Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 33

Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 33
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 33 MENNING 2000 (Culture 2000), menningaráætlun Evrópusam- bandsins, auglýsir skilafrest til 4. apríl fyrir samstarfs- verkefni á sviði lista og menningararfleifðar. Meðal skilyrða fyrir umsókn er að verkefnið sé samstarf a.m.k. þriggja aðildarlanda áætlunarinnar. Athugið að undantekning frá þriggja landa reglunni gildir fyrir þýðingar á evrópskum bókmennt- um skrifuðum eftir 1950. Áætluninni „Menningu 2000“ var komið á laggirnar til að styrkja samstarf á sviði menningar í Evr- ópu og nær til menningararfleifðar og allra listgreina. Á síðasta ári fengu alls tíu verk- efni, sem Ísland átti aðild að, styrki upp á ríflega 60 milljónir ísl. króna. Nánari upplýsingar í síma 562 6388 og á http://www.centrum.is/ ccp. Ritgerð um íslensk fyrirtæki og EES Á bókasafni Euro Info skrifstof- unnar er að finna lokaritgerð Höllu Thoroddsen í viðskipta- og hag- fræðideild. Rit- gerðin ber titil- inn „Tækifæri og hindranir ís- lenskra fyrir- tækja á Evr- ópska efnahags- svæðinu“ og er þar m.a. farið yfir: – Markmið EES-samningsins – Sameiginlegar stofnanir EES – Lagaumhverfi á ESS – Áhrif EES-samningsins á íslenskt efnahagslíf – Ísland og Evrópusamstarfið – Möguleika fyrirtækja eftir stærð – Kosti og ókosti EES – Sóknarfæri íslenskra fyrir- tækja í alþjóðasamkeppni EES-vinnumiðlun Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og ríkisstjórn Póllands hafa skrifað undir samkomulag um að hraða endur- bótum á vinnu- miðlunarkerfinu í Póllandi vegna stækkunar Evr- ópusambandsins til austurs. Pól- verjar setja sér markmið í at- vinnumálum og munu taka upp vinnumarkaðsað- gerðir svipaðar þeim sem tíðkast hafa í Evrópusambandslöndum. Báðir aðilar munu fylgjast með og meta árangur. Meira um þetta og fleira á sviði atvinnu- og félagsmála ESB á: http://europa.eu.int/comm/dgs/ employment_social/03_01_en.htm. Íslenska starfs- menntakerfið á bók CEDEFOP, miðstöð Evrópu- sambandsins um þróun starfs- menntunar, hefur gefið út yfirlitsrit um íslenska starfsmenntakerfið, „Vocational Education and Train- ing in Iceland“. Dr. Guðmundur Rúnar Árnason tók það saman fyr- ir Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís- lands og CEDEFOP. Ritið mun verða til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndal. CEDEFOP gefur út slík yfirlits- rit um starfsmenntakerfi allra Evr- ópulanda, og er útgáfan hluti af upplýsingaþjónustu stofnunarinnar, en eitt meginhlutverk hennar er að safna saman og gefa út ritaðar og rafrænar upplýsingar um flest sem viðkemur starfsmenntun í Evrópu. MENNT – samstarfsvettvangur at- vinnulífs og skóla er umsjónaraðili CEDEFOP á Íslandi og hægt er að fá aðgang að útgáfum CEDEFOP á skrifstofu MENNTAR á Lauga- vegi 51, 2. hæð. Ritið um íslenska starfsmenntakerfið er gefið út á ensku í fyrstu, en nú þegar er bæði frönsk og þýsk útgáfa í undirbún- ingi. Nánari upplýsingar um CEDEFOP má fá á vefsíðunni www.cedefop.eu.int eða á www.mennt.is, svo og í hinu raf- ræna þjálfunarþorpi stofnunarinn- ar, www.trainingvillage.gr, þar sem hægt er að nálgast útdrátt úr rit- inu. Einnig má hafa samband við MENNT í síma 511 2660 eða í net- fangi alla@mennt.is. Yfirlit starfs- mannakerfa LEIKSKÓLASTJÓRAR hvaðanæva af landinu héldu hátíðarfund sinn á Álftanesi sl. föstudag í hátíðarsal íþróttahúss Bessastaðarhrepps. Hreppurinn bauð hópnum upp á kaffiveitingar og Hr. Ólafur Ragn- ar Grímsson tók á móti faghópi skólastjóra á Bessastöðum. Fræðsluerindið flutti Sigmar Þormar, sem rekur fyrirtækið Skipulag og skjöl, um skjalstjórnun persónuupplýsinga. Samkomunni lauk svo með létt- um kvöldverði. Morgunblaðið/Golli Leikskólastjórar héldu hátíðarfund á föstudaginn. Snæddu þeir m.a. saman á Álftanesi. Hátíð hjá leikskólastjórum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.