Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 27
Dragtir
Neðst á Skólavörðustíg
STJÓRNMÁLAMENN og stjórn-
sýslufræðingar taka undir gagnrýni
danskra fjölmiðla á það hvernig fjár-
málum dönsku konungsfjölskyldunn-
ar er háttað. Upplýsingaskylda
dönsku hirðarinnar er sú takmark-
aðasta í Evrópu og nýtur drottning
meiri fríðinda en flestir aðrir þjóð-
höfðingjar Evrópu. Danir eru með af-
brigðum konunghollir og mun þetta í
fyrsta sinn sem fjölmiðlar gagnrýna
drottninguna á þennan hátt.
Tvo daga í röð hefur stærsta blað
Danmerkur, Politiken, skrifað um
skort á upplýsingaskyldu konungs-
fjölskyldunnar og hafa allmargir
stjórnmálamenn og stjórnsýslufræð-
ingar, sem blaðið hefur leitað til, tek-
ið undir það með blaðinu að opnari og
meiri umræðu sé þörf. Aðrir fjöl-
miðlar hafa tekið málið upp en um-
ræðan er engu að síður afar hófstillt
og gagnrýnin einnig. Almenningur
sem rætt er við er að jafnaði á því að
láta eigi drottninguna í friði, hún sé
landinu til sóma.
Danadrottning greiðir ekki skatt
eða virðisaukaskatt og engin gjöld,
t.d. af bílum eða hlutabréfum.
Danska hirðin fær nú 67,5 milljónir
dkr. eða um 700 milljónir ísl.kr. til
rekstrar. Af því fé eru greidd laun til
starfsmanna, minniháttar viðhald á
húseignum, opinberar veislur, gjafir
og persónuleg útgjöld. Kostnaður við
utanlandsferðir er hins vegar greidd-
ur af utanríkisráðuneytinu. Greiðslur
til drottningar hafa hækkað um
37,5% á síðasta áratug.
Engar upplýsingar eru gefnar um
útgjöld og ekki einu sinni ríkisend-
urskoðandi hefur aðgang að reikn-
ingum fjölskyldunnar. Slíkt býður
heim hættu á misnotkun að mati
sagn- og stjórnsýslufræðinga auk
þess sem þeir benda á að þar sem hið
opinbera greiði kostnað við rekstur-
inn hljóti hið opinbera jafnframt að
eiga rétt á að endurskoða hvernig
fénu sé varið.
Utan við lögin
Drottning ber samkvæmt lögum
enga ábyrgð og ekki er hægt að
sækja hana eða nokkurn úr fjölskyld-
unni til saka samkvæmt lögum, sem
reyndar eru frá árinu 1665. Til marks
um það er, að þegar Friðrik krón-
prins var staðinn að of hröðum akstri
fyrir nokkrum árum, var ekki hægt
að sekta hann og sú eina sem gat
áminnt hann var móðir hans. Stöðu
drottningar vegna getur hún ekki
gert neina launasamninga, t.d. við
starfsfólk sitt. Allir meðlimir kon-
ungsfjölskyldunnar stunda önnur
störf en að sinna embættisskyldum;
drottningin er listamaður sem hann-
ar og málar í frístundum, maður
hennar Hinrik prins er vínbóndi, son-
urinn Friðrik er hermaður og Jóakim
prins hefur búrekstur með höndum á
Jótlandi. „Vilji konungsfjölskyldan
lifa borgaralegu lífi á hún jafnframt
að geta vænst þess að litið verði á
hana sem borgaralega,“ segir Stig
Jørgensen, prófessor í stjórnskipun-
arrétti við Árósaháskóla.
Gagnrýnin er þó eins og áður segir
hófstillt og ekki eru gerðar aðrar
kröfur en þær að danska hirðin opni
reikningshald sitt og fari að greiða
skatt, eins og tilfellið er með t.d.
sænsku og bresku konungsfjölskyld-
una. Í leiðara Politiken segir að þar
sem konungsfjölskyldan njóti eins
mikilla vinsælda og raun beri vitni,
detti engum heilvita manni í hug að
hrófla við tilvist hennar. Það útiloki
hins vegar ekki að reynt verði að end-
urnýja og nútímavæða aðstæður
hennar.
Fríðindi Dana-
drottningar
gagnrýnd
Reuters
Margrét Þórhildur Danadrottning hvíslar í eyra eiginmanns síns,
Hinriks prins. Fyrirkomulag fjármála konungsfjölskyldunnar hefur
verið gagnrýnt í dönskum fjölmiðlum fyrir að vera ekki nógu opið.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Ármúla 21,
sími 533 2020
Fagmennirnir þekkja Müpro
Rörafestingar
og upphengi
Allar stærðir og gerðir
rörafestinga og
upphengja
HEILSALA - SMÁSALA