Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 8

Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Suður-Afríka HEIMSREISA FYRIR SÓLARLANDAVERÐ! Ætlarðu að missa af? Páskar 2001 – 8.-16. apríl – aðeins 3 vinnudagar. Pöntunarsími 56 20 400 Síðustu forvöð! Námskeið Þjóðræknisfélags Íslendinga Lífið í nýlend- um Vestur- Íslendinga Á VEGUM Þjóð-ræknisfélags Ís-lendinga verður haldið í Gerðubergi átta vikna námskeið um land- nám Íslendinga í Vestur- heimi á árunum 1856 til 1914. Jónas Þór sagnfræð- ingur hefur umsjón með þessu námskeiði sem hefst þriðjudaginn 6. mars og verður á kvöldin frá klukk- an 20 til 22. Jónas var spurður um helstu umfjöll- unarefni á námskeiðinu? „Mikið hefur verið fjallað um Íslendinga í Vestur- heimi á undanförnum ár- um, þó vantar talsvert á að heildarlandnámssagan hafi verið sögð. Augu manna hafa mikið beinst að Nýja Íslandi, fyrst og fremst vegna þess að það var eina alís- lenska nýlendan sem stofnuð var í Norður-Ameríku. Það var stofnað 1875. Þar voru sett stjórnarlög og réðu Íslendingar sínum málum sjálfir innan nýlendumarka, allt til ársins 1887. Á þessu tímabili fluttu rúmlega 7.000 Íslendingar vestur um haf en um 1887 bjuggu í Nýja Íslandi aðeins um 1200 til 1500 manns.“ – Hvert fór hitt fólkið og hvern- ig vegnaði því? „Það má segja fyrst að sama ár og Nýja Ísland var stofnað þá var mynduð nýlenda í suðvesturhorni Minnesota. Hún varð einhver far- sælasta nýlenda Íslendinga í Norður-Ameríku. Fjölmargar aðr- ar nýlendur voru stofnaðar í Bandaríkjunum og Kanada. Allt vesturfaratímabilið var mikil hreyfing landnema í Norður-Am- eríku. Ný og ný svæði opnuðust bæði í Bandaríkjunum og Kanada og Íslendingar fylgdu straumnum. Um 1890 flykktist til dæmis fólk til Vestur-Kanada á sléttuna sem nú er Saskatchewn og Alberta. Þang- að fóru Íslendingar víðs vegar að og mynduðu nýlendu sem verður að teljast hafa heppnast einkar vel. Samfélagið þar var afar sérstæð blanda. Þangað fluttu fáeinir bændur, menn sem höfðu búið í Vesturheimi um árabil. Þar komu líka ungir menn milli tvítugs og þrítugs, en þeir höfðu fluttst vest- ur með foreldrum sínum af Íslandi á árunum 1870 til 1880. Þeir komu frá Minnesota, Norður-Dakota og Manitoba vegna þess að þar voru flest öll lönd numin. Loks komu þangað ár hvert fáeinar fjölskyld- ur beint frá Íslandi. Þeir elstu voru enn miklir Íslendingar og lögðu áherslu á varðveislu íslenskrar arf- leifðar. Þeir yngri voru orðnir norður-amerískir. Þeir létu fljót- lega sveita- og fylkismál sig miklu varða. Þeir kröfðust þess til dæmis að járnbrautir væru lagðar á þann hátt um fylkið að bændur hefðu sem mestan hag af. Þeir þurftu að koma afurðum sínum á markað, jafnt innanlands sem utan. Nýgræðingar af Íslandi högnuðust vita- skuld af því að koma í slíkt samfélag. Þeirra framlag var ekki síður merkilegt því þeir stuðluðu að viðhaldi og eflingu íslenskunnar. Um og eftir 1880 fóru flestir vesturfarar beint til Winnipeg og dvöldu þar um hríð áður en ákvörðun var tekin um hvert halda skyldi. Margir fóru aldrei lengra. Í Winnipeg myndaðist fljótlega ís- lenskt samfélag sem var harla ólíkt þeim í sveitunum. Þar fæddist t.d. vesturíslenskan. Hér urðu kaup- menn, skósmiðir, trésmiðir eða slátrarar að aðlaga hratt og fljótt siðum og venjum þarlendra. Þeir bjuggu til íslensk orð yfir hluti sem þeir ekki þekktu að heiman. Aðlög- uðust borgarlífinu þarna hratt.“ – Segir þú á námskeiðunum mikið frá lífsháttum þessa fólks? „Já, ég segi t.d. frá hver voru helstu viðfangsefni í hinum ný- stofnuðu nýlendum. Fyrst og fremst til að byrja með stunduðu menn kvikfjárrækt og leituðu svæða sem best voru til þess fallin. Seinna komust menn upp á lag með akuryrkju. Menn stunduðu fiskveiðar þar sem því var viðkom- ið og stunduðu einnig skógarhögg. Íslendingar urðu að læra allt verk- lag upp á nýtt. Það átti við um mat- argerð, gerð fatnaðar, byggingu húsa, garðrækt, og svo framvegis. Til dæmis lærðu bændur í Rosseau í Ontario 1873 að vinna síróp úr trjám. Á sama stað lærðu þeir að vefja sérstaka hatta til varnar hita og flugum og svona mætti lengi telja. Þeir þurftu að stofna sína söfnuði, reisa skólahús og taka þátt í stjórnun sinnar sveitar.“ – Er þetta sagnfræðilegt nám- skeið fyrst og fremst? „Það er sagnfræðilegt að því leyti að landnámssagan er rakin eins og hér greinir en auk þess er fjallað um margar ólíka þætti úr daglegu lífi fólksins og þær breyt- ingar sem það þurfti að ganga í gegnum til þess að að- lagast norður-amerísku samfélagi.“ – Kemur þú eitthvað inn á hvernig afkom- endur þessa fólks lifa í dag? „Já, alveg örugglega. Það má segja að stöðugt verði vitn- að í nútímann, en ég kynntist lífs- háttum bæði Vestur-Íslendinga allvel á náms- og starfsárum á þessum svæðum fyrir nokkrum ár- um. Í sumar er fyrirhuguð ferð á vegum Þjóðræknisfélagsins á ýmsa þá staði sem verða til um- fjöllunar á námskeiðinu.“ Jónas Þór  Jónas Þór fæddist í Reykjavík 11. apríl 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og BA-prófi í ensku og sögu frá Háskóla Íslands 1977. MA-prófi lauk hann frá Univers- ity of Manitoba 1980 í sögu. Hann dvaldi í Vesturheimi í tíu ár við ýmis störf. Nú er hann starfandi sagnfræðingur í Reykjavík. Jón- as er kvæntur Önnu Báru Árna- dóttur og eiga þau dætur tvær, Katríu Sif og Elsu Maríu. Saga, aðlög- un og breyt- ingar meðal Íslendinga í Vesturheimi Ég kom með lager af eldspýtum handa þér, Dóra mín, hr. Davíð er víst ekkert á leiðinni að svo stöddu. SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur sett leiðbeinandi reglur fyrir Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppn- isstofnun hvað varðar meðferð og úr- lausn fjarskipta og póstmála. Regl- urnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku, en markmið slíkra reglna er að vinna gegn hugsanlegri óvissu fyrirtækja um valdmörk og lögsögu þessara stjórnvalda. Samkvæmt reglunum heyra undir Póst- og fjarskiptastofnun mál varð- andi lög um fjarskipti eða lög um póstþjónustu og reglugerðir settar með stoð í þeim lögum og mál varð- andi reglur sem stofnuninni er heim- ilað að setja. Til viðbótar mál varð- andi leyfisveitingar stofnunarinnar og túlkun leyfisbréfa, mál varðandi gjaldskrár sem stofnuninni er falið að samþykkja, mál varðandi skilmála um þjónustu, tæknileg ágreinings- mál og kvartanir vegna ágalla á þjónustu. Undir Samkeppnisstofnun falla mál sem varða misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu, t.d. samtvinnun í viðskiptum, mismunun í verði og skilmálum, skaðlega undirverðlagn- ingu og neitun á viðskiptum. Einnig mál vegna yfirtöku/samruna póst- eða fjarskiptafyrirtækja. Ólögmætt samráð fyrirtækja og aðrar sam- keppnishindranir á póst- og fjar- skiptamarkaði, óréttmætir við- skiptahættir, gjaldskrármál, auglýsinga- og kynningastarfsemi, auk annarra mála sem byggjast á ákvæðum samkeppnislaga eða reglum sem settar eru með stoð í þeim lögum. Leiðbeinandi regl- ur um úrlausn mála Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppnisstofnun ELDUR kviknaði á sunnudag í sófa í kjallara sundlaugarinnar í Breiðholti í Reykjavík þar sem nokkur ung- menni í nemendafélagi Fjölbrauta- skólans í Breiðholti voru samankom- in. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn laust fyr- ir kl. fimm. Ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús vegna reykeitrunar og skemmdir eru taldar litlar. Kjallar- inn er nokkuð vel einangraður og því barst ekki reykur inn í sundlaugina sjálfa. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er ekki ólíklegt að kviknað hafi í sóf- anum út frá sígarettuglóð. Eldur kviknaði í sófa í kjallara sundlaugar FLYTJA þurfti tvo menn á heilsu- gæslustöðina í Hveragerði eftir heiftarleg slagsmál þeirra við Breiðumörk á sunnudagsmorgun. Annar mannanna var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til eftirlits en hinn fékk að fara heim eftir aðgerð, en sauma þurfti nokkur spor. Lög- reglu hefur ekki borist kæra vegna málsins. Fluttir til læknis eftir slagsmál ♦ ♦ ♦ SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins fékk tilkynningu um eld í sendi- ferðabíl við íþróttahúsið við Arnar- bakka um klukkan 14 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíllinn alelda þegar það kom á staðinn. Slökkvistarf gekk vel en bíllinn er ónýtur. Þegar tilkynningin um eld- inn í sendiferðabílnum barst slökkvi- liðinu var verið að slökkva í rusli við vinnuskúr nærri Árbæjarskóla. Alelda sendi- ferðabíll ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.