Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EYÞING – Samband sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri áforma að koma á fót
stjórnunarnámi við RHA. Að sögn
Péturs Þórs Jónassonar, fram-
kvæmdastjóra Eyþings, er undir-
búningur í fullum gangi. „Við höfum
fengið mjög góð viðbrögð við þess-
um hugmyndum, það er ljóst að það
er mikill áhugi á náminu meðal fólks
í stjórnunarstörfum og það höfðar til
margra.“
Pétur Þór sagði stefnt að því að
byrja strax í vor með eitt námskeið í
upplýsingatækni og setja svo á fulla
ferð næsta haust en námið stendur
yfir í þrjár annir. Sérstök náms-
stjórn hefur umsjón með náminu,
fylgist með þróun þess og ræður
kennara. „Við ætlun að leggja mikla
áherslu á að fá góða kennara til liðs
við okkur.“
Gert er ráð fyrir að stjórnunar-
námið verði stundað með starfi og að
það sé hagnýtt fyrir framkvæmda-
stjóra og aðra stjórnendur sveitar-
félaga, forstöðumenn hinna ýmsu
sviða, deilda eða stofnana sveitar-
félaga. Námið á einnig að vera hag-
nýtt fyrir kjörna fulltrúa í sveitar-
stjórnum jafnt og aðra sem vilja
auka yfirsýn sína og færni til að tak-
ast á við krefjandi verkefni.
Þrátt fyrir að í náminu sé lögð
áhersla á að draga fram viðfangsefni
sveitarfélaga byggist það að stærst-
um hluta á efni sem á við í öllum
stjórnunarstörfum, hvort heldur er í
opinberum rekstri eða einkarekstri.
Lögð verður áhersla á að kenna
vinnuaðferðir og mikilvægur þáttur í
náminu er að saman komi fólk úr
ýmsum áttum til að bera saman
bækur sínar.
Mikilvægt að leita sér
endurmenntunar
Pétur Þór sagði að á það hefði ver-
ið bent að það væru fremur milli-
stjórnendur og sérfræðingar ýmiss
konar sem öfluðu sér endurmennt-
unar en stjórnendur og er afleiðing-
in sú að þeir hafa setið eftir. Hver
sem skýringin væri stæði eftir sú
staðreynd að mikilvægt væri að
stjórnendur leituðu sér endur-
menntunar til að viðhalda og bæta
færni sína í starfi ekki síður en aðrir
starfsmenn.
Til að auðvelda fólki að skipu-
leggja námið samhliða starfi sínu og
til þess að auðvelda fólki að sækja
námið um lengri veg er miðað við að
kennt verði í skorpum 4–5 sinnum á
önn. Áætlað er að námið kosti um
270 þúsund krónur. Pétur Þór sagði
að á síðari árum hefði þróunin verið
sú að fyrirtæki og stofnanir sendu
starfsmenn sína í nám það sem hér
um ræðir og greiddu námskostnað-
inn.
Áformað að koma á fót stjórnunarnámi við Rannsóknarstofnun Háskólans
Námið byggt á efni sem
á við öll stjórnunarstörf
VINKONURNAR Katrín Guð-
mundsdóttir og Hulda Jónsdóttir
voru að búa sér til snjóhús í
skafli einum sem hafði myndast
eftir snjóruðningstæki í Gilinu
neðan við andapollinn á Akureyri
í gærdag. Þær ætluðu sér að búa
til fínt snjóhús en tóku fram að
þær hefðu ekki í hyggju að búa í
húsinu þrátt fyrir það.
Hulda á heima í Hveragerði en
var í heimsókn á Akureyri og
þótti bara gaman að leika sér í
snjónum sem loksins hefur látið
sjá sig að einhverju marki í bæn-
um. Hún sagði að enginn snjór
væri í heimabæ hennar syðra og
til að kóróna allt hefðu jólin
meira að segja verið rauð „og
það er hundleiðinlegt“, sagði hún
og naut þess greinilega að
bjástra í skaflinum. Í Hveragerði
er lítið um snjó núna og erfitt að
standa í húsbyggingum.
Morgunblaðið/Kristján
Gera
snjóhús í
snjóskafli
VEÐURGUÐIRNIR tóku upp á því
að minna aðeins á sig norðan
heiða sl. sunnudag og af þeim sök-
um varð m.a. röskun á flugi og
íþróttaviðburðum á Akureyri.
Hins vegar gekk umferðin vel á
Akureyri og helgin var hin róleg-
asta, að sögn lögreglu.
Ekki var hægt að keppa á bik-
armóti SKÍ í stórsvigi í Hlíðarfjalli
á sunnudag vegna veðurs og þá
varð að fresta leik KA og Vals í 1.
deild Íslandsmótsins í handbolta
um kvöldið þar sem flug-
samgöngur fóru úr skorðum seinni
part dagsins og þar til í gærmorg-
un. Dómarar leiksins komust ekki
norður en Valsmenn, sem fóru
með flugi um hádegi á sunnudag,
voru mættir til leiks og átti leik-
urinn að fara fram í gærkvöld.
Óhætt er að segja að veðurguð-
irnir hafi sýnt sínar bestu og
verstu hliðar um helgina, því á
laugardag var hið besta veður og
þá fór m.a. fram bikarmót SKÍ í
svigi í Hlíðarfjalli og gekk vel. Þá
fór þar einnig fram snjóbrettamót
auk þess sem almenningur fjöl-
mennti í brekkurnar.
Flugvél varð að snúa við
Ari Fossdal hjá afgreiðslu Flug-
félags Íslands á Akureyr-
arflugvelli sagði að síðasta vél frá
Akureyri á sunnudag hefði farið í
loftið um kl. 15 en eftir það lá flug
niðri fram á mánudagsmorgun.
Vél sem fór af stað frá Reykjavík
eftir það varð að snúa við vegna
veðurs. Um 130–140 farþegar biðu
eftir flugi á hvorum stað. Þá var
að sögn Ara heldur ekki hægt að
fljúga frá Akureyri til annarra
áfangastaða á sunnudag, Vopna-
fjarðar, Egilsstaða og Ísafjarðar
og biðu um 20–30 farþegar á Ak-
ureyri eftir flugi á þá staði.
Ari sagði ástandið á sunnudag
hafa verið eitt fyrsta vetr-
arstoppið vegna snjókomu og
norðanáttar enda hefði frekar ver-
ið um tafir að ræða vegna lægð-
argangs og sunnanáttar fram að
þessu. Ari sagði að þrátt fyrir allt
hefði veturinn verið nokkuð góður
og flug gengið vel.
Morgunblaðið/Kristján
Fjöldi fólks beið eftir flugi eftir að fært var orðið á milli Akureyrar og Reykjavíkur í gærmorgun.
Veður-
guðirnir
minntu á
sig á
sunnudag
HVERNIG ætlar Akureyrar-
bær að takst á við 2% fjölgun
íbúa á ári næsta áratug? er yf-
irskrift erindis sem Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á
Akureyri, flytur á hádegis-
verðarfundi á Fiðlaranum í
dag, þriðjudaginn 27. febrúar,
en hann stendur frá kl. 12 til
13.
Á fundinum mun bæjarstjóri
m.a. fjalla um þörf fyrir fjölg-
un leik- og grunnskóla og þá
mun skipulagsmál bera á
góma, m.a. þróun byggðar, þ.e.
hvort áfram verði byggt til
suðurs eða hvort hugað verði
að byggð meðfram ströndinni í
norðurátt og einnig um það
landrými sem þarf vegna þess-
arar fjölgunar. Þá mun Krist-
ján Þór ræða um iðnaðarlóðir
og hvernig tekið verður á um-
hverfismálum.
Atvinnuþróunarfélag Eyja-
fjarðar, Háskólinn á Akureyri
og sjónvarpsstöðin Aksjón
efna til fundarins.
Bæjar-
stjóri á há-
degisfundi
MENNTUN í dreifbýli er yfirskrift
ráðstefnu sem Félag íslenskra leik-
skólakennara, kennaradeild Háskól-
ans á Akureyri, Kennaraháskóli Ís-
lands, Kennarasamband Íslands,
Samband Íslenskra sveitarfélaga og
Samtök fámennra skóla efna til en
hún verður haldin í Stórutjarnaskóla
í Ljósavatnsskarði 28. apríl nk.
Á ráðstefnunni verður fjallað um
stöðu skóla- og fræðslustarfs í dreif-
býli á öllum skólastigum, auk fullorð-
insfræðslu. Stutt erindi verða flutt
um áhugavert skólastarf og rann-
sóknarverkefni sem tengjast megin-
efni ráðstefnunnar.
Stjórutjarnaskóli er um 40 kíló-
metra austan Akureyrar og er upp-
haf ráðstefnunnar miðað við að þátt-
takendur geti nýtt morgunflug
þangað. Gisting er fáanleg í skólan-
um.
Skráning á ráðstefnuna, aðalfund-
inn og í gistingu og fæði er í Stóru-
tjarnaskóla í síma eða netfangið oli-
arn@ismennt.is. Ingvar Sigur-
geirsson í Kennaraháskóla Íslands,
Rúnar Sigþórsson í Háskólanum á
Akureyri eða Þóra Björk Jónsdóttir,
Skólaskrifstofu Skagfirðinga, veita
nánari upplýsingar um þessa ráð-
stefnu.
Ráðstefna
um menntun
í dreifbýli
LÖGREGLUUMDÆMIN sjö á
Norðurlandi stóðu fyrir sameigin-
legu átaki frá hádegi sl. föstudag og
fram til hádegis á laugardag, þar
sem ástand ökutækja og ökumanna
var til sérstakrar skoðunar.
Þar sem átakið náði yfir nótt og
um helgi vakti það nokkra athygli
lögreglumanna að enginn ökumaður
á Norðurlandi skyldi tekinn ölvaður
við akstur. Alls hafði lögreglan af-
skipti af rúmlega 500 ökumönnum
þennan sólarhring en aðeins liggja
nokkrar kærur eftir verkefnið.
Lögreglan á Akureyri stöðvaði
205 ökumenn á umræddu tímabili,
þar af um 60 ökumenn aðfaranótt
laugardags og reyndist enginn
þeirra aka undir áhrifum áfengis.
Hins vegar voru 8 ökumenn kærðir,
m.a. fyrir að vera ekki í bílbelti eða
án ökuskírteinis, og þá voru 37 öku-
menn áminntir fyrir að hafa hlutina
ekki alveg í lagi.
Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn á Akureyri, sagði það
hafa komið sér nokkuð á óvart að
enginn skyldi tekinn fyrir ölvun við
akstur miðað við þann fjölda öku-
manna sem stöðvaður var.
Enginn ölvaður
við stýri á
Norðurlandi
♦ ♦ ♦