Morgunblaðið - 21.02.2001, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR skömmu lauk tveimur
lokuðum skákmótum og helgarskák-
móti á Bermúda og voru tveir ís-
lenskir keppendur meðal þátttak-
enda. Forsaga málsins er sú, að
meðan á Ólympíumótinu í Istanbúl
stóð kom aðalskippuleggjandi móts-
ins Nigel Freeman að tali við okkur
Þröst Þórhallsson og bauð okkur á
sitthvort mótið. Á mótinu sem mér
var boðið á voru sex keppendur og
tefld skyldi tvöföld umferð. Meðal-
stig keppenda voru 2.566, en í tilfelli
Þrastar voru tólf keppendur og með-
alstig 2.454. Í kjölfar þessara lokuðu
móta var svo helgarskákmót með
öllum keppendunum úr lokuðu mót-
unum auk annarra keppenda. Boðið
var upp á fría hótelgistingu og uppi-
hald, en keppendur þurftu að borga
ferðir sjálfir. Þrátt fyrir dálítinn
ferðakostnað ákváðum við að slá til,
því það er þess virði að komast í sól-
ina á þessum árstíma! Aðstæður á
skákmótum gerast ekki betri. Gist
var á fimm-stjörnu hóteli við strönd-
ina með sundlaug í garðinum og í
miðri sundlauginni var nuddpottur!
Einnig voru eyjarskeggjar mjög vin-
gjarnlegir í okkar garð. Þrátt fyrir
góðar aðstæður byrjaði mótið frekar
illa hjá okkur báðum. Ég byrjaði á
að tapa tveimur fyrstu skákunum,
en náði þó að klóra í „sundlaugar-
bakkann“ þegar á leið og endaði með
5 af 10 sem er viðunandi árangur.
Þröstur náði sér hins vegar ekki á
strik og endaði með 4½ af 11. Sá
hann sjaldan til sólar í byrjununum
og verður þetta honum vonandi lexía
í að bæta sig á því sviði. Sigurvegari
A-mótsins var Pólverjinn Macieja
með 7 af 10. Var hann vel að sigr-
inum kominn. Þeim sem kannast
ekki við nafnið má benda á að hann
komst í 16-manna úrslit á heims-
meistaramótinu í Nýju-Delhí og tap-
aði aðeins fyrir Anand.
Eftir lokuðu mótin tók við nokk-
urra daga hvíld, en síðan hófst helg-
arskákmótið. Áhersla var lögð á að
menn tækju þátt í helgarmótinu því
eyjarskeggjar vildu spreyta sig
gegn erlendu meisturunum. Aðeins
voru tefldar 5 kappskákir, tvær
skákir á dag, og byrjaði fyrri skákin
eldsnemma á morgnana. Í svona
stuttu og erfiðu móti skiptir sköpum
að vera í góðu formi og tefla sem
minnst af löngum og erfiðum skák-
um. Eftir þrjár umferðir vorum við
Þröstur jafnir og efstir með 3 vinn-
inga, en Þröstur lagði meðal annars
Macieja að velli í baráttuskák!
Þurftum við því að tefla saman í
fjórðu umferð um morguninn og
lauk þeirri skák með jafntefli eftir
ekki langa baráttu. Náðum við því að
hvíla okkur fyrir síðustu skákina.
Fyrir síðustu umferð voru fimm
skákmenn jafnir og efstir með 3½,
við Þröstur, stórmeistarinn Shabal-
ov, alþjóðlegi meistarinn Doettling
frá Þýskalandi og alþjóðameistar-
ann Shahade frá Bandaríkunum. Í
síðustu umferðinni tefldu saman
Shabalov-Doettling, ég fékk Shah-
ade og Þröstur tefldi við Blehm frá
Tékklandi. Ég náði að sigra Shah-
ade, en Þröstur tapaði fyrir Blehm.
Jafntefli varð í skákinni hjá þeim
Shabalov-Doettling og varð því ljóst
að ég var einn sigurvegari mótsins.
Haldið var svo veglegt lokahóf
seinna um kvöldið. Það var kannski
viðeigandi að það var haldið í brids-
klúbbnum og supu menn að sjálf-
sögðu Bermúdaskál! Þess má geta
að þetta er í annað skipti sem Ís-
lendingur hefur unnið þetta mót. Ár-
ið 1996 sigraði Jóhann Hjartarson
með fullu húsi og hefur engum tekist
að leika það eftir.
Í þriðju umferð helgarmótsins
mætti ég alþjóðlegum meistara frá
Tékklandi. Fer sú skák fram hér að
neðan.
Hvítt: Hannes Hlífar (2570)
Svart: R. Kalod (2490)
Sikileyjarvörn [B85]
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 0-0
Be7 8. f4 0-0 9. a4 Dc7 10. Kh1 Rc6
11. Be3 He8 12. Bf3 Nú er kominn
upp algeng staða í Najdorf-afbrigð-
inu þar sem hvítur sækir á kóngs-
væng, en svartur á drottningavæng.
Reynslan hefur sýnt að
nái svartur að brjóta
sóknina á bak aftur
stendur hann oft betur
að vígi sökum þess að
veikingar myndast við
sóknarframrás hvítu
peðanna. 12. ...Bd7
Aðrir möguleikar eru
12. ...Hb8 og 12. ...Bf8
13. Rb3 b6 14. g4 Bc8
15. g5 Rd7 16. Bg2 Bf8
Á skákmóti í Færeyj-
um á síðasta ári lék
úkraínski stórmeistar-
inn Savchenko á móti
mér 16. ...Bb7 og eftir
17. Dh5 Rb4 18. Rd4 g6
19. Dh3 Bf8 20. f5 exf5 21. exf5
Bxg2+ 22. Dxg2 Rc5 kom upp flókin
staða sem endaði að lokum með
jafntefli 17. Dh5 Annar möguleiki er
17. Hf3 17. ...Rb4 18. Hf2 Bb7 19.
Haf1 He7? Upphafið að ógöngum
svarts. Betra var 19. ...g6 20. Dh4
Bg7 með færum á báða bóga 20. Dh4
Einnig var hægt að leika Hf3 strax
20. ...g6
21. Hf3! Rxc2 Nú er svartur of
seinn til varnaraðgerða því eftir 21.
...Bg7 22. Hh3 Rf8 23. Df2 Rd7 24. f5
fær hvítur stórsókn 22. Bg1 Dc4?!
Síðasti möguleikinn var 22. ...Rb4
23. Rd2 Db4 24. Hh3 h5 25. gxh6
Hc8 Ekki 25. ...Dxb2 26. Hb1 Da3 og
nú vinnur bæði 27. Rc4 og 27. Rd5
26. Hg3 Kh7 27. Dg5!
Sjá stöðumynd 2.
Svartur er varnarlaus. Gegn hót-
uninni f5 á hann enga viðunandi
vörn 27. ...Hce8 28. f5 exf5 29. exf5
Bxg2+ 30. Hxg2 Bxh6 31. fxg6+
Kg7 32. Hxf7+ Hxf7 33. gxf7+
Bxg5 34. fxe8D 1-0
Davíð Ólafsson
skákmeistari Hellis
Davíð Ólafsson er efstur á Meist-
aramóti Hellis þegar ein umferð er
eftir. Hann er með vinnings forystu
og hefur þegar tryggt sér titilinn
skákmeistari Hellis. Einungis Sæv-
ar Bjarnason getur náð honum að
vinningum, en þeir mætast einmitt í
síðustu umferð. Helstu úrslit sjöttu
umferðar urðu þessi:
1. Davíð Ólafss. - Sigurbjörn
Björnss. 1-0
2. Sævar Bjarnas. - Dagur Arn-
grímss. 1-0
3. Baldur Kristinss. - Sigurður D.
Sigfúss. 0-1
4. Jón Á. Halldórss. - Björn Þor-
finnss. ½-½
5. Andrés Kolbeinss. - Róbert
Harðars. 0-1
Röð efstu manna fyrir síðustu um-
ferð er þessi:
1. Davíð Ólafsson 6 v.
2. Sævar Bjarnason 5 v.
3.-4. Sigurður Daði Sigfússon, Ró-
bert Harðarson 4½ v.
5.-11. Sigurbjörn J. Björnsson,
Jón Árni Halldórsson, Björn Þor-
finnsson, Þorvarður F. Ólafsson,
Vigfús Ó. Vigfússon, Halldór Garð-
arsson, Rafn Jónsson 4 v.
o.s.frv.
Lokaumferðin verður tefld í
kvöld, miðvikudag, og hefst klukkan
19.30. Áhorfendur eru velkomnir.
Helsti keppinautur Davíðs um
meistaratitil Hellis fór illa að ráði
sínu í innbyrðis viðureign þeirra í
fjórðu umferð mótsins eins og sjá
má í eftirfarandi skák.
Hvítt: Davíð Ólafsson
Svart: Björn Þorfinnsson
Ítalski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4.
Bc4 Bc5 5. c3 Rf6 6. e5 De7? Björn
hefur margoft teflt þessa byrjun og
þekkir hana vel. Að þessu sinni var
höndin hins vegar sneggri en hug-
urinn og hann gerði sér grein fyrir
mistökunum um leið og hann hafði
sleppt drottningunni. Besti leikur-
inn er 6. ...d5, t.d. 7. exf6 dxc4 8.
De2+ Be6 9. fxg7 Hg8 10. Bg5 með
flókinni stöðu. 7. 0-0 Rg4 Eða 7.
...Re4 8. cxd4 Bb6 9. Bd5 og hvítur
vinnur mann. 8. cxd4 Bb6 Eftir 8.
...Rxd4 9. Rxd4 Dh4 10. Bf4 Rxh2 11.
Bxh2 Dxd4 hefur svartur litlar bæt-
ur fyrir manninn, sem hann fórnar.
9. Rc3 –
9...d6 Eða 9. ...0-0 10. Rd5 De8 11.
h3 Rgxe5 12. Rxe5 Rxe5 13. Rxb6
axb6 14. dxe5 Dxe5 og hvítur á vinn-
ingsstöðu. 10. h3 Rh6 11. He1 0-0
Svartur er varnarlaus. Hann á ekki
betri leið en þá, sem hann fer í skák-
inni. 12. Bg5! De8 13. Bxh6 gxh6 14.
Rd5 Dd8 15. Rf6+ Kg7 16. Dc2 Hh8
17. Rh5+ Kg8 18. Dd2 Df8 19. Df4 --
og svartur gafst upp, því að hann
á enga vörn við hótuninni 20. Rf6+
Kg7 21. Dg3+ og mátar. Eftir 19.
...De7 20. Dxh6, ásamt 21. Rf6+
o.s.frv.
Skákmót á næstunni
24.2. SA. Hraðskák, yngri fl.
25.2. Hellir. Kvennameistaramót
25.2. SA. Akureyrarmót í hraðsk.
26.2. Hellir. Atkvöld
Bermúdaskál
Hannesar Hlífars
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
B e r m ú d a
SKÁKHÁTÍÐ 2001
20. jan.–4. febr. 2001
Hannes Hlífar
Stefánsson
Davíð
Ólafsson
Stöðumynd 2.
Íbúð óskast í Kópavogi
Fyrirtæki óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfs-
menn, helst í austurhluta Kópavogs.
Góðri fyrirframgreiðslu heitið.
Vinsamlega hafið samband í síma 897 6640.
Borun rannsóknarholu
og vegagerð í Grændal
Mat á umhverfisáhrifum - athugun
Skipulagsstofnunar
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 21. febrúar til 4. apríl
2001 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstof-
um sveitarfélagsins Ölfuss og bókasafninu í
Hveragerðisbæ. Einnig liggur skýrslan frammi
í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun
í Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á
heimasíðu Sunnlenskrar orku: http://www.
rarik.is/sunnorka/
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
4. apríl 2001 til Skipulagsstofnunar, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur
nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
S M Á A U G L Ý S I N G A RI
KENNSLA
Keramiknámskeið
Þú getur byrjað þegar þú vilt.
Miðvikudagskvöld kl. 20-23.
Keramik fyrir alla,
Laugavegi 48b, s. 552 2882.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1812218 II
GLITNIR 6001022119 II
Njörður 6001022119 I
I.O.O.F. 7 18122171/2 Mk.
I.O.O.F. 9 1812218½ 9.II
HELGAFELL 6001022119 IV/V
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60.
Samkoma í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58, í
kvöld kl. 20.30. Hjónin Mar-
grét Hróbjartsdóttir og Benedikt
Jasonarson tala.
Allir hjartanlega velkomnir.
Netfang http://sik.is .
Skyggnilýsingafundur
verður haldinn á vegum Sálar-
annsóknarfélagsins í Hafnafirði
22. febrúar í Góðtemplarahúsinu
kl. 20.30. Enski miðillinn John
Alexander annast skyggnilýsing-
una. Túlkað verður yfir á
íslensku.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Góðtemplarahúsinu miðviku-
daginn 21. febrúar frá kl. 17-19
og við innganginn fyrir fundinn
kl. 19.30-20.30.
Stjórnin.
Miðvikudagur 21. feb. kl. 20.
Fundur jeppadeildar Útivist-
ar hjá Arcitc Trucks, Nýbýla-
vegi.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Undirbúningur fyrir Arnar-
vatnsheiði og kynntar næstu
ferðir.
Þátttaka er mikil í jeppaferð
á Arnarvatnsheiði 23.—24.
febrúar, bókið og takið miða
strax.
Nýir Útivistarfélagar streyma
inn. Skráning á skrifst. eða á
netfangi: utivist@utivist.is .
Sunnud. 25. febrúar kl. 10.30:
a. Stokkseyri—Eyrarbakki,
stórstraumsfjara.
b. Skíðaferð: Hellisheiði —
Hengladalir.
Sjá heimasíðu: utivist.is og texta-
varp bls. 616.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R