bar nafn föðurafa síns, Jónasar Eríkssonar skólastjóra á Eiðum, og amma hans var Guðlaug Margrét Jónsdóttir, kona Jónasar. Faðir Jónasar var Jón Jónasson, kaupmaður á Seyðisfirði. Hann var búfræðingur frá Eiðaskóla og hafði einnig lokið námi í málaraiðn í Bergen í Noregi 17. september 1903 og var hann fyrsti Íslending- urinn sem lauk prófi í þeirri iðn. Bræður Jóns, fimm að tölu, höfðu allir hlotið góða menntun á þeirra tíma vísu og voru merkir menn hver á sinn hátt og á sínum starfs- vettvangi. Friðrik, yngsti bróðirinn, lifir Jónas frænda sinn. Móðir Jón- asar var Anna, dóttir Sigmundar Jónssonar, bónda í Gunnhildar- gerði, og konu hans Guðrúnar Ingi- bjargar Sigfúsdóttur. Börn þeirra sem komust til fullorðinsára voru níu, sex dætur og þrír synir. Öll báru þau sterkt ættarmót sem fólg- ið var í gjörvuleik þeirra og mann- kostum. Talið var að Gunnhildar- gerðishjón hefðu um margt verið á undan sinni samtíð, bæði hvað varð- aði búskaparhætti, uppeldi og upp- fræðslu barna sinna. Jónas var mikilhæfur athafna- og félagsmálamaður, það má segja að hann hafi tekið hverri þeirri áskor- un sem mætti honum við hvert fót- mál af fullri ábyrgð og heilindum og hlaut því virðingu og traust sam- ferðamanna sinna. Jónas hafði til að bera marga bestu kosti úr báðum ættum, hann var fríður sýnum og íturvaxinn, vel greindur drengskap- armaður og sérstaklega kurteis og háttvís. Honum svipaði um margt til hugmynda minna um sanna enska aðalsmenn fyrri tíma. Að- alsmerki hans var látlaust en virðu- legt yfirbragð. Það er mér ógleym- anleg og ánægjuleg endurminning er ég mætti frænda mínum á göngu í Austurstræti uppábúnum með gráan hatt og staf. Hann tók ofan eins og sagt var er hann lyfti hatt- inum og heilsaði mér ungri sveita- stelpu eins og ég væri hefðardama og brosti á sinn vingjarnlega hátt og spjallaði við mig. Einnig man ég að okkur Mar- gréti systur minni þótti mikil upp- hefð að því þegar við vorum ný- komnar til Reykjavíkur, þá bauð Jónas okkur inn á fínt veitingahús í mat, það var í fyrsta skipti sem við höfðum komið á svo fínan stað. Jónas byggði á traustum grunni uppeldis síns og aldaranda þeim er ríkti á Seyðisfirði. Ég vitna í orð séra Erlendar Sigmundssonar er hann segir, „að tvennt hafi einkum vakið athygli sína er hann gerðist prestur á Seyðisfirði, það voru fal- leg heimili og fólkið frjálsmannlegt, háttvíst, vel til fara og fágætlega prúðmannlegt“. Voru Seyðfirðingar þess vegna af sumum kallaðir „ar- istókratar“ í háði. En í rauninni hafa þessir menn ekki skilið að höfðingsbragur fólksins var engin sýndarmennska, en fremur sprott- inn af heilbrigðri sjálfsvirðingu og sómakennd. Bernskuheimili Jónas- ar var spegilmynd af þessari um- sögn séra Erlendar. Gestrisni var þar í hávegum höfð og hjálpsemi. Fyrir föður mínum, sem var bróðir Önnu, og allri hans fjölskyldu stóð heimili þeirra Önnu og Jóns alltaf opið og hygg ég að svo hafi verið um aðra ættingja og vini þeirra hjóna. Ég vil að lokum fyrir hönd okkar yngri Gunnhildargerðissystkina þakka Jónasi allt sem hann gaf okkar af örlæti hjarta síns og votta öllum aðstandendum samúð okkar. Ég kveð hann með ljóðlínum úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér, vinur! í fegri heim, krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Guðrún I. Jónsdóttir. Einn af öðrum kveðja þeir, sam- ferðamennirnir sem mótuðu heims- mynd mína og lífssýn í uppvext- inum og veittu mér fulltingi sitt í stóru og smáu. Nú, er ég sé á bak Jónasi föðurbróður mínum, hrann- ast myndirnar upp í huganum og ég hverf aftur til æskuára minna aust- ur á fjörðum þegar hann kom í JÓNAS JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.