Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 25 Aðalfundur 2001 Aðalfundur Opinna kerfa hf., verður haldinn miðvikudaginn 7. mars 2001. Fundurinn verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, kl. 16.15. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn félagsins gerir tillögur um breytingar á félagssamþykktum. Breytingarnar fela í sér: • að ákvæði hlutafélagalaga gilda um það hvenær aðalfundir teljast lögmætir hvað fundarsókn varðar, en samkvæmt núgildandi samþykktum er áskilin fundarsókn 2/3 hluthafa, • að felld verði niður heimild 1/5 hluthafa til að krefjast framhaldsaðalfundar um tiltekna dagskrárliði á aðalfundi, • að fellt verði út ákvæði sem varðar veðtryggingu á lánum til hluthafa. Stjórn félagsins gerir tillögu um að stjórninni verði veitt heimild til að auka hlutafé í félaginu með útgáfu nýrra hluta að nafnverði allt að kr. 21.000.000 sem varið verði til fjárfestinga samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Stjórnin ákveði gengi og aðra skilmála varðandi þessa aukningarhluti, en þeir veiti réttindi í félaginu frá og með skráningardegi aukningarinnar. Heimildin falli niður, hafi hún ekki verið nýtt innan þriggja ára frá samþykkt hennar. Í tillögunni felst að hluthafar falli frá forkaupsrétti að þessum aukningarhlutum. Stjórn félagsins gerir einnig tillögu um að stjórninni verði veitt heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu sjálfu að nafnverði allt að kr. 21.000.000 á markaðsgengi eins og það kann að vera þegar og ef heimildin verður nýtt. Heimildin falli niður, hafi hún ekki verið nýtt innan 12 mánaða frá samþykkt hennar. Önnur mál – löglega upp borin. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að veita slíkt skriflega. Ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar til fundarins liggja frammi á skrifstofu félagsins til athugunar fyrir hluthafa fram að aðalfundi. Stjórn Opinna kerfa hf. F í t o n / S Í A F I 0 0 2 1 3 9 SAMTÖK VERSLUNARINNAR AÐALFUNDUR Hvammur, Grand Hótel, föstudaginn 9. mars 2001, kl. 13:00 SKRÁNING 13:00 Skráning við Hvamm, Grand Hótel FUNDARSETNING 13:15 Ræða formanns Samtaka verslunarinnar Haukur Þór Hauksson. FYRIRLESARAR 13:45 Pétur Björnsson stjórnarformaður X-18: Útrás verslunarfyrirtækja. Kaffihlé. 14:20 Helgi Gestsson lektor við Háskólann á Akureyri: Tækifæri í smásöluverslun, „Convenience store - þægindaverslun“ 14:50 Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.: Stækkun flughafnarinnar, stækkun verslunarrýmis og framtíðarhorfur. 15:20 Hilmar Ágústsson rekstrarráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers: Rafrænir markaðir og vörudreifingarmiðstöðvar. Kaffihlé 16:10 Almenn aðalfundarstörf skv. samþykktum samtakanna Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910 eða á netfang: lindabara@fis.is EFTA-ríkin sem eru aðilar að Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) munu framvegis ekki fá að senda fulltrúa sína til að sitja fundi nefnda sem hafa með öryggismál sjómanna á farskipum á EES-svæðinu að gera. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB) tilkynnti þetta í bréfi til EFTA á dögunum. Sendiherrar Íslands og Noregs hjá Evrópusambandinu í Brussel segjast áhyggjufullir vegna þessa; þetta geti verið upphafið að því að EFTA-ríkin verði útilokuð frá þátt- töku í um 50 málefnanefndum, sem verið hafa vettvangur samráðs allra EES-ríkjanna fram að þessu. EES-samningurinn kveður á um að framkvæmdastjórn ESB beri að hafa samráð við fulltrúa og sérfræð- inga EFTA-ríkjanna með sama hætti og fulltrúa ESB-ríkjanna við undirbúning nýrrar löggjafar sem varðar gildissvið EES-samningsins. Þetta samráð fer fram í nefndum á vegum framkvæmdastjórnarinnar, alls rúmlega 200 talsins. Til viðbótar þessum nefndum framkvæmdastjórnarinnar eru starfræktar nefndir, sem sjá um að fylgja eftir og túlka reglur sem þeg- ar hafa verið settar, en í þessar nefndir er skipað sameiginlega af framkvæmdastjórninni og ráð- herraráði ESB. Fram að þessu hafa fulltrúar EFTA-ríkjanna fengið að sitja fundi þessara síðarnefndu nefnda, en nú – þegar í það stefnir að Mið- og Austur-Evrópuríkin gangi í ESB – virðist sambandið ætla að taka harðar á því að í starfi slíkra nefnda fái aðeins fulltrúar fullgildra aðildarríkja ESB að taka þátt. Innan alls stofnanakerfis ESB virðist eiga að gera skýrari grein- armun á því hverjir eru með, hverj- ir ætla að vera með, og hverjir eru ekki með. Í þessu sambandi á að sögn Óslóarblaðsins Aftenposten greinilega að skilgreina Ísland og Noreg sem ríki sem eru „ekki með“. Stefnubreyting? „Ef þetta er undanfari stefnu- breytingar hjá framkvæmdastjórn- inni um það hvernig hún hefur sam- ráð við EFTA-ríkin í EES og ef þetta verður víðtækara yfir allt nefndasviðið og einskorðast ekki við þessa tilteknu nefnd um þjálfun sjó- manna, þá er hér vissulega um áhyggjuefni að ræða,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Ís- lands í Brussel, í samtali við Morg- unblaðið. „Við erum því að vinna að því núna að efna til viðræðna við full- trúa framkvæmdastjórnarinnar til þess að skýra betur út okkar stöðu og kippa þessu í liðinn,“ segir Gunnar Snorri. Aftenposten hefur eftir Einar Bull, sendiherra Noregs hjá ESB, að þetta stefni áhrifamöguleikum EFTA-ríkjanna á regluverk EES- svæðisins í hættu. „Tilhneigingin er augljós. Við erum á leiðinni út,“ segir hann. Áhyggjuefni fyrir Ísland Evrópusambandið útilokar fulltrúa EFTA-ríkja frá vissum nefndum KOMMÚNISTAR unnu stórsigur í þingkosningum í Moldóvu á sunnu- dag og stjórnmálaskýrendur sögðu að kjósendurnir hefðu látið í ljósi óánægju sína með versnandi lífskjör eftir að markaðsumbótum var kom- ið á. Kommúnistar fengu helming at- kvæðanna og báru sigurorð af bandalagi miðjumanna og umbóta- sinna. Talið var að þeir myndu fá um 70 þingsæti af 101 og nógu mörg til að tryggja að frambjóðandi þeirra yrði kjörinn næsti forseti landsins á þinginu. Til þess þurfa þeir 60 þingsæti. „Kommúnistar hafa fengið 50,2% atkvæðanna og aðeins verða þrjár fylkingar á þinginu,“ sagði Dumitru Nidelcu, formaður yfirkjörstjórnar landsins, þegar 97% atkvæðanna höfðu verið talin. Helsti andstæðingur kommún- ista, bandalag miðflokka undir for- ystu Dumitru Braghis forsætisráð- herra, fékk aðeins 13,45% atkvæðanna. Þjóðarflokkur kristi- legra demókrata fékk 8,18%. Lofuðu að hækka launin um helming Kommúnistar fengu 30% fylgi í síðustu kosningum árið 1998 og urðu stærsti flokkurinn. Þeir náðu þó ekki meirihluta og deilur á þinginu urðu til þess að afgreiðsla mikilvægra lagafrumvarpa tafðist. Efna þurfti til þingkosninganna þar sem ekkert forsetaefnanna fékk nógu mörg atkvæði á þinginu til að ná kjöri. Kommúnistar notfærðu sér óánægju almennings með fátæktina og atvinnuleysið í landinu og lofuðu að hækka laun og lífeyri lands- manna um helming. Vladimir Voronin, leiðtogi komm- únista, kvaðst ætla að auka afskipti ríkisins af efnahagslífinu en varaðist að hafna öllum umbótum til að styggja ekki Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og erlenda fjárfesta. Um 80% íbúa Kosovo lifa á and- virði tæpra 100 króna á dag og landbúnaðarframleiðslan er nú að- eins þriðjungur þess sem hún var þegar landið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991. Þingkosningar í fyrrverandi Sovétlýðveldinu Moldóvu Flokkur kommún- ista vinnur stórsigur Reuters Mikil fátækt er í Moldóvu. Hér fær gömul kona aðstoð yngri manneskju á markaði í þorpinu Vodul-Lui-Voda, um 20 km frá höfuðborginni Chis- inau, um helgina, en kjósendur sýndu þá óánægju sína með markaðs- umbótatilraunir í landinu með því að skila kommúnistum stórsigri. Chisinau. Reuters. fimm daga vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.