Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 24
ERLENT
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
COLIN Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, segir að stjórn
George Bush forseta eigi ekki í deil-
um við írösku þjóðina heldur einræð-
isherrann Saddam Hussein Íraksfor-
seta og stjórn hans. Ráðherrann
hefur á ferðalagi sínum um nokkur
Miðausturlönd reynt að fá stuðning
arabaþjóða við að áfram verði beitt
viðskiptalegum refsiaðgerðum gegn
Saddam en orðið lítt ágengt. Margir
álíta að refsiaðgerðirnar komi aðeins
niður á almenningi en ekki þeim sem
þær beinast að, þ.e. valdhöfunum.
Powell segir á móti að aðeins fimmt-
ungur allra tekna Íraka af olíusölu sé
notaður til að sinna nauðþurftum al-
mennings í Írak.
Powell hefur í ferð sinni, er hófst á
laugardag, m.a. hitt að máli Amr
Moussa, utanríkisráðherra Egypta-
lands, er sagðist greina teikn um já-
kvæðar breytingar í stefnu Banda-
ríkjamanna varðandi friðarferlið.
Powell ræddi við Ariel Sharon, vænt-
anlegan forsætisráðherra Ísraels, og
hvatti utanríkisráðherrann Ísraela til
að aflétta efnahagslegri einangrun
Palestínumanna sem veldur miklu at-
vinnuleysi og vaxandi örvæntingu
meðal Palestínumanna. Hann hitti
einnig Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínumanna, að máli og sagði Powell að
líða myndi nokkur tími áður en deilu-
aðilar hæfu aftur friðarviðræður. Til
mótmælaaðgerða kom er ráðherrann
kom til fundar við Arafat í Ramallah.
Hart hefur verið deilt um refsiað-
gerðirnar gegn Írak í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Frakkar, Rúss-
ar og Kínverjar vilja að aðgerðunum
verði aflétt en Bandaríkjamenn og
Bretar segja þær nauðsynlegar til að
Saddam færi sig ekki upp á skaftið.
Einnig vofi stöðugt yfir sú hætta að
Írakar komi sér upp gereyðingar-
vopnum og langdrægum eldflaugum
og geti þá ógnað jafnt grönnum sínum
sem fjarlægari þjóðum.
Saddam nýtur vinsælda
Loftárásir Bandaríkjamanna og
Breta á ratsjárstöðvar Íraka að und-
anförnu hafa ekki fengið stuðning
fyrrverandi bandamanna þeirra á
svæðinu í Persaflóastríðinu ef Ísrael-
ar eru undanskildir. Írakar njóta mik-
ils stuðnings meðal almennings í
arabaríkjum og Saddam er þar álitinn
sýna að hægt sé að standa uppi í
hárinu á vesturveldunum. Bandaríkin
eru auk þess sögð eiga sök á vanda
Palestínumanna með ótrauðum
stuðningi sínum við Ísrael.
Powell ræddi í gær við ráðamenn í
Saudi-Arabíu og var væntanlegur til
Sýrlands. Málgagn Sýrlandsstjórnar,
Al-Baath, átaldi í gær Powell fyrir að
beina eingöngu sjónum sínum að mál-
efnum Íraks en hunsa „morðin“ sem
Ísraelar fremdu á Palestínumönnum.
Ísrael væri hin raunverulega ógn við
friðinn í Miðausturlöndum.
Powell gagnrýndi stefnu Íraks-
stjórnar í gær í Kúveit er hann lagði
blómsveig að minnismerki um nær
150 bandaríska hermenn er féllu í
Persaflóastríðinu gegn Írak 1991.
Ferð utanríkisráðherra Bandaríkjanna um Miðausturlönd
Powell lofar að verja Kúveit
Jerúsalem, Kúveitborg, Damaskus, Riyadh, Kaíró. AP, AFP, The Daily Telegraph.
Reuters
George Bush, fv. Bandaríkjaforseti (fyrir miðju), tók þátt í hátíðarhöld-
unum í Kúveit í gær í tilefni þess að 10 ár voru frá frelsun landsins. T.v.
er Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, t.h. er Norman
Schwarzkopf, yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Persaflóastríðinu.
STJÓRNVÖLD í Indónesíu sögðust
í gær ætla að senda fleiri hermenn til
Borneó til að binda enda á dráp Daj-
aka, mongólskra frumbyggja eyj-
unnar, á innflytjendum frá eyjunni
Madúra. Hundruð Madúra hafa þeg-
ar beðið bana og óttast er að ofbeldið
breiðist út.
Hermt er að stjórnin hyggist einn-
ig senda illræmda sérsveit til Borneó
til að aðstoða við að stöðva árásir
Dajaka sem hófust fyrir rúmri viku.
Um 30.000 innflytjendur á Borneó,
aðallega Madúrar, hafa flúið frá
Sampit og fleiri bæjum í héraðinu
Mið-Kalimantan þar sem átökin hóf-
ust. Öryggissveitir eyjunnar hafa lít-
ið gert til að hindra drápin.
Fórnarlömbin afhöfðuð
Þúsundir flóttamanna voru fluttar
með skipi til borgarinnar Surabaya á
Jövu um helgina. „Þeir stöðvuðu bíl-
inn okkar á miðjum veginum, drógu
einn farþeganna út og skáru af hon-
um höfuðið. Þeir afhöfðuðu síðan
þrjá til viðbótar,“ sagði einn flótta-
mannanna. „Þrjú barnanna minna
grétu af hræðslu. Við héldum að við
yrðum næst en þeir létu okkur í friði.
Þeir sögðu: Ekki vera hrædd, þið er-
uð ekki Madúrar. Við þekkjum lykt-
ina af þeim.“
Flóttafólkið sagði að þúsundir inn-
flytjenda hefðu flúið í skóga í grennd
við Sampit og Dajakar væru að leita
þeirra. Áætlað var í gær að um
10.000 Madúrar væru enn í Sampit
og stefnt er að því að flytja þá þaðan
í vikunni. Íbúar Sampit sögðu að
her- og lögreglumenn hefði lítið sem
ekkert gert til að hindra drápin og
látið sem þeir sæju ekki vopnaða
Dajaka sem gengu um göturnar og
héldu á höfðum fórnarlamba sinna.
Stjórnin virðist ráðþrota
Indónesísk stjórnvöld virðast
einnig vera ráðþrota. Megawati Suk-
arnoputri varaforseti rauf loks þögn
sína um drápin á sunnudag og við-
urkenndi að erfitt væri fyrir stjórn-
ina að taka á málinu þar sem hún
ætti þegar við of mörg vandamál að
stríða vegna blóðugra átaka á öðrum
eyjum Indónesíu.
Embættismenn sögðu að öryggis-
sveitirnar hefðu nú hemil á Dajökum
í Sampit. Dajakar, vopnaðir sverðum
og spjótum, réðust inn í verslanir og
íbúðarhús í Palangkaraya, höfuðstað
Mið-Kalimantan, og kveiktu í þeim.
Þeir settu einnig upp vegartálma og
stöðvuðu bíla til að leita að Madúrum
sem þeir sögðust ætla að drepa.
Abdurrahman Wahid, forseti
Indónesíu, sem var á leiðtogafundi
þróunarríkja í Kaíró, kvaðst vilja
senda liðsmenn illræmdrar sérsveit-
ar, Kopassus, til Borneó. Sérsveitin
hefur oft verið sökuð um mannrétt-
indabrot og er sögð hafa kynt undir
átökum á nokkrum eyjum Indónesíu.
Wahid er nú í tveggja vikna ferð
um Miðausturlönd og Afríku og hef-
ur lítið tjáð sig um ofbeldið í Borneó.
Allt að þúsund manns
liggja í valnum
Embættismenn á eyjunni sögðu
að vitað væri með vissu að 270 manns
hefðu beðið bana í Sampit og ná-
grenni. Þeir bættu þó við að enn væri
verið að leita að líkum fórnarlamba
og tala látinna gæti hækkað í 1.000.
„Allir Madúrar sem fara ekki úr
héraðinu verða drepnir,“ sagði Azan
Tein, einn vígamannanna úr röðum
Dajaka. „Við höfum fengið nóg af
þeim. Þeir nauðga konunum okkar.
Þeir virða ekki menningu okkar.
Annaðhvort fara þeir eða deyja. Mið-
Kalimantan er fyrir Dajaka eina.“
Rúmlega 100.000 Madúrar voru
fluttir til indónesískra héraða Bor-
neó frá sjöunda áratug síðustu aldar
og þar til í fyrra þegar stjórnvöld
féllu frá þeirri stefnu sinni að flytja
fólk frá þéttbýlustu eyjunum til
strjálbýlla héraða. Fólksflutningarn-
ir höfðu þá sætt harðri gagnrýni og
stjórnin var sökuð um að virða að
engu menningu frumbyggja Borneó.
Dajakar segja að þeir hafi verið
hraktir frá jörðum sínum og innflytj-
endurnir hafi tekið frá þeim störf í
gull-, tin- og koparnámum eyjunnar.
Þeir kvarta einnig yfir því að hafa
fengið verri menntun en innflytjend-
urnir.
Voru þekktir fyrir mannát
Flestir Madúrar eru trúaðir músl-
imar og hafa óbeit á ýmsum siðum
Dajaka. Þeir telja þá einnig lata og
frumstæða. Dajakar saka hins vegar
Madúra um fordóma og ofríki.
Flestir Dajakar eru kristinnar
trúar þótt margir þeirra fylgi enn
ýmsum fornum siðum sem byggjast
á andatrú og forfeðradýrkun.
Dajakar voru þekktir sem mann-
ætur þar til hausaveiðar voru bann-
aðar í Borneó undir lok 19. aldar.
Madúrar hafa einnig getið sér orð
fyrir að vera grimmir stríðsmenn.
Stjórn Indónesíu reynir að binda enda á blóðsúthellingarnar á Borneó
Frumbyggjar hafa vegið
hundruð innflytjenda
Palangkaraya. Reuters, AFP, AP.
AP
Dajaki, vopnaður spjóti, stendur við hús í bænum Sampit á Borneó eftir
að hafa kveikt í því. Húsið var í eigu innflytjenda sem hafa flúið.
DANSKIR stjórnmálamenn eru nær
einróma um að skynsamlegt sé að
Færeyingar ákveði að hætta við
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði. Þess er vænst að endanleg
ákvörðun um það liggi fyrir í vikulok-
in en Anfinn Kallsberg, lögmaður
Færeyja, lagði til fyrir helgi að fyr-
irhuguð atkvæðagreiðsla yrði blásin
af.
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, hefur ekki vilj-
að tjá sig um yfirlýsingu Kallsbergs
en Peter Duetoft, formaður Fær-
eyjanefndar danska þingsins, telur
lögmanninn hafa tekið „afar skyn-
samlega“ ákvörðun. Segir Duetoft að
ákvörðun færeysku landsstjórnar-
innar um að boða til atkvæðagreiðslu
hafi verið út í hött. „Það var rangt að
biðja Færeyinga að greiða atkvæði
um sjálfstæði með skilyrðum sem
danska stjórnin hafði þegar sagt að
hún myndi ekki fallast á. Afleiðingin
hefði getað orðið sú að Færeyingar
hefðu samþykkt sjálfstæði með skil-
yrðum sem síðar stæðust ekki. Því er
það af hinu góða að lögmaðurinn tók
þessa ákvörðun,“ segir Duetoft og
tekur jafnframt fram að ekkert sé at-
hugavert við að Færeyingar greiði
síðar meir atkvæði um málið, þegar
tekist hafi samningar um skilyrði fyr-
ir sjálfstæði.
Jákvæð áhrif
„Þetta er skynsamleg niðurstaða,“
segir íhaldsmaðurinn Bendt Bendt-
sen, sem einnig á sæti í Færeyja-
nefndinni. „Við höfum verið með
Færeyjum [í ríkjasambandi] í 600 ár
og eigi leiðir að skilja á það að gerast
á verðugan hátt. Nú þegar þeir fresta
þjóðaratkvæðinu, mýkjast hlutirnir
og það getur haft jákvæð áhrif á
samningana við Danmörku ef línurn-
ar eru ekki jafn afgerandi,“ sagði
Bendtsen.
Anders Fogh Rasmussen, formað-
ur Venstre, tók í sama streng og
kvaðst vona að samningaviðræðurn-
ar við Dani yrðu nú ögn afslappaðri
en verið hefði.
Þjóðaratkvæði um
sjálfstæði Færeyja
Danir telja
skynsam-
legt að
hætta við
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.