Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 31
FISKMARKAÐURINN Í GRINDAVÍK
Hlýri 120 120 120 105 12.600
Lúða 940 575 750 136 101.985
Steinbítur 111 111 111 670 74.370
Undirmáls ýsa 122 122 122 695 84.790
Ýsa 506 295 450 1.793 807.280
Samtals 318 3.399 1.081.025
SKAGAMARKAÐURINN
Hlýri 112 112 112 68 7.616
Keila 70 70 70 21 1.470
Langa 118 118 118 17 2.006
Rauðmagi 1.000 1.000 1.000 12 12.000
Skarkoli 160 160 160 50 8.000
Steinbítur 125 110 119 3.967 470.566
Undirmáls Þorskur 128 128 128 941 120.448
Undirmáls ýsa 120 120 120 114 13.680
Ýsa 160 160 160 495 79.200
Þykkvalúra 200 200 200 37 7.400
Samtals 126 5.722 722.386
TÁLKNAFJÖRÐUR
Annar afli 425 300 347 47 16.300
Samtals 347 47 16.300
PENINGAMARKAÐURINN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 31
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
Hæsta
verð
Lægsta
verð
Meðal-
verð
Magn
(kiló)
Heildar-
verð (kr.)
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
20.02.01 Hæsta
verð
Lægsta
verð
Meðal-
verð
Magn
(kiló)
Heildar-
verð (kr.)
AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI
Grálúða 165 165 165 23 3.795
Skarkoli 180 180 180 24 4.320
Ýsa 260 260 260 33 8.580
Samtals 209 80 16.695
FMS Á ÍSAFIRÐI
Annar afli 1.940 1.940 1.940 10 19.400
Hrogn 420 420 420 43 18.060
Þorskur 213 135 196 280 54.796
Samtals 277 333 92.256
FAXAMARKAÐUR SANDGERÐI
Karfi 110 110 110 7 770
Langa 130 130 130 14 1.820
Rauðmagi 54 54 54 34 1.836
Skarkoli 315 315 315 25 7.875
Skötuselur 170 170 170 3 510
Ýsa 500 500 500 80 40.000
Samtals 324 163 52.811
FAXAMARKAÐURINN
Annar afli 340 285 333 560 186.525
Djúpkarfi 129 114 119 1.744 207.815
Hrogn 440 360 421 83 34.920
Karfi 108 108 108 7 756
Rauðmagi 70 28 39 63 2.478
Skarkoli 315 315 315 2 630
Steinbítur 114 114 114 8 912
Ufsi 60 60 60 22 1.320
Ýsa 230 230 230 291 66.930
Þorskur 235 235 235 10 2.350
Samtals 181 2.790 504.635
FISKMARK. HÓLMAVÍKUR
Þorskur 125 125 125 366 45.750
Samtals 125 366 45.750
FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS
Skarkoli 180 180 180 430 77.400
Steinbítur 96 96 96 68 6.528
Þorskur 181 181 181 899 162.719
Samtals 177 1.397 246.647
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR
Grásleppa 50 40 41 751 30.678
Hrogn 410 410 410 401 164.410
Karfi 114 66 95 108 10.224
Keila 59 59 59 40 2.360
Langa 130 104 128 82 10.504
Þorskalifur 18 18 18 413 7.434
Lúða 515 350 449 5 2.245
Rauðmagi 75 50 67 620 41.317
Sandkoli 60 60 60 157 9.420
Skarkoli 331 329 330 376 124.088
Skötuselur 280 150 276 32 8.830
Steinbítur 140 120 132 895 117.782
Tindaskata 10 10 10 399 3.990
Ufsi 73 68 68 527 36.010
Undirmáls Þorskur 170 150 162 435 70.609
Ýsa 655 200 420 647 271.941
Þorskur 237 170 201 7.143 1.438.529
Þykkvalúra 380 380 380 43 16.340
Samtals 181 13.074 2.366.711
FISKMARKAÐUR DALVÍKUR
Grálúða 200 200 200 618 123.600
Hlýri 125 120 123 3.751 459.723
Hrogn 455 455 455 806 366.730
Langa 120 120 120 154 18.480
Steinbítur 120 115 119 1.664 198.116
Samtals 167 6.993 1.166.648
FISKMARKAÐUR DJÚPAVOGS
Þorskur 138 138 138 85 11.730
Samtals 138 85 11.730
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA
Grásleppa 50 50 50 688 34.400
Hlýri 130 130 130 122 15.860
Hrogn 450 450 450 47 21.150
Karfi 108 85 104 6.519 675.368
Keila 81 81 81 28 2.268
Langa 129 125 129 4.826 622.168
Langlúra 118 113 118 186 21.859
Lúða 940 460 543 129 70.015
Lýsa 114 96 108 1.399 151.666
Rauðmagi 74 20 43 191 8.257
Sandkoli 120 90 117 2.272 266.460
Skarkoli 340 200 217 1.319 286.619
Skata 170 170 170 27 4.590
Skrápflúra 75 75 75 235 17.625
Skötuselur 275 100 239 77 18.375
Steinbítur 126 111 121 415 50.364
Ufsi 76 49 58 10.261 592.368
Undirmáls Þorskur 136 136 136 1.113 151.368
Undirmáls ýsa 135 134 134 3.209 430.263
Ýsa 566 190 336 8.831 2.963.684
Þorskur 206 206 206 172 35.432
Þykkvalúra 260 235 241 318 76.781
Samtals 154 42.384 6.516.939
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA
Hlýri 104 104 104 221 22.984
Langa 119 119 119 358 42.602
Samtals 113 579 65.586
FISKMARKAÐURINN HF.
Rauðmagi 20 20 20 145 2.900
Steinbítur 126 126 126 568 71.568
Samtals 104 713 74.468
LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA
Evrópa Lokagildi breyt.%
Úrvalsvísitala aðallista ................................................ 1.192,22 -0,04
FTSE 100 ...................................................................... 5.980,10 -1,87
DAX í Frankfurt .............................................................. 6.451,57 -0,32
CAC 40 í París .............................................................. 5.548,74 -0,64
KFX Kaupmannahöfn 334,74 0,44
OMX í Stokkhólmi ......................................................... 987,22 -0,65
FTSE NOREX 30 samnorræn ...................................... 1.262,85 -0,03
Bandaríkin
Dow Jones .................................................................... 10.730,88 -0,64
Nasdaq ......................................................................... 2.318,39 -4,41
S&P 500 ....................................................................... 1.278,95 -1,73
Asía
Nikkei 225 í Tókýó ........................................................ 13.248,36 0,98
Hang Seng í Hong Kong ............................................... 15.527,36 0,23
Viðskipti með hlutabréf
deCODE á Nasdaq ....................................................... 9,625 -4,94
VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS
20.2. 2001
Kvótategund Viðskipta-
magn (kg)
Viðskipta-
verð (kr)
Hæsta kaup-
tilboð (kr)
Lægsta sölu-
tilboð (kr)
Kaupmagn
eftir (kg)
Sölumagn
eftir (kg)
Vegið kaup-
verð (kr)
Vegið sölu-
verð (kr)
Síð.meðal
verð. (kr)
Þorskur 50.900 94,74 93,05 94,00 112.000 217.062 85,86 96,00 95,81
Ýsa 4.500 76,85 70,00 76,20 5.000 74.980 70,00 77,40 77,65
Ufsi 5.300 29,25 28,50 0 64.700 28,50 29,36
Karfi 20.360 39,00 38,00 0 94.640 38,05 38,85
Steinbítur 20 27,50 26,90 0 78.129 27,06 27,05
Grálúða 95,00 0 18 95,00 97,96
Skarkoli 220 102,94 90,00 101,90 30.000 39.227 90,00 103,23 103,48
Þykkvalúra 69,00 0 983 70,94 71,50
Langlúra 39,00 0 6.300 39,19 38,95
Sandkoli 65.000 20,20 19,90 0 8.403 19,90 20,32
Skrápflúra 14.863 20,15 0 0 20,24
Síld 4,99 0 530.000 4,99 5,00
Úthafsrækja 8.600 32,00 20,00 32,00 100.000 237.403 20,00 38,75 30,00
Ekki voru tilboð í aðrar tegundir
-067062!.-86(9/2 #"
:
"$'''
7 8
! "#
# 9%
3" 43% " 2(6 " 5
" "( FRÉTTIR
Í RITINU Söngur steindepilsins
sem kom út 1999 eru reynslusögur
fólks sem fengið hefur krabbamein.
Útgefandi bókarinnar er Hólm-
fríður K. Gunnarsdóttir sem rit-
stýrði efninu og tók viðtöl. Margir
rita sjálfir frásagnir sínar og einn-
ig birtist í bókinni viðtal Guðrúnar
Guðlaugsdóttur við Sigrúnu Ástu
Pétursdóttur en bókin er tileinkuð
henni.
Nokkur ágóði var af sölunni og í
samráði við höfunda og viðmælend-
ur vildi Hólmfríður að hann rynni
til krabbameinssjúklinga sem ættu
í fjárhagsörðugleikum. Í samráði
við Krabbameinsfélag Reykjavíkur
var ákveðið að fá formenn Styrks,
samtaka krabbameinssjúklinga og
aðstandenda þeirra, og Samhjálpar
kvenna, stuðningshóps kvenna sem
greinast með bjóstakrabbamein, til
þess að úthluta ágóðanum sem er
100.000 kr. Nokkrar fjölskyldur
skiptu upphæðinni á milli sín og
kom hún sér vel fyrir þær. Einnig
gaf Hólmfríður Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur eintök af bókinni sem
eru til sölu hjá Krabbameinsfélag-
inu í Skógarhlíð 8.
Á myndinni eru frá vinstri Steinunn Friðriksdóttir, formaður Styrks,
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, ritstjóri og útgefandi, og Kristbjörg Þór-
hallsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna.
Ágóði af „Söng steindep-
ilsins“ gefinn sjúklingum
EKIÐ var á bifreiðina XR-775, sem
er MMC Galant, fólksbifreið, hvít að
lit, aðfaranótt föstudagsins 16.
febrúar þar sem hún stóð á bifreiða-
stæði aftan við Landsbankann,
Laugavegi 77, Rvík. Sá sem þar var
að verki ók í burtu án þess að til-
kynna um atvikið.
Vitni að atvikinu, svo og tjónvald-
ur sjálfur, eru beðin um að hafa
samband við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð í kvöld,
miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús-
inu, Miðbakkamegin, kl. 20.
Farið verður upp Grófina, með
Tjörninni og um Hljómskálagarð-
inn, að Umferðarmiðstöðinni, þaðan
með Vatnsmýrarveginum og Flug-
vallarbrautinni að húsi Flugmála-
stjórnarinnar á Reykjavíkurflug-
velli. Þar verður val um að ganga til
baka eða fara með SVR. Allir eru
velkomnir.
Gengið á milli
ferðamiðstöðva
JEPPADEILD Útivistar efnir í
kvöld, miðvikudagskvöldið 21.
febrúar, kl. 20 til félagsfundar og
verður hann haldinn í húsakynnum
Arctic Trucks, Nýbýlavegi 6, Kópa-
vogi.
Á dagskrá verða félagsmál og
kynntar næstu ferðir, ekki síst
jeppaferð á Arnarvatnsheiði um
næstu helgi, 23.–24. febrúar. Þetta
verður sólarhringsferð með gist-
ingu í Sæbergi og Reykjaskóla,
Hrútafirði, með brottför á föstu-
dagskvöldinu kl. 20 og heimkomu á
laugardagskvöldið. Vegna að-
stæðna verður ekki hægt að bjóða
upp á framhaldsferðina til sunnu-
dags.
Fyrirhugaðri skíðaferð að Úlf-
ljótsvatni, sem vera átti um næstu
helgi, er frestað en stefnt á skíða-
og jeppaferð á fullu tungli í Land-
mannalaugar 9.–11. mars.
Fundur
jeppadeildar
Útivistar hjá
Arctic Trucks
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Glaxo-
SmithKline:
„Vegna umfjöllunar Morgunblaðs-
ins um hugsanleg dauðsföll meðal
breskra reykingamanna af völdum
lyfsins Zyban óskar GlaxoSmith-
Kline eftir því að koma eftirfarandi
athugasemdum á framfæri:
I
Lyfið Zyban kom á markað hér á
landi í september sl. og er það eina
nikótínlausa lyfið gegn fráhvarfsein-
kennum níkótínfíknar. Rúmlega 20
milljónir manna hafa neytt virka
innihaldsefnis lyfsins, búprópíón,
síðan það kom fyrst fram árið 1989.
Almennt þolist lyfið vel. Eins og með
öll önnur lyf geta aukaverkanir kom-
ið fram. Þær helstu eru svefntruflan-
ir, munnþurrkur, svimi og útbrot og í
stöku tilvikum ógleði, kvíði og höf-
uðverkur. Framleiðandi Zyban,
GlaxoSmithKline, hefur dreift ítar-
legum upplýsingum til heilbrigðis-
starfsfólks hér á landi um mögulegar
aukaverkanir, auk þess sem þær
helstu eru taldar upp í fylgiseðli með
lyfinu.
II
Reykingalyfið Zyban byggir á inn-
gripi á þeim boðefnaflutningi líkam-
ans sem nikótín hefur valdið röskun
á og er af þeim sökum lyfseðilsskylt.
Lyfið er ekki notað sem geðdeyfð-
arlyf í Evrópu, þótt virkt innihalds-
efni þess sé einnig notað í slíkum
lyfjum, heldur er það hið fyrsta sinn-
ar tegundar gegn líkamlegum frá-
hvarfseinkennum nikótínfíknar.
III
Vegna fréttar af dauðsföllum
tengdum lyfinu, er rétt að taka fram
að ekkert bendir til að lyfið auki dán-
artíðni. Umrædd dauðsföll voru af
ólíkum toga sem bendir til að þau
megi rekja til undirliggjandi sjúk-
dóma af völdum reykinga. Ekkert
þeirra hefur verið rakið til notkunar
lyfsins. Hafa ber í huga að í Evrópu
er lyfið Zyban eingöngu notað gegn
fráhvarfseinkennum nikótínfíknar af
völdum reykinga. Reykingar eru eitt
helsta heilbrigðisvandamál mann-
kyns í dag og er Ísland þar engin
undantekning. Þær stórauka hættu
á fjölda banvænna sjúkdóma eins og
krabbameini, hjarta- og æðasjúk-
dómum og öndunarfærasjúkdómum.
Áætlað er að rekja megi 300-400
dauðsföll hér á landi til reykinga á
ári hverju. “
Athugasemd frá Glaxo
FRÆÐSLUFUNDUR Lækna-
félags Reykjavíkur fyrir almenning
verður haldinn fimmtudagskvöld 22.
febrúar kl. 20.30 í húsnæði lækna-
samtakanna í Hlíðasmára 8, Kópa-
vogi. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir. Á fundinum fjallar Val-
garður Egilsson læknir um vísinda-
legar nýjungar í baráttunni við
brjóstakrabbamein.
Brjóstakrabbamein er eitt af
stærri heilbrigðisvandamálum á
Vesturlöndum og vaxandi að tíðni.
Þekking vísindamanna á krabba-
meinsfrumunni verður stöðugt betri
en mikið er óunnið enn, segir í frétta-
tilkynningu. Fundurinn eru þannig
skipulagður að læknirinn heldur
fyrst erindi og síðan er góður tími til
fyrirspurna og umræðna.
Fræðslufundir fyrir almenning á
vegum félagsins hafa verið haldnir
reglulega tvisvar í mánuði í vetur og
er þetta sá næstsíðasti. Fjallað hefur
verið um ýmis heilsufarsvandamál
nútímans. Síðasti fundurinn verður
miðvikudaginn 28. febrúar en þá tal-
ar Kristinn Tómasson yfirlæknir
Vinnueftirlits ríkisins um strit, slit
og sjúkdóma.
Fundur um
nýjungar
í baráttu
við brjósta-
krabbamein
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦