Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 37 SPILLINGARÁSAKANIR ganga á víxl milli Zhu Ronghi forsætisráðherra, þriðja leiðtoga Kína, og Li Peng, næstfremsta stjórnmálaleiðtoga landsins. Þessar ásakanir eru yfirleitt komnar frá innanríkiseftirlits- stofnun Kína. En leynilögreglu- menn í Kína eru nú þegar komn- ir í yfirvinnu, og reyna að fylgjast með þeim milljónum Kínverja sem eru að nota Netið. Þessi ákafi er ekkert nýtt í Kína. Ofsóknarkennd, uppljóstrarar og innanríkisnjósnir eru svo nauðsynlegar kommúnista- stjórnum að fáum kemur það nokkuð á óvart hversu víðtæk starfsemi leynilögreglunnar er hérlendis. Samt hófust innanrík- isnjósnir ekki í Kína með tölvu- byltingunni og ekki heldur með kommúnistabyltingu Maós. Sannleikurinn er sá, að myrk- ustu stundirnar í langri sögu Kína hafa oft farið saman með umfangsmiklum innanríkis- njósnakerfum; oftast veit þetta ekki aðeins á endurkomu harð- stjóra heldur einnig á óstöðug- leika. Leynilögreglumennirnir í Kína eiga sér langa sögu. Njósnastofnun Ming-keisarans Chengs Zu (1403–1424) var köll- uð Dong Chang, eða „Austur- vinnustofan“. Hún var mönnuð geldingum og gaf skýrslu beint til keisarans. Cheng Zu notaði Dong Chang til að komast framhjá öðrum ríkisstofnunum og ofsækja fjölmargt saklaust fólk sem hafði misboðið honum. Valdatími Chengs Zu var ein- hver myrkasta tíð kínverskrar sögu. Þjóðernissinnastjórn Chiangs Kai-shek hafði líka trú á innan- ríkisnjósnum, og stundaði þær bæði fyrir og eftir valdatöku kommúnista 1949, og njósnarar Chiangs beittu hörku til að halda niðri öllum merkjum um andóf innanlands. „Hvít ógnarstjórn“ þjóðernissinna hélt áfram jafnvel eftir að Chiang Kai-shek og her- sveitir hans komust undan til Taívan. Einungis uppgangur lýð- ræðis á Taívan á undanförnum árum leiddi til þess að innanrík- isnjósnir drógust saman. Eftir að hafa orðið fórnarlömb njósnara Chiangs Kai-shek komu kommúnísku valdhafarnir í Kína sér upp víðtæku eigin njósnaneti. Maó kallaði innanrík- isnjósnir reyndar „ósýnilegt töfravopn“. Nú á tímum er njósnanet Maós jafn virkt og það hefur nokkru sinni verið, þótt sósíalíska hagkerfið hans sé að skreppa saman. Jiang Zemin, forseti Kína og fremsti leiðtogi, reiðir sig reynd- ar á njósnara frá Öryggislög- reglu alþýðunnar og Kínversku öryggislögreglunni til að halda völdum. Auk þess að halda niðri pólitisku andófi gegna þessir leynilögreglumenn lykilhlutverki í valdabaráttunni innan flokks- ins. Svona njósnir eru nauðsyn- legar, segir Jiang, til að viðhalda „stöðugleika“ kommúnískrar stjórnar frammi fyrir víðtækum efnahagsumbótum sem vekja óróa. En líkt og Satúrn sem borðaði börnin sín eru njósnirnar í Kína að gleypa í sig bæði miðstjórn- armenn og andspyrnumenn. Cheng Kejie, háttsettur embætt- ismaður í Flokknum, sem tekinn var af lífi fyrir spillingu í fyrra, var lengi undir sérstöku eftirliti Öryggislögreglu alþýðunnar. Brottvikning fyrrverandi borg- arstjóra Peking, Chens Xitong, og skósveina hans, einnig vegna ákæru um spillingu, hefði ekki getað orðið að veruleika án sann- ana sem opinberir njósnarar öfl- uðu. Reyndar telja margir að Jiang forseti og trúnaðarvinur hans, Zeng Qinghong, safni af ákafa pólitískt vandræðalegum upplýsingum um spillta embætt- ismenn til að geta kúgað þessa embættismenn til undirgefni. Gott dæmi um þetta varðar Bao Tong, sem sat í fram- kvæmdastjórn flokksins, og komst í ónáð hjá nánustu sam- starfsmönnum forsetans. Bao er nú undir eftirliti átján njósnara allan sólarhringinn, og þeir hafa jafnvel sett upp varðstöð fyrir framan húsið hans. Þrátt fyrir þetta segir Flokkurinn að Bao njóti enn allra borgararéttinda sinna. Undanfarið hafa allt að tólf njósnarar fylgst daglega með He Qinglian, sem er vel þekktur rit- höfundur, blaðamaður og gagn- rýnandi umbótanna í Kína. Njósnarar stjórnarinnar hafa brotist inn í einkatölvu hennar til að taka afrit af skjölum og gögn- um og hafa brotið sér leið inn á vefþjón hennar til að ritskoða tölvupóstinn hennar og stjórna netaðgangi hennar. Svona „netn- jósnarar“ hópast nú á öll net- kaffihúsin í helstu borgum Kína. Frá tímum njósnara Chengs Zu Ming-keisara hafa innanrík- isnjósnir verið merki um örygg- isleysi, ekki sjálfstraust. Innan- ríkisnjósnir eru að færast í vöxt og taka nú á dögum á sig nýjar myndir vegna þess að leiðtogar Kína, sem eru órólegir vegna þeirra breytinga sem þeirra eig- in umbætur hafa leitt til, harð- neita að velta fyrir sér lýðræð- isumbótum. Þetta er smám saman að grafa undan lögmæti stjórnarinnar og miðstjórnin veit það. Til að bæta gráu ofan á svart er sífellt að koma í ljós fullkom- inn skortur Jiangs forseta á sjálfstrausti. Forseti Kína náði völdum og tryggði sig í sessi með því að reiða sig á litla klíku frá stjórnmálabækistöðvum sínum í Shanghai. Þröngur hringur stuðningsmanna Jiangs minnir marga á óvinsæla keisara á borð við Cheng Zu. Aukin þörf Jiangs fyrir njósnir og „öryggisapparatið“ kann einnig að eiga rætur að rekja til náinna tengsla Jiangs við trún- aðarvin sinn, Zeng Qinghong, son Zengs Shan, sem var innan- ríkisráðherra og yfirmaður inn- anríkisnjósna á fyrstu dögum kommúnistastjórnarinnar. Undir handarjaðri föður síns lærði Zeng Qinghong að nota njósn- anet til að styrkja stöðu komm- únismans og sjálfs sín. Í ljósi þess sem gerðist í Sov- étríkjunum fyrrverandi og aust- ur-evrópsku fylgihnöttunum þeirra er ólíklegt að ofsóknar- kenndur ótti kínverskra leiðtoga við að glata völdum fari minnk- andi á næstunni. Jiang og starfs- bræður hans gera sér grein fyrir því, að njósnastjórn leiddi til efnahagsöngþveitis og ófræging- ar ríkisstjórna um allan hinn fyrrverandi sovéska heim, með því að grafa undan persónulegri ábyrgð og borgaralegu sam- félagi. Í stað þess að draga úr innanríkisnjósnum til að undir- búa kínversku þjóðina fyrir þá síauknu persónulegu ábyrgð sem nútíma hagkerfi krefst einblínir Jiang ennþá á það að viðhalda eigin völdum og kommúnista. Þessi mistök kunna einn daginn að valda því að umskipti Kína frá kommúnisma einkennist af sömu spillingu og skipulagsleysi og nú má sjá í vanþróuðustu og ofbeld- isfyllstu ríkjum Sovétríkjanna fyrrverandi. Innanríkisnjósnir og kínversk stjórnmál Reuters Kínverskir lögreglumenn ganga um Torg hins himneska friðar. © Project Syndicate Ofsóknarkennd, uppljóstrarar og inn- anríkisnjósnir eru svo nauðsynlegar kommúnistastjórn- um að fáum kemur það á óvart hversu víðtæk starfsemi kínversku leyni- lögreglunnar er. eftir Zhang Weiguo Zhang Weiguo er aðalritstjóri mánaðarritsinsVor í Kína. ð krabba- oru 1.600 lífi en nú staklingar ein. Fjöl- 400 konur 870 karlar abbamein, eð ristil- og konur in. i lengur gi var og En það er sjúkdóm- a bug á,“ a á halda aðið sagði t á blaði rinnar að i sem geti ndurhæf- linga. „Þá að tala um kna, sál- fara sem sem lokið ski í raun heilbrigð- m svo, en u aftur til langar að ta þennan komist til sem bíða nar bata- ratugum, auka enn að sífellt á endur- að fara út vantar al- fi, sem er ti, og við r því að girnar og þessa ráð- .“ ynlegt að orvarnar- unnið hjá þyrfti að ngum því andsmenn hætta að uðrún það almennt Merkilegt brautryðjendastarf Krabbameinsfélagsins Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari landssöfnunar- innar. Hann segist hafa lagt sig fram um að leggja Krabbameins- félaginu lið á undanförnum árum og þyki sjálfsagt og eðlilegt að taka þátt í því átaki að efna til landssöfn- unar á tímamótum í sögu félagsins. „Líka vegna þess að krabbamein er sjúkdómur sem snertir alla Ís- lendinga einhvern tímann á ævinni. Sú staðreynd að einn af hverjum þremur Íslendingum fær krabba- mein felur í raun í sér að sérhver fjölskylda þarf einhvern tímann á ævinni að glíma við það að ættingi, vinur, vandamaður eða vinnufélagi hefur hlotið sjúkdóminn. Þess vegna er þjóðin með þessari söfnun í raun og veru að hjálpa sjálfri sér.“ Ólafur segir að Krabbameins- félagið sé að vinna merkilegt braut- ryðjendastarf við að hjálpa þeim sem að sjúklingum standa, hafa jafnvel misst náinn ættingja eða vin, og stuðla að því að menn geti þegar bati hefur fengist gengið á eðlilegan hátt út í lífið á ný. Að sögn Ólafs er þetta verkefni honum mjög hugleikið og segist hann vona að þjóðin sýni það í söfnuninni að hún sé ekki aðeins þakklát Krabba- meinsfélaginu fyrir sitt mikla og merka starf, heldur líka að fólk sé staðráðið í að hjálpa hvert öðru í framtíðinni í glímunni við þennan sjúkdóm. „Reynsla mín og okkar í fjöl- skyldunni hefur reyndar orðið til þess að við höfum skilið hve þessi glíma er erfið og nauðsynlegt það er að hlúa ekki aðeins að þeim sem sjúkir eru, heldur í raun og veru einnig að fjölskyldunum, vinum og vandamönnum og það er það sem Krabbameinsfélagið er að gera.“ Krabbameinssjúklingum mun fjölga næstu árin „Það er mikill lífsþróttur í Krabbameinsfélaginu en það þarf á okkur að halda. Það getur ekki eitt og sér unnið þessi verkefni. Krabbameinsfélagið er félag þjóð- arinnar, þjóðin hefur sýnt það áður að hún kann að meta störf þess. Og ég vona að þessi söfnun verði líka skilaboð frá þjóðinni um að hún sé ekki aðeins þakklát heldur vilji hún efla getu Krabbameinsfélagsins til þess að sinna þessum vandamálum sem því miður eru vaxandi á næstu árum vegna fjölgunar krabba- meinssjúklinga. Ég held að mikil- vægt sé að við gerum okkur grein fyrir því, vegna þess að umræðan hefur á undanförnum misserum verið um rannsóknir og árangur í rannsóknum og þær eru mikilvæg- ar, en staðreyndirnar eru engu að síður þær að sjúklingum mun fjölga á næstu árum. Það verða æ fleiri Íslendingar sem verða fórnarlömb krabbameins og glíma landsmanna við þennan sjúkdóm á eftir að verða umfangsmeiri og þess vegna er það nauðsynlegt að Krabbameinsfélag- ið hafi burði til þess að geta sinnt þessu verkefni.“ Persónulega segist Ólafur ætla að leggja söfnuninni lið á margvís- legan hátt á næstu dögum, með samræðum við þá sem ætla að leggja fram fé, með því að heim- sækja þá sem að söfnuninni standa og taka þátt í starfinu á margvís- legan hátt þegar að söfnuninni kemur og stuðla fyrir sitt leyti að því að söfnunin verði öflug og sterk. „Þetta er í fyrsta sinn sem við Vigdís stöndum saman í verkefnum af þessu tagi og kannski í fyrsta sinn sem forseti og fyrrverandi for- seti leggja málstað saman lið. Hún hefur verið verndari Krabbameins- félagsins lengi og ég verndari þess- arar söfnunar. En við höfum bæði orðið fyrir þeirri reynslu að glíma við þennan sjúkdóm. Þess vegna er það einnig persónulega mikilvægt fyrir okkur að geta verið þátttak- endur í söfnuninni.“ Merkilegt félag Vigdís Finnbogadóttir er vernd- ari Krabbmeinsfélags Íslands og segir mikilvægt að átta sig á því að félagið sé sameign allra lands- manna og bakhjarl þegar krabba- meinið herjar á einstaklinga og fjöldskyldur. Að sögn Vigdísar þykir henni margir vera á flótta undan því að hugsa um þessi mál þar sem þau veki ótta, en allir sjái hins vegar hversu þarft það er að eiga félag eins og Krabbameins- félagið. Vigdís segist telja þetta eitt merkilegasta félag í landinu sem hafi unnið þrekvirki og lyft grett- istaki eins og sjá megi þegar litið sé yfir starf þess og verkefni á liðnum árum. Þar sé ekki síst hægt að nefna að félagið hafi skotið skjóls- húsi yfir stuðningsfólk við krabba- meinssjúka, sem ekki hafi verið fyrir hendi þegar hún sjálf greind- ist með krabbamein fyrir 24 árum. „Það er gríðarlega mikilvægt að hitta fyrir einhvern annan sem hef- ur orðið fyrir sömu reynslu og þú ert að fara í gegnum sjálfur. Á ald- arfjórðungi hefur þetta alveg gjör- breyst. Það mætti segja mér að ár mín í forsetaembætti hafi stutt við að breyta viðhorfinu, því auðvitað vissi þjóðin að ég hafði fengið krabbamein þótt það hafi aldrei verið talað um það við mig neitt að ráði. Og það að ég hafði þessa orku og sýndi þennan styrk veit ég að varð til huggunar.“ Aðspurð um hvaða skilaboðum hún vildi beina til landsmanna áður en söfnunin hefst, sagðist hún vilja vekja athygli fólks á því að enginn vissi hvað væri að gerast í líkaman- um og því mikilvægt að átta sig á því að með þátttöku í söfnuninni væri fólk að vinna fyrir sig sjálft. „Við vitum aldrei hvað er að ger- ast í líkamanum, samanber þegar fólk fær allt í einu hjartaáfall, heila- blóðfall eða önnur áföll. Við getum gert allt mögulegt til að reyna að forðast það en við vitum aldrei fyrir víst. Þess vegna vil ég segja við fólk að við erum að gera þetta fyrir okk- ur sjálf. Við erum að gera þetta fyr- ir börnin okkar, sem er ákaflega mikilvægt, við erum að gera þetta fyrir maka okkar og fyrir þá sem við unnum allra mest í lífinu. Því það er oft erfiðara fyrir þann sem horfir upp á maka sinn eða barn verða veikt heldur en fyrir sjálfan aðilann. Það eru svo miklar þján- ingar sem fylgja því að horfa upp á sitt fólk verða veikt,“ sagði Vigdís. reinast in á ári Morgunblaðið/Ásdís nun nk. laugardag, ásamt núverandi og fyrr- Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, innar, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- Björnsson formaður Krabbameinsfélagsins. aman í landssöfnun Krabbameinsfélagsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.