Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 44

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 44
UMRÆÐAN 44 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „einkaskóli“ ekki heldur fyrir þar, en það er á nokkrum stöðum fjallað um hugmyndafræði. Ekki koma þó fram neinar fyrirfram gefnar skoð- anir eða áætlanir um það hvers konar hugmyndafræði skuli móta skólastarfið. Það virðist algerlega lagt í hendur verksala að gera til- lögur um slíkt. Það er því ekki óeðlilegt að foreldrar í skólahverf- inu telji sig eiga rétt á að ræða efn- islega um hugmyndafræði við skólayfirvöld í Hafnarfjarðarbæ, áður en þau standa frammi fyrir því að velja skólastefnu frá þeim verkkaupum sem bjóða í verkið. Eða hvað ætla skólayfirvöld að leggja til grundvallar við val á hug- myndafræði og skólastefnu? Einkaskóli eða hvað? Í nýlegu viðtali við Börk Hansen í Spegli Ríkisútvarpsins kom fram að svokallaðir „verktakaskólar“ ryðji sér nú til rúms t.d. í Banda- ríkjunum og Nýja-Sjálandi. Í við- talinu sagði Börkur eitthvað á þá leið að um væri að ræða opinbera skóla, sem oftast væru reknir á grundvelli ákveðinnar hugmynda- fræði eða uppeldisstefnu og þá að frumkvæði tiltekins hóps manna, t.d. foreldra eða kennara. Þessir skólar hefðu aðgang að opinberu fé, en um þá ríktu mörg og ströng skil- yrði, t.d. hefðu þeir ekki heimild til Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Hafnarfirði hélt á dögunum opinn fund um ákvörðun skóla- yfirvalda þar í bæ um að bjóða út kennsluþáttinn í nýj- um grunnskóla í Ás- landi. Sú sem þetta ritar hélt framsögu- erindi á fundinum ásamt Gesti Svavars- syni og gerðum við ráð fyrir að geta lagt spurningar fyrir skólayfirvöld sem höfðu verið boðuð til fundarins. En það fór nú svo að hvorki bæjarstjórinn né formaður skólanefndar sáu sér fært að mæta, reyndar ekki forstöðu- maður skólaskrifstofu Hafnarfjarð- ar heldur. Þar sem fjöldamörgum spurningum um málið er enn ósvar- að og þar sem bæjaryfirvöld hafa enn ekki haldið neina opna fundi til að kynna bæjarbúum ætlan sína eða hugmyndir verður ekki hjá því komist að leggja nokkrar spurn- ingar fyrir þau á þessum vettvangi hér. Undanþága frá lögum Það kom fram í umræðum utan dagskár á Alþingi fyrir skemmstu að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa farið fram á það við menntamála- ráðuneytið að veitt verði undan- þága á grundvelli 53. greinar grunnskólalaganna svo heimila megi áform um útboð kennsluþátt- ar skólans. Menntamálaráðherra lýsti því í umræðunum að hann teldi mál liggja það ljós fyrir að ekki væri ástæða til að ætla annað en að heimila mætti þetta útboð. Af máli ráðherrans mátti ráða að hann hafi ekki talið framkvæmanlegt að bjóða kennsluþáttinn út nema á grundvelli 53. greinar- innar, sem fjallar um tilraunastarf í grunn- skólum. Þá er rétt að rifja það upp að sum- arið 1999 gengu erindi milli menntamálaráðu- neytisins og skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar þar sem óskað var eftir könnun á því hvort sú leið, að bjóða út allan rekstur grunnskólans í Áslandi, þ.m.t. kennsl- una, væri fær. Hug- mynd skólayfirvalda í Hafnarfirði gekk þann- ig í upphafi ekki út á tilraunastarf, heldur varðaði hún einungis rekstrarform- ið sjálft. Bæjarstjórinn lýsir þessu afdráttarlaust í pistli á heimasíðu bæjarins, en þar segir hann: Hér er að sjálfsögðu ekki verið að stefna á einkaskóla eins og við helst þekkj- um þá heldur er um að ræða rekst- ur hefðbundins grunnskóla, með þeim skyldum og kvöðum, sem þeim rekstri fylgir. Hugmyndin um tilraunaskóla og undanþágu á grundvelli 53. greinar laganna er sem sagt komin úr menntamálaráðuneytinu, enda seg- ir menntamálaráðherra í ræðu sinni á Alþinig í fyrri viku að ráðuneytið muni ekki hafa forgöngu í málinu, heldur mæta ósk um heimild til að nýta ákvæði greinarinnar. Nú eru skólayfirvöld í Hafnarfirði búin að óska eftir því að fá að nýta greinina svo hægt verði að bjóða út kennslu- þátt skólans í Áslandi. Tilraun með hvað? Þegar útboðsgögnin eru lesin kemur í ljós að skólayfirvöld í Hafnarfirði gera ekki mikið með til- raunaþáttinn. Í gögnunum er hvergi minnst á tilraun eða til- raunaskóla. Reyndar kemur orðið að leggja á skólagjöld. Börkur telur „einkaskóla“ því ekki rétta nafngift á slíka skóla. Þegar grannt er skoðað virðist Áslandsskóli því hvorki eiga að vera einkaskóli né tilraunaskóli, hvað á hann þá að vera? Ekki er óeðlilegt að menn spyrji hvort kannski sé hér um að ræða einka- framkvæmd einkaframkvæmdar- innar vegna. Ekki ef marka má út- boðsgögnin, en þar segir: Einkaframkvæmd er ekki markmið í sjálfu sér heldur aðeins ein af þeim leiðum sem beitt hefur verið í opinberum rekstri með góðum ár- angri til að auka hagkvæmni og bæta nýtingu opinberra fjármuna. Meginröksemdin virðist þannig vera hagræns eðlis og þýðir „betri nýting opinberra fjármuna“ ekki sparnaður? Léttvæg rök Hvernig má það vera að rökin fyrir útboðinu séu ekki veigameiri en hér hefur verið rakið? Ætla skólayfirvöld í Hafnarfirði bara að bíða og vona að einhverjir hug- myndaríkir aðilar sýni útboðinu áhuga og bendi þeim á eitthvað sem kalla mætti „nýjar lausnir við útfærslu verkefna“, eins og það er kallað í útboðsgögnum? Hverjar eru svo hinar nýju leiðir í stjórn- unaraðferðum eða hinar nýju lausn- ir í kjarasamningum við starfsfólk? Og hvernig ætla skólayfirvöld að nota sér ISO-staðal 9001:2000 á skólastarf? Mætustu sérfræðingar á sviði staðalfræða telja hann alls ekki henta til slíks. Þar sem meg- inröksemdin í útboðinu virðst vera hagræns eðlis er eðlilegt að spurt sé: Hvaðan eiga eigendurnir að fá sinn fjárhagslega ábata þegar kraf- ist er ýtrustu fjárhagslegrar hag- kvæmni? Varla ætla menn að fara út í þetta án þess að græða á því, enda kemur það skýrt fram í út- borðsgögnum: Tilboðsverð skal innifela nægilegan hagnað og allan kostnað! Og ef skólinn á að starfa samkvæmt grunnskólalögum og uppfylla allar sömu skyldur og aðr- ir grunnskólar í Hafnarfirði, hvar er þá hagræðingin af einkafram- kvæmdinni? Sigla skólayfirvöld kannski undir fölsku flaggi með því að óska eftir undanþágu frá grunn- skólalögunum á grundvelli 53. greinar laganna, á Áslandsskóli ekki að vera tilraunaskóli? Og hvers vegna mæta skólayfirvöld ekki þegar bæjarbúar boða þau til viðræðna um málið? Við öllum þessum spurningum vantar sárlega svör. Um hvað snýst tilraunin í Áslandsskóla? Kolbrún Halldórsdóttir Kennsla Sigla skólayfirvöld kannski undir fölsku flaggi, spyr Kolbrún Halldórsdóttir, með því að óska eftir undanþágu frá grunnskólalögunum á grundvelli 53. greinar laganna? Höfundur er alþingismaður. Verðtryggð skuldabréf SP-fjármögnunar hf., 1. flokkur 2000, skráð á Verðbréfaþing Íslands. Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf SP-fjármögnunar hf., 1. flokk 2000, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð mánudaginn 5. mars 2001, enda uppfylli þau skilyrði skráningar. Bréfin eru til 7 ára og greiðast með jöfnum árlegum afborgunum. Nafnvextir bréfanna eru 7,50%. Bréfin eru verðtryggð. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf. Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 Krabbameinsfélag Íslands var stofnað 27. júní 1951 og á því 50 ára afmæli í ár. Í því til- efni ætlar félagið að leita til þjóðarinnar um aðstoð eins og það hef- ur gert á undanförnum áratugum og byggt starfsgrundvöll sinn og tilvist á. Laugardagur- inn 3. mars 2001 er ákveðinn almennur söfnunardagur um land allt. Markmið með söfn- uninni í þetta sinn er að treysta núverandi starfsemi Krabba- meinsfélagsins, efla forvarnir og auka þjónustu við krabbameins- sjúklinga, ekki síst með því að hjálpa þeim að komast út í lífið á nýjan leik. Krabbameinsfélagið hefur skilað miklu og góðu starfi á þeim árum sem það hefur starfað, um það er enginn efi. Mikilvægt er að treysta þá starfsemi í sessi og auka þann möguleika félagsins að geta brugðist við og leitað nýrra leiða við að mæta þeim breytingum sem eiga sér stað í nútímanum. Þau gleðilegu tíðindi berast að æ fleiri læknist af krabbameini, en þar er ekki öll sagan sögð, því eftir mikl- ar lyfjagjafir, geisla, mergskipti eða skurð- aðgerðir sitja einstak- lingarnir uppi með skerta starfsorku og oftar en ekki í miklu andlegu niðurbroti. Þá er nauðsynlegt að ein- hver markviss úrræði séu fyrir hendi sem hjálpa einstaklingnum að endurheimta hæfni sína og getu til að tak- ast á við viðfangsefni líðandi dags. Ég held að stefnumótun, mark- viss uppbygging og eft- irlit í þessum efnum verði best komið í höndum Krabbameinsfélags Íslands. Hvað forvarnir snertir þá hefur það verið og er í formi skipulegrar leitar í sambandi við legháls- og brjóstakrabbamein ásamt rannsókn- um og fræðslu af ýmsum toga. Fræðsla um holla lífshætti, fræðsla varðandi fæðuval og nú eiga 23.000 börn og unglingar möguleika á að nýta námsefni um tóbak og heilsu sem Krabbameinsfélagið hefur unn- ið í samvinnu við tóbaksvarnanefnd. Félagið hefur líka staðið fyrir reyk- bindindisnámskeiðum sem þúsundir Íslendinga hafa sótt og á síðustu ár- um sjáum við lungnakrabbameinstil- fellum fara mjög fækkandi. En betur má ef duga skal og for- varnir eru viðfangsefni sem stöðugt þarf að vera í gangi. Þjóðfélag okkar býr yfir mikilli þekkingu og vitn- eskju af mörgum toga en það er ekki nóg ef einstaklingurinn nær ekki að notfæra sér hana fyrir sjálfan sig. Því er spurningin, á hvaða hátt náum við bestum árangri í forvörnum? Ég held að við gætum leitað aftur í gríska sögu og skoðað lífsviðhorf Platóns og Sókratesar. Þar segir að allir ættu að eiga þess kost að láta sér farnast vel, en til að svo megi vera þurfi þeir að rannsaka líf sitt og leita svara við því hvaða líferni leiði til velfarnaðar eða lífshamingju. Ég held að það sé mikilvægt í allri for- varnarstarfsemi að einstaklingurinn skoði sjálfan sig í ljósi þeirra upplýs- inga og þekkingar sem hann hefur því á þann hátt eru meiri líkur á að náist fram varanlegri breyting á lífs- stíl og líferni. Að finna lífshamingju, sem ég held að sé að stórum hluta fólgið í því að vera sáttur við sjálfan sig, hjálpar varnarkerfi líkamans að vinna gegn sjúkdómum og byggja upp heilbrigði. Þegar við gerum kröfu um heilbrigði er það til um- hugsunar fyrir okkur, sem speking- urinn Aron Antonovsky segir; að ein- staklingur getur verið heilbrigður þótt hann beri tiltekinn sjúkdóm, en í slíkum tilvikum býr hann yfir krafti sem gerir honum kleift að líða vel. Þennan kraft kallar Antonovsky uppsprettu heilbrigðis. Margir stuðningshópar eru starf- andi innan Krabbameinsfélagsins þar sem bæði þeir sem fengið hafa krabbamein og aðstandendur þeirra geta leitað upplýsinga, hjálpar og styrks þegar þeir þurfa á að halda. Þar er unnið mikið sjálfshjálparstarf og veitt aðstoð sem hjálpar einstak- lingnum við að takast á við sjálfan sig og umhverfið og styrkir hann í lífsbaráttunni. Krabbameinsfélagið hefur svo sannarlega gengið til góðs, verið brautryðjandi og þátttakandi í mörgu sem varðar bætt heilbrigði þjóðarinnar. Gefum því afmælisgjöf sem gerir því kleift að horfa fram á veginn í áframhaldandi starfsemi sinni við að bæta heilbrigði í landinu. Treystum þjónustu við krabbameinssjúka Gyða Ölvisdóttir Landssöfnun Krabbameinsfélagið hefur sannarlega gengið til góðs, segir Gyða Ölvisdóttir, verið brautryðjandi og þátt- takandi í mörgu sem varðar bætt heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Krabbameinsfélags A- Hún. 2001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.