Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁHRIFA af völdum verkfalls flug-
umferðarstjóra sem hófst klukkan
sjö í gærmorgun gætti minna en
reiknað hafði verið með sökum veð-
urskilyrða, bæði í háloftunum og á
Íslandi. Innanlandsflug lá niðri
vegna veðurs, millilandaflug gekk
samkvæmt viðbúnaðaráætlun og yf-
irflug var í minna lagi vegna veður-
skilyrða í háloftunum og ráðstafana
sem erlend flugfélög gripu til.
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa Flugleiða, gekk
millilandaflug ágætlega fyrir sig
samkvæmt þeirri áætlun sem sett
hafði verið upp á mánudag. Þrátt
fyrir að verkfalli hafi verið aflýst í
gærkvöld sagði Guðjón að viðbúnað-
aráætlun Flugleiða vegna verkfalls-
ins myndi gilda áfram fyrripartinn í
dag, en ætti að komast í eðlilegt horf
seinnipartinn.
Innanlandsflug lá allt niðri í gær
sökum hvassviðris og slæmra veður-
skilyrða svo ekki reyndi á hvort
verkfall flugumferðarstjóra hefði
áhrif á það.
Í gærmorgun voru tveir flugum-
ferðarstjórar á vakt ásamt aðalvarð-
stjóra í flugstjórnarmiðstöðinni, í
stað ellefu á vakt undir venjulegum
kringumstæðum. Því var búist við að
nokkur röskun yrði á yfirflugi á ís-
lenska flugstjórnarsvæðinu. Tals-
vert minni umferð var um svæðið og
síðdegis höfðu 33 vélar flogið í gegn
frá klukkan sjö um morguninn, en til
samanburðar flugu 169 flugvélar um
flugstjórnarsvæðið allan sólarhring-
inn þriðjudaginn 13. febrúar sl.
Engin veruleg vandræði
hjá British Airways
Vegna sterkra vinda í háloftunum
var lítið um flug milli Evrópu og
Bandaríkjanna um íslenska flug-
stjórnarsvæðið í gærmorgun og flug-
umferðin fór að mestu sunnan við
svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá
Flugmálastjórn olli verkfallið þó
verulegum töfum á flugi margra
flugfélaga og bárust kvartanir til
flugstjórnarmiðstöðvarinnar vegna
verkfallsins frá flugfélögunum Air
France, British Airways og KLM.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá British
Airways lagði félagið enga formlega
kvörtun fram vegna verkfallsins.
Hins vegar höfðu menn þar áhyggj-
ur af því í gær að verkfallið gæti haft
einhver áhrif á starfsemi félagsins,
sérstaklega varðandi flug til vestur-
strandar Bandaríkjanna og Kanada.
Hins vegar gekk flugið ágætlega og
vel tókst að greiða úr þeim vandræð-
um sem hlutust af skertri þjónustu á
íslenska flugstjórnarsvæðinu. Engar
verulegar seinkanir urðu því á flugi
hjá British Airways fyrir utan vand-
ræði vegna þoku á Bretlandseyjum í
gærmorgun sem olli meiri seinkun á
flugi en verkfall flugumferðarstjóra
á Íslandi, að sögn upplýsingafulltrúa
hjá British Airways. Félagið brá á
það ráð að beina þeirri flugumferð
sem ekki fór í gegnum flugstjórnar-
svæði Íslands framhjá svæðinu og
það olli einhverjum minniháttar
seinkunum.
Von á kvörtunum ef
verkfallið drægist
Að sögn Alan Gilbert hjá aðal-
skrifstofu IATA, Alþjóðasamtökum
flugfélaga, höfðu engar kvartanir
eða beiðnir um aðstoð borist í gær
frá flugfélögum vegna verkfallsins.
Hann sagðist þó reikna með því, ef
verkfallið stæði í tvo sólarhringa, að
mörg flugfélög myndu í kjölfarið
senda inn erindi þar sem farið yrði
fram á að rætt yrði við íslensk
stjórnvöld um leiðir til þess að forð-
ast slíkt ástand, sér í lagi vegna
hugsanlegs verkfalls 28. febrúar.
Gilbert sagði að flugið vestur um
haf færi fram á daginn og síðan
flygju vélarnar austur yfir hafið
seinni part dags og á næturnar.
Þetta fyrirkomulag er vegna hálofta-
vinda og er gerð áætlun á hverjum
degi sem byggist á veðurskilyrðum.
Í vesturfluginu er áætlunin hönnuð
til að forðast höfuðvindana, sem eru
ráðandi úr vestri. Í austurfluginu er
flugáætlunin sett þannig upp að flug-
vélarnar nái nýta sér meðvindinn
sem best á leiðinni. Í gær voru skil-
yrðin þannig að stór hluti af flug-
umferð fór sunnan við íslenska flug-
stjórnarsvæðið og hafði verkfallið
því minni áhrif en ella. Að meðaltali
fljúga um 270 vélar á dag gegnum ís-
lenska flugstjórnarsvæðið og getur
fjöldi þeirra farið upp í 500 við
ákveðin veðurskilyrði. Aftur á móti
getur fjöldi þeirra orðið nokkru
minni, sem virðist hafa orðið raunin í
gær.
Engin meiriháttar vandræði vegna verkfalls flugumferðarstjóra
Veður hamlaði flugi
meira en verkfallið
GREIÐSLUR og styrkir ríkisins til
þess að halda uppi innanlandsflugi
til og frá ákveðnum landsvæðum og
sjúkraflugi nema alls um 160 millj-
ónum króna á ári næstu þrjú ár, en
þessa dagana er verið að ganga frá
samningum við þrjú flugfélög á
grundvelli útboðs sem fram fór í
fyrra á vegum Ríkiskaupa. Styrkir
til þess að halda uppi áætlunarflugi
á ákveðnum landsvæðum nema um
210 milljónum króna á þremur árum
en greiðslur vegna sjúkraflugs
nema um 270 milljónum. Á þremur
árum greiðir ríkið því flugfélögun-
um um 480 milljónir króna í styrki
og greiðslur og fær Flugfélag Ís-
lands stærsta hlutann eða um 339
milljónir króna.
Að sögn Jóhanns Guðmundsson-
ar, skrifstofustjóra í samgönguráðu-
neytinu, hafði Flugfélag Íslands lýst
því yfir áður en útboðið fór fram að
það hygðist hætta að fljúga frá Ak-
ureyri til þeirra fimm staða sem
kveðið var á um að það flygi til sam-
kvæmt samningi sem undirritaður
var í fyrradag. Það væri því óhætt
að segja að áætlunarflugið hefði
dregist saman og þjónustan við
landsbyggðina minnkað ef ríkið
hefði ekki ákveðið að styrkja flugið.
Það er samgönguráðuneytið sem
greiðir styrki vegna áætlunarflugs,
en heilbrigðisráðuneytið og Trygg-
ingastofnun sjá um greiðslur vegna
sjúkraflugs.
Flugfélag Íslands fær
50 m.kr. styrk á ári
Jóhann sagði að þótt þjónustan
vegna áætlunarflugsins hefði verið
boðin út væri rétt að tala um styrki í
þeim efnum. Um væri að ræða kaup
á þjónustu sem ekkert fyrirtæki
hefði keypt samkvæmt venjulegum
viðskiptalegum forsendum. Hins
vegar gegndi útboðið á sjúkraflug-
inu öðru máli, því þar væri um að
ræða bein kaup á þjónustu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá samgöngu-
ráðuneytinu er gert ráð fyrir að
áætlunarflug verði styrkt um 70
milljónir króna á ári næstu þrjú ár,
en styrkirnir eru veittir Flugfélagi
Íslands og Leiguflugi Ísleifs Otte-
sen.
Flugfélag Íslands fær um 50
milljónir króna árlega til þess að
halda úti áætlunarflugi frá Akureyri
til fimm staða, þ.e. Ísafjarðar,
Grímseyjar, Þórshafnar, Vopna-
fjarðar og Egilsstaða, en flogið
verður til þessara staða þrisvar til
fimm sinnum í viku. Leiguflug Ís-
leifs Ottesen fær um 20 milljónir
króna á ári til þess að annast leigu-
flug frá Reykjavík til Gjögurs á
Vestfjörðum og einnig flug innan
Vestfjarða um háveturinn. Sam-
kvæmt upplýsingum frá heilbrigð-
isráðuneytinu greiðir það um 66
milljón krónur í fasta styrki árlega
vegna sjúkraflugs. Fjárhæðin skipt-
ist á milli þriggja flugfélaga, þ.e.
Flugfélag Íslands, sem sér um
sjúkraflug á Norður- og Austur-
landi, fær um 47 milljónir, Leiguflug
Ísleifs Ottesen, sem sér um flug á
Vestfjörðum og suðursvæði, fær um
8 milljónir og Flugfélag Vestmanna-
eyja, sem sér um sjúkraflug frá
Vestmannaeyjum, fær 11 milljónir
króna. Auk þessara greiðslna frá
heilbrigðisráðuneytinu fá flugfélög-
in greitt sérstaklega fyrir hverja
flugferð en Tryggingastofnun rík-
isins sér um þær greiðslur. Sam-
kvæmt áætlun stofnunarinnar má
gera ráð fyrir um 146 sjúkraflug-
ferðum á Norður- og Austurlandi.
Hvert flug kostar 108 þúsund krón-
ur, þannig að Flugfélag Íslands fær
um 16 milljónir króna á ári frá
stofnunni og með greiðslunni frá
ráðuneytinu fær flugfélagið því um
63 milljónir króna á ári fyrir sjúkra-
flug. Áætlun Tryggingastofnunar
gerir ráð fyrir um 50 sjúkraflug-
ferðum frá Vestfjörðum og sam-
kvæmt því fær Leiguflug Ísleifs
Ottesen um sex milljónir króna frá
stofnuninni og því alls um 14 millj-
ónir fyrir sjúkraflug með greiðsl-
unni frá ráðuneytinu. Gert er ráð
fyrir 26 sjúkraflugferðum frá Vest-
mannaeyjum og fær Flugfélag Vest-
mannaeyja því um tvær milljónir frá
Tryggingastofnun og um 13 millj-
ónir alls fyrir sjúkraflug.
Ríkið greiðir þremur flugfélögum um 480 milljónir króna á næstu þremur árum
Styrkir til innan-
landsflugs 210 m.kr.
!"
#$
#
%
& '
%
(
)
TILBOÐ í viðgerð á brúnni yfir
Hvítá hjá Ferjukoti í Borgarfirði
voru opnuð á mánudag. Að sögn
Einars Hafliðasonar, forstöðu-
manns brúadeildar hjá Vegagerð-
inni, verður gert við steypu-
skemmdir í brúnni í því skyni að
snyrta hana til. „Við erum að varð-
veita þarna gamla og fallega brú
sem við ætlum að halda upp á.
Formið á henni er mjög fallegt en
þetta er tvöföld bogabrú,“ segir
hann.
Brúin var byggð árið 1928 og er
einbreið . Margir muna eftir henni
frá því að hún var í alfaraleið á
gamla Norðurlandsveginum áður
en Borgarfjarðarbrúin leysti þá
leið af hólmi.
Athygli vekur að tæplega sextán
milljóna munur var á hæsta og
lægsta tilboði í viðgerðina. Lægsta
tilboðið, sem Sandur og stál ehf. á
Húsavík gerði, hljóðaði upp á tæpar
8,3 milljónir króna en hæsta til-
boðið átti Einar Jónsson í Reykja-
vík og var það tæpar 24,3 milljónir.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
var 11,1 milljón.
Aron Bjarnason, deildarstjóri
viðhalds brúa hjá Vegagerðinni,
sagðist eiga von á að fljótlega yrði
reynt að semja við lægstbjóðanda
en tilboðin standa í einn mánuð.
Hann sagði hinn mikla mun á til-
boðunum ekki koma mikið á óvart.
Búist er við að framkvæmdir
hefjist með vorinu en að sögn Arons
er vinnan þess eðlis að hún verði að
fara fram í hlýju veðri.
Gert við
brúna hjá
Ferjukoti
Brúin hjá Ferjukoti. Myndin var
tekin í flóðum í apríl 1999.
Morgunblaðið/Ómar
HRAFNINN virðist ekki
alls kostar sáttur við
fráganginn á þessum
hnútum og virðist hafa
mjög ákveðna tilburði
til að breyta einhverju.
Spurning er líka hvort
hann leysir hnútinn eða
heggur á hann.
Hnútur
bundinn
eða
leystur?