Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 46
DAGBÓK
46 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sat-
urnus og Ingar Iversen
koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Staltor kemur í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sólvalla-
götu 48, Reykjavík.
Skrifstofan er opin
miðvikud. kl. 14- 17. S.
551-4349. Fataúthlutun
og fatamóttaka er opin
annan og fjórða hvern
miðvikud í mánuði, kl.
14-17, s. 552-5277.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–16.30
klippimyndir, útsaumur
o.fl., kl. 13 smíðastofan
opin og spilað í sal, kl. 9
hár- og fótsnyrtistofur
opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerðir, kl. 10 banki,
kl.13 spiladagur og
vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13-16,30, spil og föndur.
Sundtímar á Reykja-
lundi kl. 16 á miðvikud.
Pútttímar í Íþróttahús-
inu að Varmá kl. 10-11
á laugard. Kóræfingar
hjá Vorboðum, kór
eldriborgara í Mos., á
Hlaðhömrum á fimm-
tud. kl. 17-19. Jóga
kl.13.30-14.30 á föstud. í
Dvalarheimilinu á Hlað-
hömrum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586-8014
kl. 13-16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslustof-
an og handavinnustofan
opnar, kl. 13 opin
handavinnustofan.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30–18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting
og verslunin opin til kl.
13, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 13.30
enska, byrjendur.
Félagsstarf aldraða í
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðju-
dögum kl. 13.30. Fóta-
aðgerðir mánudaga og
fimmtudaga. Ath. nýtt
símanúmer, 565-6775.
Bingó og skemmtikvöld
í Kirkjuhvoli 22. febrúar
kl. 19.30 á vegum
Lionsklúbbs Garða-
bæjar. Rútuferðir sam-
kvæmt áætlun. Ferð í
Þjóðleikhúsið 24. febr-
úar kl. 20.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Línudans kl 13. Mynd-
mennt kl. 13. Píla kl.
13.30. Á morgun eru
púttæfingar í Bæjarút-
gerðinni kl. 10 til 12 og
bingó kl. 13.30. Leik-
húsferð laugardaginn
24. febr. Á sama tíma
síðar. Aðgöngumiðar
seldir í Hraunseli í dag
milli kl. 14 og 16.
Haustferð FEBH til
Prag, Bratislava, Búda-
pest og Vínar, skráning
og allar upplýsingar í
Hraunseli, s. 555 0142.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Göngu-Hrólf-
ar fara í létta göngu frá
Ásgarði, Glæsibæ, kl.
10.
Söngfélag FEB, kóræf-
ing kl. 17. Línudans-
kennsla kl. 19.15. Aðal-
fundur FEB verður
haldinn í Ásgarði,
Glæsibæ, 24. febrúar kl.
13.30. Góugleði á vegum
FEB og Heimsferða
verður haldin föstudag-
inn 2. mars nk. Silfur-
línan opin á mánudög-
um og miðvikudögum
frá kl. 10–12. Ath. Opið
er á skrifstofu FEB frá
kl. 10–16. Upplýsingar í
síma 588-2111.
Félagsstarfið Hæðar-
garði 31. Kl. 9 opin
vinnustofa, posulíns-
málun og fótaaðgerðir,
kl. 13 böðun kl. 13.30
samverustund.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. hringdansar, kl. 17
bobb. Myndlistarsýning
frístundamálara í Gjá-
bakka stendur yfir til
23. febrúar. Góugleði
verður í Gjábakka
fimmtudaginn 22. feb.
og hefst kl. 14. Fjöl-
breytt dagskrá, m.a.
munu börn frá leikskól-
anum Fögrubrekku og
Kársneskórinn syngja
nokkur lög, Nokkrir
nemendur úr MK koma
í heimsókn og Kristín
Hreinsdóttir syngur
einsöng við undirleik
Agnesar Löve. Vöfflu-
kaffi. Allir velkomnir.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.10 og 10.10 leikfimi,
kl. 10 ganga, kl. 13 ker-
amikmálun, kl. 13.30
enska.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur, kl. 9-
12 útskurður, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 11
banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir,
hárgreiðsla, keramik,
tau- og silkimálun og
jóga, kl. 11 sund í
Grensáslaug, kl. 14
danskennsla, Sigvaldi,
kl. 15 frjáls dans Sig-
valdi, kl. 15 teiknun og
málun.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun
fimmtudag kl. 10 í Keilu
í Mjódd. Spiluð keila,
spjallað, kaffi. Allir vel-
komnir. Nánari upplýs-
ingar veitir Ingibjörg
Sigurþórsdóttir í síma
545-4500.
Norðurbrún 1. Fótaað-
gerðarstofan opin frá
kl. 9–14, kl. 9–12.30 út-
skurður, kl. 9-16.45
handavinnustofurnar
opnar, kl. 10 sögustund,
kl. 13-13.30 bankinn, kl.
14 félagsvist, kaffi og
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.30
sund, kl. 9 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
aðstoð við böðun, mynd-
listarkennsla og postu-
línsmálun, kl. 13–16
myndlistarkennsla,
glerskurður og postu-
línsmálun, kl. 13–14
spurt og spjallað. Mið-
vikudaginn 21. febrúar
verður farið kl. 13.20 í
Ásgarð, Glæsibæ. Sýnd-
ar verða gamlar perlur
með Snúði og Snældu.
Skráning í síma 562-
7077. Föstud. 23. febrú-
ar kl. 15 verður
Rebekka með ferða-
kynningu á vegum Úr-
vals-Útsýnar, happ-
drætti, rjómabollur með
kaffinu.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bankaþjónusta, kl. 10
morgunstund og fótaað-
gerðir, bókband og
bútasaumur, kl. 13
handmennt og kóræf-
ing, kl. 13.30 bókband,
kl. 14.10 verslunarferð.
Bústaðakirkja, starf
aldraðra, miðvikudaga
kl. 13–16.30 spilað,
föndrað og bænastund.
Boðið upp á kaffi. Allir
velkomnir.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu, Hátúni 12.
Félagsvist í kvöld kl.
19.30.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Hallgrímskirkja. Eldri
borgarar, opið hús í dag
kl. 14–16. Gestir Hafliði
Þ. Jónsson píanóleikari
og sr. Sigurður Pálsson
sóknarprestur. Verið
velkomin.
Kvenfélagið Aldan.
Fundur verður í kvöld í
Borgartúni 18 kl. 20.30.
Gestur fundarins Hildur
M. Jónsdóttir ráðgjafi.
ITC-deildin Fífa. Fund-
ur í kvöld kl. 20.15 í
safnaðarheimili Hjalla-
kirkju, Kópavogi, Álfa-
heiði 17. Gestir vel-
komnir.
Blóðgjafafélagið. Aðal-
fundurinn verður hald-
inn 28. febrúar kl. 20 í
anddyri K-byggingar
Landspítalans. Fundur-
inn er öllum opinn.
Kvöldvökufélagið „Ljóð
og saga“ verður 40 ára
24. febrúar. Þann dag
verður árshátíð í Húna-
búð, Skeifunni 11.
Veislumatur, skemmti-
atriði, dans. Vonast er
til að sem flestir félags-
menn og einnig afkom-
endur látinna félaga
mæti. Þátttaka tilkynn-
ist til Hrafnhildar
Kristinsdóttur, s. 565-
6186 eða 892-5208.
Í dag er miðvikudagur 21. febrúar,
52. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Hve þröngt er það hlið og mjór sá
vegur, er liggur til lífsins, og fáir
þeir, sem finna hann.
(Matt. 7, 14.)
HEFUR verið gerð könn-
un á því hvort fólk vilji vetr-
arfrí í skólum? Á Íslandi
eru stutt sumur. Á ekki
frekar að leyfa börnunum
að njóta þeirra? Fyrir
hverja er vetrarfrí? Telur
fólk í ferðaþjónustu úti á
landi að við höfuðborgarbú-
ar viljum koma t.d. til Aust-
fjarða á veturna? Við kom-
um til Austfjarða mikið til
vegna veðurs. Fyrir austan
og norðan er oft gott veður
á sumrin, oft í kringum 20
stiga hiti. Þannig veður er
ekki á veturna og ef vetr-
arfríum verður komið á
mun fólk ekki fara út á
land. Þeir ríku munu
kannski fara til útlanda en
hinir eru bara heima og
börnin líklega ein heima.
Þessi fáránlega hugmynd
að börn eigi bara að fá 6–8
vikur í sumarfrí gengur
ekki upp. Á þá að loka flest-
um fyrirtækjum í landinu á
meðan? Ég held að foreldr-
ar vilji fara í frí á sama tíma
og börnin. Það var gerð
könnun fyrir stuttu hvernig
Íslendingar ferðast, við för-
um ekki á hótel, við viljum
ferðast með okkar tjöld og
ekki förum við að tjalda t.d.
í Vaglaskógi um hávetur.
Nei, það er ekki hægt að
loka börn inni í skólastofum
um bjartasta og hlýjasta
tíma ársins.
Dagný.
Innanlandsflug til
Keflavíkur
HVAÐ er til ráða þegar allt
tilstand getur verið frítt
fyrir okkur Íslendinga? Er
þá málið að segja nei, takk,
eða erum við það stolt að
geta ekki sagt takk fyrir?
Ástæða þess að ég segi
þetta er einföld, vegna þess
að flugbrautir og öll þjón-
usta við þær kosta okkur
ekki krónu hvað flugstöð
varðar. Þá er einn kostur til
staðar, t.d. hús í stærðar-
flokki húsnæðis Suðurflugs
á Keflavíkurflugvelli. Það
er ekki minna heldur en
það sem fyrir er á Reykja-
víkurflugvelli.
Talandi um öryggi, þá er
Keflavíkurflugvöllur með
eitt besta slökkvilið sem völ
er á þótt víðar væri leitað,
innan- sem utanlands. Eng-
inn kostnaður varðandi
snjóhreinsun og hálkuvarn-
ir. Hvað er þá málið hjá
ráðamönnum nema eitt og
það er að safna meiri skuld-
um fyrir íslenska skatt-
borgara? Svar óskast.
Sigurjón Hafsteinsson.
Röng myndbirting
LESANDI hringdi og
gerði athugasemd við að
undir fyrirsögninni „björg-
unarsveitir kallaðar út á
Stykkishólmi“ á mbl.is,
föstudaginn 16. febrúar sl.,
sé mynd af Borgarnesi.
Veit blaðamaðurinn ekki að
Stykkishólmur er á norðan-
verðu Snæfellsnesi en
Borgarnes er talsvert langt
frá, meira að segja á sunn-
anverðu nesinu?
Tapað/fundið
Kerra hvarf frá
Sléttahrauni
LÍTIL fólksbílakerra hvarf
frá Slettahrauni 32 í Hafn-
arfirði föstudagsmorgun-
inn 9. febrúar sl. Kerran er
sérsmíðuð úr rauðum ryðg-
uðum vinkiljárnum og
brúnum krossvið. Kerran
er ómetanleg öryrkjanum
sem hún hvarf frá. Ef ein-
hver veit um afdrif kerr-
unnar, er hann vinsamleg-
ast beðinn að hafa samband
við Ingvar í síma 555 3978.
Gullhálsmen tapaðist
GULLHÁLSMEN, eins og
tígull í laginu með 12 stein-
um, tapaðist 25. janúar sl.
Gæti hafa verið fyrir utan
Háaleitisbraut 107. Háls-
menið hefur mikið tilfinn-
ingalegt gildi fyrir eigand-
ann og þess er sárt saknað.
Fundarlaun. Skilvís finn-
andi er vinsamlegast beð-
inn að hafa samband í síma
551 5880.
Merktir pennar
ÉG er í hjólastól og safna
merktum pennum. Mig
langar til að fá penna hjá
sem flestum fyrirtækjum
og stofnunum. Ef þið gæt-
uð séð af penna, vinsamleg-
ast sendið þá til Helgu
Bergmann, Hátúni 12,
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Vetrarfrí
í skólum
Reykjavík. Með fyrirfram
þökk.
Grár vettlingur
í óskilum
7. FEBRÚAR sl. fannst
grár vettlingur í brekkunni
á milli Reynimels og Meist-
aravalla. Upplýsingar hjá
Ásdísi í síma 561 7309 eða
847 0021.
Dýrahald
Kettlingur týndist
ÞRIGGJA mánaða brönd-
óttur kettlingur týndist í
Árbæjarhverfi sl. fimmtu-
dag. Upplýsingar í síma
692 0174.
Gormur er týndur
HUNDURINN Gormur
hvarf frá hundahótelinu að
Leirum í Mosfellsbæ að-
faranótt sunnudagsins 18.
febrúar sl. Gormur er 9 ára,
dökkbrúnn og hvítur og er
beagle-blendingur. Hann
er mjög blíður og elskur að
mat og mönnum. Þeir sem
vita eitthvað um ferðir
Gorms eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband í
síma 898 5828 eða láta Lög-
regluna í Reykjavík vita.
Fundarlaunum heitið.
Víkverji skrifar...
EKKI var nú annað hægt enhlæja vel og lengi að frásögn úr
dagbók lögreglunnar í Reykjavík
(þar sem oft er að finna skemmti-
legar sögur) um mann sem rændi
pítsusendil. Vitanlega er ekkert
gaman að vera rændur fjármunum
sem manni er trúað fyrir og samúð
Víkverja er vissulega með þeim sem
ógnað var.
Það hlýtur hins vegar að hafa ver-
ið óborganlegt að sjá þessa viðureign
berrassaðs mannsins með ryksugu-
skaft að vopni og sendilsins sem hef-
ur ekki þorað annað en lúta í lægra
haldi fyrir ofstopanum ef marka má
frásögn lögreglunnar. Sá nakti fékk
fæðuna án þess að borga uppsett
verð en hvað hann kann að hafa
þurft að borga að lokum er ekki vit-
að. Sá hlær best á hér trúlega vel við.
x x x
NÆSTA framlag Íslands ísöngvakeppni sjónvarpsstöðva
í Evrópu liggur þá fyrir og nú geta
landsmenn andað léttar. Birta fer af
stað fyrir hönd okkar en nú er
vandamálið bara hvort hún verður
ensk eða íslensk. Yfirvöld útvarps-
mála, sem ráða fjármagni í þessari
för, hafa gefið út skoðun sína og vilja
láta syngja á íslensku en tónlistar-
menn virðast ekki alls kostar sáttir,
telja að við eigum fremur erindi við
önnur Evrópulönd uppá enska tungu
en móðurmálið og má það til sanns
vegar færa. Ekki verður alveg séð
hversu mikið hagsmunamál þetta er.
Telji menn hentugra að nota ensku
getur Víkverji ekki lagst gegn því –
ef einhver spyr hann – en hann sér
heldur ekki hvort lagið stendur al-
veg og fellur með íslenskunni. Og
varla stendur íslensk tunga og fellur
með ákvörðun um þetta.
x x x
ÍÞRÓTTIR eru ekki mjög fyrir-ferðarmikil tómstundaiðkun Vík-
verja og sjaldan verður honum á að
límast við skjáinn vegna þeirra.
Verður þó að viðurkenna að stund-
um laumast hann til að horfa á einn
og einn handbolta- eða fótboltaleik
ef einhver hefur sagt honum að um-
ræddur leikur sé eitthvað merkileg-
ur eða gæti verið spennandi. En það
káfar ekki mjög uppá hann hvaða lið
eiga í hlut. Hins vegar var það ágæt
tilbreyting frá öðru íþróttaefni og
ýmsu öðru efni sem ríkissjónvarpið
sýnir að horfa á Íslandsmótið í bad-
minton sem sýnt var nokkuð frá sl.
sunnudag. Þessi íþrótt er alltof
sjaldan sýnd og stafar líklega af því
að þeir sem stunda hana af alvöru í
keppnisskyni eða sem trimm eru
ekki nógu stór eða fjársterkur hópur
til að auglýsendur vilji verja púðri
sínu í markaðsaðgerðir þar.
En þetta er ljónskemmtileg íþrótt
bæði til að stunda sjálfur og horfa á.
Þar getur Víkverji leyft sér að tala
um einu íþróttareynsluna sem hann
býr yfir. Þarna sprikla menn í léttum
dansi um völlinn (lesist: misléttum)
til að lauma boltanum yfir netið án
þess að andstæðingurinn fái rönd við
reist eða berja boltann með skelli í
gólfið hjá honum. Er þá hægt að fá
margvíslega útrás við þessa iðju. Má
heyra í salnum margháttaðar upp-
hrópanir vonbrigða eða fagnaðar,
skammir eða hrós, eftir því hvernig
liðunum vegnar. Er það líklega ekki
þýðingarminnsti þátturinn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 smásíld, 4 grískur bók-
stafur, 7 þekkja, 8 rang-
lætis, 9 húð, 11 siga, 13
bæti, 14 bera, 15 gamall,
17 vind, 20 líkamshluti,
22 munnar, 23 fáum af
okkur, 24 rödd, 25 væsk-
illinn.
LÓÐRÉTT:
1 matreiðslumenn, 2
kindurnar, 3 skyldmenni,
4 hrossahópur, 5 arga,
6 óhreinkaði, 10 aflið, 12
elska, 13 háttur, 15 útlim-
ur, 16 húsdýrs, 18 mergð,
19 innihaldslausan, 20
botnfall, 21 borðar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 óhandhægt, 5 kuldi, 9 lítur, 10 tól, 11 skara, 13
akrar, 15 fress, 18 básar, 21 kál, 22 kodda, 23 uxann, 24
hrákadall.
Lóðrétt: 2 halda, 3 neita, 4 hella, 5 getur, 6 ækis, 7 frár,
12 rás, 14 krá, 15 fáks, 16 eldur, 17 skark, 18 blund, 19
skafl, 20 rann.
K r o s s g á t a