Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 13
STJÓRNIR sjúkrahússins
Sólvangs, heilsugæslunnar á
Sólvangi og Hafnar, félags um
íbúðir fyrir aldraða við Sól-
vang, hafa allar lýst sig andvíg-
ar áformum bæjaryfirvalda í
Hafnarfirði um nýtt deiliskipu-
lag á Hörðuvallasvæðinu, þar
sem rísi grunnskóli, leikskói,
íþróttahús og sundlaug.
Kristján Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Hafnar,
sagðist í samtali við Morgun-
blaðið telja ljóst að forsendur
skipulagsins um umferðar-
þunga stæðust ekki.
Stjórn Heilsugæslustöðvar-
innar á Sólvangi segir í bókun
að skipulagið geri ráð fyrir að
Sólvangur og heilsugæslustöð-
in verði hornreka á svæði sem
þær hafa frumbyggjarétt á.
Sveinn Guðbjartsson, for-
stjóri Sólvangs, sagðist telja að
almennt hefði fólk tengt Sól-
vangi áhyggjur af áformunum
„Hér var búið að skipuleggja
svæðið mjög vel fyrir aldraða,“
sagði hann og sagði að sam-
kvæmt fyrra skipulagi ætti eft-
ir að stækka Sólvang en áform-
uðum framkvæmdum vegna
nýbyggingarinnar fyrir nokkr-
um árum hefði aldrei verið lokið
en þá var byggt við sjúkrahúsið
fyrir heilsugæslustöð bæjarins.
Ekki hefði verið ráðist í við-
byggingu fyrir 60 ný sjúkra-
rúm, þar sem m.a. væri gert ráð
fyrir deild fyrir alzheim-
er-sjúklinga og geðfatlaða.
Nú eru um 80 sjúklingar á
Sólvangi en vegna starfs-
mannaskorts vantar um það
bil 10 sjúklinga á að húsið sé
fullnýtt. Sólvangur er fyrst og
fremst hjúkrunarheimili fyrir
aldraða sjúklinga. Þar eru alls
123,7 stöðugildi og, auk
tveggja lækna og 20–30 hjúkr-
unarfræðinga, eru þar fram-
kvæmdar meinarannsóknir,
röntgenrannsóknir. Þar starfa
sjúkraþjálfar, starfsfólk við
vinnustofu, þvottahús, sauma-
stofu og verkstæði, svo og
sjúkraliðar og annað starfs-
fólks við aðhlynningu sjúk-
linga.
Sparkvöllur við
gaflinn í stað sólhýsis
Sveinn sagði að stjórn
sjúkrahússins hefði í bókunum
lýst áhyggjum af deiliskipu-
lagstillögunni og m.a. sett
fram sjónarmið sín á fundi með
skipulagsyfirvöldum. „Við er-
um áhyggjufull af því að það
komi gríðarlega mikil starf-
semi á svæðið; stór grunnskóli,
íþróttahús, sundhöll og leik-
skóli upp í gafl hjá okkur,“
sagði Sveinn og sagði að sam-
kvæmt tillögunni kæmi spark-
völlur grunnskólans rétt við
gaflinn þar sem fyrra skipulag
gerði ráð fyrir sólhýsi fyrir
sjúklingana á Sólvangi.
Sveinn sagði að stjórn
sjúkrahússins hefði fyrst 3.
febrúar 2000 bókað um
áhyggjur sínar af fyrirætlun-
um um skólabyggingar og far-
ið þess á leit við bæjaryfirvöld
að þau sæju til að framkvæmd-
irnar yrðu í þeirri fjarlægð frá
Sólvangi að heimilisfólk yrði
ekki fyrir ónæði vegna hávaða
eða að öðrum orsökum, auk
þess sem tryggt yrði að bíla-
stæði yrðu nægileg fyrir starf-
semina á svæðinu og tekið yrði
tillit til framtíðarstækkunar
Sólvangs. Þá hefði stjórnin
harmað að horfið væri frá frek-
ari uppbyggingu fyrir aldraða
á svæðinu.
Í september sl. samþykkti
stjórnin enn á ný samhljóða
bókun þar sem segir að það sé
eitt af verkefnum hennar að
gæta þess að forsendur séu
fyrir því að sjúklingum og
starfsfólki líði sem best á Sól-
vangi. Í því skyni hefði verið
ráðist í viðamiklar umbætur og
framtíðarmarkmið miðuðust
að því að vinna áfram að bættri
aðstöðu.
„Hætt er við að fyrirhuguð
skólabygging á svæðinu
þrengi mjög að Sólvangi,“ seg-
ir í bókuninni þar sem stjórnin
segist hafa fullan skilning á
þörf fyrir aukið og bætt skóla-
húsnæði í Hafnarfirði en bygg-
ing 550 barna grunnskóla, 120
barna leikskóla, auk íþrótta-
húss og sundlaugar í nálægð
við vistarverur þar sem dvelja
aldraðir og sjúkir geti engan
veginn talist viðunandi.
Umferð og hávaði
til óþæginda
„Stjórn Sólvagns mótmælir
nálægð skólans við byggingu
hjúkrunarheimilisins og þar
með stærð þessara bygginga
og telur það óhjákvæmilegt að
hávaði og umferð muni verða
til mikilla óþæginda fyrir aldr-
að heimilisfólk, sérstaklega í
ljósi þess að skólaplanið er fyr-
irhugað fyrir utan glugga Sól-
vangs,“ segir ennfremur. Þá
segir að stjórnin fari þess á leit
við bæjarstjórn að hún taki
fyrirhuguð byggingaráform til
endurskoðunar og samþykki
stefnu í skólamálum og öldr-
unarmálum þar sem annar
málaflokkurinn ógni ekki hin-
um og bendir á að Sólvangs- og
Hörðuvallasvæðið sé fallegt og
viðkvæmt svæði sem skipti
miklu að verði skipulagt af
næmi svo sómi verði að til
framtíðar.
Sveinn sagði að þeir sem
mæltu skipulagstillögunni bót
hefðu margir talað um að það
væri gaman fyrir gamla fólkið
á Sólvangi að vera innan um
unga fólkið í skólanum og hann
sagði að kannski ætti það við
um þá sem væru hressastir. Á
Sólvangi væru hins vegar fyrst
og fremst sjúklingar og fyrir
þá væri þreytandi að vera í
grennd við leikvöll þar sem
mikið væri um að vera öll kvöld
og helgar. „Þetta er ekki það
næði sem aldraðir vilja,“ sagði
Sveinn. „Þeir sem það vilja
geta notið þess á öðrum svæð-
um í bænum. Mér finnst dap-
urlegt að ekki hafi verið hægt
að finna annan stað og ég hef
stórar áhyggjur af þessu.“
Kristján Guðmundsson er
framkvæmdastjóri Hafnar,
félags sem á og rekur tvö fjöl-
býlishús með 68 eignaríbúðum
fyrir aldraða milli hjúkrunar-
heimilisins Sólvangs og
Reykjanesbrautar. Að auki á
bærinn um 30 íbúðir fyrir aldr-
aða á svæðinu, í raðhúsum við
Álfaskeið.
Kristján sagði að eldra
skipulag hefði gert ráð fyrir
aukinni byggð fyrir aldraða á
svæðinu auk þjónustumið-
stöðvar við Lækjargötu.
Umferðarforsendur
standast ekki
„Nú er þessu öllu kollvarp-
að,“ sagði Kristján. Hann
sagði að ógjörningur yrði að
koma fyrir þeirri umferð sem
fylgir 550 manna skóla og 120
barna leikskóla af stærstu
gerð auk íþróttahúss og sund-
laugar á þessu litla og við-
kvæma svæði og nefndi að við
það bættist um 250–300 komur
á heilsugæslustöðina á Sól-
vangi sem þjónaði öllum Hafn-
arfirði og Bessastaðahreppi og
væri ein sú stærsta á höfuð-
borgarsvæðinu.
Kristján sagði að umferðar-
talning sýndi að nú þegar færu
um 2.600 bílar um Sólvangsveg
á dag en að samkvæmt skipu-
lagsforsendum væri gert ráð
fyrir að 7–10% foreldra ækju
börnum sínum í nýja skólann.
Það sagði Kristján ekki stand-
ast og vitnaði í því sambandi til
talningar sem foreldrafélag
Kópavogsskóla gerði fyrr í
mánuðinum. Í Kópavogsskóla
eru um 400 börn en könnunin
leiddi í ljóst að þangað komu
140 bílar með börn í skólann á
10 mínútna tímabili um morg-
uninn. Þá kvaðst hann hafa orð
skólastjóra í Garðabæ fyrir því
að þangað kæmu um 80%
barna í skólann í bílum með
foreldrum sínum.
Kristján sagði að útkoman
samkvæmt þessu skipulagi
gæti ekki orðið önnur en algjör
ringulreið vegna þess hve bíla-
eign og umferð væri vanmetin.
Eins væri óheppilegt og til
þess fallið að auka umferð að
skólanum að staðsetja nýja
skólann í jaðri skólahverfisins.
Kristján sagði að einnig væri
vanmetið hve stór hluti starfs-
fólks skólans og leikskólans
þyrfti að komast til vinnu á
einkabílum.
Hann sagði að í forsögn hug-
myndasamkepninnar hefði
verið gert ráð fyrir því að Sól-
vangsvegi yrði lokað fyrir um-
ferð en samkvæmt afgreiðslu
skipulagsnefndar hefði verið
fallið frá því og þar með boðið
heim aukinni umferð. Eins
hefði skipulagsnefnd fellt burt
hluta af gamla skipulaginu um
íbúðir fyrir aldraða norðan
Sólvangs, þ.e. milli sjúkrahúss-
ins og Álfaskeiðs.
Stjórn Heilsugæslustöðvar-
innar í Sólvangi ályktaði einnig
vegna málsins í september sl.
og í bókun hennar segir að
rangt hefði verið fært til bókar
hjá skipulagsnefnd að stjórn
heilsugæslustöðvarinnar hefði
komið að undirbúningi máls-
ins. Með skipulagstillögunni
væru Sólvangur og heilsu-
gæslustöðin gerð hornreka á
svæði þar sem þessar stofnan-
ir ættu frumbyggjarétt.
„Skipulagssvæði skólanna nær
uppundir húsvegg þessara
stofnana og meðal annars yfir
þau bílastæði sem þær hafa
haft til umráða. Grunnskóla-
byggingin kemur til með að
mynda mjög afgerandi bak-
grunn að þessu svæði,“ segir
þar.
Þrengt að stofnununum
„Fjölmennum vinnustað
eins og skóla fylgir einnig mikil
umferð, erill og hávaði, sem
beint er inn á svæði sjúkra-
stofnana og aldraðra. Allt
þetta gerir að verkum að mjög
er þrengt að þeim stofnunum
sem þarna eru fyrir og allri
uppbyggingu á þeirra vegum,
auk þess rasks og ónæðis sem
því fylgir.“
Stjórnin telur því áformin
skerða framtíðaráform um
uppbyggingu öldrunarþjón-
ustu og heilsugæslu á Sól-
vangssvæðinu.
Stjórnir sjúkrahúss, heilsugæslu og íbúða aldraðra við Hörðuvelli andvígar skipulagstillögu
Segjast eiga frum-
byggjarétt en
verða hornreka
Hafnarfjörður
NÝTT fangelsi mun að lík-
indum rísa í Hólmsheiðinni í
framtíðinni. Í upphafi var
gert ráð fyrir að fangelsið
yrði á lóð norðan Suðurlands-
vegar, austan Rauðavatns.
„Reynslan sýnir, að fang-
elsi þurfa að endast í 200 ár
eða svo, þannig að við viljum
hafa framtíðina fyrir okkur,
og þess vegna er okkur nauð-
syn á jafn stórri lóð og hér
um ræðir. En við erum þó
ekki endanlega búnir að gera
samning um hana, heldur er-
um enn í viðræðum,“ sagði
Björn Friðfinnsson ráðu-
neyutisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu.
„Borgarráð heimilaði skrif-
stofustjóra borgarverkfræð-
ings að hefja viðræður við
okkur um þessa nýju lóð í
Hólmsheiðinni; það er dálítill
flutningur á henni, en ágætis
lóð samt. Hugmyndin er sú
að fara að vinna af krafti í
hönnun á þessu ári, á fyrsta
áfanga af þremur,“ sagði
Björn.
Nýtt
fangelsi á
Hólmsheiði
Reykjavík
Á MÁLÞINGI um bæjarlíf og
bæjarvitund í Garðabæ, sem
afmælisnefnd Garðabæjar
gekkst fyrir á laugardaginn
var, 24. febrúar, komu fram
ábendingar um að framboð á
litlum íbúðum í Garðabæ, fyrir
þá sem væru að byrja að búa
og eins fyrir eldra fólk, væri
allt of lítið. Tilgangur mál-
þingsins, sem var haldið í fyr-
irlestrarsal Fjölbrautaskólans
í Garðabæ, var sá að kveikja
umræður um mikilvægi sam-
heldni í samfélaginu, leita eftir
hugmyndum um eflingu bæj-
arlífsins og svara við því hvort
það sé hlutverk bæjaryfirvalda
að hafa forystu í þessum efn-
um og þá hvernig. Framsögu-
menn voru Þórólfur Þórlinds-
son prófessor, Særún
Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi
formaður Kvenfélags Garða-
bæjar, Friðrik Guðjónsson,
formaður Nemendafélags FG,
og Sigmar Guðmundsson
fréttamaður. Hátt í 90 manns
sóttu málþingið.
„Fólk var aðallega óánægt
með að það vantaði minni íbúð-
ir í Garðabæ, fyrir þá sem eru
að byrja að búa og eins fyrir
eldra fólkið,“ sagði Guðfinna
Kristjánsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Garðabæjar. „Úr þess-
um upplýsingum verður unnið
og niðurstaðan lögð fyrir af-
mælisnefndina.“
130 Garðbæingum voru
send bréf og þeim sérstaklega
boðið til þingsins. „Þetta var
fólk sem t.d. starfar í nefndum
og ráðum á vegum bæjarins,
fólk í frjálsum félagasamtök-
um í bænum o.s.frv.,“ sagði
Guðfinna. „Bréfin voru númer-
uð og svo dregin út 10 núm-
eruð bréf eftir hlé og þeir sem
áttu viðkomandi bréf voru
beðnir um að koma upp og tjá
sig. Um þetta fyrirkomulag
var áður búið að ræða í sjálfu
bréfinu, þannig að fólk vissi að
það gæti átt von á þessu. Þetta
heppnaðist mjög vel, allir voru
prýðilega undirbúnir.“
Guðfinna sagði að Þórólfur
Þórlindsson, sem var eini
frummælandinn sem ekki er
úr Garðabæ, hefði lagt áherslu
á, að á tímum hnattvæðingar
væri nærsamfélagið alltaf að
verða mikilvægara, sérstak-
lega væri nauðsynlegt fyrir
unga fólkið að hafa rætur ein-
hvers staðar. Einnig lagði Þór-
ólfur mikla áherslu á nauðsyn
þess að grasrótin væri sterk,
því ekki væri hægt að efla bæj-
arbrag algjörlega að ofan, og
þar átti hann við mikilvægi
hinna frjálsu samtaka, íþrótta-
félagsins, skátanna og þar
fram eftir götunum. „Fundar-
menn virtust einnig sammála
um að það hefði afar mikið að
segja,“ sagði Guðfinna.
Á málþingi um bæjarbrag í Garðabæ komu fram óskir um breytingar í húsnæðismálum
Vantar minni íbúðir í bæinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á málþinginu í Garðabæ, sem um 90 manns sóttu, var góð stemmning, en ábendingar komu
þó fram um að litlar íbúðir skorti í bænum.
Garðabær