Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 29 AFSTAÐA manna til tung-unnar er eins og pendúllsem sveiflast. Fyrir ekkisvo mörgum árum höfðu fáir áhyggjur af stöðu málsins, nú hafa menn ekki aðeins vaknað til vitundar um mikilvægi þess að halda því við heldur gera sér einnig æ betri grein fyrir hvernig hægt er að nýta það í pólitískum tilgangi. Þegar pendúllinn sveiflast aftur til baka verður hægt að ræða um vinnutungumál og ráðandi tungu- mál án þess að menn rjúki upp til handa og fóta, segir breski málvís- indamaðurinn David Crystal. Í millitíðinni reyna stofnanir á borð við Evrópuráðið að þróa tungu- málakennslu og skilning almenn- ings á mikilvægi hennar með at- hyglisverðum nýjungum á borð við það sem nefnt hefur verið Evrópski tungumálapassinn. David Crystal var einn ræðu- manna á ráðstefnu sem Evrópuráð- ið efndi til í Lundi í Svíþjóð í tilefni formlegrar opnunar tungumálaárs- ins. Þar voru saman komnir sér- fræðingar alls staðar að úr Evrópu sem starfa á einhvern hátt með tungumálið og hafa brennandi áhuga á að halda það í heiðri þótt þá greini á um aðferðirnar. Hvort tungan eigi að vera hrein og óspillt af erlendum áhrifum og hvort fáein útvalin vinnumál, t.d. í stórum stofnunum, stefni minni tungumál- um í voða. Vigdís Finnbogadóttir talaði fyr- ir hönd Íslands og annarra smá- þjóða sem leggja sig fram um verndun tungunnar. „Málið er við, við erum málið,“ sagði Vigdís en lagði jafnframt áherslu á tungu- málanám, þar sem það gerði mönn- um betur grein fyrir mikilvægi þeirra eigin máls. Ekki eru þó allir á því að aukið tungumálanám sé af hinu góða, yfir 70% Evrópubúa telja það t.d. meira en nóg að læra eitt erlent tungumál. „Svo virðist sem meirihluti fólks sé andvígur því að ýtt sé um of und- ir fjölbreytileika mála og vitnar m.a. í Babelsturn biblíunnar sem upphaf og endi fjöltyngi og svo trúna á heimsfrið sem verði ekki ekki náð nema við tölum öll sama mál,“ segir Crystal. „Hvorugt stenst, það eru t.d. ótalmörg dæmi um stríð sem háð eru af fólki sem á sér sama móðurmál. Tungumála- kunnátta kemur ekki í veg fyrir að menn drepi hverjir aðra.“ Tungan verður að þróast Crystal minnti á að nú eru um 6.000 tungumál töluð í heiminum en mörg þeirra hverfa nú með ógnar- hraða. Sagði hann eitt tungumál hverfa á hálfs mánaðar fresti. „Ótt- inn við að þetta sé að eiga sér stað er tiltölulega nýtilkominn. En töl- urnar tala sínu máli, mál sem 100.000 manns tala getur horfið með tveimur kynslóðum. Sem er af- ar dapurlegt, því lykillinn að því sem við eigum sameiginlegt liggur í fjölbreytileika okkar. Þótt Crystal tali sig heitan gegn því að mál fái hreinlega að deyja út, segir hann jafnframt að of langt sé gengið í þá átt að vernda tungumál- ið, það verði að fá að þróast. „Ensk- an er besta dæmið. Hún hefur hreinlega ryksugað upp orð úr öðr- um tungumálum, 350 talsins, og engum dettur í hug að segja að hætta sé á því að hún deyi út. Svo sjáum við mörg skondin dæmi um hreintungustefnu, t.d. þegar Frakkar vilja banna tökuorð úr ensku sem eru upprunnin úr frönsku. Tungumál til samskipta Sú röksemd var m.a. nefnd að tungumálið væri eitt, samskipti annað og að vel mætti nota sameig- inlegt mál til að eiga samskipti við fjölmörgum bannað að tala eigið mál, t.d. mitt eigið móðurmál, welsku. Nú hefur þetta snúist al- gerlega við, menn krefjast réttar síns, vilja fá málin þýdd eins oft og kostur er og óttast mjög erlend áhrif á þau. Ég trúi því staðfastlega að önnur tungumál séu ekki ógn en sýnist ljóst að við þurfum að bíða í eina kynslóð til viðbótar áður en sú skoðun verður útbreidd,“ segir Crystal. Hann segir þjóðernishyggju og tungumál oft blandast og að hún hafi oft áhrif á afstöðu manna til tungunnar. Þjóðernishyggjan hafi tilhneigingu til að stöðva þróun tungunnar og beita henni fyrir sig í pólitískum tilgangi. Gott dæmi sé gamla Júgóslavía þar sem þjóðirnar sem áður töluðu sama mál leggi nú allt kapp á að gera mál landanna sem ólíkust. „Það er ekki hægt að stöðva þróunina en tilhneigingin er sterk til þess. Það sést vel á því að eldra fólki finnst unglingar tala vont mál og gagnrýna þá fyrir það. Í Wales slettir ungt fólk ensku, þeim eldri til mikillar raunar. Þeir gagnrýna unga fólkið sem ver sig með því að welska með enskuslett- um sé eina welskan sem það kunni. Ef hún er ekki nógu góð geti það al- veg hætt að tala hana og tekið upp ensku. Varar við ensku sem menntamáli Hann viðurkennir þó að í vissum tilfellum sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að enska taki yfir mál. Eitt sé að fá að láni orð, enskan hafi t.d fengið þrjú af hverjum fjór- um að láni, annað sé að nota hana sem menntamál. „Mál þróast og breytast en þetta er ekki eðlileg þróun. Hættan er sú að farið verði að nota ensku of mikið í einstökum fögum og æ meira við kennslu á háskólastigi. Það kann að leiða til þess að einstök tungumál eigi sér engan orðaforða í æðri menntun og í vissum fögum. Gerist það hefur heildin raskast, málið verður æ takmarkaðra og á minni möguleika á að þróast.“ Crystal tel- ur þó ekki mikla hættu á ferðum, svo fremi sem fólk geri sér grein fyrir hættunni og bregðist við. Umfangsmiklar þýðingar Eitt þeirra efna sem nefnt hefur verið er hagkvæmni þess að hafa vinnumál, vegna kostnaðarins, um- stangsins og skorts á skilningi sem sé óhjákvæmilegur þegar málin eigi í hlut. Evrópusambandið hefur geysistóra túlkaþjónustu, um 1.200 manns starfa við þýðingar og túlk- un. Kostnaðurinn við hana nemur um 686 milljónum evra, um 6 millj- örðum ísl. kr., sem þó er minna en 1% af rekstrarkostnaði ESB. Enginn vafi hefur hins vegar leikið á því að þýða ætti skjöl ESB yfir á tungumál aðildarþjóðanna, einfaldlega vegna þeirra mörgu lagasetninga sem sambandið sendir frá sér. Ekki sé hægt að ætlast til þess að borgarar ESB hlíti lögum sem séu ekki á þeirra máli, auk þess sem þýðing slíkra skjala, svo og um- ræðna, sé einfaldlega lýðræðisleg krafa borgaranna og nauðsynlegt eigi fólk að geta leitað til stofnana sambandsins. Raddir sem leggja til að dregið verði úr þýðingum á fund- um ESB og vinnumálunum fækkað, hafa hljóðnað mikið til. Þær hafa þó aðeins látið á sér kræla nú þegar stækkun ESB stendur fyrir dyrum og túlkaklef- unum fjölgar úr 15 í 23. Katrin Cunningham, yfirmaður túlkunar- deildar ESB, hefur hins vegar litlar áhyggjur af því. „Aukið umfang túlkunar og fjölgun mála er alls ekki ómöguleg. Þetta er bara spurning um skipulag. Við höfum gert þetta áður og munum endur- taka það. þær nýju útgáfur mála sem sprottið hafa upp í tenglsum við Netið, mál sem hafi í upphafi verið tilraun tak- markaðs hóps til að vera svalur og öðruvísi en hafi náð meiri útbreiðslu en nokkurn hafi órað fyrir. Mismunandi tilgangur Um 1.500 tungumál fyrirfinnast á Netinu og stöðugt dregur úr áhrif- um ensku þar. Telja margir mál- fræðingar að þar eigi mörg tungu- mál sér von um að lifa. „Við megum þó ekki gleyma því að heimspeki tungumála varir ekki að eilífu. Mál verða til og hverfa og mál eru notuð í mismunandi tilgangi. Í Nígeríu eru t.d. töluð um 400 tungumál og þau eru notuð á ýmsan hátt; það myndi til dæmis ekki hvarfla að fólki að tala sama mál í kirkjunni og þegar það kaupir í matinn. Um 250 tungumál eru töluð í Evrópu og mikil vakning hefur orð- ið hvað varðar réttindi manna til að tala móðurmál sitt. „Þetta er eins og pendúll, fyrir 50-100 árum var aðra. „Því fleiri mál sem við lærum og því fleiri sem læra mál, því auð- veldari verða samskiptin. Sameig- inleg mál verða til þess að við tök- um á okkur nýja ímynd án þess að við töpum okkar eigin sem tengd er móðurmálinu,“ segir ungverski pró- fessorinn Peter Medgyes, einn þeirra sem telur ekki að tungumálið sem samskiptatæki sé ógn við menningararfleifðina sem felst í móðurmálinu. Aðrir, t.d. Lucija Cok, mennta- málaráðherra Slóveníu, telja að málin eigi að vera hrein, annars verði til prentsmiðjumál, blöndur sem séu hvorki eitt né annað. „Slík prentsmiðjumál þurfa alls ekki að vera af hinu vonda,“ segir Crystal hins vegar og nefnir sem dæmi „singelsku“, blöndu kínversku og ensku sem töluð er í Singapore. Mál sem lúti ákveðnum reglum og sé orðinn hluti af ímynd Singapore- búa þótt sumum þyki það í hæsta mála óeðlilegt. Ungverski málfræðingurinn Pet- er Medgyes minnti einnig á allar Á SAMA tíma og tekist er á um ágæti enskunnar og annarra ríkjandi mála hafa Evrópusam- bandið og Evrópuráðið prufukeyrt hinn svokallaða Evrópska tungu- málapassa sem er ætlað að hvetja börn og fullorðna til dáða í tungu- málanámi og til að gera almenn- ingi betur grein fyrir mikilvægi tungumálakunnáttu. Passinn fylgir eigandanum og gert er ráð fyrir að bætt sé við hann eftir því sem við á, alla ævi. Tungumálapassinn saman- stendur af mati á tungumálakunn- áttu sem er samræmd á milli landa og gefur möguleika á að meta mál bæði út frá skilingi, lestri og hæfi- leikanum til að tala og skrifa þau. Enn fremur er gert ráð fyrir að nemendur geri sjálfir grein fyrir tungumálakunnáttu sinni, hvaðan hún sé fengin og hvernig hún hafi nýst. Að síðustu er nokkurs konar sýnisbók þar sem handhafi pass- ans kemur fyrir skjölum, upp- tökum eða öðru sem er til marks um getu hans eða hennar í erlend- um tungumálum. Gerðar hafa verið tilraunir með tungumálapassann í fimmtán Evr- ópulöndum og á fundi mennta- málaráðherra Evrópuráðsins sl. haust í Póllandi var samþykkt að hvetja til þess að passinn yrði tek- inn í notkun. Að sögn Maríu Gunnlaugs- dóttur, deildarsérfræðings í menntamálaráðuneytinu, er verið að skoða möguleikana á því á Ís- landi en sú vinna er nú komin skammt á veg. Heimspeki tungunn- ar varir ekki að eilífu Evrópska tungumálaárið var formlega sett í Lundi í Svíþjóð á mánudag og komu þar fram mismunandi sjónarmið á hættunni sem málum stafar af ensku og öðrum ríkjandi tungumálum. Urður Gunnarsdóttir fylgdist með umræðunum. Evrópski tungumálapassinn Að sögn Þórólfs er áhyggjuefniað sniff er algengara á Íslandi en íhinum löndunum, eða 11% saman- borið við 9%. Hann telur að sér- stakt fræðsluátak, þar sem þær hættur og varanlegur skaði sem tengist sniffi sé kynntur, verði lík- legt til að skila árangri. Neysla á róandi lyfjum án lyfseðils og neysla áfengis með lyfjum er meira en meðaltalið, eða 10% samanborið við 7–8%. Engin haldbær skýring er á þessu en stúlkur eru fleiri en drengir í þessum hópi. Vitneskja sem nýtist í forvarn- arstarfi framtíðarinnar Sambærileg könnun var fyrst gerð árið 1995 og er því einnig litið á þróunina sem hefur orðið á vímu- efnaneyslu í flestum þessara 30 landa frá 1995 til 1999. Þórólfur segir eina meginniðurstöðu könn- unarinnar vera að um aukna neyslu áfengis og vímuefna sé að ræða í Evrópu og sker Ísland sig því úr hvað þá þróun varðar. Könnunin var gerð á vegum Áfengis- og vímuvarnarráðs og Rannsóknar og greiningar, og voru það félagsfræðingarnir Inga Dóra Sigfúsdóttir og Þóroddur Bjarna- son sem höfðu umsjón með Íslands- hluta hennar. Þóroddur situr einnig í stjórn verkefnisins. Ráðgert er að endurtaka rannsóknina árið 2003 og er vonast til að enn fleiri Evr- ópuþjóðir taki þá þátt. Kannanir sem þessi, sem teknar eru á sama tíma með sömu aðferð- arfræði, gefa yfirgripsmiklar og öðru fremur sambærilegar upplýs- ingar um áfengis-, tóbaks- og vímu- efnaneyslu evrópskra nemenda. Til langs tíma litið er mikilvægasta markmið könnunarinnar að rann- saka og kortleggja neyslumynstur unglinga í Evrópu og bera það sam- an við aðrar þjóðir. Vitneskjan sem fæst með þessu nýtist til forvarn- arstarfs í framtíðinni þar sem breytingar á neyslu í einu Evrópu- landi geta gefið vísbendingar um hver þróunin á eftir að verða í hin- um löndunum. nni voru einnig ort þeir ið áfengi yngri og áfengis- rna hafa í Noregi minnkað kra ung- jafnaldra ur og Ítal- landanna rengir en t áfengis á Íslandi gi á milli rjú lönd ssum lið, Finnland, lönd og ðal barna nnuninni f gegn da fna hefur ulöndum, n tvöfald- helmingi fur dregið Færeyjum ði að sögn árið 1998 rið 2000. t sú sama %, sem og m, 5%. sem fyrr ar komast n í fyrstu num eða r ástæður ynnum af er svar tttakenda að koma í vímuefn- em nauð- ðlegu for- i hægt að ri baráttu um og vímuefnaneyslu orrænna gjuefni 4/4647484 4 /4 64 74               (    9  ,  #  ' $    !"  +    %    #+ :+     9       (  ')* "  * ; 2 -/3-"- -<.=- -!2-*2   - 2-< -2"-/000=              %      ) *     +      

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.