Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 47
DAGBÓK
Tilbreyting frá stórborgarferðum...
FÆREYJAR
Græn borg í bláu hafi
Nútímalegur bragur í bland við þjóðlega stemningu einkennir
Þórshöfn í Færeyjum, sem er laus við ys og þys stórborganna.
Gestrisni og vinátta einkenna móttökurnar hjá frændum okkar.
Stuttar helgarferðir – slökun og tilbreyting
Flogið er með þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways frá
Reykjavík á föstudagskvöldum og komið til baka á mánudegi.
Í boði er gisting á þremur hótelum í höfuðborginni Þórshöfn; Hótel
Tórshavn, Hótel Foröyar og á Hótel Hafnia.
Tilboðsfargjald til 26. mars 2001
Frá 1. október s.l. höfum við boðið einstakt tilboðsverð sem gildir til
26. mars n.k. Innifalið er flug, flugvallaskattar, gisting í 3 nætur og
morgunverður. Heildarverð á mann er frá 26.840- til 28.340-
eftir hótelum, miðað við 2ja manna herbergi
(gisting í eins manns herbergi kostar 26.840- til 31.340).
Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar ehf.
Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is
HELGARFERÐIR FRÁ 26.840
Ferðir á næstunni: Skíðaferðir til Crans-Montana í Sviss um páskana, vikuferðir til
Berlínar í júní, vikuferðir til Prag í apríl og maí, 8 daga ferð til Prag í águst, og
síðast en ekki síst páskaferð til Azoreyja í 9 daga.
Árneshreppsbúar og aðrir ættingjar og vinir.
Innilegar þakkir fyrir að gera mér 17. febrúar
ógleymanlegan.
Gæfan fylgi ykkur.
Pálína, Finnbogastöðum.
SLÆM tromplega var
óvenju algeng í tvímenn-
ingi Bridshátíðar og var
5-0-lega frekar regla en
undantekning. En það er
ekki alltaf auðvelt að verj-
ast með 5-lit í trompi. Spil
86 var sérstaklega athygl-
isvert:
Norður gefur; NS á
hættu. (Áttum snúið.)
Norður
♠ KG86
♥ ÁK2
♦ D982
♣ DG
Vestur Austur
♠ D10743 ♠ --
♥ D975 ♥ 10864
♦ 5 ♦ 1064
♣Á107 ♣K96543
Suður
♠ Á952
♥ G3
♦ ÁKG73
♣82
Vestur Norður Austur Suður
Shenkin Ásmundur Zia Guðm.
-- 1 grand Dobl Redobl
2 lauf Pass Pass 3 lauf
Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Þannig gengu sagnir þar
sem Zia Mahmood og Ber-
net Shenkin voru í AV
gegn Ásmundi Pálssyni og
Guðm. P. Arnarsyni. Dobl
Zia á 15-17 sterku grandi
sýndi annaðhvort langan
láglit eða hálitina, en sagði
ekkert til um punktastyrk.
Sem er sniðug sagnvenja,
ekki síst til að auðvelda
vörnina. Eftir nokkra
snúninga tókst NS að
komast í sitt rétta geim og
Shenkin sýndi mikinn aga
að dobla ekki með fimmlit-
inn.
Hann kom út með laufás
og spilaði aftur laufi á
kóng Zia. Tígull kom til
baka á ás suðurs og spaða-
ásinn upplýsti leguna. Þá
kom spaði á áttuna og tígli
spilað. Trompi vestur er
einfalt mál að taka ÁK í
hjarta, stinga hjarta, svína
spaðagosa, taka kónginn
og síðan restina á tígul.
Shenkin henti því hjarta.
En síðan gerði hann þau
mistök að trompa næsta
tígul og þá var samgangur
í tígli til verka spilið á
sama hátt.
Zia benti makker á að
hann hefði átt að henda
aftur hjarta, trompa svo
fjórða tígulinn og spila
spaða í þessari stöðu:
Norður
♠ KG
♥ ÁK2
♦ 8
♣--
Vestur Austur
♠ D107 ♠ --
♥ D9 ♥ 10864
♦ -- ♦ 10
♣7 ♣96
Suður
♠ 95
♥ G3
♦ K7
♣--
Tígli er spilað, vestur
trompar og spilar spaða
(ekki hjarta, vegna gosans
í suður). Þar með hlýtur
sagnhafi að gefa slag
hjarta í lokin (eða spaða, ef
hann reynir að stinga
hjarta).
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
stundum of upptekinn af
dagdraumum sem bæði pirr-
ar vini þína en einnig leita
þeir oft til þín um ráð.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Allt hefur sinn stað og sína
stund. Það sem oft sker úr um
árangur er að geta einmitt
nýtt sér tækifærin og sveigt
þau að þeim aðstæðum sem
fyrir hendi eru.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt nokkuð liggi á skaltu
ekki flýta þér það mikið að þú
komist ekki yfir öll atriði
málsins áður en þú grípur til
framkvæmda.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það má ýmislegt læra af ferð-
um á framandi slóðir ekki að-
eins um mannlífið sem þar á
sér stað heldur sér maður
einnig margt á heimaslóðun-
um í nýju ljósi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sú áætlun sem þú hefur á
borðinu hjá þér virðist of
áhættusöm. Þess vegna
skaltu gera á henni nauðsyn-
legar lagfæringar án þess þó
að taka úr henni mesta púðr-
ið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert ansi upptekinn af sjálf-
um þér og ættir aðeins að líta
af speglinum og hlusta á þá
sem hafa verið að reyna að ná
athygli þinni án árangurs.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þegar utanaðkomandi hlutir
eyðileggja vinnulag þá er
ekki um annað að gera en
snúa þessum hlutum sér í hag
og nýta þá sér til góðs.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er margt sem dreifir
huga þínum frá því verkefni
sem þú þarft að geta einbeitt
þér að.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er full ástæða fyrir þig til
þess að gera þér dagamun en
gakktu hægt um gleðinnar
dyr því er alvara lífsins tekur
við þarftu að vera undir hana
búinn.\
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hugmyndirnar streyma til
þín svo þú átt í vandræðum
með að skrá þær helstu hjá
þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér tekst nú að leiða til lykta
mál sem hefur lengi vafist
fyrir þér og með lausn þess
hefur þú búið í haginn fyrir
gott samband þitt við þína
nánustu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þeir eru margir sem myndu
gjarnan vilja leggja hönd á
plóg ef þér bara tekst að
koma þeim í skilning um hvað
það er sem þú í raun og veru
vilt að verði framkvæmt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er ýmislegt að gerast hjá
þér núna og þú átt fullt í fangi
með að komast yfir það allra
nauðsynlegasta. Veldu það
besta og láttu hitt lönd og
leið.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
HRAUN Í ÖXNADAL
„Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla,“
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann, sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveita-blíðu.
Rétt við háa hóla
hraunastalli undir,
þar sem fögur fjóla
fegrar sléttar grundir,
blasir bær við hvammi,
bjargaskriðum háður.
Þar til fjalla frammi
fæddist Jónas áður.
Hannes Hafstein.
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21.
febrúar, verður sjötugur
Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, fv. verkstjóri,
Goðaborgum 3, Reykjavík.
Eiginkona hans er Jóhanna
Þorbjörnsdóttir. Þau eru
stödd erlendis.
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21.
febrúar, verður sextugur
Hreggviður Muninn Jóns-
son frá Torfastöðum í Jök-
ulsárhlíð, nú til heimilis að
Tunguheiði 4, Kópavogi.
Hreggviður er að heiman á
afmælisdaginn en hann og
eiginkona hans, Elsa Jóns-
dóttir, bjóða ættingjum og
vinum í kaffi á heimili þeirra
sunnudaginn 25. febrúar
milli kl. 15 og 18.
STAÐAN kom upp á meistaramóti
Taflfélagsins Hellis. Síðasta umferð
mótsins fer fram kl. 19.30 í kvöld, 21.
febrúar, í húsakynnum félagsins í
Mjódd. Alþjóðlegi meistarinn Sævar
Bjarnason (2355) hefur marga hild-
ina háð en hann er í hópi forystu-
sauða mótsins. Í fyrstu umferð tefldu
hann og Haraldur Magnússon (1365)
þar sem Sævari tókst að bera sigur
úr býtum með svörtu eftir að hafa
ginnt óvinakónginn fram á vígvöllinn.
20...Rxa3! 21.Kxa3 Leiðir strax til
taps en aðrir leikir voru ekki heldur
ákjósanlegir. 21...Da5+ 22.Kb3 Hc4!
og hvítur gafst upp enda er fátt sem
getur forðað honum frá feigum.
Norðurlandamótinu í skólaskák lauk
í Laugum í Dalasýslu fyrir stuttu. Svartur á leik.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Staða efstu manna í A-flokki varð
þessi: 1. Stefán Kristjánsson 5 vinn-
ingar af 6 mögulegum. 2.-3. Allan
Rasmussen og Sigurður Páll Stein-
dórsson 4 v. 4.-7. Bragi Þorfinnsson,
Harald Borchgrevink og Andreas
Hagen 3 ½ v.
100ÁRA afmæli. Ídag, miðvikudag-
inn 21. febrúar, verður 100
ára Herdís Bjarnadóttir,
sem nú dvelur á Heilbrigð-
isstofnuninni á Hvamms-
tanga.
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21.
febrúar, verður áttræður
Ásgeir Ármannsson, Ás-
garði 63, Reykjavík. Hann
dvelst að heiman á afmæl-
isdaginn. Ásgeir og eigin-
kona hans, Lára Herbjörns-
dóttir, taka á móti
ættingjum og vinum nk.
laugardag, 24. febrúar, milli
kl. 16 og 18 í félagsheimili
knattspyrnufélagsins Vík-
ings, Traðarlandi 1, Reykja-
vík.
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21.
febrúar, verður sextug Ósk
Elín Jóhannesdóttir, Álfta-
hólum 4, Reykjavík. Eigin-
maður hennar er Óafur
Sverrisson. Þau taka á móti
gestum á heimili sínu í dag
frá kl. 17-22.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík