Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 15
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs.,
Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri, Sam-
band Íslenskra sveitarfélaga og umhverf-
isráðuneytið boða til kynningarfundar
fimmtudaginn 22. febrúar 2001 í Fiðlaranum, Skip-
agötu 14, 4. hæð, kl. 9.30 um
„Hreinni framleiðslu“
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing-
ur, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi,
mun kynna sóknarfærin sem felast í þessari
aðferð.
„Hreinni framleiðsla“ er leið til árangursríkrar
stjórnunar og miðar að því að bæta hráefnis-
nýtingu fyrirtækja og lækka þannig rekstrar-
kostnaðinn. Með aðferðum af þessu tagi má í
senn ná fram unhverfislegum og fjárhagsleg-
um sparnaði í rekstri fyrirtækja og stofnana.
Allir velkomnir.
HALLDÓR Jónsson, forstjóri
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri, segir sjúkrahúsið í einu og
öllu hafa farið eftir gildandi lögum
þegar samningar voru undirritaðir
milli FSA og Íslenskrar erfða-
greiningar í desember síðastliðn-
um um vinnslu heilsufarsupplýs-
inga til flutnings í gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Við undirritun
samningsins var jafnframt gengið
frá samkomulagi sömu aðila um
fjölbreytt samstarfs- og þróunar-
verkefni. Samningurinn byggist á
lögum um gagnagrunn á heilbrigð-
issviði nr. 139/1998, lögum um rétt-
indi sjúklinga nr. 74/1997 og lögum
um skráningu og meðferð persónu-
upplýsinga nr. 121/1989 (nú lög um
persónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga nr. 77/2000).
Hinn 16. janúar 2001 staðfesti
starfrækslunefnd gagnagrunns á
heilbrigðissviði samninginn og
samkomulag sömu aðila.
Skoðanamunur um hvort
samþykki sjúklings þurfi
Halldór sendi frá sér fréttatil-
kynningu um málið í gær í kjölfar
ályktunar frá læknaráði FSA þar
sem farið er fram á að breytingar
verði gerðar á samningi FSA og ÍE
í þá veru að aflað verði skriflegs
samþykkis sjúklinga áður en
heilsufarsupplýsingar verði fluttar
í gagnagrunninn. Þar kemur fram
að ljóst sé að skoðanamunur hafi
verið um það hvort samþykki sjúk-
lings skuli liggja fyrir vegna flutn-
ings upplýsinga í gagnagrunninn.
Lögin um gagnagrunninn geri aft-
ur á móti ekki þá kröfu.
Fram kemur að viðræður milli
forsvarsmanna FSA og ÍE hafi
staðið yfir á árinu 2000, en í nefnd-
inni voru fyrir FSA fulltrúar
stjórnar FSA, framkvæmdastjórn
FSA, starfsmannastjóri, forstöðu-
maður tölvu- og upplýsingatækni-
deildar og formaður læknaráðs
FSA. Samningsdrög og efnisatriði
væntanlegs samnings hafi verið
kynnt af fulltrúum viðræðunefnd-
anna annars vegar á opnum fundi
14. september fyrir starfsmenn
sjúkrahússins og hins vegar á sér-
stökum fundi fyrir lækna þess 29.
september.
Með því að formaður læknaráðs
FSA hafi setið í viðræðunefnd
sjúkrahússins og sitji einnig
stjórnarfundi FSA og einnig með
því að halda sérstakan kynningar-
fund fyrir lækna sjúkrahússins,
sem saman mynda læknaráð FSA,
telur framkvæmdastjórn sjúkra-
hússins að samráðsskyldunni gagn-
vart læknaráðinu hafi verið full-
nægt. Afstaða læknaráðsins frá því
fyrr í þessum mánuði um að leita
upplýsts samþykkis sé ekki ný, en
bókun sama efnis er til frá því í
janúar í fyrra.
Fram kemur að framangreindur
skoðanamunur verði ekki leystur,
né lögunum breytt af FSA. Verði
hins vegar gerð breyting á lögum
mun framkvæmd samningsins að
sjálfsögðu taka mið af því.
Samráðs-
skyldu við
læknaráð var
fullnægt
Forsvarsmenn FSA um samnings-
gerð við Íslenska erfðagreiningu
SIGURBJÖRN Sveinsson, formað-
ur Læknafélags Íslands, telur að lög
um gagnagrunn á heilbrigðissviði
hafi verið brotin með samningi milli
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
og Íslenskrar erfðagreiningar, en
hann var undirritaður á Akureyri 19.
desember síðastliðinn og fjallaði
m.a. um söfnun upplýsinga í vænt-
anlegan miðlægan gagnagrunn.
Hann sagði einkennilegt að læknar
væru gagnrýndir fyrir það að gagn-
rýna gagnagrunnslögin, þegar aðrir
kæmust upp með að fara ekki að
þeim.
Læknaráð FSA sendi frá sér
ályktun nýlega þar sem farið er fram
á að samningsaðilar geri þá breyt-
ingu á samningunum að aflað verði
skriflegs samþykkis sjúklinga eða
forráðamanna þeirra áður en heilsu-
farsupplýsingar verði fluttar í mið-
lægan gagnagrunn Ekki sé gert ráð
fyrir því í samningnum.
Þá vill læknaráðið að fram-
kvæmdastjórn FSA hafi náið samráð
við ráðið varðandi framkvæmd og
uppbyggingu þeirra verkefna sem
fyrirhuguð eru í kjölfar samningsins.
Sigurbjörn sat fund með lækna-
ráði FSA fyrir skömmu þar sem
hann greindi m.a. frá afstöðu
Læknafélags Íslands og hvers vegna
félagið hefði slitið viðræðum við Ís-
lenska erfðagreiningu. Á fundinum
var einnig farið yfir hvernig staðið
var að samningsgerðinni milli
sjúkrahússins og ÍE. Sigurbjörn
sagði að samkvæmt lögum væri gert
ráð fyrir samráði við félög lækna og
ættu þau að fá að segja álit sitt, for-
maður læknaráðs FSA hefði setið í
viðræðunefndinni en verið bundinn
trúnaði um gang mála. Hann hefði í
rauninni setið þar „með blankan víx-
il“ eins og hann orðaði það.
Læknaráðið hefði ekki komið
saman til að skila áliti sínu á samn-
ingnum og þar með teldi Sigurbjörn
að ekki hefði verið farið eftir bókstaf
laganna. Læknaráðið hefði aldrei
fengið tækifæri til að skýra hug sinn
til málsins. Það gerði ráðið nú með
áðurnefndri ályktun sem samþykkt
var á fundi þess fyrr í þessum mán-
uði.
Ekki farið eftir
bókstaf laganna
varðandi samráð
Formaður Læknafélags Íslands
um samning milli FSA og ÍE
BÆJARRÁÐ Akureyrar sam-
þykkti á síðasta fundi sínum að
hafna að svo stöddu greiðslu mót-
framlags til Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri vegna stofnkostn-
aðar og meiriháttar viðhalds ársins
2001. Ennfremur hafnaði bæjarráð
ósk FSA um greiðslu mótframlags
Akureyrarbæjar vegna fjárveitinga
til FSA í tilefni afmælis spítalans,
sem ákveðin var á fjáraukalögum
ríkissjóðs vegna ársins 1998.
Bæjarráð samþykkti greiðslu
mótframlags vegna þátttöku í stofn-
kostnaði FSA samkvæmt fjárauka-
lögum fyrir árið 2000, enda liggi
fyrir gögn sem staðfesta útgjöld
vegna stofnkostnaðar. Jafnframt
hefur fjármálastjóra bæjarins verið
falið að afla gagna um stofnkostnað,
tækjakaup og meiriháttar viðhald
sjúkrahússins, sem bærinn hefur
tekið þátt í sl. 4 ár.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri hefur átt í bréfaskiftum við
ráðuneyti heilbrigðis- og fjármála,
þar sem farið er fram á að Akur-
eyrarbær verður leystur undan
greiðsluskyldu mótframlags líkt og
ráðuneytin hafa gert gagnvart
Reykjavíkurborg. Bæjarstjóri
bendir á að með samningi ríkisins
og Reykjavíkurborgar losni borgin
undan kostnaðarhlutdeild í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í Fossvogi, Vist-
heimilinu Arnarholti og Grensás-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, um
ókomna tíð. Að auki fékk borgin
endurgreidd framlög til nýfram-
kvæmda og viðhalds á Landakoti,
sem borgin greiddi á árunum 1995–
1998.
Kristján Þór segir að af samningi
ríksins og borgarinnar megi draga
þá ályktun að ríkið telji sér heimilt
að leysa sveitarfélög undan
greiðsluskyldu sé eftir því leitað.
Jafnframt geti sveitarfélög krafist
endurgreiðslu lögbundinna fjár-
framlaga allt að fjögur ár aftur í
tímann, þegar samningur um yf-
irtöku ríkisins á rekstri sjúkrahúss-
bygginga er gerður. Kristján Þór
telur að samningurinn við Reykja-
víkurborg hafi fordæmisgildi og
gerir því kröfu um að ríkið geri
sambærilegan samning við Akur-
eyrarbæ vegna FSA og vísar til
jafnræðisreglu stjórnsýslu- og
stjórnskipunar.
Ríkið hafnar öllum kröfum
Ráðuneyti fjármála hefur hafnað
öllum körfum Akureyrarbæjar um
lausn á greiðsluskyldu og undir það
tekur ráðuneyti heilbrigðismála.
Ráðuneytið bendir jafnframt á að
ákvæði samningsins sem lúta að
stofn- og viðhaldskostnaði eigna og
endurgreiðslum til borgarsjóðs sé
liður í heildarsamningum á milli
ríkisins og Reykjavíkurborgar
vegna yfirtöku ríkisins á rekstri og
stjórnun Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Einstök ákvæði samningsins verði
því ekki slitin úr samhengi og á
þeim byggður almennur réttur til
að leysa sveitarfélög undan
greiðsluskyldu.
Einnig bendir heilbrigðisráðu-
neytið á að félagsmálaráðherra hafi
skipað nefnd til að yfirfara verka-
skiptinu ríkis og sveitarfélaga og sé
henni m.a. falið að taka afstöðu til
þess hvort stofnkostnaður sjúkra-
stofnana og heilsugæslustöðva eigi
alfarið að vera verkefni ríkisins.
Kristján Þór hefur ítrekað spurn-
ingar til ráðuneytanna um laga-
heimildir ríkisins og óskað eftir af-
dráttarlausum svörum en ekki
fengið þau enn. Hann spyr m.a.
hvort borgarsjóður beri greiðslu-
skyldu vegna 15% eignarhlutdeildar
hans í fasteignum, sem ráðstafað
var með samningi í desember 1998
og einnig hvort borgarsjóður hafi
fengið endurgreitt lögbundið fram-
lag vegna áranna 1995–1998.
Bæjarstjórinn á Akureyri vill losna undan greiðsluskyldu
mótframlags til Fjórðungssjúkrahússins
Telur samning við
borgina vera fordæmi
FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frum-
sýnir leikritið „Bófaflokkur á
Broadway“ næstkomandi laugar-
dagskvöld, 24. febrúar.
Leikritið er eftir Woody Allen, en
þýðendur eru Hannes Örn Blandon
og Ármann Guðmundsson. Æfingar
hafa staðið yfir frá því í byrjun
janúar, en um 20 leikendur koma
fram í verkinu þó hlutverkin séu
fleiri. Leikstjóri er Hákon Waage.
Leikritið fjallar um ungan rithöf-
und sem reynir að koma verkum
sínum á framfæri á Broadway.
Hann fær mafíuforingja til að fjár-
magna verkið en hann fer fram á
það í staðinn að ástkona sín, sem er
hæfileikalaus dansmær, fái aðal-
hlutverkið í leikritinu, með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum. Margar
skrautlegar persónur koma við
sögu í þessu grátbroslega leikriti.
Freyvangsleikhúsið frumsýnir á laugardagskvöld
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Bófaflokkur
á Broadway