Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 33
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 33 MENNING 2000 (Culture 2000), menningaráætlun Evrópusam- bandsins, auglýsir skilafrest til 4. apríl fyrir samstarfs- verkefni á sviði lista og menningararfleifðar. Meðal skilyrða fyrir umsókn er að verkefnið sé samstarf a.m.k. þriggja aðildarlanda áætlunarinnar. Athugið að undantekning frá þriggja landa reglunni gildir fyrir þýðingar á evrópskum bókmennt- um skrifuðum eftir 1950. Áætluninni „Menningu 2000“ var komið á laggirnar til að styrkja samstarf á sviði menningar í Evr- ópu og nær til menningararfleifðar og allra listgreina. Á síðasta ári fengu alls tíu verk- efni, sem Ísland átti aðild að, styrki upp á ríflega 60 milljónir ísl. króna. Nánari upplýsingar í síma 562 6388 og á http://www.centrum.is/ ccp. Ritgerð um íslensk fyrirtæki og EES Á bókasafni Euro Info skrifstof- unnar er að finna lokaritgerð Höllu Thoroddsen í viðskipta- og hag- fræðideild. Rit- gerðin ber titil- inn „Tækifæri og hindranir ís- lenskra fyrir- tækja á Evr- ópska efnahags- svæðinu“ og er þar m.a. farið yfir: – Markmið EES-samningsins – Sameiginlegar stofnanir EES – Lagaumhverfi á ESS – Áhrif EES-samningsins á íslenskt efnahagslíf – Ísland og Evrópusamstarfið – Möguleika fyrirtækja eftir stærð – Kosti og ókosti EES – Sóknarfæri íslenskra fyrir- tækja í alþjóðasamkeppni EES-vinnumiðlun Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og ríkisstjórn Póllands hafa skrifað undir samkomulag um að hraða endur- bótum á vinnu- miðlunarkerfinu í Póllandi vegna stækkunar Evr- ópusambandsins til austurs. Pól- verjar setja sér markmið í at- vinnumálum og munu taka upp vinnumarkaðsað- gerðir svipaðar þeim sem tíðkast hafa í Evrópusambandslöndum. Báðir aðilar munu fylgjast með og meta árangur. Meira um þetta og fleira á sviði atvinnu- og félagsmála ESB á: http://europa.eu.int/comm/dgs/ employment_social/03_01_en.htm. Íslenska starfs- menntakerfið á bók CEDEFOP, miðstöð Evrópu- sambandsins um þróun starfs- menntunar, hefur gefið út yfirlitsrit um íslenska starfsmenntakerfið, „Vocational Education and Train- ing in Iceland“. Dr. Guðmundur Rúnar Árnason tók það saman fyr- ir Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís- lands og CEDEFOP. Ritið mun verða til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndal. CEDEFOP gefur út slík yfirlits- rit um starfsmenntakerfi allra Evr- ópulanda, og er útgáfan hluti af upplýsingaþjónustu stofnunarinnar, en eitt meginhlutverk hennar er að safna saman og gefa út ritaðar og rafrænar upplýsingar um flest sem viðkemur starfsmenntun í Evrópu. MENNT – samstarfsvettvangur at- vinnulífs og skóla er umsjónaraðili CEDEFOP á Íslandi og hægt er að fá aðgang að útgáfum CEDEFOP á skrifstofu MENNTAR á Lauga- vegi 51, 2. hæð. Ritið um íslenska starfsmenntakerfið er gefið út á ensku í fyrstu, en nú þegar er bæði frönsk og þýsk útgáfa í undirbún- ingi. Nánari upplýsingar um CEDEFOP má fá á vefsíðunni www.cedefop.eu.int eða á www.mennt.is, svo og í hinu raf- ræna þjálfunarþorpi stofnunarinn- ar, www.trainingvillage.gr, þar sem hægt er að nálgast útdrátt úr rit- inu. Einnig má hafa samband við MENNT í síma 511 2660 eða í net- fangi alla@mennt.is. Yfirlit starfs- mannakerfa LEIKSKÓLASTJÓRAR hvaðanæva af landinu héldu hátíðarfund sinn á Álftanesi sl. föstudag í hátíðarsal íþróttahúss Bessastaðarhrepps. Hreppurinn bauð hópnum upp á kaffiveitingar og Hr. Ólafur Ragn- ar Grímsson tók á móti faghópi skólastjóra á Bessastöðum. Fræðsluerindið flutti Sigmar Þormar, sem rekur fyrirtækið Skipulag og skjöl, um skjalstjórnun persónuupplýsinga. Samkomunni lauk svo með létt- um kvöldverði. Morgunblaðið/Golli Leikskólastjórar héldu hátíðarfund á föstudaginn. Snæddu þeir m.a. saman á Álftanesi. Hátíð hjá leikskólastjórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.