Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
hefur lagt til að leyfðar verði veiðar á
200 tonnum af innfjarðarrækju í Öx-
arfirði í vetur. Mjög lítið varð vart
við rækju í árlegum haustrannsókn-
arleiðangri á innfjarðarrækju fyrir
Norðurlandi sl. haust vegna mikillar
fiskgengdar. Lagði Hafrannsókna-
stofnunin þá til að ekki yrðu stund-
aðar rækjuveiðar í Húnaflóa, Skaga-
firði, Skjálfanda og Öxarfirði á þess-
um vetri.
Í bráðabirgðatillögum Hafrann-
sóknastofnunar sl. vor var lagt til að
leyfðar yrðu veiðar á 350 tonnum af
innfjarðarrækju í Öxarfirði í vetur
en tillögurnar átti að endurskoða
með hliðsjón af niðurstöðum haust-
leiðangursins. Fremur lítið fannst af
rækju í leiðangrinum í haust, en mik-
ið af bæði ungþorski og ungýsu, og
var svæðið ekki opnunarhæft af
þeim sökum. Rækjukvótinn í Öxar-
firði var 500 tonn á síðasta vetri.
Mælingum á innfjarðarrækju-
stofninum í Öxarfirði er nú nýlokið
og segir Unnur Skúladóttir, fiski-
fræðingur á Hafrannsóknastofnun,
að mælst hafi meira af rækju þar en í
mælingum í haust, auk þess sem
töluvert hafi dregið úr fiskgengd í
firðinum. Þó sé þar ennþá töluvert af
ýsu. „Þó að við höfum ekki orðið vör
við mikið af rækju í Öxarfirði teljum
við óhætt að leyfa veiðar á um 200
tonnum af rækju þar í vetur. Það er
góð nýliðun í rækjunni og jafnframt
er hún þokkalega stór, eða um 28
stykki í kílói.
Svo virðist sem þorskurinn hafi
hopað af svæðinu frá því í mæling-
unni í haust. Hins vegar er töluvert
af tveggja ára ýsu á svæðinu og því
höfum við sett sem skilyrði að not-
aðar verði seiðaskiljur við veiðarn-
ar.“
Kvótinn í Arnarfirði
aukinn um 150 tonn
Eins hefur Hafrannsóknastofnun
in lagt til að innfjarðarrækjukvóti í
Arnarfirði verði aukinn um 150 tonn
eða í 650 tonn. Unnur segir að í Arn-
arfirði virðist nú vera töluvert meiri
rækja, miðað við mælingar sl. vor.
Þar sé tveggja ára rækja ára mjög
áberandi.
Mælingum á innfjarðarrækju í
Skálfanda, Húnaflóa og í Ísafjarðar-
djúpi er einnig lokið en niðurstöður
mælinganna liggja ekki fyrir.
Ekki voru stundaðar neinar
rækjuveiðar í Húnaflóa og Skjálf-
anda á síðasta vetri.
Hafrannsóknastofnun leggur til
200 tonna rækjuveiði í Öxarfirði
Þorskurinn
hefur hopað
ALÞJÓÐA flugmálastofnunin, ICAO, hefur sent
samgönguráðherra bréf þar sem fram kemur að
ekki verði liðnar truflanir á alþjóðlegu flugi um ís-
lenska flugstjórnarsvæðið og að endurteknar
truflanir muni leiða til þess að flugumferðarþjón-
ustan verði tekin úr höndum Íslendinga. Bréfið
var sent í kjölfar þess að Þorgeir Pálsson flug-
málastjóri sendi Alþjóða flugmálastofnuninni bréf
þar sem hann tilkynnti um yfirvofandi verkfall
flugumferðarstjóra í næstu viku.
Í bréfi Alþjóða flugmálastofnunarinnar, sem
undirritað er af Assad Kotaite, forseta ICAO, er
samgönguráðherra bent á þær skyldur sem Ís-
lendingar hafi tekist á hendur með samningi um
umsjón með alþjóðlegu flugi á svæðinu umhverfis
Ísland. Þar kemur m.a. fram að samkvæmt
reglum sé lögð áhersla á að ríki sem veiti flug-
umferðarþjónustu eigi að hyggja tímanlega að úr-
lausn óvissuástands sem geti skapast og gera við-
unandi ráðstafanir til þess að tryggja eðlilega
flugumferðarþjónustu á því alþjóðlega flugsvæði
sem þjónustan nær til.
Í bréfinu segir jafnframt að endurteknar trufl-
anir á flugumferðarþjónustu á flugstjórnarsvæð-
um séu óviðunandi í augum alþjóða flugsamfélags-
ins og hins almenna flugfarþega, hvort sem þær
stafi af völdum verkfalla eða annarra aðstæðna.
Finna þarf framtíðarlausn
vegna hættunnar á verkföllum
„Þar af leiðandi er nauðsynlegt að finna fram-
tíðarlausn á þeirri yfirvofandi hættu sem verkfall
skapar. Í því sambandi er rétt að benda yður á,
varðandi svæðin yfir höfunum, að stjórn ICAO út-
hlutar þeirri ábyrgð að veita þar flugumferðar-
þjónustu. Ef ríki eru ófær um að veita þessa þjón-
ustu í samræmi við ákvæði Viðauka 11 getur
stjórnin þurft að endurúthluta þessari ábyrgð,“
segir síðan í lok bréfs ICAO til samgönguráð-
herra.
Á síðasta ári flugu um 94.000 alþjóðleg loftför í
gegnum flugstjórnarsvæði Íslendinga, auk veru-
legs herflugs sem ekki er talið með. Samkvæmt
viðmiðunartölum sem alþjóðasamtök flugfélaga
nota og fjölda þeirra flugvéla sem fljúga í gegnum
svæðið má áætla að um svæðið fari í kringum 25
milljón flugfarþegar á ári og að um 60–120.000 far-
þegar fari um svæðið daglega.
Alþjóða flugmálastofnunin varar við afleiðingum verkfalls
Truflanir á alþjóð-
legu flugi ekki liðnar
SNJÓRINN er mönnum misjafn-
lega kærkominn og ekki endilega
víst að þessir vinnandi menn
fagni honum mjög. Öll él birtir þó
upp um síðir og eflaust er hægt
að nudda verkunum áfram þótt
misjafnlega vel sjái út úr augum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kærkom-
inn snjór?
TALSMENN Bjarkar Guð-
mundsdóttur hér á landi hafa
nú staðfest að hún muni koma
fram á Óskarsverðlaunahátíð-
inni hinn 25. mars næstkom-
andi. Þar mun hún flytja lagið
„I’ve Seen it All“ sem tilnefnt
er í flokki frumsaminna söng-
laga ásamt hljómsveit sinni og
55 manna sinfóníuhljómsveit.
Vespertine/63
Björk
syngur
Óskarsverðlauna-
hátíðin
ÍSLENSK rannsókn gefur til kynna
að yfir 20% þeirra sem beita börn
kynferðislegu ofbeldi séu sjálfir yngri
en 18 ára.
Unglingar, sem misnota börn, hafa
oft sjálfir verið misnotaðir, þeir eiga
almennt í erfiðleikum með að tengjast
jafnöldrum sínum og kvarta undan
því að vera einmana, einangraðir og
skildir út undan. Þetta er meðal þess
sem kom fram á námstefnu dr. Rich-
ards Beckett, bresks sérfræðings í
málum ungra kynferðisbrotamanna,
sem haldin var á vegum Barnaheilla
og Barnaverndarstofu í gær.
Dr. Beckett segir þetta ekki vera
að ástæðulausu þar sem þessir ein-
staklingar hafi iðulega orðið fyrir erf-
iðri, niðurbrjótandi reynslu í æsku,
verið misnotaðir, oftast með kynferð-
islegu ofbeldi en einnig með líkam-
legu ofbeldi.
20% barnaníðinga eru
yngri en átján ára
Einangraðir/12
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
mann í 12 mánaða fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot gegn tveimur drengjum.
Drengirnir voru 11 og 12 ára þegar
maðurinn braut fyrst gegn þeim, en
þeir voru 13 ára þegar mæður þeirra
fóru fram á opinbera rannsókn.
Maðurinn kynntist fyrst öðrum
drengnum þegar hann flutti í sama
hús. Hinn drengurinn var vinur þess
fyrri. Þeir voru oft á heimili manns-
ins og braut maðurinn gegn þeim
þar.
Við rannsókn málsins játaði mað-
urinn allar sakargiftir. Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur dæmdi hann í 12
mánaða fangelsi og til að greiða
drengjunum 450 og 200 þúsund
krónur. Í dómi Hæstaréttar segir að
brot mannsins séu alvarleg og þau
hafi staðið yfir í langan tíma. Með
hliðsjón af því að hann játaði brot sín
undanbragðalaust þyki þó mega una
við refsiákvörðun héraðsdóms um 12
mánaða fangelsi, en engin efni séu til
að skilorðsbinda refsinguna.
Hæstiréttur ákvað jafnframt að
hækka miskabætur til drengjanna
tveggja í 500 og 300 þúsund krónur.
Árs fang-
elsi fyrir
brot gegn
drengjum