Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Galloper 2500 disel. Sjálfsk. 5 dyra nýskráður 27.08. 1998 ekinn 45.000. Sumardekk, vetrardekk, upphækkaður 33“ dekk, vindskeið, varadekkshlíf. Ásett verð 1,870,000. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ til- kynnti í gær um viðamiklar breyt- ingar á skipan sendiherra í utanrík- isþjónustunni. Hjálmar W. Hannesson tekur við embætti sendiherra Íslands í Ottawa þegar það sendiráð tekur til starfa 1. maí nk. Svavar Gestsson, aðalræðis- maður Íslands í Winnipeg, tekur hins vegar við starfi sendiherra í Stokk- hólmi frá 15. júní nk. en Hörður Bjarnason, sem gegnt hefur því emb- ætti, tekur við starfi fastafulltrúa Ís- lands hjá Evrópuráðinu í Strassborg 1. ágúst nk. Þá mun Jón Egill Egilsson sendi- herra í Moskvu taka við embætti sendiherra í Berlín 1. ágúst næst- komandi af Ingimundi Sigfússyni en hann tekur við starfi sendiherra í Tókýó þegar það sendiráð tekur til starfa 1. september næstkomandi. Benedikt Jónsson tekur hins vegar við stöðu Jóns Egils í Moskvu. Loks mun Björn Dagbjartsson sendiherra taka við embætti sendi- herra Íslands í Mosambík frá 1. apríl nk. Aðrar breytingar í utanríkisþjón- ustunni eru þær að Stefán Skjaldar- son sendifulltrúi hefur verið skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 15. þessa mánaðar og tók þá við stöðu skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu ráðuneytisins. Benedikt Ásgeirsson sendiherra tók við starfi skrifstofu- stjóra almennrar skrifstofu 15. þ.m. auk þess að taka við nýjum verkefn- um á sviði langtímastefnumótunar fyrir utanríkisþjónustuna. Þá tók Gunnar Gunnarsson sendiherra við stöðu skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins 15. þ.m. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra tekur við starfi fastafull- trúa Íslands hjá EFTA og alþjóða- stofnunum í Genf frá 1. ágúst nk. og Grétar Már Sigurðsson sendifulltrúi hefur verið skipaður sendiherra frá 15. þ.m og tekur við starfi skrifstofu- stjóra viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins frá 1. september nk. Loks mun Sveinn Björnsson sendiherra taka við stöðu prótókoll- stjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. ágúst nk. Breytingar að verða í utanríkisþjónustunni UNDIRSKRIFTASÖFNUN er hafin á Netinu til þess að mót- mæla nýrri reglugerð sem felur í sér álagningu höfundarréttar- gjalds á geisladiska og brennara sem notaðir eru við að brenna efni á geisladiska. Einnig er í reglugerðinni kveðið á um upphæð höfundarréttar- gjalda sem innheimt eru af óáteknum segul- og myndböndum og segul- og myndbandstækjum. Af þeim hefur áður verið innheimt höfundarréttargjald, en það hefur ekki áður verið innheimt af geisla- diskum og brennurum. Hálft sjöunda þúsund Reglugerðin er sett í samræmi við breytingu á höfundalögum sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Samkvæmt henni eru greiddar 35 til 100 krónur af hverjum óáteknum geisladiski. Einnig er gert ráð fyrir að 1% af verði tölva með innbyggðum geisladiskaskrif- urum sé innheimt vegna höfund- arréttargjalda en 4% af verði tækja til upptöku, þar á meðal á geisladiska, smádiska og af tækj- um til upptöku á minnisflögur, þar á meðal í MP-3-spilara. Gjöldin renna til samtaka höfundarrétt- arhafa. Um kvöldmatarleytið í gær hafði hálft sjöunda þúsund manns skráð sig á lista til þess að mót- mæla reglugerðinni. Höfundarréttargjald á geisladiska veldur deilum Undirskriftasöfnun vegna gjaldsins HÁTT á þriðja hundrað hreindýra- skinn í eigu Ólavíu Sigmarsdóttur og Signýjar Ormarsdóttur eyði- lögðust í vinnslu hjá Skinnaiðnaði á Akureyri nýverið. Skinnin, sem voru í leðursútun, eyðilögðust þegar þau ofhitnuðu í þvotti. Þetta voru hreindýraskinn sem Ólavíu og Signýju tókst að safna saman og kaupa á síðasta hausti eftir veiðitímabil síðasta árs. Ólavía og Signý sauma mikið úr hreindýraleðri, Ólavía saumar að- allega töskur, hatta, veski og budd- ur en Signý alls konar módelflíkur sem hún hannar sjálf svo sem kjóla, jakka og vesti. Að sögn Haraldar Sigurjónsson- ar, efnafræðings hjá Skinnaiðnaði á Akureyri, var það bilun í blöndun- arkerfi sem bilaði og olli skaðanum, blöndunarkerfið átti að taka inn 40° heitt vatn en bilunin olli því að það tók inn 65° heitt vatn og orsakaði þetta slys. „Þetta var alveg skelfilegt, við tókum þetta allt í einu og skinnin eru öll í henglum,“ sagði Haraldur. Að sögn Ólavíu er þetta mikill skaði, fyrir utan framleiðslu og markaðstap, hún geti ekki framleitt upp í lager eins og hún sé vön á vet- urna. Þessi skinn áttu að fara í framleiðsluna nú í vetur og sumar og Signý ermeð mikið af pöntunum sem erfitt verður að framleiða uppí. Að vísu eru til 80 til 90 skinn úr eldri sútunum sem eru í allavega ástandi, aðallega afgangar og eft- irhreytur frá fyrri veiðitímabilum sem duga skammt en bjarga þó ein- hverju. Haraldur segir skinnin ekki hafa verið tryggð hjá þeim en reynt verði að bæta þetta eftir föngum. „Skinnin skreppa saman og missa styrk þegar þau hitna svona og rifna eins og pappír vegna þess að próteinefni í þeim eyðileggjast.“ Ólavía segir að skinnin hafi ekki verið tryggð hjá þeim en sútunar- verksmiðjan ætli að bæta þeim Sig- nýju þetta eins og unnt er en skinnatapið er óbætanlegt. Sútun- arverksmiðjan ætli einnig að leð- ursúta skinnin sem fást næsta haust strax eftir veiðitímabilið svo þau komi sem fyrst til vinnslu hjá þeim til að brúa bilið eins og hægt er. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson. Ólavía Sigmarsdóttir við vinnu á vinnustofu sinni í Klausturseli á Jökuldal. Á þriðja hundrað hrein- dýraskinna eyðilagðist Norður-Héraði. Morgunblaðið. ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á biðskýli Strætisvagna Reykjavíkur við Borgarveg í Grafarvogi að morgni sunnudags. Biðskýlið er gjörónýtt en öku- maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hann var þó talinn lítið slasaður. Morgunblaðið/Ingólfur Ölvaður öku- maður ók nið- ur biðskýli KARLMAÐUR hlaut talsverða áverka þegar hann var stunginn með hnífi í bakið aðfaranótt sunnudags. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu leiddu deilur tveggja manna til þess að annar stakk hinn í bakið. Árásarmaðurinn var handtek- inn á vettvangi. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað hann í gæsluvarðhald til 5. mars nk. Óskað var eftir aðstoð lögreglunn- ar í Reykjavík skömmu eftir mið- nætti vegna slagsmála í stigagangi hússins. Þegar lögreglan kom á stað- inn hafði annar maðurinn verið stunginn með hnífi í bakið. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu er líðan hans góð miðað við aðstæður. Stunginn í bakið ♦ ♦ ♦ PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, sagði við Morgunblaðið í gær, að helstu ástæður þess að aug- lýstri stöðu lektors í barna- og ung- lingageðlæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands hefði ekki verið ráðstafað væru þær, að ekki hefði verið skynsamlegt að ráðstafa stöð- unni þar sem niðurstöður dóm- nefndar háskólans annars vegar og læknadeildar hins vegar um hæf- asta umsækjandann færu ekki sam- an. Læknadeild hefði ekki mælt með þeim umsækjanda sem dóm- nefnd hefði talið hæfastan. Páll sagðist því telja sig hafa málefnaleg rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að ráða ekki í stöðuna. Í krafti emb- ættis síns hefði hann svigrúm til þess að taka umrædda ákvörðun. Umsækjendur voru þrír og allir taldir hæfir. Staðan var auglýst til umsóknar í janúar 1999. Hún verð- ur því auglýst á ný þegar ákvörðun um það liggur fyrir af hálfu lækna- deildar. Ekki ráðið í stöðu lekt- ors við læknadeild HÍ Ágreining- ur um um- sækjendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.