Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 47

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 47 kerfisins og styður heilshugar verkefni sem stuðlað geta að upp- lýsingavæðingu sem skila sér í bættri þjónustu við sjúklinga og hagræðingu í rekstri heilbrigðis- stofnana.  Upplýsingavæðing sú sem ÍE hef- ur hug á að styðja er sú sem gera mun heilbrigðisstarfsfólki auðveld- ara að skrá heilbrigðisupplýsingar á samræmdan og staðlaðan máta og leiðir til þess að sjúkraskrár innihalda betri gögn til að þjóna þörfum heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga, og jafnframt betri gögn til rannsókna.  Stöðlun skráningar heilbrigðis- gagna eykur gæði skráningarinnar og eykur úrvinnslumöguleika á gögnum innan hverrar heilbrigðis- stofnunar. Sömuleiðis auðveldar rafræn skráning kóðun gagna, og ópersónugreinanleika þeirra, sem eru forsendur fyrir afritun og flutningi þeirra í MGH. Þannig fara þarfir heilbrigðisþjón- ustunnar og ÍE saman hvað snertir samræmd rafræn sjúkraskrárkerfi á heilbrigðisstofnunum, og það er ÍE ljúft að styðja við upplýsingavæðingu þeirra á fyrrgreindum forsendum. Hvað snertir nánari hönnun, þróun og innleiðingu tölvu- og upplýsinga- kerfa í heilbrigðiskerfinu er það vit- anlega á höndum heilbrigðiskerfisins og mun miðast alfarið við þarfir not- enda. Viðskipti og vísindi Um siðferði viðskipta og vísinda í tengslum við rannsóknarstarfsemi ÍE hefur margt verið skrifað og rætt. Við viljum minna á að vísindarann- sóknir á heilbrigðissviði eru kostnað- arsamar. Opinbert fjármagn til viða- mikilla heilbrigðisrannsókna hérlendis er bæði eftirsótt og stendur hvergi undir kostnaði viðamikilla rannsókna á borð við þær sem eru þegar í framkvæmd og eru í þróun hjá líftæknifyrirtækjum svo sem ÍE. Til að standa straum af rannsóknum verða slík rannsóknarfyrirtæki því að leita fanga annarsstaðar. ÍE hefur þannig markaðssett hugmyndir, rannsóknarniðurstöður og hugbúnað sem byggist á rannsóknum fyrirtæk- isins. Vegna eðlis MGH fara ekki úr honum, til markaðssetningar eða annars, persónugreinanlegar heilsu- farsupplýsingar um einstaklinga eða upplýsingar sem á nokkurn hátt má rekja til einstaklinga. Lokaorð Það er ekki stefna ÍE að svara fjöl- mörgum ádeilum á starfsemi fyrir- tækisins í fjölmiðlum, heldur er það vilji og stefna forráðamanna sem og fjölda vísindamanna sem starfa innan fyrirtækisins, að láta verkin tala. Verkin eru þegar orðin fjölmörg og öll snúa þau í einu eða öðru að rann- sóknum til framþróunar heilbrigðis- vísindum, rannsóknum sem eru fram- kvæmdar í fullu samræmi við innlendar sem og alþjóðlegar siða- reglur um vísindarannsóknir. Við, sem störfum í heilbrigðishópi ÍE, höf- um öll reynslu í samskiptum við sjúk- linga auk þess að hafa menntun, reynslu og þekkingu á framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Við erum öll heilbrigðisstarfsfólk sem er bundið trúnaðarskyldu við skjól- stæðinga okkar. Okkur er öllum annt um persónuvernd og velferð bæði þeirra sem sækja heilbrigðisþjónustu og samstarfsfólks okkar sem veitir hana. Það er von okkar að með þess- ari umfjöllun hafi okkur tekist að greiða úr misskilningi sem enn virðist gæta um margt er varðar MGH. Greinargóðar upplýsingar um gagna- grunninn og verkefni ÍE má að auki finna á vefsíðu fyrirtækisins (http:// www.decode.is/). Anna Birna Almarsdóttir lyfjafræð- ingur, Einar Stefánsson læknir, Gyða Björnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, Halldór Skúlason læknir, Ingibjörg Þórhallsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Ívar Helgason lækn- ir, Júlíus Schopka tannlæknir, Krist- ín Vilhjálmsdóttir læknaritari, Kristján Erlendsson læknir, Krist- leifur Kristjánsson læknir, Lárus Jón Guðmundsson sjúkraþjálfari, María Heimisdóttir læknir, Sigurður Árna- son læknir, Valgerður Gunn- arsdóttir sjúkraþjálfari. Óverðtryggð skuldabréf SP-fjármögnunar hf., 1. flokkur 2001, skráð á Verðbréfaþing Íslands. Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf SP-fjármögnunar hf., 1. flokk 2001, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð mánudaginn 5. mars nk. Skuldabréfin greiðast í einu lagi 9. febrúar 2004, bréfin eru vaxtalaus og óverðtryggð. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf. Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 HIÐ árlega Linares-skákmót á Spáni er nú hafið. Meðal keppenda að þessu sinni eru Kasparov, Karp- ov, Grischuk, Leko, Judit Polgar og Shirov. Helst saknar maður heims- meistaranna Anands og Kramniks, en einungis þeir hafa veitt Kasparov einhverja keppni. Ástæða Kramniks fyrir að vera ekki með er sú, að hann vildi fá samskonar þóknun og Kasp- arov þar sem hann titlar sig nú einu sinni heimsmeistara! Nöfn flestra þátttakenda í mótinu hljóma kunn- uglega, fyrir utan kannski Grischuk, en honum skaut hratt upp á stjörnu- himininn eftir að hafa komist í átta manna úrslit á heimsmeistara- mótinu í Nýju-Delhi á síðasta ári. Hann þykir sérlega hættulegur með hvítu mönnunum. Karpov er nú með í Linares eftir nokkurra ára hlé. Hann hefur dalað undanfarin ár og er nú í 20 sæti á stigalista FIDE. Þó má ekki afskrifa hann og hafa ber í huga að lengi lifir í gömlum glæð- um! Leko hefur verið á topp tíu list- anum undanfarin ár. Hann þykir ekki standa Kasparov langt að baki í byrjanaþekkingu, en það sem helst hefur á vantað er keppnisskapið. Hann tekur sjaldan mikla áhættu og enda því margar skákir hans í jafnt- efli. Shirov leiddi síðasta ofurskák- mót í Wijk aan Zee allt þar til hann klikkaði á lokasprettinun. Spenn- andi verður að fylgjast með honum nú. Judit Polgar hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár, en hún mun hafa gift sig á síðasta ári. Kannski hún hafi róast eitthvað við það? Í fyrstu umferð tefldu saman Leko-Kasparov, Grischuk-Polgar og Shirov-Karpov. Í skák þeirra Leko og Kasparovs kom upp Najdoraf- brigðið í Sikileyjarvörn. Leko náði snemma frumkvæðinu, og var Kasp- arov í vörn, en eftir snjalla skipta- munsfórn náði hann að jafna taflið og lauk skákinni með jafntefli um síðir. Í skák þeirra Grischuk og Jud- it kom upp Taimanov afbrigðið í Sik- ileyjarvörn. Fékk sá fyrrnefndi ekk- ert frumkvæði með hvítu mönn- unum og stóð löngum höllum fæti, en náði jafntefli eftir að Judit gaf kost á mannsfórn. Shirov hafði hvítt á móti Karpov og fer sú skák hér á eftir. Hvítt: Alexei Shirov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kan [B17] 1.e4 c6 2.d4 d5 3.Rc3 dxe4 4.Rxe4 Rd7 5.Bd3 Rgf6 6.Rg5 e6 7.R1f3 Bd6 8.De2 h6 9.Re4 Rxe4 10.Dxe4 c5 Nú velur Shirov frekar sjaldgæfan leik, en Karpov er við öllu búinn! 11.Dg4 Df6! Þessi eðli- legi leikur er nýr í stöðunni. Áður hefur verið leikið g5 eða Kf8 12.c3 Þessi hægláti leikur gefur til kynna að svartur hafi þegar náð að jafna taflið. Hættulegt getur verið að tefla upp á frumkvæðið með 12.Be3 cxd4 13.Bxd4 e5 14.Bc3 Rc5 15.Bb5+ Kf8 16.Dh5 Bf5 og svartur stendur bett- ur 12...cxd4 13.cxd4 b6 14.0–0 Bb7 15.Be3 h5!? Karpov teflir djarft! Eftir 15...0–0 16.Rd2 De7! 17.Rc4 er staðan í jafnvægi 16.Dh3 Bxf3 17.gxf3 Hd8 Svartur hefur náð að veikja kóngsstöðu hvíts, en á móti hefur hvítur biskupaparið og má því segja að staðan sé í „dýnamísku“ jafnvægi 18.Hac1 g5 Svartur undirbýr g4. Einnig myndast haldreipi fyrir bisk- upinn á f4 19.Be4 Nú má svara 19…f4 með 20. Dg2 19...Bf4 20.Hfe1 Ke7 21.Bxf4 Dxf4 22.d5? Nú leggur hvítur of mikið á stöð- una. Eftir 22.Dg3 er jafntefli líkleg- ustu úrslitin, en Shirov hefur verið þekktur fyrir allt annað en að tefla upp á það! Sennilega hefur það líka haft áhrif að mjög var farið að sax- ast á tíma Karpovs. 22...Re5 23.dxe6 f5! Hraustlega leikið! Hafa ber í huga að nú átti Karpov aðeins rúmar tvær mínútur á 17 leiki. 24.Hc7+ Ef 24.Bb7 kemur 24...Rd3! 24...Kd6 25.Hxa7 fxe4 26.e7 Rxf3+ 27.Kf1 Hde8! 28.Dd7+ Ke5 29.Hd1 Kf6 Kóngurinn leitar skjóls á g7 30.Dc6+ Kf7 31.Hd8 Rxh2+ 32.Ke1 Rg4 Staða hvíts er gjörtöpuð, en þú vinnur ekki skák með því að gefa hana! 33.Dxb6 e3 Einfaldast var 33...Rf6 34.Db3+ Kg7 35.Dc3+ Df6 36.fxe3 Dxc3+ 37.bxc3 Þegar hér var komið sögu voru allir stórmeistaranir búnir að bóka vinning á Karpov, en Shirov nær að galdra fram það ótrúlega í tímahraki svarts 37...Re5? Svartur gat unnið auðveldlega með 37...h4 38.Hd5 Kh6 39.Ha6+ Kh5 40.Had5 Hhg8 38.Hd5 Kf6 39.e4! Rf3+ 40.Kf2 g4 Tímamörkunum er nú náð og getur Karpov andað léttara 41.Kg3 41...Hh7? Nú missir Karpov af þvingaðri vinningsleið, en það hefur aldrei verið hans sterkasta hlið að reikna út leikjaraðir. Svartur vinnur með 41...h4+ 42.Kxg4 h3 43.Ha6+ Kg7 44.Kxf3 h2 45.Hg5+ Kf7 46.Hf5+ Kxe7 47.Ha7+ (47.He5+ Kd7 48.Hd5+ Kc7 og svartur kemst úr þráskákinni) 47...Ke6 48.Ha6+ Kd7 49.Ha7+ (49.Hf7+ He7 50.Ha7+ Kc6! 51.Hf6+ Kb5 52.Hf5+ Kc4 og vinnur) 49...Kc6 50.Hf6+ Kb5 51.Hb7+ Kc4 og svartur vinnur 42.Hf5+ Kg6 43.Ha6+ Kg7 44.Ha7! Nú hefur Karpov áttað sig á að vinningurinn er allt annað en auðveldur 44...Kg6 Ennþá var vinning að finna í stöð- unni, en það verður að virða Karpov það til vorkunnar að mikla útreikn- inga þarf til að komast að þeirri nið- urstöðu! Eftir 44...h4+ 45.Kxg4 h3 46.Hf8! Re5+! Á hvítur tvö mögu- leika A) 47.Kg3 h2 48.Hxe8 h1D 49.Hg8+ Kf6 50.e8R+ (50.Ha6+ Kxe7 51.Ha7+ Rd7) 50...Ke6 51.Rg7+ Kd6 52.Rf5+ Kc5 og svartur vinnur; B) 47.Kf4 47...h2! (ekki 47...Rg6+ 48.Kg3! Hxe7 49.Hxe7+ Rxe7 50.Hf2 með jafnt- efli) 48.Hxe8 h1D 49.Hg8+ Kf6 50.Hf8+ Hf7 51.Hxf7+ Kxf7 52.Kxe5 Dh8+ og svartur ætti að vinna 45.Ha6+ Kg7 46.Ha7 Hh6 47.Hd7 He6 48.Hxh5 Hxe4 49.Hf5 Nú er hvítur sloppinn úr því versta. Karpov reynir í framhaldinu að kreista eitthvað úr jafnteflisstöð- unni kóngur, hrókur og riddari á móti kóngi og hrók en Shirov heldur auðveldlega jafntefli Re5 50.Hc7 He1 51.a4 Rf7 52.a5 Rh6 53.Hf4 H8xe7 54.Hxe7+ Hxe7 55.a6 He3+ 56.Kg2 Hxc3 57.Ha4 Hc8 58.a7 Ha8 59.Kg3 Kf6 60.Kf4 Ke7 61.Ha6 Rf7 62.Kxg4 Kd7 63.Kf5 Rd6+ 64.Kf4 Rb5 65.Ke5 Kc7 66.Kd5 Kb7 67.Ha1 Rxa7 68.Hb1+ Kc7 69.Hc1+ Kb6 70.Hb1+ Rb5 71.Kc4 Hc8+ 72.Kd5 Hc5+ 73.Ke4 Kc6 74.Ha1 Rd6+ 75.Kd4 Hd5+ 76.Ke3 Kd7 77.Ha8 Ke6 78.Ha7 Kf5 79.Hc7 He5+ 80.Kd3 Hd5+ 81.Ke3 Re4 82.Hc4 Rc5 83.Hc3 Ke5 84.Ha3 Hd4 85.Hc3 Kd5 86.Ha3 He4+ 87.Kf3 He8 88.He3 Hf8+ 89.Ke2 Kd4 90.He7 Hf6 91.He8 Re6 92.Ha8 Rf4+ 93.Kf3 Rd3+ 94.Kg4 ½-½ Þremur umferðum er nú lokið á Linares skákmótinu og hefur öllum skákunum, níu að tölu, lyktað með jafntefli. Í gær var frídagur, en fjórða umferð verður tefld í dag. Á morgun verður svo viðureign sem margir bíða eftir, en þá mætast Kasparov og Karpov. Beinar út- sendingar eru á skákunum á Netinu. Nánari upplýsingar má finna á skak.is. Jafntefli í Linares SKÁK L i n a r e s 23.2.–7.3. 2001 LINARES-SKÁKMÓTIÐ Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.