Morgunblaðið - 21.02.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt umsögn Hjörleifs B.
Kvaran borgarlögmanns og
mælt gegn samþykkt frum-
varps til nýrra safnalaga í
óbreyttri mynd. Nefndin hafði
áðurtekið undir orð borgarlög-
manns, og talið að með hinum
nýju lögum væri verið að að
leggja til grundvallarbreyt-
ingu á minjavörslunni í
Reykjavík.
Segir borgarlögmaður í
bréfi til borgarráðs, í lok síð-
asta árs, að samkvæmt 2. grein
frumvarpsins skuli mennta-
málaráðherra fara með yfir-
stjórn minja- og listasafna, en
til minjasafna teljist menning-
arminjasöfn og náttúrugripa-
söfn. Gera verði alvarlega at-
hugasemd við þetta ákvæði
frumvarpsins, en af því verði
ráðið að ráðherra fari m.a. með
yfirstjórn minjasafna (byggða-
safna) og listasafna sveitar-
félaga. Ákvæðið stríði gegn
sjálfsákvörðunarrétti sveitar-
félaga samkvæmt 78. grein
stjórnarskrárinnar og 1. grein
sveitarstjórnarlaga nr. 45/
1998. Nauðsynlegt sé að frum-
varpinu verði breytt og undir-
strikað að það taki til safna í
eigu ríkisins, eða það endur-
samið ef ætlunin sé sú að það
taki einnig til safna í eigu sveit-
arfélaga, félaga eða einka-
stofnana.
Þá sé í 10. grein frumvarps-
ins fjallað um safnasjóð og þar
sé þess getið að öll söfn sem
undir lögin muni falla geti sótt
um verkefnatengda styrki til
safnasjóðs. Til þess að geta
sótt um rekstrarstyrki þurfi
safn að uppfylla tiltekin skil-
yrði, en meðal skilyrðanna sé
að safnið hafi sjálfstæðan fjár-
hag og starfi eftir stofnskrá
sem hlotið hafi staðfestingu
safnaráðs. Af þessu verði ráð-
ið, að útiloka eigi söfn sveitar-
félaga frá rekstrarstyrkjum úr
safnasjóði. Byggða- og lista-
söfn sveitarfélaga eigi tví-
mælalaust að sitja við sama
borð og önnur söfn, þegar
komi til úthlutunar úr sameig-
inlegum sjóðum þjóðarinnar.
Er lagt til að mælt verði gegn
samþykkt frumvarpsins í
óbreyttri mynd.
Á fundi menningarmála-
nefndar borgarinnar 7. febr-
úar sl. var í meginatriðum tek-
ið undir þessa umsögn
borgarlögmanns, sem og um-
sagnir hans um frumvörp til
þjóðminjalaga og laga um
húsafriðun. Orðrétt segir
menningarmálanefnd:
„Nefndin vekur athygli á að
með frumvarpi til nýrra þjóð-
minjalaga er verið að leggja til
grundvallarbreytingu á minja-
vörslunni í Reykjavík. Sam-
kvæmt núgildandi þjóðminja-
lögum fer borgarminjavörður
með minjavörslu í Reykjavík.
Þetta ákvæði er hins vegar
fellt niður í frumvarpinu. Þess-
ari breytingu andmælir nefnd-
in sérstaklega. ... Í Reykjavík
hefur verið unnið mjög ötul-
lega að því að skrá fornleifar
og hús. Árbæjarsafn hefir
staðið og stendur fyrir viða-
miklum fornleifarannsóknum í
Viðey og Aðalstræti og hefur
sinnt framkvæmdaeftirliti inn-
an borgarmarkanna. Í safninu
er orðin til mikil þekking og
reynsla af minjavörslu og stór
gagna- og heimildasöfn: skrá
yfir hús í Reykjavík byggð fyr-
ir 1945 og Fornleifaskrá
Reykjavíkur.
Það hljóta að vakna spurn-
ingar um hvort hægt sé að
gera svo viðamiklar breyting-
ar á minjavörslu í Reykjavík
án viðræðna við Reykjavíkur-
borg. Breytingin snertir þá
grundvallarspurningu hvort
öll minjavarsla í landinu eigi að
vera á vegum ríkisins og stofn-
ana þess en sveitarfélög hafi
þar ekki neinu hlutverki að
gegna eða hvort sé eðlilegra að
minjavarslan verði falin sveit-
arfélögunum. Á undanförnum
árum hafa sveitarfélögin víða
um land einatt haft frumkvæði
að verkefnum á sviði minja-
vörslu. Má þar nefna fornleifa-
skráningu, húsakannanir og
verkefni á sviði menningar-
tengdrar ferðamennsku. Þess
konar verkefni standa heima-
mönnum næst og á byggða-
söfnum er orðin til reynsla og
þekking sem nauðsynlegt er að
nýta. Þá er einnig margt óljóst
varðandi skyldur og fjárhags-
lega ábyrgð, t.d. hvað snertir
fornleifaskráningu.
Sú skipan sem gert er ráð
fyrir í frumvarpinu virðist í
nokkurri andstöðu við þá
stefnu að fela sveitarfélögum í
auknum mæli verkefni sem
hafa verið á sviði ríkisins. Má í
því sambandi benda á aðra
málaflokka eins og skipulags-
og fræðslumál. Minjavarsla og
starfsemi safna er nátengd
þeim málaflokkum.“
Frumvarp til nýrra safnalaga, þjóðminjalaga og laga um húsafriðun gagnrýnt
Hefur í för með sér grundvall-
arbreytingu á minjavörslunni
Reykjavík
KVEIKT verður á nýj-
um hnappastýrðum um-
ferðarljósum fyrir fót-
gangandi í dag á mótum
Suðurgötu og Starhaga.
Þetta verða þrítugustu
og önnur hnappastýrðu
gangbrautarljósin í
Reykjavík en hin fyrstu
voru tekin í notkun á Bú-
staðavegi við Grímsbæ
9. september 1971.
Ný um-
ferðarljós
Vesturbær
SUMUM Reykvíkingum
fannst eins og fyrsti vetr-
ardagurinn væri í gær þeg-
ar brast á með dimmum
hríðaréljum. Það sem af er
vetri hafa borgarbúar varla
þurft að taka fram skófl-
urnar til að moka tröppur
húsa sinna og muna margir
ekki annan eins góðviðris-
vetur.
Fyrsti
vetrar-
dagurinn
Morgunblaðið/RAX
KJARTAN Eggertsson,
skólastjóri Tónskóla Hörp-
unnar í Grafarvogi, segir að
Fræðsluráð Reykjavíkur hafi
neitað skólanum um styrk til
tilraunaverkefnis vegna þess
að hann hafi kært meinta
mismunun tónlistarskóla
hvað varðar fjárframlög frá
borginni til Samkeppnisstofn-
unar.
Hrannar B. Arnarsson,
varaformaður Fræðsluráðs
Reykjavíkur, segir eðlilegt að
bíða með breytingu á þeirri
stefnumörkun borgarinnar að
veita ekki nýjum tónlistar-
skólum styrk meðan á með-
ferð samkeppnisyfirvalda á
málinu stendur.
84 nemendur stunda al-
mennt tónlistarnám í Tón-
skóla Hörpunnar, sem rekinn
hefur verið frá árinu 1999. Að
auki á skólinn aðild að verk-
efni á vegum borgarinnar
sem felst í því að bjóða nem-
endum 1. bekkjar grunnskóla
í Breiðholti forskólanám í
tónlist.
Kjartan segir að borgin
verji um 420 m.kr. í styrki til
14 tónlistarskóla í borginni og
nemi styrkurinn 100–400 þús.
kr. á hvern nemanda. Auk
þess verji borgin 60 m.kr. á
ári til skólahljómsveita. Um-
sókn Tónskóla Hörpunnar
um að fá fasta fjárveitingu frá
borginni miðað við nemenda-
fjölda hefur tvívegis verið
synjað og að sögn hans hefur
verið vísað til stefnu borgar-
innar að fjölga ekki þeim tón-
listarskólum sem fá fastar
fjárveitingar frá borginni.
Fleiri tónlistarskólar eru í
sömu sporum.
Að fenginni synjun við af-
greiðslu síðustu fjárhags-
áætlunar borgarinnar kærði
Kjartan þessa stefnu borgar-
innar til Samkeppnisstofnun-
ar á þeim forsendum að mis-
munun tónlistarskóla á
þennan hátt bryti gegn
ákvæðum samkeppnislaga.
Hann sagðist í samtali við
Morgunblaðið í gær jafn-
framt hafa sótt um styrk til
Fræðsluráðs af því 17,5 m.kr.
framlagi sem veitt er til ým-
issa verkefna og kvaðst hafa
fengið munnlegt vilyrði fyrir
slíku framlagi frá Hrannari
B. Arnarssyni. Á síðasta
fundi Fræðsluráðs hefði mál-
ið verið afgreitt en ekki staðið
við fyrirheit um styrk til Tón-
skóla Hörpunnar. Hrannar
hefði sagt sér á mánudag að
ástæðan væri óánægja
Fræðsluráðs með kæruna til
samkeppnisyfirvalda.
Hrannar B. Arnarsson
sagðist í samtali við Morgun-
blaðið vissulega hafa sýnt
Tónskóla Hörpunnar áhuga
en fráleitt væri að túlka slíkt
sem vilyrði frá Fræðsluráði
um styrk. Hann sagði að sú
stefnumörkun hefði lengi leg-
ið fyrir að nýir tónlistarskólar
yrðu ekki teknir inn á fjárlög.
Á sama hátt og aðrir tónlist-
arskólar sem ekki eru á föst-
um fjárlögum hefði Tónskóli
Hörpunnar sótt um styrk til
borgarinnar út á tilrauna-
verkefni, en Fræðsluráð hefði
ekki fallist á það á þessu stigi
málsins. Fyrrgreindri stefnu-
mörkun borgarinnar hefði
verið fylgt lengi og margir
tónlistarskólar, sem ekki eru
á fjárhagsáætlun, væru ósátt-
ir við hana og Kjartan hefði
óskað eftir úrskurði sam-
keppnisyfirvalda um rétt-
mæti þeirrar stefnu.
„Það liggur fyrir að meðan
þessi stefnumótun er til úr-
skurðar hjá samkeppnisyfir-
völdum fara menn ekki að
víkja frá henni heldur bíða
niðurstöðu. Að því leyti má
segja að þessi kæra hafi áhrif
á styrkveitingarnar að við
bíðum niðurstöðu og gerum
ekki breytingar á meðan.“
„Menn standa frammi fyrir
því að það er takmarkað fjár-
magn til þessa málaflokks en
það er engin listgrein sem
fær eins veglega styrki og
tónlistin og tónlistarskólarn-
ir,“ sagði Hrannar.
Hann sagði að komi til þess
að samkeppnisyfirvöld geri
athugasemdir við stefnu-
mörkunina yrði hún sjálfsagt
endurskoðuð.
Kjartan Eggertsson sagði
að í Grafarvogi, þar sem tón-
skóli hans starfar, byggju
21% allra grunnskólabarna í
borginni en aðeins 12% þeirra
barna sem stunda tónlistar-
nám. Hann sagði að miðað við
að hann fengi framlög af fjár-
hagsáætlun í takt við það sem
þeir tónlistarskólar fá sem
njóta minnstra styrkja ætti
framlag til hans að nema 8,4
m.kr. eða 100 þús. kr. á hvern
nemanda.
Kjartan sagði að segja
mætti að með stefnumörkun
borgarinnar hefði verið sett
kvótakerfi á fjölda tónlistar-
skóla í borginni á sama tíma
og hundruð barna væru á
biðlistum eftir að komast í
nám í tónlistarskólum.
Tónskóli Hörpunnar fékk ekki styrk frá Fræðsluráði
Segir kærumál vera
ástæðu synjunarinnar
Grafarvogur