Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 1
48. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 27. FEBRÚAR 2001
ÍSRAELSKI Verkamannaflokkur-
inn mun taka þátt í þjóðstjórn Ariels
Sharons, verðandi forsætisráðherra.
Miðstjórn flokksins komst að þessari
niðurstöðu eftir miklar deilur á fimm
klukkustunda löngum fundi í Tel
Aviv í gær.
Tveir þriðju kjósenda miðstjórnar
Verkamannaflokksins greiddu at-
kvæði með þátttöku í þjóðstjórn með
flokki Sharons, Likud-bandalaginu.
Beiðni vinstrimanna í flokknum um
að styðja ekki ríkisstjórn sem öfga-
hægrimenn munu eiga aðild að var
því að engu höfð.
Ekki einhugur
í Verkamannaflokknum
Ekki þykir hins vegar vera mikill
einhugur um þessa ákvörðun þar
sem eingöngu 753 meðlimir mið-
stjórnarinnar af 1.500 tóku þátt í at-
kvæðagreiðslunni. Ákvörðunin kem-
ur innan við mánuði eftir að
fráfarandi forsætisráðherra, Ehud
Barak, tapaði í kosningum fyrir Ar-
iel Sharon með 25% mun.
Talsmaður Likud-bandalagsins
fagnaði úrslitum atkvæðagreiðsl-
unnar mjög. Háttsettur samninga-
maður Palestínumanna, Saeb Erak-
at, sagði atkvæðagreiðsluna
„innanríkismál Ísraela.“ Erakat
sagðist hins vegar hlakka til þegar
Ísraelar tækju upp þráðinn í samn-
ingaviðræðum við Palestínumenn.
Miðstjórn Verkamannaflokksins
mun koma saman síðar í vikunni til
að úthluta embættunum. Búist er við
því að Shimon Peres, fyrrverandi
forsætisráðherra og handhafi friðar-
verðlauna Nóbels, muni verða utan-
ríkisráðherra í ríkisstjórninni. Peres
hvatti flokkssystkini sín mjög til að
styðja þátttöku í ríkisstjórninni og
sagði hana verða ríkisstjórn í frið-
arhug. „Ég held að Sharon, eins og
ég, verði að taka sögulega ákvörðun
... og ég tel að við munum finna leið
til að bjarga landi okkar frá blóð-
baðinu og Palestínumönnum frá
fleiri fórnarlömbum,“ sagði Peres í
sjónvarpsviðtali í gær.
Fráfarandi utanríkisráðherra,
Shlomo Ben Ami, sagði hins vegar
aðildina vera mjög misráðna. „Það er
bannað í lýðræði að starfa án stjórn-
arandstöðu,“ sagði hann á fundinum
í gær. „Í stjórnarandstöðu getum við
starfað sem heild. Ef við tökum þátt í
harðlínuþjóðstjórn þá munu ein-
kenni okkar þurrkast út.“
Ferð Powells um
Mið-Austurlönd lokið
Sharon, sem hefur barist hart fyr-
ir myndun þjóðstjórnarinnar, sagði í
samtali við Colin Powell, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sl. sunnu-
dag að hann mundi ekki hefja við-
ræður við Palestínumenn fyrr en
Yasser Arafat lýsti því yfir opinber-
lega að ofbeldi skyldi stöðvað.
Powell lauk ferð sinni um Mið-
Austurlönd í gær með heimsókn til
Damaskus, höfuðborgar Sýrlands.
Þar ræddi hann í tvo og hálfan tíma
við Sýrlandsforseta, Bashar al-As-
sad.
Hart deilt á fundi miðstjórnar Verkamannaflokksins um þátttöku í ríkisstjórninni
Samþykkir aðild að
þjóðstjórn Sharons
AP
Shimon Peres hvatti Verka-
mannaflokkinn til þátttöku í
þjóðstjórn á fundinum í gær.
Tel Aviv, Ramallah. AFP.
Powell lofar/24
VOPNAÐIR hópar Dajaka, frum-
byggja Borneó, hertu í gær leit sína
að innflytjendum frá eyjunni Mad-
úra og hótuðu að drepa þá ef þeir
flýðu ekki frá eyjunni.
Talsmaður lögreglunnar í Jakarta
sagði að Dajakar hefðu orðið að
minnsta kosti 303 innflytjendum að
bana en embættismenn á Borneó og
starfsmenn hjálparstofnana óttast
að tala látinna hækki í 1.000.
Þúsundir innflytjenda frá Madúra
flúðu í skóga í grennd við bæinn
Sampit þar sem drápin hófust fyrir
rúmri viku. Hópar Dajaka leituðu
flóttafólksins, vopnaðir spjótum og
sveðjum, og hrópuðu „stríð, stríð!“.
Þeir sátu einnig um 10.000 flótta-
menn í miðbæ Sampit sem bíða þess
að verða fluttir frá bænum.
Ofbeldið breiddist út til Palang-
karaya, höfuðstaðar héraðsins Mið-
Kalimantan, í fyrrinótt þegar Dajak-
ar kveiktu í tugum húsa í eigu inn-
flytjenda. Þeir settu einnig upp
vegartálma til að leita að Madúrum
og hótuðu að myrða þá.
Akbar Tandjung, forseti þings
Indónesíu, skoraði á stjórnina að
lýsa yfir neyðarástandi á Borneó.
Blóðsúthelling-
arnar á Borneó
Ofbeldið
breiðist út
Palangkaraya. AP.
Frumbyggjar/24
SAKSÓKNARI í Belgrad er að und-
irbúa ákæru á hendur Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseta Júgó-
slavíu, eftir því sem heimildarmaður
innan flokkabandalagsins, sem
stendur að núverandi ríkisstjórn
landsins, greindi Reuters-fréttastof-
unni frá í gær. Kvað ákæran snúast
um húsakaup Milosevic á árinu 1999.
Er saksóknarinn sagður hafa
ákveðið að birta Milosevic kæru fyrir
meinta misnotkun á opinberu fé og
að hann gæti sætt tengdum ákærum
um misbeitingu valds og ólöglega
gróðastarfsemi.
Ákæruatriði þessi eru ekki nógu
alvarleg til að sjálfkrafa verði gefin
út handtökuskipun, en hin áformaða
ákæra er vísbending um að dóms-
málayfirvöld í Júgóslavíu hyggist
ganga harðar fram gagnvart forset-
anum fyrrverandi, sem eftirlýstur er
af stríðsglæpadómstóli SÞ í Haag.
Rade Markovic, fyrrverandi yfir-
maður serbnesku leyniþjónustunn-
ar, var handtekinn á laugardag.
Handtakan er djarfasta atlagan að
valdakerfi Milosevic sem gerð hefur
verið eftir að honum var bolað frá
völdum í október sl. Markovic var yf-
irmaður leyniþjónustunnar síðustu
tvö ár valdatíma Milosevic.
Milosevic
á von
á ákæru
Belgrad. Reuters.
sýkt dýr hefðu getað verið flutt til
Frakklands, Þýskalands og Hol-
lands sl. þrjár vikur. Mikilvægt
væri því að rannsaka umrædda
gripi í þessum löndum.
Hún sagði framkvæmdastjórnina
vera ánægða með viðbrögð breskra
stjórnvalda og viðleitni þeirra til að
hefta útbreiðslu sjúkdómsins.
Blair segir ástandið
„afskaplega alvarlegt“
Gin- og klaufaveiki varð vart í
Bretlandi í síðustu viku og er sjúk-
dómurinn enn eitt áfallið fyrir
FIMM ný tilfelli gin- og klaufaveiki
greindust í Bretlandi í gær og ótt-
ast breskir bændur mjög frekari út-
breiðslu sjúkdómsins. Alls hefur
sjúkdómsins orðið vart á tólf stöð-
um á Bretlandi, í Essex, Devon,
Wiltshire, Herefordshire og North-
umberland. Þúsundum gripa hefur
verið slátrað og hófst brennsla á
hræjunum í gær.
Sjúkdómsins hefur ekki orðið
vart á meginlandinu. Eigi að síður
hefur þúsundum dýra verið slátrað í
Hollandi og Þýskalandi til að koma í
veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins.
Hollendingar slátruðu ríflega 3.000
dýrum, 2.400 kindum, 600 dádýrum
og nokkur hundruð svínum og naut-
gripum um helgina. Yfirvöld í þýska
ríkinu Nordrhein-Westfalen til-
kynntu hins vegar að þar yrði 400
gripum slátrað eftir að staðfest
hafði verið að nokkur dýr höfðu ver-
ið flutt þangað frá býli í Bretlandi
þar sem sjúkdómurinn hefur komið
upp.
Beate Gminder, sem fer með heil-
brigðis- og neytendamál í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins,
sagði á blaðamannafundi í gær að
breskan landbúnað. Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, hitti leið-
toga breskra bænda í gær. Blair
sagði ástandið vera „afskaplega al-
varlegt“. Yfirvöld í Bretlandi
brugðu skjótt við eftir að sjúkdóm-
urinn kom upp, bönnuðu útflutning
á bresku kjöti og lögðu bann við
flutningi á búfénaði. Framkvæmda-
stjórn ESB bannaði einnig innflutn-
ing á breskum búfénaði í síðustu
viku.
Tveggja daga fundur landbúnað-
arráðherra Evrópusambandsins
hófst í Brussel gær. Fyrirhugað
hafði verið að ræða vanda bænda
vegna kúariðu en gin- og klaufa-
veiki var sett á dagskrá í ljósi at-
burðanna í Bretlandi. Franz Fischl-
er, sem fer með landbúnaðarmál í
ESB, sagði í ræðu sinni á fundinum
að hann harmaði vanda breskra
bænda. Hann lagði einnig mikla
áherslu á að stutt yrði við bakið á
evrópskum nautgripabændum en
neysla á nautakjöti hefur snar-
minnkað eftir að kúariða breiddist
út um Evrópu.
AP
Hræ dýra sem slátrað var vegna gin- og klaufaveiki brennd í Heddon-on-the Wall í Norðaustur-Englandi í gær.
Þús-
undum
dýra
slátrað
London, Brussel, Haag. AFP, AP.
Logandi hrækestir/26
Hollendingar og Þjóðverjar hindra útbreiðslu gin- og klaufaveiki