Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 51
mikil áhrif á líf mitt og amma.
Hún var alltaf til staðar, boðin og
búin að gera hvað sem var til að
öllum liði eða vegnaði betur í því
sem þeir tóku sér fyrir hendur.
Blíðari og staðfastari manneskju
get ég vart hugsað mér.
Ég var heimagangur hjá ömmu
og afa í Skerjó þegar ég var lítill.
Ég minnist þess þegar við amma
sátum saman í vondu veðri á vet-
urna í Sillu herbergi, ég með stafla
af gömlum Vikum en hún með eina
af sínum óteljandi pocket-bókum.
Amma lagði líka ríka áherslu á að
mér vegnaði vel í skólanum og
hlýddi mér yfir námsefnið á hverj-
um degi, fyrr mátti ég ekki fara út
að leika mér. Kaffitímar hennar
voru mjög vinsælir hjá okkur
félögunum í hverfinu, enda lumaði
hún alltaf á einhverju heimagerðu
sætabrauði. Hún tók öllum prakk-
arastrikum okkar félaganna vel,
þau voru bara okkar á milli. Í
seinni tíð rifjuðum við þau upp
saman og hlógum að allri vitleys-
unni sem ungum strákum datt í
hug.
Það er eitt sem ég komst ekki
að um ömmu fyrr en við vorum
saman í fríi í Barcelona. Það er
hvað amma var ævintýragjörn.
Hún var til í að prófa allt og lang-
aði til að skoða allan heiminn. Það
var frábært að sjá ömmu og afa
saman þegar við fórum og sýndum
þeim diskótek borgarinnar með
sinni seiðmögnuðu salsa-tónlist og
þau fóru að dilla sér í takt við tón-
listina. Það var toppurinn á ferð-
inni. Þessi tími í Barcelona sem
við fjölskyldan áttum með ömmu
líður mér seint úr minni.
Þó svo að amma hafi verið þó
nokkur sjúklingur síðustu árin hélt
hún alltaf sínu striki, hélt sitt
heimili og í sínar venjur. Þessar
venjur voru föstu punktarnir í fjöl-
skyldulífi okkar og héldu okkur
saman sem fjölskyldu. Nú verðum
við sem eftir erum að taka við
kyndlinum.
Amma, það er erfitt að kveðja
þig en þetta var eins og þú hefðir
alltaf óskað, tók fljótt af og án
þess að þú yrðir öðrum háð.
Ég mun alltaf varðveita minn-
ingarnar um elsku ömmu á sér-
stökum stað í hjarta mínu. Þar til
við sjáumst næst elsku amma.
Þinn
Arnar.
Látin er í Reykjavík móðursyst-
ir mín, Katrín S. Egilsdóttir. And-
látið bar brátt að og kom fjöl-
skyldunni í opna skjöldu. Þegar
Katrínar er minnst koma í hugann
orð eins og góð kona, skyldurækni
og snyrtimennska. Seinni árin hef-
ur hún í mínum huga verið höfuð
fjölskyldunnar, sú sem gerði það
sem þurfti að gera og sinnti skyld-
um sínum. Hún var fædd í sveit,
elst fimm systkina sem fæddust á
sjö árum og á bernskumyndum
stendur hún gjarnan í miðjum
hópnum og leiðir bræður sína, eða
þá sem næst henni standa, og
þannig hefur hún verið þau ár sem
ég hef séð til hennar, reynt að
halda saman hópnum sínum.
Kynni mín af þessari frænku
minni eru auðvitað í byrjun kynni
barns af fullorðinni konu. Hún átti
traustan og góðan mann og þrjú
væn börn. Ég bar óttablandna
virðingu fyrir henni, sem m.a. kom
fram í því þegar við systkinin vor-
um eitt sinn í pössun hjá henni og
hún bar á borð mat sem ég borðaði
alls ekki, hrogn og sveskjugraut,
þá þorði ég ekki fyrir mitt litla líf
að segja hvers kyns var og borðaði
það sem fyrir mig var sett. Flestar
minningar mínar um hana eru þó
jákvæðar, brúna kakan með hvíta
kreminu sem var svo sérstakt á
bragðið, kjólarnir sem hún keypti
handa mér í útlöndum um leið og
hún keypti sparikjóla á dætur sín-
ar og ógleymanlegar ferðirnar að
Langárfossi í veiði. Þetta var nýtt,
spennandi og framandi. Heimilið
hennar var fallegt og auðvitað allt-
af snyrtilegt. Fyrstu og sterkustu
minningarnar um fjölskylduna eru
af Rauðalæknum – íbúðin var stór
og falleg og það var arinn í stof-
unni sem stundum var kveikt upp í
og inn af honum sunnanmegin
stofa Katrínar og norðanmegin
skrifstofa Vilhjálms manns henn-
ar. Það var nýtt í mínum huga að
konur ættu sér stofu – í þessari
stofu voru spennandi hlutir frá
formæðrum hennar, m.a. bekkur
sem móðursystur hennar höfðu
skorið út og saumað áklæðið,
myndir og allar Agötubækurnar í
þéttskipaðri bókahillunni. Seinni
árin spjölluðum við saman um
gamla daga og fjölskylduna og ein-
kenndi hana í því spjalli hvað hún
var orðvör og skynsöm.
Þeir sem kynntust Katrínu Sig-
ríði urðu ríkari af þeim kynnum og
bið ég Guð að blessa minningu
hennar og styðja Vilhjálm og fjöl-
skylduna þeirra.
Málfríður Finnbogadóttir.
Hún var frá Langárfossi, Mýra-
sýslu, fædd 1. júní 1923. Í skóla-
bókina mína vorið, sem við útskrif-
uðumst, skrifaði hún:
„Þó að leiðin virðist vönd,
vertu aldrei hryggur,
Það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur.“
Hún þakkaði samveruna, – en
kynnin hófust veturinn 1936–1937
er við hófum nám við Verzlunar-
skóla Íslands. Við útskrifuðumst
vorið 1940 en þá dreifðist hópurinn
í ýmsar áttir. Flest okkar hafa bú-
ið hér á höfuðborgarsvæðinu en
aðrir ýmist fyrir vestan, norðan
eða austan eða þá erlendis. Við
vorum 40 stúlkur og 33 piltar sem
kvöddum skóla okkar þetta vor
mikilla umbreytinga en seinni
heimsstyrjöldin hafði geisað í 8
mánuði og aðeins nokkrir dagar
óliðnir þar til land okkar var her-
numið af Bretum. Mikil og innileg
samheldni hefur ætíð ríkt í hópi
okkar en þar er nú þegar stórt
skarð fyrir skildi því 30 skóla-
systkini eru horfin yfir móðuna
miklu. Skólastjóri okkar og allir
kennarar okkar eru látnir. Við sem
eftir lifum minnumst nú félaga
okkar og fræðara með söknuði.
Katrín tók ávallt fullan þátt í
félagslífi okkar en við höfum haft
það fyrir fastan sið að hittast á
fimm ára fresti og þannig haft
tækifæri til að rifja upp fornar
stundir og endurnýja kynnin. Síð-
ast hittumst við í apríl lok árið
2000 og minntumst 60 ára útskrift-
arafmælis okkar. Einnig hefur það
verið venja okkar, sem tök hafa á,
undanfarin ár að hittast einn dag í
mánuði yfir vetrarmánuðina og
drekka saman síðdegiskaffi og
hafa þessir samfundir verið
ánægjulegir og treyst vinaböndin.
Katrín mætti vel á þessum fundum
okkar og setti svip á hópinn með
glaðværð sinni og háttprýði.
Auk kunningsskapar okkar
Katrínar gegnum skóla okkar hef
ég haft þá ánægju að kynnast
henni enn betur sem eiginkonu
forstjóra míns og yfirmanns í ára-
tugi, Vilhjálms Jónssonar hrl. Þau
hjónin hafa búið á yndisfögrum
stað í Skerjafirði þar sem Katrín
undi hag sínum vel og hafði
hvorttvegja í senn ánægju af að
rækta og snyrta garð sinn og njóta
fagurs útsýnis lands og hafs. –
Hún var mikilhæf húsmóðir og er
nú sárt saknað af eiginmanni,
börnum og ömmubörnum.
Ég sendi Vilhjálmi og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur og
óska Katrínu blessunar á Guðs
vegum.
Árni Kr. Þorsteinsson.
Við Katrín – Daddí – kynntumst
fyrst á matreiðslunámskeiði í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur í árs-
byrjun 1946. Reyndar hafði ég hitt
hana nokkru fyrr og þá í fylgd
með tilvonandi eiginmanni sínum,
Vilhjálmi Jónssyni. Þeir Vilhjálm-
ur Árnason, eiginmaður minn, eru
bekkjarbræður úr MA og voru
herbergisfélagar á Nýja-Garði um
þetta leyti, lásu báðir lög.
Katrín var alin upp á Langár-
fossi á Mýrum en bjó á þessum ár-
um hjá móðursystur sinni Sigríði
Magnúsdóttur og hennar manni
Ólafi Lárussyni lagaprófessor í
Tjarnargötu 16. Hún stundaði nám
í Verslunarskólanum og útskrifað-
ist þaðan 1942 aðeins 17 ára. Kært
var með þeim Katrínu og þessum
ágætu hjónum meðan þau lifðu.
Daddí var falleg stúlka, grönn
og kvik á fæti. Ég tók strax eftir
hvað hún var fljótvirk og vel virk
við matargerð og eldhúsverk
þarna á námskeiðinu, þegar allt
snerist öfugt fyrir mér lauk hún
sínum verkum á mettíma.
Þessi fyrstu kynni okkar urðu
upphaf að ævilangri vináttu sem
aldrei bar skugga á, þótt fundir
hafi verið strjálir í seinni tíð, nema
þá helst spjall í síma endrum og
eins.
En þá létum við líka móðan
mása um okkar hagi og okkar
fólks. Ég held að við höfum alltaf
átt fullan trúnað hvor annarrar
sem við flíkuðum ógjarnan. Daddí
var jafnframt fróð um menn og
málefni og kunni vel að taka gam-
anmálum.
Við Vilhjálmur giftum okkur
vorið 1946 en þau Vilhjálmur og
Katrín þá um haustið. Þau byrjuðu
búskapinn í kjallaraíbúð í vestur-
bænum í húsi sómamannsins Guð-
mundar Kristjánssonar stýri-
mannaskólakennara. Það vakti
strax athygli, hvað notalegt og
heimilislegt var hjá þeim, hvernig
frúin unga hafði tjaldað dyr og
glugga með rósóttu klæði og hús-
bóndinn hlaðið bókahillur úr múr-
steinum.
Katrín vann úti þessi fyrstu ár
eða þar til elsta barnið fæddist. Þá
voru þau flutt í Lönguhlíð 9. Síðar
byggðu þau íbúð á Rauðalæk og
loks fallegt einbýlishús út við
Skerjafjörð, vel búið fallegum hús-
búnaði og annarri híbýlaprýði. Um
það er garður, sem þau hjónin
hafa lagt mikla vinnu í, enda er ár-
angurinn eftir því – unaðsreitur í
brekkunni niður að fjörunni. Í öll-
um þessum húsakynnum áttum við
Vilhjálmur margar glaðar stundir
sem við þökkum nú að leiðarlok-
um.
Nokkur skemmtileg ferðalög
fórum við saman og ekki má
gleyma yndisstundum í laxveiði við
Langá á Mýrum. Gamla veiðihúsið
við Langá stendur í túnfætinum á
Langárfossi svo þarna var Katrín
á heimavelli og fræddi okkur um
margt.
Daddí var einstök húsmóðir og
matargerðarkona ágæt. Þetta kom
sér oft vel, því hún þurfti æði oft
að standa fyrir beina m.a. í sam-
bandi við störf manns síns.
Hún var umhyggjusöm móðir
barnanna þriggja. Þegar þau voru
uppkomin vann hún úti í nokkur
ár, var gjaldkeri hjá Vikunni, vel
látin þar sem annars staðar. Hún
var komin yfir miðjan aldur þegar
hún tók að sér umönnun tveggja
ungra dóttursona á daginn þegar
móðir þeirra var við vinnu sína.
Hún leysti það vandaverk af hendi
með stakri prýði. Voru þeir meira
og minna hjá ömmu og afa öll sín
uppvaxtarár.
Seinni árin fóru þau Vilhjálmur
og Katrín æði oft utan, ekki síst til
sólarlanda, og undu sér vel.
Katrín þjáðist af æðakölkun sem
sótti á hana með aldrinum og gekk
undir stórar aðgerðir sem hjálp-
uðu henni í bili, en þó dró þessi
krankleiki hana til dauða að lok-
um, hafði þó í þetta skipti ekki
langan aðdraganda. Og nú er ekki
annað eftir en að kveðja, með
kærri þökk fyrir daginn, fyrir ótal
ánægjustundir og góðan vinskap í
meira en hálfa öld. Vilhjálmi og
fjölskyldu, svo og systrum Katr-
ínar, Hrefnu og Þórdísi, sendum
við öll innilegar samúðarkveðjur.
Sigríður Ingimarsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum einnig um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
12 <$211 9 )) ')"G
!
! - 2.
:
#''
3
/
!
( ),>/!#( '( : ',&"
!#( </!#( '( 9) 9 '
"-/!#( '( 9 )) + )# ,&"
; ; (; ; ; /
$51
: 9 '' 7 "
9)!- ; A
9 : :"-"
! 5 ; 1
4
$
*+
! 4
:
#''
9), /"- ,&"
/"-''(
(:. ,:&)/
!"# #$ "
% & ' ( #$ " #) *+ ,
!"# ( ##
-" ( #$ "
. /0" ( ##
1 '( ( #$ "
2""3 0" 4$ " 30" % ##
/ #$ " !"# . /##
% ' 30"#$ "
% 30" 30"## " #& 5+ 6040 $#$ "
60 " 30"##  2 8#$ "
!" ()0" 30"## "&40" "#$ "
!"# !"# ## & 2""3 60 "#$ "
7'," !"# #$ " 0"40" 6040 $## +