Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 21 SAMKVÆMT nýrri verðbólgu- spá Gjaldeyrismála, sem Ráð- gjöf og efnahagsspár gefa út, er enn gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki í mars á bilinu 0,4-0,8%, meðal annars vegna þess að gert er ráð fyrir að lækkunaráhrif útsala fari að ganga til baka. Frá upphafi til loka þessa árs er gert ráð fyrir 4% verðbólgu. Spáin er nánast samhljóða spá Gjaldeyrismála frá 12. febrúar síðastliðnum, en spáin nú er gerð í ljósi vísitölu bygg- ingarkostnaðar um miðjan febrúar og launavísitölu fyrir janúar sem birtar voru síðastlið- inn föstudag. Vísitala bygging- arkostnaðar með útreiknings- tíma um miðjan mánuð hækkaði um 1 % en spá Gjaldeyrismála frá 12. febrúar var um 0,4%. Að- alástæða hækkunarinnar nú er hækkun gatnagerðargjalda. Launavísitala hækkaði litlu minna en samkvæmt forsend- um spárinnar, eða um 3,1%. Síð- astliðna 12 mánuði hefur bygg- ingarvísitalan hækkað um 5,3% en launavísitalan um 9,2%. Fram kemur í spá Gjaldeyr- ismála að áfram sé gert ráð fyrir að kjarasamningar náist án meiriháttar kollsteypu í efna- hagsmálum og að vikmörk nú- verandi gengisstefnu haldi, en eins og undanfarna mánuði séu margir óvissuþættir í verðlags- málum. Spá 4% verð- bólguSVÍNABÚIÐ Brautarholti hefur eignast 23,87% hlut í Sláturfélagi Suðurlands og Geysir, félag í eigu Kristins Gylfa Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Svínabúsins Brautar- holti, hefur eignast 5,89% hlut í Slát- urfélaginu. Alls nemur hluturinn 29,76%. Um B-deildarbréf er að ræða, en eigendur þeirra njóta skertra rétt- inda m.a á aðalfundi en bréfin hafa forgang á arði, en auk þess er Svínabúið Brautarholti stærsti ein- staki eigandi í A-deild stofnsjóðs með um 2% eignarhlut. Nafnverð bréfanna er tæpar 60 milljónir króna en viðskiptin voru á genginu 1,3 og er kaupverð bréfanna því tæpar 78 milljónir króna. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar eru seljendur bréfanna m.a. sjóðir í vörslu Kaupþings og lífeyrissjóðir. Ekki er ætlunin með kaupunum að koma á sameiningu Síld og fisks en Svínabúið Brautarholti keypti í júní á síðasta ári 2/3 hluta þess fyrirtækis af systkinunum Katrínu og Skúla Þorvaldsbörnum ásamt öllum fast- eignum Síldar og fisks. Gengi bréfanna lækkað um tæp 60% frá 1997 „Ástæðan fyrir kaupunum á þess- um bréfum í Sláturfélaginu er fyrst og fremst sú að við höfum mikla trú á félaginu og höfum átt viðskipti við það í yfir fjörutíu ár með svínakjöts- afurðir. Þetta er traust og vel rekið félag og gengi bréfanna mjög hagstætt. Sláturfélagið fór síðast í hlutafjárút- boð með B-deildarbréf vorið 1997 og var útboðsgengið þá 3. Fyrst á eftir hækkaði gengi bréfanna en hefur síð- an lækkað mjög mikið og við kaupum bréfin nú á genginu 1,3. Við teljum því að um mjög góð kaup sé að ræða og lítum á þetta sem góða fjárfest- ingu en einnig stuðningsyfirlýsingu við vel rekið félag,“ segir Kristinn Gylfi. Eigendur hluta í B-deild stofn- sjóðs Sláturfélags Suðurlands njóta ekki atkvæðisréttar í félaginu vegna eignar í þeim hluta stofnsjóðs. Þeir hafa rétt til setu á félagsfundum og fullt málfrelsi. Að öðru leyti fer um réttindi þeirra skv. samþykktum þessum og samvinnufélagalögum. Kristinn segist telja að það eigi að eigendavæða samvinnufélög, eins og Sláturfélag Suðurlands, og það sé skynsamlegt að skoða til lengri tíma litið að breyta Sláturfélaginu úr sam- vinnufélagi í hlutafélag. „Við teljum eðlilegt að skoða það á næstu misserum þegar löggjafinn er búinn að afgreiða þær breytingar á lögum um samvinnufélög sem liggja fyrir þinginu. Samkvæmt frumvarp- inu verður breyting á samvinnufélagi yfir í hlutafélag gerð mun auðveldari en nú er.“ 10% arður greiddur til hluthafa Kristinn Gylfi segir að hlutafélaga- formið tryggi að fyrirtæki geti að- lagað sig samkeppnisumhverfi á hverjum tíma meðal annars með því að sækja nýtt fé. Eins sé þá tryggt að eigendur félaga fái á hverjum tíma rétt verð fyrir eignarhlut sinn í við- komandi félögum og það sama gildi um bændur eins og aðra sem eiga í atvinnurekstri. „Við teljum að bænd- ur í atvinnurekstri eigi með sama hætti og aðrir að geta fengið rétt verð fyrir eignarhluta í sínum félög- um sem þeir hafa byggt upp við- skipta- og eignatengsl við í gegnum langan tíma. Líkt og aðrir í öðrum einstökum atvinnugreinum í þjóð- félaginu. Þetta er okkar stefna og hún snýr einnig að öðrum samvinnu- félögum sem við eigum eignarhlut í.“ Að sögn Kristins Gylfa er Slátur- félag Suðurlands mjög sterkt félag á matvörumarkaði og markaðsvirði þess mikið. „Félagið hefur verið rek- ið með góðum hagnaði í langan tíma og greiðir t.d. núna 10% arð til hlut- hafa,“ segir Kristinn Gylfi. Eigendur Svínabúsins Brautarholti eignast tæp 30% í Sláturfélaginu Stærsti eigandi A- og B-bréfa Kjötvinnsla Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.