Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Sigurbjörg var látin í hárri elli. Hún
hafði verið trúuð kona og einnig trú
þeim siðum sem tíðkast í samfélag-
inu. Því átti allt í kringum útför henn-
ar að vera á vegum kirkjunnar og í
hefðbundnum skorðum.
Sigurbjörg lést á sjúkrahúsi eins
og flestir gera nú og var Ingibjörg
dóttir hennar hjá henni þegar hún
lést. Eftir að gamla konan hafði skilið
við veitti Ingibjörg henni nábjargirn-
ar og óskaði síðan eftir að fá sjálf að
þvo lík móður sinnar og var það fús-
lega samþykkt. Ingibjörg þvoði líki
móður sinnar af natni. Hún greiddi
einnig silkimjúkt, grátt hárið. Þegar
verkinu var lokið sat Ingibjörg við
hlið látinnar móður sinnar góða stund
og minntist góðra stunda sem þær
höfðu átt saman.
Fyrir hefðbundna útför er, eins og
flestir vita, athöfn sem kölluð er
„kistulagning“. Þá mæta nánustu
ættingjar og vinir hins látna í litla
kapellu. Þar stendur kistan tilbúin að
öðru leyti en því að ekki er búið að
loka henni. Yfir andliti hins látna er
hvítur dúkur.
Ingibjörg mætti við kistulagn-
inguna ásamt öðrum nánum ættingj-
um. Athöfnin hófst og leið. Í lokin
gekk presturinn að kistunni og tók
dúkinn af andliti Sigurbjargar og
signdi hinn látna líkama. Ingibjörg
stóð upp ásamt öðrum og gekk að
kistunni og leit ásjónu móður sinnar.
Henni hnykkti við. Konan sem lá í
kistunni virtist sólbrún og sælleg með
rjóðar kinnar og málaðar varir. Hárið
stóð stíft upp frá enninu og út frá and-
litinu. Ingibjörg snerti það. Það var
hart og stíft af hárlakki. Þetta var
ekki það sem Ingibjörg hafði átt von
á. Þegar hún kvaddi móður sína látna
hafði hún virt lengi fyrir sér kyrrlátt,
fölt andlit hennar umkringt silki-
mjúku, gráu hári.
Ingibjörg tók þetta mjög nærri sér.
Skýringin sem hún fékk hjá útfarar-
stofunni var einföld: Öll lík eru snyrt.
(„Snyrt“ var orðið sem notað var yfir
make-upið.) Konur þó meira en karl-
ar. Snyrtingin er sem sagt ekki leng-
ur eins og hún var áður þegar aðeins
hárið var greitt og karlar rakaðir.
Nei, make-up er lagt af sérlærðum
svokölluðum líksnyrtum.
Ýmislegt höfum við tekið upp eftir
Ameríkönum. Að mínum dómi er
þetta eitt af því versta. Þeir eru þó
fremri okkur í þessu því þar þarf að
borga sérstaklega fyrir að fá lík meik-
að og málað. Hér er það þannig að
það er „innifalið“ sem þýðir í raun að
þótt þú takir það sérstaklega fram að
það sé ekki óskað eftir að lík sé meik-
að og málað er ekki greitt minna fyrir
þjónustu útfararstofunnar.
Ágæti lesandi. Ef þér finnst æski-
legt eða er sama hvort líkið af þér eða
þínum nánustu er meikað og málað
þegar þar að kemur ert þú í góðum
málum. Ef aftur á móti þú kærir þig
ekki um það þarftu að taka það skýrt
fram við þína nánustu hvernig þú vilt
láta ganga frá líkama þínum að þér
látnum eða viðkomandi útfararstofu
ef það kemur í þinn hlut að skipu-
leggja útför látins ættingja.
Ofangreind frásögn er sönn en
nöfnum er breytt. Hún er skrifuð til
þess að vekja fólk til umhugsunar að
það hefur val hvernig það vill haga
málum þegar þar að kemur.
JÓRUNN SÖRENSEN,
Hlíðarhjalla 2a, Kópavogi.
Líksnyrting
Frá Jórunni Sörensen:
ÞAÐ HEFUR verið mikið deilt um
byggingu álvera hér á landi, vegna
mengunar og náttúruröskunar sem
þeim fylgja. Sá þáttur sem einna víð-
tækustum mengunaráhrifum veldur
hefur ekki fengið mikla umræðu, en
það er mengun vegna raflínulagna um
þvert og endilangt landið. Álver hafa
verið að stækka og þar af leiðandi hef-
ur þurft margföldun á flutningi raf-
orku til þeirra. Þess vegna hefur raf-
línum fjölgað mjög og skaðleg áhrif
frá línunum eru sífellt að leggja undir
sig breiðari svæði. Í rigningu marg-
faldast svo þessi mengunaráhrif og
eru ekki bara skaðleg mönnum, held-
ur einnig dýralífi og þegar línur liggja
þvers og kruss um byggð svæði er
málið orðið há alvarlegt fyrir þá sem á
svæðinu búa. Það er heldur ekki alveg
skaðlaust þegar línur liggja yfir beiti-
lönd og á snjóþungum vetrum eru lín-
urnar lífshættulegar bæði dýrum og
mönnum. Það hlýtur að vera komið að
þeim tímapunkti í flutningi raforku að
tekin verði ákvörðun um að raforka
verði flutt með jarðstreng, að minnsta
kosti á byggðum svæðum.
Þar sem aðal ástæðan fyrir þessari
aukningu á flutningi raforku í loftlín-
um er vegna álvera væri ekki úr vegi
að þeim sem fá rekstrarleyfi álvera
hér á landi verði gert skylt að leggja
ákveðna fjármuni í jarðlínulagnir, að
minnsta kosti svo hægt væri að flytja
raforku í gegn um byggð í jarðlögn-
um. Þar sem ekki er hér um neina fá-
tæklinga að ræða væri slíkt gjald ekki
nema vasaaurar fyrir þá, miðað við
þeirra fjármagnsveltu. Það má líka
hafa það í huga að álver eru pólitískt
gæluverkefni, en ekki knýjandi þörf
fyrir íslenskt þjóðfélag. Vinnsla inn-
anlands á sjávarafla sem fluttur er út
óunninn, myndi skapa fleiri og dreifð-
ari atvinnutækifæri og gæfi þar af
leiðandi hagkvæmari þjóðfélags-
tekjur en álverin og minni erlendar
skuldir í uppbyggingu.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
Háspennulínur í jörð
Frá Guðvarði Jónssyni:
Raflínum hefur fjölgað mjög og
skaðleg áhrif frá línunum eru sí-
fellt að leggja undir sig breiðari
svæði, segir í greininni.
Morgunblaðið/Einar Falur