Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 12

Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐGERÐ á varðskipunum Ægi og Tý væri ódýrari ef hún væri fram- kvæmd hér á landi en ef hún verður framkvæmd í Póllandi, að mati VSÓ ráðgjafar á Akureyri, sem unnið hef- ur skýrslu þessa efnis fyrir Félag járniðnaðarmanna, en skýrslan var kynnt á aðalfundi félagsins á laugar- dag. Krafðist fundurinn þess að iðn- aðar- og fjámálaráðherra beiti sér fyrir því að viðgerðirnar fari fram hér á landi. Aðalfundurinn mótmælti jafnframt harðlega þeirri ákvörðun Ríkiskaupa að ganga til samninga um viðgerðirn- ar við pólska skipasmíðastöð og bend- ir á að samkvæmt skýrslu ráðgjafar- fyrirtækisins sé 300 þúsund kr. ódýrara að framkvæma viðgerðirnar hér á landi heldur en í Póllandi og er þá ekki tekið tillit til þess þjóðhags- lega ávinnings sem væri samfara því að vinna verkið hér á landi. Ráðgjafarfyrirtækið áætlar kostn- að vegna siglingar til Póllands, eft- irlits og fleira tæplega 7,5 milljónir kr. fyrir hvort skip, en ekki 3,9 milljónir kr. eins og Ríkiskaup höfðu áætlað. Um 900 þúsund kr. ódýrara yrði að gera við varðskipið Ægi hér á landi en í Pólandi og um 300 þúsund kr. ódýr- ara þegar miðað er við bæði skipin. Aðgerðir til að jafna samkeppnisstöðu Krafðist aðalfundurinn þess að iðn- aðarráðherra og fjármálaráðherra beiti sér fyrir því að viðgerðir varð- skipanna fari fram hér á landi. Í ályktun fundarins segir síðan: „Íslenskur skipaiðnaður á í vök að verjast vegna samkeppni erlendra fyrirtækja sem njóta ýmiss konar að- stoðar í heimalandinu. Óbreytt stefna stjórnvalda í mál- efnum skipaiðnaðarins mun leiða til enn frekari samdráttar, fleiri upp- sagna starfsmanna og hafa í för með sér að þekking og hæfni til skipa- smíða og endurbóta glatist innan fárra ára. Slíkt hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla útgerð í landinu og þjóðarbúið í heild. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að undirbúa þegar í stað aðgerðir sem færa ís- lenskum skipaiðnaði jafna samkeppn- isaðstöðu við erlenda aðila og tryggja jafnframt að væntanleg smíði á nýju varðskipi verði á vegum íslenskra fyr- irtækja.“ Viðgerðir á varðskipun- um ódýrari hér á landi Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna ályktar FLESTIR íslenskir launþegar eiga einungis rétt á 7 til 10 dögum á laun- um á ári vegna veikinda barna sinna þegar sænskir foreldrar fá 120 daga veikindaleyfi á 80% launum fyrir hvert barn og finnskir 90 dagar á 66% launum. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi Um- hyggju, félags til stuðnings langveik- um börnum, þar sem réttindi for- eldra vegna veikinda barna voru til umræðu. Á fundinum voru sýnd við- töl við fjölskyldur og aðra aðstand- endur, umræður um málefnið með þátttöku frá samtökum launþega, at- vinnurekenda, stjórnmálamanna og fjölskyldna. Hægt var að fylgjast með málþinginu í Háskólanum á Ak- ureyri í gegnum fjarfundarbúnað. Ragna K. Marinósdóttir, formað- ur Umhyggju, sagði félagsmenn VR vera þá sem best eru staddir á Ís- landi þar sem þeir geta fengið greitt úr sjúkrasjóði sem svarar 90 dögum á 80% launum ef börn þeirra veikjast svo mjög. Aðrir launþegar fá 7 til 10 daga. „Þetta byggist mikið á velvilja vinnuveitenda, en margir þeirra hafa staðið sig mjög vel, en svo heyrum við ljótu sögurnar þar sem fólki er í raun sagt upp vegna veikinda barna sinna,“ segir Ragna og bætir við að á meðan engin lög séu til um slíkt at- hæfi þá komist atvinnuveitendur upp með þessa framkomu, sem sé sjald- gæf en Umhyggja frétti alltaf af með vissu millibili. „Flestir fullorðnir launþegar geta haft allt að 90 veik- indadaga á ári en þetta á ekki við um börnin þannig að það yrði strax betra ef dagarnir mættu deilast nið- ur á fjölskylduna en ekki bara starfs- kraftinn.“ Ragna sagði málið ekki eingöngu snúast um veikindadaga heldur væru vandamál fjölskyldna langveikra barna mun víðtækari. Það væri t.d. næstum algilt að þegar barn greindist alvarlega veikt þá þyrfti annað foreldrið að taka þá ákvörðun að hætta allri atvinnuþátt- töku til að geta sinnt barninu. „Þær fjölskyldur hafa borið mjög skarðan hlut frá borði því það er enginn sem bætir upp það tekjutap sem fjöl- skyldan verður fyrir þegar annar að- ilinn hættir vinnu,“ sagði Ragna og benti á að það foreldri getur verið frá vinnu árum saman og getur því ekki safnað upp áunnum lífeyrisréttind- um. Þessir foreldrar taka sér mikla ábyrgð á hendur þar sem þeir veita umfangsmikla heimahjúkrun eins og súrefnismeðferð og notkun öndunar- véla sem foreldrar bera ábyrgð á til að geta verið með veiku börnin heima. „Það er gríðarlegur sparnað- ur fyrir þjóðfélagið sem felst í því að þessi börn eru heima fyrir en ekki á sjúkrahúsum, enda eru margar hlið- ar á þessu máli hjá hópi sem hefur átt undir högg að sækja. Fólk er að berjast á öllum sviðum fyrir hjálp- artækjum eða umönnunargreiðslum og slíku, og foreldrarnir eru auk þess undir miklu álagi heima fyrir og hafa ekki orku fyrir fleira.“ Minnst ánægja með þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins Í rannsókn Huldu Sólrúnar Guð- mundsdóttur á högum fjölskyldna langveikra barna á Íslandi, sem gerð var í fyrra, var þjónustuþörf þessara fjölskyldna athuguð og hvernig þeim þörfum er fullnægt að mati foreldr- anna sjálfra. Í ljós kom að foreldrar eru almennt ánægðir með gæði þeirrar þjónustu sem þeir hafa feng- ið en telja þó að frekari þjónustu sé þörf á nánast öllum sviðum. Minnst ánægja var með þá þjónustu sem foreldrar langveikra barna sækja til Tryggingastofnunar ríkisins. Um 82% foreldranna töldu að aukinnar þjónustu væri almennt þörf og voru þeir foreldrar beðnir um að tiltaka á hvaða sviðum þessi aukna þörf lægi. Læknisfræðilega þjónustu (meðferð og hjúkrun) virðist síst skorta en að- eins 13% foreldra töldu að frekari þjónustu væri þörf á þessu sviði. Margir þátttakendanna vildu einnig koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem annast höfðu um þeirra börn. Hins vegar var myndin nokkuð önnur þegar litið var á aðra þjón- ustuþætti. Þannig töldu t.d. 43% þátttakenda að þörf væri á aukinni fjárhagsaðstoð, 40% nefndu þörf fyr- ir aukna félagsráðgjöf og 41% gaf til kynna þörf á aukinni sálfræðilegri þjónustu. Foreldrahópurinn er nokkuð samhljóða hvað þetta varðar, þar sem ekki kom fram marktækur munur á milli kynja, sjúkdómshópa, eftir aldri, hjúskaparstöðu eða öðr- um þáttum. Niðurstöðurnar gefa þó til kynna að foreldrar á höfuðborgarsvæðinu fái sínum þörfum betur fullnægt en foreldrar á landsbyggðinni. Þetta kom fram í svörum um fengna sál- félagslega þjónustu. Að nokkru leyti, en þó ekki eins skýrt, kom sami mun- ur fram í ánægju með fengna lækn- isfræðilega þjónustu. Munur á þörf fyrir aukna þjónustu almennt kom einnig fram eftir búsetu, en foreldr- ar á landsbyggðinni voru einróma um að aukna þjónustu þyrfti. Þessi munur á milli höfuðborgar og lands- byggðar kemur hins vegar ekki eins skýrt fram hvað einstaka þjónustu- þætti varðar. Sendur var ítarlegur spurningalisti til 571 foreldris lang- veikra barna en þau eru öll félags- menn í níu aðildarfélögum Um- hyggju. Spurningalistinn var um hin ýmsu áhrif veikinda barnsins á fjöl- skyldulífið, hvernig tekist er á við hið aukna álag sem þeim fylgja, hvaða þarfir vakna fyrir stuðning, ráðgjöf og þjónustu af ýmsum toga og hvernig hið íslenska velferðarkerfi kemur til móts við þær þarfir. Alls svöruðu 105 foreldrar spurningalist- anum og voru konur meirihluti þeirra sem svöruðu eða 66 og karlar 39. Ríflega tveir þriðju hlutar þátt- takenda bjuggu á höfuðborgarsvæð- inu og tæplega þriðjungur á lands- byggðinni. Fjöldi langveikra barna hefur aukist þar sem framfarir í fæð- ingarhjálp og læknavísindum al- mennt hafa orðið til þess að veik börn lifa lengur. „Þessi börn þurfa mikla umönnun og foreldrar þeirra vilja flestir vera heima eins og hægt er enda eru önn- ur úrræði ekki mörg eins og staðan er í dag,“ segir Ragna og segir að það hafi einnig verið fundarmönnum til umhugsunar að búa þyrfti lang- veikum börnum hvíldarheimili, skammtímavistun þar sem fjölskyld- an gæti hvílst. Opinn fundur um réttindi foreldra langveikra barna Færri veikindadagar hér en í nágrannalöndunum Morgunblaðið/Ásdís Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Georgsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Ögmundur Jónasson og Gunnlaugur Sigfússon voru meðal þeirra sem tóku til máls á fundi Umhyggju. LÖGREGLAN í Reykjavík segir að aldrei hafi komið beiðni frá lögregl- unni í Vestmannaeyjum um aðstoð frá Reykjavík þegar verið var að rannsaka hvort til stæði að flytja inn fíkniefni sjóleiðina frá Evrópu með skipi, sem væntanlegt var til Vest- mannaeyja. Tilkynning frá lögreglunni í Reykjavík er send í tilefni af umfjöll- un fréttastofu Ríkisútvarpsins um fíkniefnamál sem kom upp sl. haust og tengdist Vestmannaeyjum. Í tilkynningunni, sem Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn skrifar undir, segir að sumarið og haustið 2000 hafi mörg mál komið til rann- sóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík og sum þeirra stór og umsvifamikil í rannsókn. Á sama tíma og þessi mál voru til rannsóknar hafi lögreglumenn í fíkniefnadeild komist á snoðir um ráðagerðir um að flytja inn fíkniefni sjóleiðina frá Evópu með skipi sem væntanlegt var til Vestmannaeyja. Lögreglustjóran- um í Vestmannaeyjum hafi þegar verið gert viðvart svo og embætti rík- islögreglustjóra en fíkniefnadeildin hafi verið önnum kafin í öðrum mál- um. Í tilkynningunni segir að sam- kvæmt vinnureglum sé það hlutverk fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík að veita öðrum embættum á Suður- og Suðvesturlandi aðstoð í fíkniefnamálum ef þess er óskað. „Að gefnu tilefni skal tekið fram að lög- reglan í Vestmannaeyjum óskaði ekki eftir aðstoð lögreglunnar í Reykjavík, hvorki við rannsókn málsins né við framkvæmd annarra aðgerða sem fyrirhugaðar voru. Stjórnandi fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík var í sambandi við yfirmann hjá lög- reglu í Vestmannaeyjum þegar eftir að henni var tilkynnt málið og fylgd- ist með framvindu mála, en í þeim samskiptum kom aldrei fram beiðni um aðstoð frá Reykjavík,“ segir í til- kynningu lögreglunnar í Reykjavík. Aldrei beðið um aðstoð frá Reykjavík BÆNDASAMTÖK Íslands, Lands- samband kúabænda og tölvufyr- irtækið Aco hafa tekið höndum saman um að halda fegurðarsam- keppni kúa í apríl nk. þar sem út- nefna á Gateway-kú ársins 2001. Markmið fegurðarsamkeppninnar, auk þess að sýna góða gripi, er að auka tölvunotkun bænda og er liður í verkefni Bændasamtakanna að „færa heiminn heim í hlað“. Aco er umboðsaðili fyrir tölvuframleiðand- ann Gateway, en það fyrirtæki var upphaflega stofnað af bændum í Bandaríkjunum og í vörumerki þess er vísun í skjöldóttar kýr. Auglýst hefur verið eftir þátttak- endum í keppnina, m.a. með auglýs- ingu í Bændablaðinu í dag, og úr þeim hópi verða valdar 10 kýr í keppnina. Hin heppna verður krýnd með kórónu og fær hún ýmis verð- laun, m.a. fóður í heilt ár, snyrtivör- ur eins og júgursmyrsl og eigandinn fær að sjálfsögðu tölvu í verðlaun. Að sögn Baldvins Jónssonar stendur til að kynna þessar 10 kýr í fjölmiðlum með ýmsum upplýs- ingum, s.s. um heimili, aldur, hæð, þyngd, og „framtíðaráform“. „Ætlunin er að hafa þetta í léttum dúr. Tilgangurinn er að hvetja bændur til þess að nota tölvur í auknum mæli og nettengja þá við umheiminn. Við vonumst til að þetta hressi upp á umræðuna um íslensk- ar kýr, mitt í kúariðufári og deilum um innflutning norskra fósturvísa,“ segir Baldvin. Sérstæð feg- urðarsam- keppni kúa FLUTNINGABÍLL valt á hliðina sunnan við Guðlaugsvík í Hrútafirði á sunnudagskvöld. Bílstjórinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hólmavík. Óhappið var tilkynnt til lög- reglu á tíunda tímanum í fyrra- kvöld. Mikið hvassviðri var á þessum slóðum og lítið skyggni. Vegfarandi sem kom að slys- stað tilkynnti lögreglunni óhappið og ók bílstjóranum á sveitabæ í grenndinni. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík er bíllinn mikið skemmdur og jafnvel ónýtur. Smávægilegar skemmdir urðu á farmi bílsins. Víða um land áttu vegfarendur í erfiðleikum vegna veðurs og ófærðar. Flutninga- bíll valt í Hrútafirði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.