Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MARGAR kvartanir hafa borist
Neytendasamtökunum það sem af er
árinu, vegna þess að verslunareig-
endur vilja ekki taka við inneignar-
nótum á útsölum. Sesselja Ásgeirs-
dóttir hjá kvörtunarþjónustu
Neytendasamtakanna segir að sam-
kvæmt nýjum verklagsreglum geti
fólk skilað jólagjöf og fengið inneign-
arnótu sem hægt er að nota á útsölu
nema hún hafi verið gefin út
skömmu fyrir upphaf útsölunnar eða
á útsölunni sjálfri. „En verklagsregl-
urnar eru nýjar og ekki allir versl-
unareigendur sem hafa tileinkað sér
þær.“ Dæmi eru jafnvel um að fólk
með ársgamlar inneignarnótur og
eldri hafi ekki getað notað þær á út-
sölum. Inneignarnótur gilda í fjögur
ár nema annað komi fram á nótunni.
Þá eru einnig dæmi um að þegar
fólk komi að skila jólagjöfum hafi af-
greiðslufólk neitað að láta það fá inn-
eignarnótur fyrir fullu verði heldur
boðið því útsöluverð. Það segir Sess-
elja að hafi verið leiðrétt ef það hefur
komið á borð hjá Neytendasamtök-
unum. Samkvæmt verklagsreglun-
um á á fólk að fá fullt verð ef gefin er
út inneignarnóta enda þótt útsala sé
hafin.
Þá bendir hún á að fólk eigi rétt á
að fá peninga til baka kaupi það gall-
aða vöru sem ekki er hægt að gera
við og ekki er til í versluninni.
Sesselja segir að þegar neytendur
leiti til samtakanna með kvartanir af
þessu tagi sé haft samband við versl-
anir sem oftar en ekki taki vel í
ábendingar.
Morgunblaðið/Ómar
Sumir verslunareigendur hafa ekki tileinkað sér nýjar verklagsreglur
Mörgum synjað um
að nota inneignar-
nótur á útsölu
Inneignarnótur gilda í fjögur ár nema annað komi fram á nótunni.
HEILBRIGÐISEFTIRLIT á höf-
uðborgarsvæðinu stóð að könnun á
nítrítinnihaldi í saltkjöti í síðustu
viku en tekin voru 19 sýni. Að sögn
Rögnvalds Ingólfssonar, sviðsstjóra
matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, eru litlar líkur á því
að nú sé boðið til sölu saltkjöt sem
inniheldur of mikið nítrít þ.e. eftir
að saltkjötið sem mældist með of
mikið nítrít var tekið úr verslunum.
Rétt notkun talin skaðlaus
Nítrít er aukefni (E 250) sem
ásamt matarsalti nefnist nítrítsalt
en það er notað við verkun salt-
kjöts. Rögnvaldur segir að efnið
hafi rotverjandi áhrif og gefi auk
þess saltkjöti rauða litinn er það
gengur í samband við vöðvarauða
kjötsins. „Í of miklu magni er efnið
talið stuðla að myndun svokallaðra
„nítrósamína“ í kjötinu en meðal
þeirra eru þekktir krabbameins-
valdar. Rétt notkun efnisins er talin
skaðlaus. Leyft hámark nítríts í
saltkjöti hér á landi er 120 mg/kg,
en það er sama gildi og í flestum
öðrum löndum Evrópska efnahags-
svæðisins.“
Í könnuninni voru tekin sýni af
saltkjöti frá öllum þekktum fram-
leiðendum saltkjöts sem dreifa vöru
sinni á höfuðborgarsvæðinu. Um
var að ræða15 sýni af lambasalt-
kjöti og 4 sýni af söltuðu hrossa-
kjöti. Sýnin voru frá Búrfelli,
Ferskum kjötvörum, Gæðafæði,
Goða, Höfn, KEA Kjarnafæði,
Kjöthöllinni, Kjötsmiðjunni, Kjöt-
vinnslu KS, Kjötvinnslu Nóatúns,
kjötvinnslu Samkaupa, Sláturfélagi
Suðurlands, Þinni verslun – Mela-
búðinni og Þinni verslun – Selja-
braut. Könnunin var framkvæmd
dagana 12.-22. febrúar s.l. Að könn-
uninni stóðu heilbrigðiseftirlitin á
höfuðborgarsvæðinu, en það eru
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og
Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseftirlit
Kjósarsvæðis og Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur.
Rannsókn sýna fór fram hjá Iðn-
tæknistofnun Íslands. Heilbrigðis-
eftirlitin á höfuðborgarsvæðinu
hafa um skeið haft með sér sam-
vinnu um rannsóknir á matvælum,
einkum þeirra er mest eru á mark-
aði árstíðabundið eða sérstakrar
vöktunar þurfa með.
Nítrít í sprengidagskjöti almennt innan leyfilegra marka
Sala stöðvuð á einni
saltkjötstegund
Af 19 saltkjötssýnum sem tekin voru
á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku
reyndist eitt sýni innihalda meira nítrít
en leyfilegt er. Sala var stöðvuð
á saltkjöti sem var yfir mörkum.
Morgunblaðið/Ásdís
Saltkjöt og baunir verða víða í
matinn í kvöld. Þegar heil-
brigðiseftirlitið á höfuðborgar-
svæðinu kannaði í síðustu viku
nítrítinnihald í 19 sýnum salt-
kjöts kom í ljós að í 1 sýni var
nítrít yfir leyfilegum mörkum.
ÞAÐ ERU alltaf einhverjir sem
gleyma að setja baunir í bleyti fyr-
ir sprengidagsmáltíðina, þ.e. salt-
kjöt og baunir.
Hjördís Edda Broddadóttir,
annar framkvæmdastjóra Leið-
beiningastöðvar heimilanna, segir
að auðvitað sé best að setja baun-
irnar (gular hálfbaunir) í bleyti
kvöldið áður og einnig sé hægt að
setja þær í bleyti um morguninn
áður en fólk fer í vinnu, það
minnki suðutímann verulega. Hún
segir að miðað sé við u.þ.b. ½ sól-
arhring í bleyti en bendir á að það
sé allt í lagi þótt tíminn sé lengri
eða styttri, það ýmist lengir eða
styttir suðutímann.
„Ef þetta gleymist þá er bara að
setja baunirnar strax í pott þegar
heim er komið á sprengidag. Það
eina sem gerist er að fólk þarf að
sjóða baunirnar miklu lengur. Ef
baunir eru ekki lagðar í bleyti
þarf að sjóða þær alveg lágmark í
2–2½ klst. Ef baunirnar eru lagð-
ar í bleyti nægir yfirleitt að sjóða
þær í eina klst. og 15 mínútur.“ En
hvenær eru baunirnar nægjanlega
soðnar? „Þegar þær eru jafnar og
engar örður í þeim, annars er
þetta alltaf smekksatriði hvers og
eins. Í lokin er gott að setja svolít-
íð soð af kjötinu út í súpuna þar til
hún er hæfilega þykk og sölt.
Það má einnig gera baunasúpu
úr hraðfrystum baunum. Baun-
irnar eru þá soðnar í litlu vatni
þangað til þær eru meyrar. Kjöt
og grænmeti er jafnframt soðið og
bætt út í baunasúpuna.“ Hjördís
mælir að lokum með því að nóg sé
af grænmeti í baunasúpunni, kart-
öflum, gulrófum og gulrótum.
Hún segir suma kjósa að sleppa
saltkjöti og þá er ráð að nota í
staðinn beikonbita í súpuna. Mik-
ilvægt er að láta beikonið sjóða
góða stund í súpunni svo rétta
bragið náist. Þeir sem vilja geta
síðan sleppt hvoru tveggja, salt-
kjötiu og beikoninu. Í staðinn er
þá mjög gott að leysa upp 1-2
súputeninga og bragðbæta súp-
una þannig og útkoman verður
ekki síður ljúffeng.
Morgunblaðið/Ásdís
Þó að fólk hafi gleymt að setja baunir í bleyti í morgun er ekki öll nótt
úti. Það má nota hraðfrystar baunir í staðinn.
Saltkjöt og baunir
á síðustu stundu
KOMINN er á
markað sérstakur
hanski til að bera á
sig brúnkukrem.
Með tilkomu
hanskans eru gulir
lófar úr sögunni og
áferðin er sögð
verða jöfn. Setja á
kremið í hanskann
og því næst strjúka yfir andlit og lík-
ama. Eftir notkun er hanskinn þveg-
inn með volgu sápuvatni og látinn
þorna. Hanskinn er til í tveimur
stærðum; stór fyrir líkamann og lítill
fyrir andlit. Útsölustaðir eru Lyf og
heilsa apótek og allar helstu snyrti-
vöruverslanir.
Brúnku-
hanskinn
Nýtt