Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 16
Ræningjaforingjarnir Matthías, sem Holger Sæmundsson leikur, og Borki, sem Elísabeth Patriarca leikur, gera
upp sakirnar. Ronja, sem Sandra Dís Ingólfsdóttir leikur, og ræningjar fylgjast spennt með.
Hvolsvelli - Nemendur í 1.–7. bekk
Hvolsskóla eru nú í óðaönn að und-
irbúa sýningu á leikritinu Ronju
ræningjadóttur eftir Astrid Lind-
gren, undir leikstjórn Ingunnar
Jensdóttur.
Nemendur í 1.–2. bekk leika ras-
sálfa en nemendur í 3. og 4. bekk
leika grádverga. Nemendur í 5.– 7.
bekk skipta síðan þremur þáttum
leikritsins á milli sín og leikur hver
bekkur einn þátt. Mikill undirbún-
ingur og skipulagning fylgir sýn-
ingu sem þessari enda vel á annað
hundrað manns sem tekur þátt í
sýningunni.
Kennarar og foreldrar hafa
saumað og hannað alla búninga en
um tónlistarflutning sjá þeir Hall-
dór Óskarsson og Helgi Krist-
jánsson tónlistarkennarar en mikil
tónlist og söngur er í sýningunni.
Sýningar á leikritinu verða að-
eins tvær, þ.e. ein var í gær á bollu-
dag og hin er kl. 18 í dag, sprengi-
dag.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Ronja
í Hvols-
skóla
Borgarnesi - Þeir gera bolluvendi og
öskupoka, íbúarnir á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi. Þar er handa-
vinnustofa opin daglega frá klukkan
9 til 5 fyrir íbúa heimilisins sem
koma saman og sinna ýmiss konar
handavinnu undir leiðsögn starfs-
manna.
Á þessum tíma ársins er það gerð
bolluvanda og öskupoka sem tekur
drjúgan hluta starfsins. Starfsmenn
vefja kreppappír á prik og íbúarnir
,,krulla“. Þetta munu vera hinir einu
sönnu bolluvendir og lauslega ágisk-
að verða þeir samtals hundrað. Þeir
ásamt þrjú til fjögur hundruð ösku-
pokum eru seldir í Hyrnunni og eru
liður í að afla tekna við handavinn-
una.
Í handavinnunni eru einnig fram-
leiddar sláturnælur sem gerðar eru
úr salt- og sýruþolnum vír, ofnar
mottur úr afgangslykkjum frá
sokkaverksmiðjunnni Trico á Akra-
nesi, og pakkningar settar á skrúfur
fyrir Vírnet hf. í Borgarnesi. Mikil
fjölbreytni er í annarri handavinnu
og hægt að kaupa ýmsa nytja- og
skrautmuni á dvalarheimilinu. Allur
ágóði rennur áfram til handavinn-
unnar þannig að kostnaður íbúa er
enginn.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Íbúar í föndri. Í baksýn má sjá tilbúna bolluvendi.
Eldri borgarar
búa til bolluvendi
LANDIÐ
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hellu - Stofnað hefur verið hluta-
félagið Rangárbakkar, hestamið-
stöð Suðurlands ehf., um eignir og
rekstur hestamannasvæðisins á
Gaddstaðaflötum við Hellu en að
því standa Rangárbakkar sf. og
Hestamannafélagið Geysir í Rang-
árvallasýslu, eigendur og fyrri
rekstraraðilar svæðisins. Í stofn-
samningi er gert ráð fyrir að leitað
verði eftir fjárframlagi frá sveit-
arfélögum, fyrirtækjum, einstak-
lingum og ríkissjóði til að byggja
upp og reka svæðið, en starfssvæði
Rangárbakka ehf. er í Árnes-,
Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellsýslu.
Að sögn Viðars Steinarssonar,
eins af forsvarsmönnum nýja
félagsins, hefur þegar borist já-
kvætt svar frá 14 af 25 sveitar-
félögum á starfssvæðinu, þar af
öllum tíu í Rangárvallasýslu.
„Þetta er framar björtustu von-
um okkar og sannarlega góð byrj-
un, en þessi sveitarfélög eru komin
með loforð um 30 milljóna króna
framlag sem er um 60% áætlaðs
framlags sveitarfélaganna allra.
Rangárbakkar sf. og Hestamanna-
félagið Geysir leggja fram 60 millj-
ónir króna í formi eigna á svæðinu,
Rangárvallahreppur 10 m. kr. í
formi lands og fasteigna, sveitar-
félögin á svæðinu 50 mkr. og leitað
verður eftir framlögum ríkisins af
fjárlögum áranna 2002–2004 um
150 m. kr. Gangi áætlun um fjár-
mögnun verkefnisins eftir er
áformað að ljúka við uppbyggingu
svæðisins seinni hluta ársins 2003,
þannig að það verði tilbúið til
notkunar árið 2004, þegar lands-
mót hestamanna verður næst hald-
ið á Suðurlandi,“ sagði Viðar.
Miðstöð sunnlenskra
hestamanna
Markmið forsvarsmanna verk-
efnisins er að á Gaddstaðaflötum
verði í framtíðinni miðstöð sunn-
lenskra hestamanna. Meginhlut-
verk hennar verði að stuðla að
framþróun í ræktun og sölu á ís-
lenska hestinum en því markmiði
verður m.a. náð með því að bæta
svæðið sjálft, aðkomu og umhverfi
þess og að skilgreina Gaddstaða-
flatir sem stað fyrir landsmót
hestamanna fjórða hvert ár. Á
svæðinu er gert ráð fyrir marg-
víslegum samkomum hestamanna
s.s. reiðhallarsýningum, hesta-
íþróttamótum, félagsmótum, kapp-
reiðum, kynbótasýningum, einka-
sýningum hrossaræktenda,
sölusýningum og firmakeppnum.
Þar að auki eru möguleikar á
margvíslegri annarri nýtingu þar
sem þörf er á miklu rými, eins og
t.d. fyrir landbúnaðar- og vélasýn-
ingar, íþróttaiðkun, tónleikahald,
markaði og árlega töðugjaldahátíð.
„Við stefnum að því að hefja
byggingu reiðhallar á þessu ári, en
félagið á nú þegar burðarbita úr
Tívolíhúsinu í Hveragerði sem not-
aðir verða í húsið. Við ætlum að
leggja bundið slitlag á veg inn á
svæðið, lagfæra bílastæði, planta
trjám og koma starfsemi að stað í
reiðhöllinni ásamt markaðssetn-
ingu svæðisins. Á næsta ári er
áætlað að byggja upp reiðleiðir,
skipuleggja tjaldsvæði og bíla-
stæði því tengt, ásamt endurbygg-
ingu núverandi félagshúss.
Árið 2003 verður ráðist í end-
urbætur á stóðhestahúsi sem fyrir
er, sett sæti í áhorfendabrekkur,
svæðið raflýst, reiðvellir endur-
gerðir og komið upp veitingaað-
stöðu í reiðhöll. Þá er einnig á
teikniborðinu að koma upp sögu-
sýningu í máli og myndum, t.d.
með gömlum munum og lifandi
sýningum sem tengir saman hest-
inn og gömul vinnubrögð. Á und-
anförnum árum hafa hestamanna-
félög í nágrenni stærri
þéttbýlissvæða á Suðvestur- og
Norðurlandi fengið verulega styrki
til uppbyggingar á aðstöðu til
mótahalds og félagsaðstöðu, eins
og t.d. landsmótssvæðið í Reykja-
vík og á Melgerðismelum í Eyja-
firði. Mótssvæðið á Gaddstaðaflöt-
um hefur hingað til eingöngu verið
byggt upp af hestamannafélögun-
um, nánast án allra framlaga af
hálfu ríkis eða sveitarfélaga, en
félagsmenn hins vegar lagt ómælt
til í formi sjálfboðavinnu. Gadd-
staðaflatir eiga ekki stönduga bak-
hjarla á borð við Reykjavíkurborg,
Akureyrarbæ eða önnur stærri
bæjarfélög og þess vegna er leitað
eftir aðstoð á svo breiðum grunni
sem hér er áformað,“ sagði Viðar
Steinarsson, starfsmaður Rangár-
bakka ehf.
Uppbyggingu haldið áfram á Gaddstaðaflötum við Hellu
Hlutafélag stofnað um
rekstur hestamiðstöðvar
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Frá mótssvæðinu á Gaddstaðaflötum við Hellu.
Hellnum - Vart hefur farið framhjá
neinum sem fylgst hefur með frétt-
um undanfarna daga að aðalloðnu-
veiðin hefur verið út af sunnanverð-
um Snæfellsjökli. Íbúar á Hellnum
hafa getað fylgst með öllum þeim
stóru skipum sem þar eru að veiðum
bæði daga og nætur og hafa ljósin
frá þeim lýst upp náttmyrkrið. Frá
landi séð er engu líkara en úti á haf-
fletinum hafi skyndilega myndast lít-
ið þorp þar sem greina má ljós frá tíu
til tólf skipum og stundum fleiri í
þéttri þyrpingu.
Um helgina var hér á ferð hópur
áhugaljósmyndara frá Hollandi sem
gátu varla lýst ánægju sinni yfir því
að hafa getað tekið myndir af flot-
anum við veiðar skammt utan við
Malarrif og fá svo jökulinn bjartan
og hreinan í kaupbæti á mánudags-
morgninum.
Fari svo að loðnan drepist hér
undan Jökli má reikna með að mikið
verði af fugli í ætisleit á hafsvæðinu
framundan Hellnum, svo og hvalir,
en þeir sjást iðulega frá landi þegar
kringumstæður sem þessar myndast
til ætisöflunar skammt undan
ströndinni.
Loðnuveiði
við land-
steinana
Á EGILSSTÖÐUM hittast nokkrar
mæður vikulega með ungbörnin sín
í notalegri innisundlaug við Tjarn-
arbraut. Litlu krílin eru orðin
vatnskettir hinir mestu og skríkja
af kátínu í fangi mæðra sinna.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Litlir sundgarpar æfa tökin