Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 16

Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Selfossi - Þrjár bílasölur eru starf- ræktar við götuna Hrísmýri á Sel- fossi utan Ölfusár á athafnasvæði fyrirtækja og mynda eitt stærsta bílasölusvæði landsins. Bílasölurn- ar eru á lóðum sem liggja nánast hlið við hlið og fyrir viðskiptavini er eins og um eina stóra bílasölu sé að ræða. Til sýnis á staðnum, á planinu, hjá bílasölunum eru yf- irleitt um 300 notaðir bílar ásamt því að þær eru með nýja bíla til sýnis innanhúss, frá bílaumboðum. Hjá bílasölunum eru í heildina á skrá 7100 bílar sem viðskiptavinir hafa úr að velja komi þeir inn á þetta svæði til að spá og spek- úlera. „Selfoss er sterkt svæði fyrir bílasölur. Við erum hér í alfaraleið og fólk sér bílana þegar það á leið hér um,“ sagði einn bílasalanna á Selfossi. Bílasölurnar sem um ræð- ir eru Betri bílasalan, Bílasala Sel- foss og Bílasala Suðurlands. For- svarsmönnum þeirra bar öllum saman um að staðsetning þeirra svo nálægt hver annarri hefði mik- il samlegðaráhrif sem birtist í því að fólk kæmi til þeirra alls staðar að af landinu til að kaupa bíla. Einn þeirra sagði að um helm- ingur af sölunni væri til viðskipta- vina í Reykjavík. Þetta væri fólk sem vissi af þeim á Selfossi og að þar væri úrvalið gott. „Og svo gefum við okkur góðan tíma með fólkinu sem er að velta fyrir sér bílakaupum,“ sagði einn bílasalanna. 7.100 bílar á skrá hjá bíla- sölum á Selfossi Morgunblaðið/Sig. Jóns. Horft yfir bílasölusvæðið við Hrísmýri á Selfossi. Næst er svæði Betri bílasölunnar, þá svæði Bílasölu Selfoss og fjærst er Bílasala Suðurlands. Borgarnesi - Ágústa Jóhannsdóttir, íbúi á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi, á fjörutíu afkomendur. Sjálf eignaðist hún þrjú börn og hafa þau gefið henni fjórtán barnabörn, tuttugu og tvö langömmubörn og svo skemmtilega vill til að þríburarnir á Brjánslæk eru þar á meðal. Aðeins þremur dögum eftir að þeir fæddust eignaðist Ágústa fyrsta langalangömmubarnið sem er í beinan kvenlegg. Á meðfylgjandi mynd má sjá fimm ættliði saman komna: Ágústa Jóhannsdóttir f. 1918, Hanna Ol- geirsdóttir f. 1939, María Lóa Friðjónsdóttir f. 1960, Íris Ösp Sveinbjörns- dóttir f. 1981 og Sara Lind Styrmisdóttir f. 2000. Fimm ættliðir Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Mývatnssveit – Jón Árni Sigfússon í Víkurnesi hefur staðið upp frá orgelinu í Reykjahlíðarkirkju en þar settist hann fyrst á gaml- árskvöld árið 1970. Eftir aftansönginn í kirkjunni nú sl. gamlárskvöld þakkaði hann kórfólkinu samstarfið í 30 ár en það þakkaði hon- um farsælan feril. Jón Árni sýndi þegnskap og kjark þegar hann tók við kórstjórn og orgelleik í Reykjahlíðarkirkju fyrir 30 árum og leysti með því vanda safnaðarins en erfitt hafði þá oft reynst að fá organista til athafna vegna ófærðar eða annarra or- saka og eitt sinn eftir at- höfn þar sem mjög tæpt var með að organisti næði til athafnar sagði Jón við Sr. Örn Friðriksson: „Ef einhverjum er einhver þægð í því þá skal ég reyna.“ Hann hafði áður fyrst og fremst leikið á harmonikku en nú tók hann sér tíma til að læra orgelleik og kór- stjórn. Segja má að tónlist- in sé Jóni Árna í blóð borin og því varð þetta nýja verk- efni honum leikur og gleði- gjafi. Undir stjórn Jóns Árna var kór Reykjahlíð- arkirkju með öfluga starf- semi, einkum á árunum 1975–1995 og var þá farið í söng- ferðir um nærliggjandi héruð að ógleymdum metnaðarfullum Að- ventukvöldum sem verið hafa ár- viss atburður í tíð Jóns Árna. Tæp 100 ár frá því að orgel kom í kirkjuna Orgel var fyrst keypt í Reykja- hlíðarkirkju 1905 en kirkjukór stofnaður veturinn 1908–9 af Sig- fúsi Hallgrímssyni bónda í Vogum og föður Jóns Árna. Sigfús var síðan með kórinn og orgelið fram yfir 1960 er heilsu hans tók að hraka, þá tók við tímabil þar sem ýmsir komu að tónlistarflutningi í Reykjahlíðarkirkju, má þar nefna til Jón Stefánsson, Gertrud Frið- riksson, Björgu Friðriksdóttur, Kristínu Axelsdóttur á Gríms- stöðum á Fjöllum, Kristínu Jón- asdóttur á Grænavatni, Sólveigu Illugadóttur, að ógleymdum sókn- arprestinum Sr. Erni Friðrikssyni sem settist gjarnan við píanóið þegar þess þurfti með. Síðustu árin, eða frá 1995, hef- ur Jón Árni einnig stjórnað kór Skútustaða- kirkju og leikið þar jafn- framt á orgelið eftir að Kristín Jónasdóttirfluttist til Akureyrar og Þráinn Þórisson lagði frá sér tónsprotann, þau höfðu tekið við merki tónlistar- innar í Skútustaðakirkju um 1970 af Jónasi, föður Kristínar, en hann af föður sínum Helga Jóns- syni á Grænavatni sem lært hafði á orgel hjá Jónasi Helgasyni dóm- organista veturinn 1879– 80 Fyrsta orgelið kom síðan sumarið eftir í Skútustaðakirkju. Nú er þessum mikil- væga þætti í samfélags- þágu lokið hjá Jóni Árna og sveitungarnir senda honum hlýjar kveðjur og þakkir. Áfram mun hann aka rútum sínum um byggðir og óbyggðir Ís- lands, en rútubílaakstur er atvinna hans sem hann er landskunnur fyr- ir. Hann vinnur nú að út- gáfu geisladisks með dóttursyni sínum Gunn- ari Benediktssyni óbó- leikara, þar sem þeir leika saman á óbó og harmonikku nokkur lög sem Jón hefur samið, ásamt fjölda annarra vin- sælla laga. Söfnuðir Mývatnsþinga hafa þegar ráðið sér nýjan stjórnanda sem er Valmarr Valjaots frá Eist- landi en hann er skólastjóri tón- listarskóla sveitarinnar. Þess er að vænta að kirkjukórarnir haldi merki tónlistarinnar hátt á lofti í Mývatnssveit og að hjá þeim blómstri áfram sá mikilvægi söng- skóli sem almennur söngur bygg- ist á, en sú menningararfleifð hef- ur lengi átt sér skjól með Mývetningum. Hættir sem organisti í Reykjahlíðarkirkju eftir 30 ár „Ef einhverjum er einhver þægð í því“ Morgunblaðið/BFH Jón Árni Sigfússon við orgel Reykjahlíðarkirkju. Selfossi - Stórbygging Húsasmiðj- unnar, samtals 4.400 fermetrar, er nú fokheld aðeins þremur mánuð- um eftir að uppsláttur að bygging- unni hófst. Þessum áfanga í bygg- ingu hússins fögnuðu starfsmenn JÁ-verktaka og Húsasmiðjunnar 15. febrúar. Verkið hefur aðeins tekið 76 vinnudaga og segja má að veðurguðirnir hafi gengið í lið með verktakanum og eigendum hússins en einstök veðurblíða hefur verið á byggingartímanum. Nú er unnið að frágangi innanhúss, steypu á gólf- um og fleiri frágangsatriðum. Að sögn Steinars Árnasonar framkvæmdastjóra Húsasmiðjunn- ar á Selfossi er stefnt að opnun verslunarinnar 12. maí á þessum nýja stað við Eyraveginn. Steinar sagði að tafir á verkinu í byrjun hefðu unnist upp á undraverðan hátt og nú væri ekkert því til fyr- irstöðu að opna verslunina á þeim tíma sem menn höfðu í huga þegar undirbúningur framkvæmda hófst. „Þetta eigum við að þakka mjög góðum starfskröftum ásamt því að veðrið hefur verið hagstætt fyrir framkvæmdir,“ sagði Steinar Árna- son og ennfremur að með nýju versluninni myndu umsvif Húsa- smiðjunnar aukast til muna á Sel- fossi og hann gerði ráð fyrir að þar störfuðu um 70 manns að jafnaði á þessum nýja stað. Verslunin myndi bjóða alla þá þjónustu sem nú væri boðin auk þess að verslun Blóma- vals væri í húsinu og fleiri þættir sem ykju á fjölbreytnina. Jón Árni Vignisson fram- kvæmdastjóri JÁ-verktaka, sem byggja húsið, sagði að um 40 starfs- menn hefðu unnið við húsbygg- inguna til þessa og að hann gerði ráð fyrir að bæta við mannskap þannig að 60–70 menn ynnu við að fullklára húsið. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Starfsmenn JÁ-Verktaka sem hafa reist 4.400 fermetra byggingu Húsasmiðjunnar á 76 dögum. Stórbygging Húsasmiðjunnar fokheld á 76 dögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.