Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 57
DAGBÓK
HJÓNIN Pam og Matthew
Granovetter gefa út tímarit-
ið Bridge Today og skrifa
auk þess greinar í bridsblöð
víða um heim. Þau hafa fast-
an dálk í málgagni Banda-
ríska bridssambandsins,
sem er óvenjulegur að því
leyti að þau rökræða um að-
ferðir og eru sjaldnast á
sama máli. Hér er dæmi frá
þeim komið og við skulum
fyrst setja okkur í spor
norðurs, sem þarf að segja í
erfiðri stöðu:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ ÁK7
♥ 743
♦ K7
♣109874
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta Pass 2 hjörtu 3 tíglar
Pass ???
Hvað myndi lesandinn
segja við þremur tíglum
makkers?
Pamela hefur umræðuna
með því að rifja upp þrjá
sleggjudóma um sagnir:
1. Ef þú ert í vafa – meld-
aðu.
2. Ef þú er í vafa – pass-
aðu!
3. Ekki beita sögn sem
makker gæti misskilið.
Það er augljóst að eitt og
tvö stangast á, en dálkahöf-
undur er hallari undir
sleggjudóm eitt og algerlega
sammála þeim þriðja. Þegar
spilið kom upp, sagði norður
þrjá spaða. Hann hugsaði
dæmið þannig: „Ég meldaði
ekki einn spaða við einu
hjarta og á því ekki ekta
spaðalit. Makker á því að
skilja sögnina sem svo að ég
sé að sýna styrk í spaða með
þrjú grönd eða fimm tígla í
miðinu.“
En makker hans skildi
ekki neitt í neinu og sagði
pass:
Norður
♠ ÁK7
♥ 743
♦ K7
♣109874
Vestur Austur
♠ 108 ♠ D65432
♥ ÁK652 ♥ DG108
♦ D954 ♦ 6
♣Á6 ♣G4
Suður
♠ G9
♥ 9
♦ ÁG10832
♣KD52
Matthew bendir á að
norður gæti hugsanlega átt
veik spil með sexlit í spaða,
sem ekki réttlættu inná-
komu á spaða strax. Og því
ekki það. Þriggja spaða
sögnin dæmist því „loðin“ og
líkleg til að misskiljast.
Hjónin eru sammála um
að norður ætti að passa þrjá
tígla, en frá bæjardyrum
dálkahöfundar virðist allt í
lagi að segja þrjú hjörtu,
sem leit að þremur grönd-
um. Við því gæti suður hæg-
lega stökkið í fimm tígla,
jafnvel fimm lauf á grund-
velli einspilsins í hjarta.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson.
SKÁKÞINGI Reykjavíkur
er nýlokið með sigri Íslands-
meistarans Jóns Viktor
Gunnarssonar. Hann hefur
þrátt fyrir ungan
aldur orðið nokkr-
um sinnum Skák-
meistari Reykja-
víkur og mun án
efa með sama
framhaldi jafna
met Þrastar Þór-
hallsonar í fjölda
skipta að bera
þennan merka titil.
Staðan kom upp á
mótinu á milli
Kristjáns Arnar
Elíassonar (1685),
en hann skipulagði
sterkt hraðskák-
mót fyrir stuttu á skemmti-
staðnum Players, og Val-
garðs Ingergssonar (1590).
Ekki gat Kristján sýnt mik-
ið listir sínar í Kópavogi en
hann gerði það sannarlega í
þessari skák á Skákþinginu.
42.Hxf6+! Rxf6 og svartur
gafst upp um leið enda fokið
í flest skjól eftir 43.Rd6+.
SKÁK
Umsjón Helgi
Áss Grétarsson
Hvítur á leik
Árnað heilla
LJÓÐABROT
STÖKUR
Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt, og þitt er mitt;
þú veizt, hvað eg meina.
*
Langt er síðan sá eg hann,
sannlega fríður var hann;
allt, sem prýða má einn mann,
mest af lýðum bar hann.
*
Man eg okkar fyrri fund
forn þó ástin réni;
nú er eins og hundur hund
hitti á tófugreni.
Vatnsenda-Rósa.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert góður vinur vina
þinna og stundum svo að
góðsemi þín gengur of langt
og breytist í stjórnsemi.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það skiptir miklu máli að
fyrstu kynni séu góð, sérstak-
lega þegar um er að ræða við-
kvæm störf þar sem fá önnur
tækifæri gefast til kynningar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Farðu eftir sannfæringu
þinni því svo mikið veistu um
málin að þú þarft ekki að elta
fjöldann. Láttu sem ekkert sé
þótt einhver mótbyr verði.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það tekur tímann sinn að
kanna alla þá möguleika sem
í boði eru og þú skalt flýta þér
hægt því það skiptir sköpum
að val þitt sé vel ígrundað.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú kemst nú ekki lengur hjá
því að viðurkenna ákveðið
vandamál. Það mun ekki
leggja allt í rúst en þú getur
ekki haldið áfram án þess að
leysa það fyrst.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þeir eru margir sem líta til
þín í von um ráð og leiðsögn.
Ef þú ákveður að gefa kost á
þér verðurðu að gæta þess
vandlega að sýna tillitssemi
og sveigjanleika.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ef þú ert með einhverja
drauga úr fortíðinni í far-
angri þínum skaltu nú taka til
og afgreiða þessi mál í eitt
skipti fyrir öll.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Leyfðu gleði þinni að njóta
sín því að hláturinn lengir líf-
ið og það er ólíkt skemmti-
legra að starfa í gleði en þar
sem þyngslin ráða.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Fylgdu áætlun þinni fast eft-
ir, hvað svo sem vinnufélagar
þínir segja því þú hefur á
réttu að standa en of mikil öf-
und stýrir viðbrögðum
þeirra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er eins og allt leiki í
höndunum á þér og því skaltu
nýta þér byrinn. En búðu þig
jafnframt undir það að skjótt
skipast veður í lofti.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú skalt alls ekki liggja á
skoðunum þínum ef eftir
þeim er leitað. En hafðu í
huga að oft má ná sama
marki eftir mismunandi leið-
um.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ættir að gera þér glaðan
dag með einhverju móti, bara
til þess að vera góður við
sjálfan þig. Sýndu þínum
nánustu tillitssemi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú átt einkar auðvelt með að
ná til annarra með boðskap
þinn. En reyndu ekki að
stytta honum leið; það hefnir
sín alltaf fyrr en síðar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
60ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 17.
febrúar, verður sextugur
Davíð Gíslason læknir á
Landspítala Vífilsstöðum,
Eskiholti 8, Garðabæ. Hann
og eiginkona hans, Guðrún
Jónsdóttir, taka á móti gest-
um í sal Læknafélags Ís-
lands, Hlíðasmára 8, Kópa-
vogi, kl. 16-19 á afmælis-
daginn.
50ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 17.
febrúar, verður fimmtugur
Sigurður Jónsson, skipu-
lags- og byggingarfulltrúi
sveitarfélagsins Ölfuss,
Reykjabraut 4, Þorláks-
höfn. Sigurður, ásamt konu
sinni Sigríði Guðnadóttur,
er með opið hús og tekur á
móti gestum á afmælisdag-
inn í samkomusal Grunn-
skólans í Þorlákshöfn, Eg-
ilsbraut 35, kl. 18 -21.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Með morgunkaffinu
Ég ætla að fá fjóra
eggjabakka.
Krakkarnir fá að fara
með í fríið.
DÚNDUR TILBOÐ
Yfirhafnir
tvær fyrir eina
Greitt fyrir dýrari flíkina
Opið laugardag
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
LAUGAVEGI 36
Opnaðu
augun
30% verðlækkun
á öllum
gleraugnaumgjörðum
& gleri.
Gullsmiðir
Innilegt þakklæti til allra sem glöddu mig með
gjöfum, heimsóttu mig og þeirra sem sendu skeyti
eða hringdu á 80 ára afmæli mínu 9. febrúar.
Guð blessi ykkur og launi.
Markús Grétar Guðnason,
Kirkjulækjarkoti.
Ný verslun í Hamraborg 7.
Glæsilegt úrval fyrir ungar konur á öllum aldri.
YAZZ-Cartíse
Hamraborg 1
sími 554 6996
Hamraborg 7
sími 554 4406