Morgunblaðið - 21.02.2001, Síða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 25
TÓNLIST fyrir alla er frábært
framtak enda tónlistarkynning í
skólum landsins mikið nauðsynja-
verk. Það var eldhuginn Jónas
Ingimundarson sem reið á vaðið á
Selfossi haustið 1992 og tveimur
árum síðar komu Norðmenn til
skjalanna – þjóðargjöfin 1994.
Meðal þeirra er sóttu Ísland heim
voru norskir djassistar undir for-
ystu saxófónleikarans Olavs Dalhe
og meðan þjóðargjöfin entist var
hún notuð til þess að fjármagna
framtakið ásamt fjárframlögum frá
íslenskum sveitarfélögum – auk lít-
ilsháttar ríkisstyrks. Nú þegar
þjóðargjöfin er uppurin má segja
að „Tónlist fyrir alla“ sé aðeins
fyrir suðvesturhorn landsins því að
sveitarfélögin borga fyrir hvern
haus sem sækir tónleikana. Því
gefur augaleið að hin fjölmennu
byggðarlög njóta tónlistarinnar og
til þess að breyta því þarf ríkið að
styrkja framtakið myndarlega, en
það er sosum engin nýlunda að
landsbyggðin sitji á hakanum þeg-
ar menningin er annars vegar.
Breyting á tónlistar-
kynningum
Með Tónlist fyrir alla varð mikil
breyting á tónlistarkynningum í
skólum því að nú situr rytmísk tón-
list við sama borð og tónskálda-
tónlistin. Löngum hefur brunnið
við að svonefnd klassík hafi ein
staðið til boða þegar listkynningar
hafa verið í skólum, rytmíska tón-
listin hefur verið eins og óhreinu
börnin hennar Evu – hvergi sjáan-
leg. Slíkt hefur verið lagt fyrir
róða hjá menningarþjóðum, enda
tíðkast þar heldur ekki lengur að
tala um æðri og óæðri kynþætti
frekar en æðri og óæðri tónlist. Þó
eimir enn eftir af nítjándu aldar
hugsuninni hjá menningarúthlut-
unarnefnd DV. Hriflumennskan er
þar að vísu ekki ráðandi nema í
tónlist, í öðrum listgreinum sem
verðlaunaðar eru skiptir formið
sem listamennirnir velja sér ekki
höfuðmáli til þess að þeir séu
gjaldgengir, en í tónlistinni – guð
hjálpi okkur. Þar á bæ hefur rytm-
ískur tónlistarmaður aldrei verið
útnefndur til tónlistarverðlauna.
Þar veit trúlega enginn að Miles
Davis fékk Sonning-verðlaunin
eins og Segovía og Niels-Henning,
Björk og Palle Mikkelborg tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs.
Kannski telja nefndarmenn tónlist-
arverðlauna DV að poppmessu-
verðlaunahátíð blaðsins, þarsem
vinsældir ráða verðlaunum helst,
losi þá við að taka tillit til listar
þeirra íslensku tónlistarmanna sem
kenndir eru við rytmíska tónlist.
Þó skipar klassíkin sinn sess í
poppmessukosningum þótt van-
kunnáttan blasi jafnaugljóslega við
og þegar djassinn á í hlut; ein
þeirra hljómplatna sem tilnefningu
fengu í fyrra sem besta klassíska
hljómplata ársins var djassplatan
Guitar Islancio.
En víkjum aftur að Tónlist fyrir
alla. Fyrir þremur árum heyrði ég
Jazzkvartett Reykjavíkur og tríó
Björns Thoroddsen ásamt Agli
Ólafssyni flytja tónlist sína fyrir
börn og unglinga í Reykjavík og
Kópavogi. Dagskrá tríós Björns og
Egils nefndist „Heimsreisa Höllu“
og var byggð á þjóðlaginu „Ljósið
kemur langt og mjótt“. Þessi dag-
skrá hefur síðan farið sigurför um
Vesturálfu. Nýlega heyrði ég
Jazzkvartett Reykjavíkur að nýju í
Breiðholtinu. Kvartettinn skipa
drengir sem gert hafa garðinn
frægan í djassheiminum. Sigurður
Flosason altósaxófónleikari, Eyþór
Gunnarsson píanisti, Birgir Braga-
son bassaleikari og Gunnlaugur
Briem trommari. Allir léku þeir
einnig á ýmis ásláttarhljóðfæri.
Sigurður Flosason hafði orð fyrir
þeim félögum.Við yngri áheyrend-
urna sagði hann m.a.: „Við spilum
alla tónlist, bæði klassík og popp,
en okkur þykir mest gaman að
spila djass því að þá getum við
bullað og bullað og samið ný lög
þegar okkur hentar.“ Hann orðaði
það nokkuð öðruvísi þegar ungling-
arnir voru í salnum og í því fólst
m.a. velgengni kvartettsins á þess-
um tónleikum. Við hvern aldurshóp
var talað á því máli er hann skildi.
Ímyndunarafl
barnanna virkjað
Tónleikarnir hófust á dynjandi
karabískri sveiflu í lagi Sonny Roll-
ins „St. Thomas“. Síðan var æsku-
lýðurinn virkjaður í söng: Snert
hörpu mína, himinborna dís úr lag-
inu Kvæðið um fuglana eftir Davíð
og Atla Heimi, og þegar börnin
höfðu sungið tvö fyrstu erindin
spann Sigurður sóló sinn, en hafði
sagt börnunum áður að syngja
þriðja erindið í huganum meðan
þau skynjuðu hvernig hefðbundinn
djassspuni fer fram. Þeim félögum
tókst einstaklega vel að flétta sam-
an skemmtun og fræðslu. Siggi var
úti var leikinn með andblæ ýmissa
þjóða: Íra, Kúbana, Argentínu-
manna, Búlgara og rokkað að lok-
um. Ímyndunarafl barnanna var
virkjað í Caravan, börnin lokuðu
augunum og voru stödd í eyðimörk
þar sem úlfaldalest var á ferð og
hvarf svo út í buskann – upp í
Árbæ. Þau yngri fengu lag úr
„Dýrunum í Hálsaskógi“ en þau
eldri úr „Galdrakarlinum í Oz“ og
allir fengu að svara blístri Gunn-
laugs Briem með klappi. Fyrir
unglingana var djassfönkið gamla
leikið, s.s. Moanin eftir Bobby
Timmons og var hrifning þeirra
mikil, það var klappað og blístrað
og risið úr sætum. Ný upplifun, ný
reynsla. Að fá að hlusta á tónlist
sem aldrei heyrist í síbylju nær
allra íslenskra útvarpsstöðva var
uppgötvun – ekki aðeins fyrir nem-
endurna heldur einnig kennara og
annað starfsfólk skólans.
„Þetta var massað,“ sagði einn
tíundabekkingurinn þar sem hann
gekk sæll og glaður úr salnum á
leið í íslenskutíma.
Það verður aldrei ofmetið hversu
mikils virði það er fyrir æskuna að
kynnast nýjum tónaheimi, hvort
sem hann er frá þessari öld eða
hinum fyrri, klassík eða djass, ný
tónskáldatónlist eða framsækið
popp. Það er ekki formið sem ræð-
ur því hvort verk er list eða ekki,
heldur sköpunin fyrst og fremst.
Vonandi ber ríkið gæfu til að
styrkja sveitarfélög landsins til að
tónlist íslenskra tónlistarmanna
eigi sem greiðastan aðgang að ung-
um hlustendum þessa lands. Því fé
er ekki kastað á glæ.
Kynnast nýj-
um tónaheimi
Sigurður Flosason: „Við spilum alla tónlist, bæði klassík og popp, en
okkur þykir mest gaman að spila djass því að þá getum við bullað og
bullað og samið ný lög þegar okkur hentar.“
Með Tónlist fyrir alla varð mikil breyting á
tónlistarkynningum í skólum, segir Vern-
harður Linnet, því að nú situr rytmísk tón-
list við sama borð og tónskáldatónlistin.
Höfundur er djassgagnrýnandi
Morgunblaðsins.
annan hvern
miðvikudag