Morgunblaðið - 21.02.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 21.02.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HERDÍS Bjarnadóttir, nú til heim- ilis á Heilbrigðisstofnun Hvamms- tanga, er 100 ára í dag, 21. febrúar. Hún er fædd á Fossi í Vesturhópi, en ólst upp sín bernsku- og ung- lingsár í Bjarghúsum í sömu sveit. Herdís er afar ern og lífsglöð kona, hefur gaman af heimsóknum, fylgist vel með fréttum og les jafn- vel gleraugnalaust. Í stuttu spjalli við þennan aldna ungling kom fram að hún les mikið og eiginlega allt, „nema um pólitík, þá er nú andatrú- in skömminni skárri“ segir hún. Herdís hefur aldrei stofnað til hjúskapar, en stundaði vinnu- mennskustörf mestalla sína starfs- ævi, mest á sveitaheimilum í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Hún segist hafa umgengist mikið af börnum í starf- inu. Aðspurð um kærasta segist hún „aldrei hafa eignast slíkt, og ekki einu sinni hest“ og hlær sínum innilega hlátri. Herdís var í Alþýðuskólanum á Hvammstanga veturinn 1918–1919, lærði þar nokkuð í dönsku, en gekk illa við x-reikninginn (algebru). Herdís hefur verið á Dvalarheim- ilinu á Hvammstanga í 21 ár og unir sér þar vel. Á síðasta ári fór hún í fyrsta sinn að föndra, og málaði þá m.a. með vaxlitum nokkrar myndir, sem nú skreyta herbergi hennar. Á laugardaginn síðasta hélt starfsfólkið henni kaffiboð, sem fjölmargir þáðu. Herdís sat þar í öndvegi og hafði af bestu skemmt- un. Hún segir þennan áfanga sinn ekkert merkilegan: „Systir mín varð rúmlega 100 ára og eignaðist ellefu börn á lífsleiðinni.“ Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Herdís Bjarnadóttir les í ljóðabók daginn fyrir aldarafmælið. Mynd- irnar á veggnum málaði hún sjálf á þessu ári. Andatrúin skárri en pólitíkin Hvammstanga. Morgunblaðið. FYRIRTÆKIÐ Enex hf. var stofn- að í síðustu viku með sameiningu Virkis hf. og Jarðhita ehf. Lands- virkjun og Norðurorka eiga einnig hlut í hinu nýja fyrirtæki. Enex er ætlað selja tækniþekkingu og reynslu íslenskra fyrirtækja og stofnana á virkjunarmálum til er- lendra aðila. Jarðhiti ehf. var til jafns í eigu Jarðborana hf. og Hitaveitu Suður- nesja. Stærstu hluthafar Virkis hf. voru Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun í umboði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis auk fjölda verk- fræði- og ráðgjafafyrirtækja og ein- staklinga. Stærra og öflugra fyrirtæki Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, býst við að stofnhlutafé hins nýja fyrirtækis verði um 70–80 milljónir. Enex verði því talsvert stærra og öflugra fyrirtæki en Virkir og Jarðhiti voru til samans. Júlíus segir að Enex sé ætlað að setja aukinn kraft í tilraunir Íslend- inga til að selja tækniþekkingu og reynslu af virkjunarmálum til út- landa. Hugmyndin að fyrirtækinu segir hann að hafi kviknað sl. haust. Það hefði sýnt sig að þeim erlendu aðilum sem Íslendingar hafa verið í samstarfi við erlendis hafi ekki nægt að fá aðgang að þekkingu á virkjun- armálum, þeim hafi oft skort sam- bönd til að útvega fjármagn til fram- kvæmdanna. Enex muni geta sinnt þessum þörfum betur. Júlíus segir að aðaláherslur fyrir- tækisins muni liggja á sviði jarð- varma en þegar fram líði stundir muni Enex einnig veita ráðgjöf varð- andi vatnsaflsvirkjanir. Hann segir að enn sem komið er sé enginn starfsmaður hjá Enex, en verið sé að ganga frá ráðningu framkvæmda- stjóra. Fleiri starfsmenn verði vænt- anlega ráðnir á næstunni. Ráðstefna um útrás jarðhitafyrirtækja Á morgun stendur Jarðhitafélag Íslands fyrir ráðstefnu um „Útrás jarðhitaþekkingar“ í Norræna hús- inu. Frummælendur verða tólf fulltrúar frá fyrirtækjum sem tengj- ast rekstri orkuveitna, orkufram- kvæmdum og ráðgjöf. Ráðstefnan stendur frá kl. 13-18 og er öllum opin. Virkir hf. og Jarðhiti ehf. renna saman í fyrirtækið Enex hf. Ætlað að selja reynslu íslenskra fyrirtækja ÍSLAND er meðal þeirra landa sem taka þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á nýju bóluefni gegn HPV-veirunni en krabbamein í leghálsi er rakið til hennar. Átta lönd verða með í tilraun- inni, þar á meðal öll Norðurlöndin og er stefnt að því að prófa efnið á eitt þúsund íslenskum konum um tvítugt. Eins og Morgunblaðið greindi frá hinn 7. desember síðastliðinn eru rannsóknir og þróun bóluefnis til varnar leghálskrabbameini langt komnar erlendis og að sögn Kristjáns Sigurðssonar, yfirlæknis og sviðs- stjóra leitarsviðs Krabbameins- félagsins, er nú komið að prófunum. „Ef þær forrannsóknir sem standa nú yfir gefa góða raun verður farið af stað með þessa stóru og miklu rann- sókn í haust,“ segir hann. „Við erum komin það langt í und- irbúningnum að við förum að kanna hjá okkur hvers við megum vænta í þátttökuhlutfalli í rannsókninni. Við höfum verið að tala um þúsund konur um tvítugt sem er nokkuð stór hópur á okkar mælikvarða. Konur á aldr- inum 20–25 ára eru á bilinu 8–9.000 talsins á Reykjavíkursvæðinu svo að það þarf stórt hlutfall af þeim að taka þátt í rannsókninni. Þá þarf hópurinn að uppfylla ýmis skilyrði, til dæmis geta konur sem hafa haft forstigs- breytingar ekki verið með í rann- sókninni.“ Geta má þess að í nágrannaríkj- unum er stefnt að því að prófa efnið á tvö til þrjú þúsund konum. Fjölmargir veirustofnar Að sögn Kristjáns er gerð krafa um að öll lyf, þar á meðal bóluefni, séu prófuð í svokallaðri tvíblindri rannsókn. Þetta þýðir að helmingi kvennanna verður gefið bóluefnið en hinn helmingurinn fær óvirkt efni og vita þátt- takendur ekki hvort efnið þeir fá. Árangur hópanna verður svo bor- inn saman. „Í lok rannsóknar- tímabilsins vonumst við til að geta gert okkur í hugarlund hvort sá hóp- ur sem fékk bóluefnið sé með lægri tíðni frumu- breytinga í leghálsi en viðmiðunarhópurinn,“ segir Kristján en fylgst verður með konunum í fjögur til fimm ár eftir að bóluefnið verður gef- ið. Bóluefnið sem um ræðir gagnast þó ekki gegn öllum tegundum leg- hálskrabbameins. Til eru um 80 stofnar af HPV-veirunni og hátt í 120 undirstofnar, en talið er að tveir al- gengustu stofnarnir, sem bóluefnið virkar gegn, séu orsakavaldar í 65–70 af hundraði allra leghálskrabba- meina. „Rannsóknin er mjög áhugaverð fyrir okkur því hún getur gefið okkur hugmyndir um hversu há tíðni er af þessu veirusmiti í þjóðfélagi okkar og upplýsingar um hvernig dreifingin á veirustofnunum er. Þannig að það er ýmislegt sem við viljum fá út úr þessu sem við fengjum ekki annars,“ segir Kristján. Rannsóknin er kostuð af banda- ríska lyfjafyrirtækinu Merck sem mun svo framleiða bóluefnið, verði niðurstöður rann- sóknarinnar jákvæðar. Í almenna notkun eftir 5–7 ár Gefi bóluefnið góða raun verður fyrst að ákveða hvaða hópur verður bólusettur með reglubundnum hætti. „Í mínum huga eru það konur fyrir kynþroska- aldur sem koma helst til greina,“ segir Krist- ján en smit veirunnar er talið tengjast kynlífshegðun. „Ástæðan fyrir því að rannsóknin tekur til eldri kvenna er sú að það þýðir ekki að taka hóp sem á fimm eða sex ár í að hefja kynlíf, því þá kemur niðurstaðan svo seint. Verði niðurstöðurnar jákvæðar er næsta skref að bólusetja ungar stúlkur og karla.“ Hann segir æskilegt að bólu- setja karlana, ekki eingöngu vegna áðurnefndra varta heldur eru karlar smitberar veirunnar. „Það er talað um að áhætta kvenna aukist eftir fjölda rekkjunauta.“ Að sögn Kristjáns má búast við að búið verði að þróa aðgengilegt bólu- efni eftir fimm til sjö ár, verði nið- urstöður rannsóknarinnar jákvæðar. Hvort efnið verði tekið í notkun fer síðan eftir kostnaði. Fjölþjóðleg prófun á bóluefni gegn leghálskrabbameini Þúsund íslenskar konur taka þátt í rannsókninni Kristján Sigurðsson ÁGREININGUR milli Sjóvár- Almennra og Byggðastofnunar um veðréttaröð í þrotabúi rækjuverksmiðjunnar NASCO í Bolungarvík tefur fyrir umfjöll- un stjórnar Byggðastofnunar og annarra veðhafa um tilboð Bol- víkinga í eignir þrotabúsins. Af þessum sökum kom stjórn Byggðastofnunar ekki saman í gær, að sögn stjórnarformanns- ins, Kristins H. Gunnarssonar. Tryggingafélagið Sjóvá-Al- mennar höfðaði mál gegn Kristni, fyrir hönd Byggða- stofnunar, og hefur það verið dómtekið í Héraðsdómi Vest- fjarða. Ágreiningurinn snýst um víkjandi lán á þriðja veðrétti sem Byggðastofnun er eigandi að, en eftirstöðvar lánsins eru nú rúmlega 100 milljónir króna. Sjóvá-Almennar heldur því fram að þetta lán eigi að víkja við gjaldþrot og fara aftur fyrir í veðréttaröðina en Byggðastofn- un fellst ekki á það. Trygginga- félagið á veð í eignum NASCO upp á 25 milljónir króna, næst á eftir Byggðastofnun. „Leysa þarf þennan ágrein- ing áður en unnt er að ganga frá öðrum þáttum málsins. Við höf- um verið að vinna að því síðustu daga og ég er að gera mér vonir um að það sé að leysast. Þá verð- ur farið í að selja eignir þrota- búsins og búa til hluthafahóp. Mér sýnist hann vera til að mestu leyti,“ segir Kristinn. Reiknað með 60 millj- ónum í nýtt hlutafé Aðspurður um nánari við- brögð við tilboði heimamanna í Bolungavík, sem greint var frá í blaðinu í gær, segist Kristinn ekki vilja tjá sig að svo stöddu. Í tilboðinu er reiknað með nýju hlutafé upp á 60 milljónir króna og þar af eru bæjarsjóður og verkalýðsfélagið á staðnum sameiginlega með 15 milljónir króna. „Það er hins vegar ágætt þeg- ar menn vilja leggja fram fjár- magn. Svona rekstur er áhættu- samur og þarf töluvert eigið fé til að hægt sé að fara af stað til lengri tíma,“ segir Kristinn. Nýr stjórnarfundur í Byggðastofnun hefur ekki verið ákveðinn. Tilboð Bolvíkinga í þrotabú NASCO Ágrein- ingur um veðrétt tefur af- greiðslu RAFMAGN fór af sunnan- verðu Snæfellsnesi um hálftíu- leytið í gærmorgun og komst rafmagn fljótlega á línuna um Staðarsveit. Vinnuflokkar RARIK frá Ólafsvík og Stykkishólmi luku síðan viðgerð á línusliti á Laugagerðislínu skömmu eftir hádegið og voru þá allir bæir á sunnanverðu nesinu komnir með rafmagn. Rafmagns- laust á Snæ- fellsnesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.