Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 45
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 45 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN www.xd.is DAGSKRÁ Mánudagur 26. febrúar kl. 19.00-19.10 Skólasetning: Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. kl. 19.10-20.40 Sjálfstæðisstefnan: Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra. kl. 20.55-22.30 Hornsteinninn - fjölskyldan: Guðlaugur Þór Þórð- arson, borgarfulltrúi. Þriðjudagur 27. febrúar kl. 19.00-20.30 Borgin - seinni hálfleikur: Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins. kl. 20.45-22.15 Árangursríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. Fimmtudagur 1. mars kl. 19.00-20.30 Ríkisfjármál/efnahagsmál: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. kl. 20.45-22.15 Listin að vera leiðtogi: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Mánudagur 5. mars kl. 19.00-20.30 Hugvitið verður í askana látið: Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma. kl. 20.45-22.15 Árangursríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. Þriðjudagur 6. mars kl. 19.00-20.30 Ísland í samkeppni þjóðanna: Tómas Ingi Olrich, alþm. og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. kl. 20.45-22.15 Heilbrigðisþjónusta í þróun: Ásta Möller, alþingismaður. Fimmtudagur: 8. mars kl. 19.00-22.15 Sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal og Björn G. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður. Mánudagur 12. mars kl. 19.00-20.30 Menntun og menning á tímum hnattvæðingar: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. kl. 20.45-22.15 Jafnrétti í reynd: Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Þriðjudagur 13. mars kl. 19.00-20.30 Fjölmiðlar og stjórnmál: Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður. kl. 20.45-10.15 Fagur fiskur í sjó: Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Fimmtudagur 15. mars kl. 19.00-20.30 Greina- og fréttaskrif: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. kl. 20.45-22.15 Samkeppnishæfni ísl. vinnumarkaðar: Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður V.R. Mánudagur 19. mars kl. 19.00-20.30 Nýting náttúru landsins í þágu ferðaþjónustunnar: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. kl. 20.45-22.15 Hvað eru og hvað gera sveitarfélög?: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þriðjudagur: 20. mars kl. 19.00-20.30 Að taka þátt í flokksstarfi: Hanna Birna Kristjáns- dóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. kl. 20.45-22.15 Íslenska stjórnkerfið á nýrri öld: Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ. Fimmtudagur 22. mars kl. 20.00-22.00 Heimsókn í Alþingi. Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála: Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Skólaslit. Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Tími: 26. febrúar til 22. mars Innritun: Sími 515 1700/1777 - bréfsími: 515 1717 Heimasíða: http://www.xd.is netfang: xd@xd.is. Þátttakendagjald kr. 11.000 skólafólk greiðir kr. 9.000 NÚ LIGGUR fyrir frumvarp á Al- þingi um lögleiðingu ólympískra hnefaleika. Hnefaleikar voru bann- aðir með lögum árið 1956 og að mínu mati eru þau lög barn síns tíma enda hefur margt breyst frá árinu 1956 og hnefaleikarnir sem bannaðir voru þá eru allt aðrir í dag. Rök eða órök Eftir að hafa hlustað á rök þeirra sem eru á móti lögleiðingunni held ég að viðkomandi þingmenn séu enn þá á árinu 1956 en ekki árinu 2001. Og er ótrúlegt að heyra sum- ar fullyrðingarnar sem þingmenn- irnir halda fram. Einn þingmaður Alþingis hélt því fram að sá skaði sem hlýst af við högg í höfuðið sé sá sami í ólympískum hnefaleikum og atvinnumannahnefaleikum. Þessi rök eru algjörlega tekin úr lausu lofti. Í ólympískum hnefa- leikum eru iðkendur með höfuðhlíf- ar sem verja þá og einnig eru hnefaleikahanskar ólympíuiðkenda þyngri og því höggið ekki jafn fast og í atvinnuhnefaleikum. Miðað við þær lýsingar sem and- stæðingar hafa haldið fram á skað- semi ólympískra hnefaleika ættu þeir sem stunduðu íþróttina fyrir árið 1956 að vera með vott að heila- skaða og líklega eitthvað hreyfi- hamlaðir í dag. Fyrir nokkrum ár- um komst ég í kynni við Guðmund Arason, fyrrverandi Íslandsmeist- ara í hnefaleikum. Í dag er Guðmundur 82 ára og enn að stunda sína íþrótt og er ekki að sjá á honum að íþrótt hans hafi á einhvern hátt skaðað hann. Og full- yrði ég að það eru sárafáir þing- menn sem eru í dag 80 ára eða eldri að stunda einhverja íþrótt af einhverju tagi. Guðmundur er lif- andi dæmi um það hversu holl og góð íþrótt ólympískir hnefaleikar eru og með honum hverfur mikil þekking sem ekki verður til staðar ef bannið heldur áfram. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið til þess að kanna skaða á iðkendum ólympískra hnefaleika hafa flestar verið á þá leið að íþróttin sé ekki á neinn hátt skað- legri en aðrar íþróttir. Sá þingmað- ur sem lagði það fyrir Alþingi 1956 að hnefaleikar yrðu bannaðir reyndi líka að fá Norðurlandaráð til að gera það sama. Norðurlanda- ráð fór þá leið að fá sérfræðinga til þess að kanna málið og niðurstaðan varð sú að Norðurlandaráð hafnaði tillögunni á málefnalegum forsend- um. Í öllum íþróttum eru einhver meiðsli og verður aldrei hægt að útiloka meiðsli með öllu. Við síð- ustu umræðu hélt einn þingmaður því fram að fyrrverandi hnefaleika- kappi Muhamed Ali hefði fengið parkinson sjúkdóminn vegna hnefaleikaiðkunar. Þarna er enn og aftur sett fram fullyrðing sem ekki er hægt að sanna með neinum rökum og er þetta dæmi um afturhaldssemi og vitleysi hjá andstæðingum ólymp- ískra hnefaleika. Jafn fáránlegt væri að halda því fram að fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna Ronald Reagan hefði fengið alzheimer vegna þeirra fjöldna ræðna sem hann flutti á stjórnmálaferli sínum, og þar með eru þingmenn í nokk- urri hættu hvað það varðar. 1956–2001 Í dag erum við á árinu 2001 og er ótrúlegt að á Íslandi séu þingmenn sem treysta ekki þegnum þessa lands til að taka þá ákvörðum sem er sjálfsögð, að velja og hafna hvaða íþrótt menn stunda sér til heilsuaukningar og hreysti. KJARTAN ÓLAFSSON Lyngmóum 7, Garðabæ. Lögleiðing ólym- pískra hnefaleika Frá Kjartani Ólafssyni: Frá keppni í ólympískum hnefaleikum. Associated Press FYRIR um 60 árum hefði sjálfsagt sá verið álitinn ekki vera með öll- um mjalla sem hefði látið sér detta sú firra í hug, að Englendingar og Þjóðverjar ættu eftir að stofna til sameiginlegs sendiráðs á Íslandi áður en öldin væri öll. Engu að síður varð þetta að staðreynd fyrir nokkrum árum, að þessir gömlu fyrrum féndur gerðu það sem áður þótti ótrúlegast og ákveðið var að láta slag standa: Byggt var sam- eiginlegt sendiráð Breta og Þjóð- verja á Íslandi syðst í Þingholt- unum, á horni Laufásvegar og Hellusunds. Og nú virðist hafa komið upp úr dúrnum að bæði Bretar og Þjóð- verjar hafi öðlast mjög góða reynslu af þessu sameiginlega sendiráði. Hafa þessar tvær þjóðir ákveðið, með góða reynslu frá Íslandi í huga, að efna til sameiginlegs sendiráðs í Kaupmannahöfn. Þá er og vikið að sameiginlegu sendiráði Norðurlandanna í Berlín. Ástæður þess að þessar stór- þjóðir taka þessa ákvörðun eru eðlilega þær, að draga má auðveld- lega úr stjórnsýslukostnaði í utan- ríkisþjónustunni. Skattgreiðendur allra landa hafa stöðugt verið að minna stjórnmálamenn sína á, að ekki er rétt að eyða meiru en bráðnauðsynlegt er í starfsemi sem þessa. Mættum við Íslendingar vera stoltir af því, að ísinn var brotinn á Íslandi. Þessar þjóðir sem áður elduðu grátt silfur saman hafa væntanlega lært mikið af vopn- leysi Íslendinga. Okkur Íslending- um, þessari dvergþjóð meðal allra annara þjóða heimsins, vegnar ágætlega án þess að sitja uppi með her gráan fyrir járnum, bítandi í skjaldarrendur að sýna heiminum dirfsku og þor, yfirgang og frekju. Friðsemd og vopnleysi hefur verið okkar styrkur. Og við gætum á móti líka lært af reynslu þessara stórþjóða: við eig- um hiklaust að taka upp samvinnu við önnur Norðurlönd þegar nauð- synlegt þykir að efna til sendiráðs í öðrum löndum. Reynsla okkar af sameiginlegu sendiráði Norður- landanna í Berlín er að því eg best veit, með mestu ágætum. En nú hyggjast íslenskir stjórn- málamenn efna til rándýrs sendi- ráðs Íslands austur í Japan. Ís- lenska þjóðin er fátæk enda fámenn og eðlilega getum við ekki leyft okkur allt sem hugur okkar girnist. Við verðum að sníða stakk okkar eftir vexti. Fjármunirnir sem eytt er í rándýr sendiráð þar austur frá, myndu ábyggilega notast bet- ur á öðrum vettvangi: Við þurfum að stórefla menntun þjóðarinnar, bæta heilsugæslu og umhverfi. Við þurfum virkilega að taka okkur á, hvernig við getum komið í veg fyrir að stórspilla fag- urri náttúru með því að efla vitund okkar um verndun þessara eftir- sóknarverðu gæða: hreint loft og haf, fagurt og heilbrigt land. Þá er mjög stórt verkefni sem tengist hvernig við getum aukið al- menningssamgöngur og bætt veg- ina, bæði úti á landi sem á höf- uðborgarsvæðinu svo eitthvað sé nefnt. Því miður eigum við nokkuð langt í land að geta veitt okkur sjálfum þessi mikilvægu gæði. Að ósi skal á stemma segir hið fornkveðna. Við þurfum betur að nýta fjármunina en að ráðast í fjárfestingar sem skila okkur tak- mörkuðum eða e.t.v. engum arði. Og ekki má gleyma því, að þeim fjármunum sem eytt er erlendis, er mjög oft á glæ kastað. Eg vona að ranghverfa byggða- stefnunnar sé ekki hlaupin í ís- lensku utanríkisþjónustuna. GUÐJÓN JENSSON, bókfræðingur og leiðsögumaður. Sameiginlegt sendiráð Breta og Þjóðverja í Kaupmannahöfn Frá Guðjóni Jenssyni: MÉR hlotnaðist nýlega merkileg og góð bók sem mig langar til að fara um nokkrum orðum. Hún kom á markaðinn rétt fyrir jólin og var lít- ið auglýst, enda kannski ekki þörf, því hún mælir með sér sjálf og höf- undur hennar er löngu þekktur af skrifum sínum af fróðleik og rit- snilli. Hann hefir komið víða við í söfnun alls kyns fróðleiks. Torfi Jónsson hefur um áraraðir bæði þýtt og safnað saman merkilegum orðtækjum og kveðskap, einnig ver- ið stórtækur í að koma á prent ævi- skrám þekktra landsmanna og ekki má gleyma afmælisdagabókinni sem Skuggsjá gaf út árið 1991. Og enn er hann að rúmlega áttræður og sendir frá sér þessa sérstöku bók, sem hann nefnir Þegar orð fá vængi. Þetta eru um 8000 fleyg orð og orðatiltæki í vönduðu bandi og að öllum frágangi. Á kápu segir að þarna séu á ferð- inni: Allt frá heimspekilegum vangaveltum um tilgang lífsins, til spaugilegra athugasemda um menn og málefni líðandi stundar. Þá er bókinni skipt í 21 kafla eftir efni. Margir snillingar koma þarna við sögu og heimsfrægir menn, bæði stjórnmálamenn og leiðtogar þjóða, og eru þeir nafngreindir við hverja grein sem eftir þeim er höfð. Þetta er bók við allra hæfi, ungra og gamalla, og veit ég að fjöldinn metur bókina eftir að hafa lesið hana og leitað og fundið sínum hugðarefnum stað. Ég vil vekja athygli lesenda á þessari sérstöku bók og veit að hún er góð og tilvalin tækifærisgjöf. Hún skýrir sig sjálf eins og að er vikið hér að framan. Málið er vandað og með henni hefir Torfi lagt íslensku máli mik- inn skerf og ætti hann að verð- leikum mikið hrós skilið fyrir að hafa komið þessu verki til lands- manna. Ég hefði viljað taka nokkur sýn- ishorn úr bókinni að lokum, en það eru svo mörg gullkorn að ég veit ekki hvað ætti að taka til sýnis úr öllum þessum forða sem hún geym- ir. Ég bara þakka fyrir þetta afrek, sem sýnir enn og aftur hvað við Ís- lendingar eigum marga góða menn sem hlúa að móðurmálinu okkar og vanda til verka. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Góð bók um orðatiltæki og kveðskap Frá Árna Helgasyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.