Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 19

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 19 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyr- irhuguð kaup Fjárfestingarfélags Norðlendinga, sem er að öllu leyti í eigu Lífeyrissjóðs Norðurlands, á meirihluta í Íslenskum verðbréfum hf. samrýmist ekki 36. gr. laga um starfsemi lífeyrissjóða og leggst Fjármálaeftirlitið því gegn því að kaupin fari fram. Sparisjóður Norðlendinga er stærsti hluthafinn í Íslenskum verð- bréfum hf. og skömmu fyrir síðustu áramót tóku hluthafar Íslenskra verðbréfa hf. tilboði Fjárfestinga- félags Norðlendinga í 51% eignar- hlut í félaginu og hefur Fjármálaeft- irlitið haft málið til skoðunar síðan. Lífeyrissjóður Norðurlands hafði þá um skeið leitað leiða til að efla eigin eignastýringu og var niðurstaðan sú að farsælast væri að byggja á sam- starfi við heimaaðila. Var markmiðið með samstarfi þessara aðila meðal annars að auka sérhæfingu við eign- astýringu lífeyrissjóðsins og skjóta um leið styrkari stoðum undir fjár- málaþjónustu á Norðurlandi með efl- ingu Íslenskra verðbréfa. Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands, segist ósáttur við þessa nið- urstöðu Fjármálaeftirlitsins. Á heimasíðu lífeyrissjóðsins er haft eftir honum að málið snúist um túlk- un á tilteknum lagatexta í lögum um starfsemi lífeyrissjóða. „Fjármálaeftirlitið tók sér langan tíma til að skoða málið og skilaði frá sér formlegri niðurstöðu 19. febrúar. Þeir komast að því að kaupin sam- rýmist ekki lögunum. Að okkar mati er umsögn eftirlitsins ekki vel unnin og illa rökstudd og við erum henni al- gerlega ósammála. Ég býst þó ekki við áfrýjun af okkar hálfu. Miðað við þann tíma sem mál virðast taka hjá eftirlitinu myndum við sennilega ekki fá svar fyrr en eftir einhverja mánuði. Það er algerlega óviðunandi að svona máli skuli haldið opnu í jafnlangan tíma. Þetta er því niður- staðan í málinu, a.m.k. hvað þetta til- boð varðar.“ Áætluð kaup Fjárfestingarfélags Norðlendinga á meirihluta í Íslenskum verðbréfum Fjármálaeftir- litið leggst gegn kaupunum Alþjóðalánshæfimatsfyrirtækið Fitch tilkynnti í gær að það hefði gef- ið Íslandsbanka-FBA hf. langtíma- lánshæfiseinkunnina A og skamm- tímaeinkunnina F1. Jafnframt gaf Fitch bankanum sjálfstæðu ein- kunnina C og stuðningseinkunnina 2. Mat Fitch er sambærilegt við mat al- þjóðlega lánshæfismatsfyrirtækisins Moody’s sem hækkaði lánhæfisein- kunn sína í A2, P-1 eftir sameiningu Íslandsbanka og FBA. Í fréttatilkynningu frá Fitch segir að einkunnirnar endurspegli sterka stöðu bankans á Íslandi, mikil gæði eigna og fullnægjandi eiginfjárstöðu en taki einnig tillit til sveiflna í af- komu vegna markaðsviðskipta. Þar segir jafnframt að þó að enn sé stutt frá sameiningu Íslandsbanka og FBA sé ljóst að hún hafi verið skyn- samlegt skref og að ný eining hafi ekki aðeins sterka markaðsstöðu heldur einnig möguleika á betri fjár- mögnun og kostnaðarhagræðingu. Afkoma bankans sé viðunandi þrátt fyrir tap á markaðsviðskiptum og eignir séu góðar. Íslandsbanki-FBA óskaði eftir matinu og er fyrsta íslenska fyrir- tækið sem hefur fengið lánshæfisein- kunn frá tveimur alþjóðlegum mats- fyrirtækjum. Jafnframt er bankinn með hæstu lánshæfiseinkunn ís- lenskra fjármálafyrirtækja. Í til- kynningu frá Íslandsbanka-FBA segir að slík niðurstaða frá tveimur ólíkum lánshæfisfyrirtækjum sé að mati bankans viðurkenning á styrk sameiningarinnar og stefnu fyrir- tækisins og sýni trú þeirra á framtíð- armöguleikum bankans. Einkunnin styrki enn frekar stöðu bankans á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum, hvort sem er á skuldabréfamörkuð- um eða sambankalánsmörkuðum. „Alþjóðleg skuldabréf bankans út- gefin skv. EMTN-rammasamningi hafa þegar fest sig í sessi og skamm- tímaskuldabréf bankans sem útgáfa var hafin á í lok árs 2000 hafa hlotið góðar viðtökur. Skuldabréf útgefin undir EMTN-samningnum voru 1,5 milljarðar evra á síðasta ári, eða tæpir 120 milljarðar íslenskra króna. Sterk staða Íslandsbanka-FBA á alþjóðlegum fjármálamörkuðum efl- ir því starfsemi hans, gerir bankan- um kleift að koma enn betur til móts við auknar kröfur viðskiptavina og treystir hag hluthafa,“ segir í til- kynningunni. Fitch gef- ur Íslands- banka- FBA góða einkunn DAIMLERCHRYSLER, stærsti eigandi Mitsubishi, áætlar að fækka störfum hjá japanska framleiðand- anum um allt að 15% eða um 9.500 störf. Aðgerðirnar eru hluti af stærri endurskipulagningu hjá Daimler- Chrysler. Einni af fjórum verksmiðj- um Mitsubishi verður lokað og fram- leiðslugeta fyrirtækisins minnkuð um fimmtung. Búist er við að rekstrarhagnaður DaimlerChrysler árið 2000 minnki um 90% frá 1999 og tap verði á starfsemi Daimler- Chrysler á árinu 2001. Stjórn fyrirtækins kom saman á föstudag og samþykkti róttækar skipulagsbreytingar á Daimler- Chrysler. Ein helsta breytingin er að stofnuð verður ný nefnd undir for- ystu Jurgen Schrempp sem mun hafa yfirumsjón með hinum mörgu deildum fyrirtækisins. Síðan Daiml- er Benz sameinaðist Chrysler hefur allt gengið á afturfótunum sérstak- lega á Bandaríkjamarkaði. Eftir- spurn eftir bílum í Bandaríkjunum heldur áfram að minnka enda útlit fyrir að hagvöxtur í Bandaríkjunum minnki enn frekar á þessu ári. Niðurskurður hjá Mitsubishi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.