Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 1

Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 1
43. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. FEBRÚAR 2001 VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti ræddi í gær við George Robertson, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, NATO og hvatti hann til að íhuga gaumgæfilega tillögu Rússa um að Evrópu- ríki komi sér upp eigin eldflaugavarnakerfi eins og Bandaríkin ráðgera. Pútín áréttaði einnig að Rúss- ar litu á stækkun NATO sem ógnun við öryggis- hagsmuni sína. „Við höfum tekið eftir yfirlýsingu þinni um að bandalagið líti ekki á Rússland sem andstæðing. Við fögnum þeirri yfirlýsingu og kunnum að meta hana,“ sagði Pútín á fundi með Robertson í Kreml. „En stækkun varnarbandalagsins að landamærum Rússlands getur ekki verið neitt annað en ógnun við landið.“ Eystrasaltsríkin Litháen, Lettland og Eistland hafa lagt mikla áherslu á að fá aðild að NATO en bandalagið hefur ekki samþykkt það. Aðild þessara ríkja að NATO myndi gera herþotum bandalagsins kleift að fljúga til mikilvægra staða í Rússlandi á nokkrum mínútum. Vilja færanlegar gagnflaugar í Evrópu Ígor Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, afhenti Robertson formlega tillögu Rússa um að Evrópuríki kæmu upp sameiginlegu eldflauga- varnakerfi. Pútín vakti fyrst máls á þessari hug- mynd í fyrra. Embættismenn í rússneska varnarmálaráðu- neytinu sögðu að samkvæmt tillögunni ætti að koma upp færanlegu gagnflaugakerfi í Evrópu ef nefnd varnarmálasérfræðinga kæmist að þeirri niðurstöðu að Evrópuríkjum stafaði hætta af eld- flaugum og þau gætu ekki afstýrt henni með öðrum hætti. Gagnflaugarnar yrðu færðar þangað sem hættan væri mest til að verja mikilvægustu staðina. Pútín sagði að eftir að sérfræðingar NATO hefðu kynnt sér tillöguna gætu varnarmálasérfræðingar Rússa farið í höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel til að ræða hana frekar. Rússar og Bandaríkjamenn hafa komið upp mið- stöð til að skiptast á upplýsingum um eldflaugaskot og Pútín lagði til að Evrópuríki fengju að taka þátt í því samstarfi. Evrópska eldflaugavarnakerfið er svar Rússa við áformum Bandaríkjamanna um að koma upp tak- mörkuðu gagnflaugakerfi til að verjast hugsanleg- um eldflaugaárásum ríkja á borð við Norður-Kór- eu. Pútín þakkaði Robertson fyrir þátt hans í að bæta samskipti Rússlands og Atlantshafsbanda- lagsins eftir loftárásir NATO á Júgóslavíu sem urðu til þess að Rússar rufu ýmis tengsl sem mið- uðu að því að byggja upp traust milli Atlantshafs- bandalagsins og Rússlands eftir lok kalda stríðsins. Forsetinn varaði þó við því að tilhneiging ákveð- inna NATO-ríkja til að draga upp dökka mynd af Rússlandi gæti orðið til þess að samskipti þess við Atlantshafsbandalagið versnuðu aftur. Hann nefndi engin ríki í þessu sambandi en talið er að hann hafi átt við Bandaríkin undir forystu George W. Bush forseta. „Við vitum af yfirlýsingu ákveðinna fulltrúa Vesturlanda (...) sem reyna að endurskapa ímynd Rússlands sem heimsveldi hins illa jafnvel þótt eng- inn hræðist það lengur,“ sagði Pútín. „Hætta skap- ast á hótunum og vopnakapphlaupum þegar skort- ur er á trausti.“ Robertson svaraði að forgangsverkefni NATO og Rússa væri að byggja upp samband, sem byggð- ist á trausti og hreinskilni, til að afstýra slíkum hættum. Framkvæmdastjóri NATO ræðir við Pútín Rússlandsforseta í Moskvu Rússar vilja evrópskt eldflaugavarnakerfi Moskvu. AP. AP George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, og Vladímír Pútín Rússlandsforseti heilsast fyrir fund sinn í Kreml í gær. STUÐNINGSMENN Lýðræðis- flokksins í Albaníu brenna mynd af Fatos Nano, leiðtoga albanska sósíalistaflokksins, arftaka kommúnistaflokksins, í Tirana í gær. Rétt tíu ár voru í gær liðin frá því risavöxnu minnismerki um kommúnistaleiðtogann og einræð- isherrann Enver Hoxha var steypt af stalli og bundinn var endi á áratuga langa einangrun landsins frá umheiminum. AP Byltingar minnzt í Tirana EINN af starfsmönnum bandarísku alríkislögreglunnar FBI var ákærð- ur í gær fyrir njósnir í þágu sovésku leyniþjónustunnar KGB á níunda áratug síðustu aldar. Er hann sakaður um að hafa skýrt leyniþjónustunni frá nöfnum KGB-manna sem voru á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA og að hafa selt KGB leynilegar upplýsingar undir lok kalda stríðsins. Bandarískir emb- ættismenn sögðu að maður- inn hefði valdið Bandaríkj- unum „verulegum skaða“. Saksóknarar sögðu að sakborn- ingurinn, Robert Philip Hanssen, ætti dauðadóm yfir höfði sér. Talið er að hann hafi þegið andvirði 120 milljóna króna fyrir upplýsingarnar. Í ákæruskjalinu er Hanssen sak- aður um að hafa skýrt sovésku leyni- þjónustunni frá nöfnum þriggja KGB-manna, sem störfuðu einnig fyrir bandarísku leyniþjónustuna, í október 1985. Hann hafi einnig af- hent KGB leynileg skjöl í mars 1989. Er hann meðal annars talinn hafa veitt sovésku leyniþjónustunni upp- lýsingar um hvaða aðferðum Banda- ríkjamenn beittu við tölvunjósnir. Starfaði fyrir FBI í 27 ár Bandarískir fjölmiðlar sögðu að Hanssen hefði starfað fyrir alríkis- lögregluna í 27 ár, lengst við gagn- njósnir. Hann hefði meðal annars njósnað um Rússa í Bandaríkjunum. Hanssen starfaði síðast í höfuð- stöðvum alríkislögreglunn- ar í Washington og hermt er að honum hafi einnig ver- ið úthlutað verkefnum fyrir bandaríska utanríkisráðu- neytið. Hann var fenginn til að leysa ýmis öryggisvanda- mál ráðuneytisins, meðal annars þegar hlerunarbún- aður fannst í ráðstefnusal sem rússneskur njósnari fylgdist með úr nálægum bíl. Ekki var ljóst í gær hvort Hanssen hefði aðstoðað Rússa við njósnir um utanríkisráðuneytið. Hanssen var handtekinn á heimili sínu nálægt Washington á sunnudag eftir að FBI-menn sáu hann skilja eftir böggul með leynilegum upplýs- ingum í almenningsgarði í Virginíu. FBI hafði þá fengið gögn frá Rúss- landi sem bentu til þess að Hanssen hefði njósnað fyrir Rússa. Lögfræðingur Hanssens sagði að hann héldi fram sakleysi sínu. Rúss- nesk stjórnvöld sögðust ekki ræða slík mál við fjölmiðla. Hanssen er þriðji FBI-maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa. Hinir voru Richard Miller, um miðjan níunda áratuginn, og lögfræðingurinn Earl Pitts, sem var sakfelldur fyrir nokkrum árum. FBI-maður sak- aður um njósnir Washington. Reuters, AP. Robert Philip Hanssen POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, segist ekki geta ábyrgst að stjórnin haldi loforð fyrirrenn- ara síns, Pouls Schlüters, sem tryggir Færeyingum fullan og óskoraðan rétt til olíu innan færeyskrar landhelgi. Segist Nyrup Rasmussen fylgjandi því að loforðið standi en segist ekki geta veitt Færeyingum neinar tryggingar um það, að því er fram kemur í frétt Ritzau. Á blaðamannafundi í Kaup- mannahöfn í gær lögðu fær- eyskir blaðamenn hart að Rasmussen að svara spurning- um um hvort ríkisstjórnin hygðist endurskoða olíusamn- inginn sem Schlüter gerði við Færeyinga árið 1992 og hefur orðið tilefni mikilla blaðaskrifa að undanförnu. Nyrup Rasmus- sen kom sér hjá því að svara þessum spurningum, svo og um hvort Færeyingar eða Danir eigi tilkall til hafsgrunnsins. Í næsta mánuði verða Fær- eyjar og olían til umræðu í danska þinginu er rædd verður afstaða Danmerkur til óska Færeyinga um sjálfstæði. Vill Nyrup Rasmussen ekki tjá sig frekar um málið fyrr en umræð- an hefur farið fram. Ábyrgist ekki að Danir efni loforð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EHUD Barak, bráðabirgðaforsætis- ráðherra Ísraels, kom í gær eigin flokksmönnum á óvart og afþakkaði boð sem hann var áður búinn að þiggja um að taka sæti sem varn- armálaráðherra í ríkisstjórn sem Ar- iel Sharon, leiðtogi Likud-flokksins, er nú að reyna að mynda. Sagði Bar- ak jafnframt af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun einnig hætta á þingi. Átök hafa verið um það innan Verkamannaflokksins hvort þiggja bæri boð Sharons um að mynda þjóðstjórn með Likud-flokknum, einkum eftir að Barak hætti við að hætta í stjórnmálum eins og hann hafði lýst yfir að hann myndi gera þegar hann játaði kosningaósigur sinn hinn 6. febrúar sl. Ekki var fullljóst hvaða áhrif af- sögn Baraks muni hafa á stjórnar- myndunartilraunir Sharons, en hann er sagður hafa gefið Verkamanna- flokknum vikufrest til að þiggja boð- ið um myndun þjóðstjórnar. Hafni flokkurinn því mun Sharon mynda stjórn með flokkum yzt til hægri. Barak dregur sig í hlé Jerúsalem. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.