Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 18
sóknarstofnanir og
stuðla að samstarfi
sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu. Enn
fremur að sinna sér-
stökum rannsóknum og
könnunum, byggja upp
tengsl við hliðstæð fyr-
irtæki erlendis, annast
markaðssetningu
Reykjavíkurborgar
gagnvart erlendum og
innlendum fjárfestum,
annast uppbyggingu og
viðhald gagnagrunns
um atvinnulíf í borginni
og önnur sértæk verk-
efni tengd hlutverki
félagsins. Ari Skúlason
hefur starfað fyrir kjararannsókn-
arnefnd og Alþýðusambands Íslands
þar sem hann hefur gegnt starfi for-
stöðumanns hagdeildar og frá 1994
verið framkvæmdastjóri þess. Þá
hefur Ari veitt alþjóðasviði ASÍ for-
stöðu, en á þeim vettvangi hefur
norrænt samstarf og starf á vett-
vangi Evrópusambandsins og EES
verið fyrirferðarmikið.
Ari lauk viðskiptaprófi frá Há-
skóla Íslands árið 1979 og fram-
haldsnámi í þjóðhagfræði frá Ár-
ósaháskóla 1983. Hann er kvæntur
Jane Marie Pind framhaldsskóla-
kennara og eiga þau þrjú börn.
ARI Skúlason hagfræð-
ingur hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri
Aflvaka hf. og tekur við
starfinu 1. mars næst-
komandi.
Aflvaki hf. er at-
vinnuþróunarfélag í
eigu Reykjavíkur-
borgar, Orkuveitu
Reykjavíkur og Reykja-
víkurhafnar og hefur
nýlega verið endur-
skipulagt til að vinna að
eflingu og framgangi
atvinnulífs í höfuðborg-
inni með það að mark-
miði að borgin standist
á hverjum tíma sam-
keppni um fólk og fyrirtæki, veiti
fyrirtækjum og starfsfólki þeirra
góða þjónustu og ræki höfuðborg-
arhlutverk sitt í þessu samhengi.
Stjórn félagsins er skipuð þremur
borgarfulltrúum og þremur fulltrú-
um úr atvinnulífinu og er undir for-
ystu borgarstjóra.
Meðal verkefna félagsins er að
stuðla að samstarfi milli borgaryf-
irvalda og atvinnulífsins, veita borg-
aryfirvöldum faglega ráðgjöf á sviði
atvinnumála, annast eftirfylgni með
framkvæmd atvinnustefnu borg-
arinnar, eiga samstarf við atvinnu-
greinasamtök, mennta- og rann-
Ari til Aflvaka
VIÐSKIPTI
18 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ GEKK eins og í sögu hjá British Biotech
frá því fyrirtækið var stofnað 1986. Þegar kom
fram á 1996 var fyrirtækið metið á yfir tvo
milljarða punda og virtist á leiðinni á FTSE
100 listann yfir mest metnu hlutabréfin.
Keith McCullagh, stofnandi British Biotech,
skaut upp á stjörnuhimininn í bresku við-
skiptalífi, enda ótrúlega heillandi maður, sem
átti auðvelt með að fá fólk á sitt band.
Þegar hæst bar var gengi hlutabréfanna
metið á 326 pens, á tímabili fóru þau alla leið
niður í átta pens, en ramba nú í kringum 20
pens. Hrunið kom þegar Andrew Millar, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, komst að því að
lyfin, sem voru undirstaða glæsivonanna stóð-
ust ekki prófanir og að bandaríska fjármála-
eftirlitið var með fyrirtækið í athugun.
Allt fór í loft upp, McCullagh rak Millar og
British Biotech höfðaði mál á hendur honum.
Á endanum mátti fyrirtækið greiða Millar eina
milljón punda í bætur vegna brottrekstrarins.
En hluthafarnir losuðu sig við McCullagh og
nú er kominn nýr framkvæmdastjóri, Elliot
Goldstein.
Nýlega hætti fyrirtækið við frekari þróun
Marimastat, krabbameinslyfs sem var önnur
undirstaðan undir gyllivonunum, og framtíð
fyrirtækisins er engan veginn tryggð. Millar
er nú framkvæmdastjóri Oxford Gene Techno-
logy, sem nú er kannski einna áhugaverðasta
breska líftæknifyrirtækið.
British Biotech byrjaði í gömlu pakkhúsi í
útjaðri Oxford, þar sem vísindamenn voru að
vinna krabbameinsrannsóknir. Í stað þess að
reyna að hægja á krabbameinsfrumum átti að
þróa lyf er hindraði krabbameinsfrumur í að
dreifast með blóðinu og sem hefði engar hlið-
arverkanir.
Eldhuginn McCullagh, fyrrum yfirmaður
hjá lyfjafyrirtækinu Searle, var hvatamaður-
inn. Ætlunin var að byggja upp öflugt líftækni-
fyrirtæki til að þróa og framleiða lyf. Af mörg
hundruð efnum, sem fyrirtækið rannsakaði
var eitt sem lofaði sérlega góðu, Marimastat.
Með Marimastat upp á vasann tókst McCull-
agh að ná inn 151 milljón punda frá fjárfestum
er fyrirtækið fór á markað 1992.
Næstu árin bárust stöðugt góðar fréttir af
tilraunum með Marimastat og annað lyf, Zac-
utex og fjárfestar héldu áfram að leggja fé í
British Biotech.
Þegar kom fram á 1996 unnu 450 manns hjá
fyrirtækinu, sem var metið á 2 milljarða
punda. Gefin var út fréttatilkynning um að
Marimastat hefðu náð „bestu hugsanlegu út-
komu“ í lyfjaprófi.
Efasemdir um árangurinn
Síðla árs 1997 fór Andrew Millar að verða
órólegur yfir að British Biotech væri að gefa út
fréttatilkynningar, sem ekki stæðust. Einn
læknanna, sem notaði Marimastat í meðferð
sjúklinga, hafði samband við Millar og sagðist
hafa áhyggjur af hugsanlegum aukaverkunum
lyfsins á suma sjúklinga.
Millar leist ekki á blikuna, því lyfið átti ein-
mitt að vera án aukaverkana.
Hann fór því ofan í saumana á lyfjarann-
sóknunum og bar saman afdrif þeirra, sem
fengu lyfleysu og Marimastat. Þetta fól í sér að
skoða sjúkraskýrslur, sem Millar hafði ekki
heimild til að gera á þessu stigi. Hann sá þá að
hliðarverkanir Marimastat voru reyndar ekki
slæmar, en lyfið virtist gagnslaust, jók ekki
lífslíkur sjúklinga. Prófanir á Zacutex bentu í
sömu átt.
Þegar Millar bar þetta undir McCullagh
varð hann æfur yfir trúnaðarbroti Millars, var-
aði hann við að gera þetta ekki aftur, en tók
ekkert mark á niðurstöðum Millar. Vorið 1998
hafði Millar samband bak við tjöldin við starfs-
mann Goldman Sachs og yfirmann fjárfesting-
arsjóðs, sem hafði lagt fé í British Biotech.
Þeim kom saman um að reyna að koma Mc-
Cullagh frá og að Millar tæki við stjórninni.
En þegar þau höfðu samband við Kleinwort
Benson fjárfestingarbankann, sem hafði séð
um hlutafjárútboð British Biotech, lét bankinn
McCullagh vita hvað væri á seyði.
Villandi upplýsingar
McCullagh tvínónaði ekki við að reka Millar,
sem sagði þá frá því að US Securities and Ex-
change Commission, sem hefur eftirlit með
bandaríska hlutabréfamarkaðnum væri með
British Biotech í rannsókn, annars vegar fyrir
villandi fréttatilkynningar, hins vegar fyrir
stórfellda hlutabréfasölu yfirmanna fyrirtæk-
isins þegar þeir einir vissu að prófanir sýndu
fram á gagnsleysi Marimastat.
Bresku læknasamtökin studdu Millar og öll
stjórn British Biotech sagði af sér í stuðnings-
skyni við hann. Mánuði eftir að Millar var rek-
inn neyddist McCullagh til að hverfa frá sök-
um þrýstings frá hluthöfum í fyrirtækinu.
British Biotech höfðaði mál á hendur Millar,
en því lauk með dómssátt upp á eina milljón
punda. McCullagh hefur stofnað annað fyr-
irtæki, sem lítið fer fyrir og Kleinwort Benson
er ekki jafnvirt og áður.
Sá sem tók við British Biotech er Elliott
Goldstein. Hann var áður hjá lyfjafyrirtækinu
Sandoz, þar sem hann gekk undir nafninu
„axarmaðurinn“ fyrir ötula framgöngu í að
reka fólk. Sagt var að starfsfólk Sandoz hefði
haldið kampavínsveislu í bílageymslu fyrir-
tæksins þegar fréttist að hann væri að hætta.
Hjá British Biotech hefur hann heldur betur
fengið að beita öxinni. Af 450 starfsmönnum
hafa rúmlega 300 misst vinnuna, svo þar vinna
nú um 140 manns. Hluti af glæsibyggingu
fyrirtækisins er leigður út til annarra fyrir-
tækja.
Fljótlega eftir að Goldstein tók við var hætt
við þróun Zacutex, en þrátt fyrir langtíma efa-
semdir um Marimastat var það aðeins nýlega
gefið upp á bátinn. Núna stefnir Goldstein á
samvinnu við önnur lyfjafyrirtæki og hefur
náð árangri í því. Einnig eru vangaveltur um
að eitthvert stórfyrirtækið kaupi British
Biotech. Goldstein segir nú að fyrirtækið hafi
lagt of mikið undir í þróun of fárra lyfja. Nú
verður kröftunum og þar með áhættunni dreift
betur. Fjárfestar eru enn hikandi, hlutabréfa-
gengið hefur lækkað frá því Goldstein tók við
og bjartsýni hans því ekki smitað fjárfesta
enn.
Líftæknifyrirtækið British Biotech
Gulleggið
sem brotnaði
Reuters
Nýlega hætti British Biotech við frekari þró-
un krabbameinslyfsins Marimastat, sem var
önnur af undirstöðum fyrirtækisins. Framtíð
fyrirtækisins er engan veginn tryggð.
British Biotech var fyrsta líftæknifyrirtækið á breska
hlutabréfamarkaðnum og eftirlæti fjárfesta og stjórn-
málamanna þar til í ljós kom að glæsivonirnar voru
gyllivonir, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur.
FJARSKIPTAFYRIRTÆKIN í
Evrópu ætla að leggja í fjárfest-
ingar sem nema um 21.716 millj-
örðum íslenskra króna vegna
þriðju kynslóðar farsíma segir í
sænska netblaðinu Vision.
Samstarf nauðsynlegt
Nú þegar gengi bréfa fjöl-
margra fjarskiptafyrirtækja í Evr-
ópu hefur lækkað verulega vegna
óvissu um framtíðina vaknar óneit-
anlega sú spurning hvers konar
þjónustu fyrirtækin ætli að bjóða
upp á til þess að ná eðlilegum arði
af fjárfestingum sínum; ljóst er að
hann næst ekki af talþjónustu
einni saman. Eigi þetta að takast
þarf að koma til mikils og náins
samstarfs á milli þeirra sem reka
kerfin og þeirra fyrirtækja sem
geta boðið upp á áhugaverða þjón-
ustu og efni í gegnum netfarsím-
ana sem neytendur er tilbúnir að
greiða fyrir.
Nokkuð ljóst þykir að fjar-
skiptafyrirtækin geti ekki ein og
óstudd boðið alla þá valmöguleika
sem þarf til þess að tryggja nægj-
anlega mikla umferð um farsíma-
kerfi þeirra. Þetta táknar að þeir
sem hafa fengið leyfi verða að
opna kerfi sitt fyrir þeim fyrir-
tækjum sem geta boðið spennandi
þjónustu. En um leið þurfa þau
auðvitað að deila hagnaðinum með
þeim sem hannaði og bjóða upp á
þjónustuna. Og einmitt þar stend-
ur hnífurinn í kúnni.
Schibsted
neitað um aðgang
„Við höfum þegar haft samband
við þau þrjú fyrirtæki sem reka
GSM-net núna og hafa fengið út-
hlutað leyfum fyrir þriðju kynslóð-
ar farsíma auk okkar,“ segir Hörð-
ur Bender, framkvæmdastjóri
Schibsted Telecom, „en þau virðast
ekki hafa í hyggju að veita okkur
aðgang að fjarskiptakerfi sínu.“
Schibsted hyggst innan skamms
opna gáttina Inpoc þar sem boðið
verður upp á þjónustu í samvinnu
við Aftonbladet og Svenska
Dagbladet en þau eru í eigu Scib-
sted-fjölmiðlasamsteypunnar en án
aðgangs að fjarskiptaneti hinna
fyrirtækjanna neyðist Schibsted til
þess að rukka viðskiptavini í gegn-
um 071-númer sem eru sambæri-
leg við 900-númerin hér á landi.
Flutningar gagna verður
70% eftir nokkur ár
„Þessi fyrirtæki hafa í ein fimm-
tíu ár veitt talþjónustu og öll fyr-
irtækjamenning þeirra snýst í
kringum talþjónustuna. Nú segja
menn að eftir nokkur ár verði um
70% af umferðinni flutningur á
gögnum en ekki tal og þeir geta
aldrei náð því nema eiga samstarf
við okkur. Það er mikilvægt að
menn veiti þjónustufyrirtækjum
aðgang að kerfunum ef takast á að
skapa raunverulegan fjarskiptaiðn-
að,“ segir Hörður.
Samvinna milli
fjarskipta- og
þjónustufyrir-
tækja mikilvæg Á HÁDEGISFUNDI í íslenska
sendiráðinu í síðustu viku á vegum
Bresk-íslenska verslunarráðsins fór
Geir H. Haarde fjármálaráðherra yf-
ir stöðuna í íslenskum efnahagsmál-
um. Hann lagði áherslu á stöðugleik-
ann í íslensku efnahagslífi, sem byði
upp á ýmsa áhugaverða fjárfesting-
armöguleika, en rakti einnig einka-
væðinguna eins og hún hefur gengið
fyrir sig á Íslandi og hvað þar væri
framundan.
„Það er ekki nauðsynlegt að vera
stór í efnahagsumhverfi nútímans,
bara að gera rétt og ég held við höf-
um gert það,“ sagði Geir og lýsti yfir
vilja til að halda áfram á þeirri braut.
Það vekur óneitanlega athygli er-
lendis að íslenskar hagtölur eru hlið-
stæðar tölum frá Írlandi og öðrum
hávaxtarlöndum Evrópu. Á fundin-
um voru menn bæði úr íslensku og
bresku viðskiptalífi.
Í spurningum á eftir kom fram
áhugi á skattamálum, ekki síst á fyr-
irtækjaskatti, en einnig á útgjöldum
hins opinbera og vaxtaaðstæðum.
Háir vextir á Íslandi vekja óneitan-
lega áhuga útlendinga, en spurning-
in um tengslin við evruna koma einn-
ig upp. Geir sagði að meðan Svíar,
Danir og Bretar væru utan evru-
svæðisins væru 2⁄3 hlutar íslenskra
utanríkisviðskipta við lönd utan
evrusvæðisins. Ef þessi lönd gerðust
aðilar að evrunni yrðu 2⁄3 hlutar við-
skiptanna við evrusvæðið og það
gæti kallað á nánari athugun, en eins
og er bendir ekkert til þess að meiri-
hluti sé í þessum löndum fyrir aðild
og engar þjóðaratkvæðagreiðslur á
næsta leiti.
Geir H. Haarde á
fundi Bresk-íslenska
verslunarráðsins
Háir vextir á
Íslandi vekja
athygli
London. Morgunblaðið.
HREINN Jakobsson, forstjóri
Skýrr, hefur óskað eftir því að koma á
framfæri athugasemdum vegna um-
mæla sem höfð eru eftir Rósu Guð-
mundsdóttur hjá greiningardeild
Kaupþings varðandi afkomu Skýrr og
birtist í Morgunblaðinu í gær.
„Staðreynd málsins er sú, eins og
fram kom á kynningarfundi með
verðbréfafyrirtækjum á mánudag, að
hagnaður Skýrr af reglulegri starf-
semi eftir skatta nam 100 milljónum
króna á síðasta ári samanborið við 78
milljónir króna árið á undan.
Hagnaðurinn jókst þannig um 28%
á milli ára. Annar hagnaður að teknu
tilliti til söluhagnaðar, þróunarkostn-
aðar, tekna og gjalda af dóttur- og
hlutdeildarfélögum nam samtals 117
milljónum króna eftir skatta,“ að því
er fram kemur í athugasemd frá
Skýrr.
Athugasemd frá Skýrr
Ari
Skúlason