Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
KÆRI Moggi!
Við erum stelpur í Hofsstaðaskóla
í Garðabæ. Við viljum kvarta yfir því
að það sé alltaf verið að taka frídaga
af okkur, s.s. 1. desember o.fl. Við
þurfum líka að fara í skólann á ösku-
daginn. Kennsla verður, en klukkan
12:00 hefst grímuball og ef við viljum
ekki vera á því verðum við að vera í
stofunni okkar með kennaranum
okkar að gera eitthvað annað.
Einnig er búið að fjölga skóladög-
unum um 10 daga. En nóg um það.
Við viljum koma því fram að
Garðbæingar verða að vera með
nammi tilbúið fyrir okkur og ekki
bara búðir heldur allir íbúar. Núna
ætlum við að ganga í hús og ef þið
viljið ekki að við komum til ykkar
hengið þá miða á hurðina ykkar í
stað þess að hreyta ónotalegum orð-
um í okkur.
PERLA STEINSDÓTTIR,
KARA INGÓLFSDÓTTIR,
DÓRA HRUND GÍSLADÓTTIR,
KRISTÍN SUNNA SVEINSDÓTTIR,
í 6. bekk í Hofsstaðaskóla.
Stelpurnar í Hofsstaðaskóla biðja Garðbæinga að taka vel á móti þeim
þegar þær banka uppá á öskudaginn.
Frá stúlkum í Hofsstaðaskóla:
Öskudagur
UNDANFARIÐ hefur farið fram
undarleg umræða. Undarleg að því
leyti að ómögulegt er að fá botn í um
hvað hún snýst. Hér á ég við um-
ræðuna um þá fyrirætlan meirihluta
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að
bjóða út rekstur nýs grunnskóla í
bænum.
Ekki lítur út fyrir að gera eigi til-
raunir með nýja kennsluhætti, enda á
slíkt sjaldan upptök í ráðum sveitar-
félaga. Bæjaryfirvöld virðast ekki
heldur stefna á að reka þennan nýja
skóla fyrir minna fé en aðra skóla.
Síður en svo. Það hefur margsinnis
verið tekið fram. Þó á þetta að verða
betra. Helst er á sveitarstjórnar-
mönnum að skilja að með útboði eigi
að takast að fá vel menntaðan hug-
sjónamann með mikla reynslu til að
taka að sér skólastjórn. Og þeim
skólastjóra eigi að takast að ráða
betri kennara að skólanum en skóla-
skrifstofu Hafnarfjarðar og skóla-
stjórum bæjarins hefur tekist til
þessa og reka betri skóla en tíðkast
hefur í Hafnarfirði.
Vonandi tekst Hafnfirðingum að
ráða til þessa nýja skóla alla helstu
hugsjónamenn kennarastéttarinnar.
Takist það ekki og þeir neyðast til að
ráða venjulegt fólk sem vill fá laun
fyrir sína vinnu þurfa þeir væntan-
lega að fá það til að hætta í öðrum
skólum – með því að bjóða því hærri
laun en kveðið er á um í nýgerðum
kjarasamningum kennara. Það er nú
einu sinni gangurinn í hinu frjálsa
hagkerfi. En verði skólastjóra og
kennurum þessa nýja skóla Hafnfirð-
inga greitt meira en öðrum skóla-
stjórum og kennurum, en sveitar-
félagið ætlar ekki að kosta meiru til
hans en annarra, hlýtur væntanlegur
skólastjóri að þurfa að skera niður út-
gjöld annars staðar. Hvar skyldi hann
skera niður? Skyldi hann stækka
bekkina, setja 50–60 börn saman
(sem er víst heimilt samkvæmt nýj-
ustu grunnskólalögunum) og komast
þannig af með færri kennara en ella?
Skyldi hann spara í kennslugögnum
eða kennslutækjum (til dæmis tölvu-
kaupum)?
Líklega kemst nýi skólastjórinn þó
ekki upp með neitt múður því sveit-
arstjórnarmenn hafnfirskir hafa lýst
yfir því að skólaskrifstofa bæjarins
eigi að hafa enn meira eftirlit með
innra starfi þessa nýja skóla en með
öðrum skólum, og eitthvað hlýtur það
að kosta. Þar fór það. Um hvað snýst
tilraunin þá eiginlega?
Snýst hún ekki um pólitík, nú þeg-
ar skammt er til sveitarstjórnakosn-
inga? Einkennin eru augljós: menn
taka afstöðu eftir því hvar í flokki þeir
eru og takast á með gífuryrðum og
skömmum hver í garð annars flokks.
En enginn skilur um hvað mennirnir
eru að tala og fréttamennirnir vita
ekki hvaðan á sig stendur veðrið og
stara gapandi til beggja átta. Enda
eru þeir ekki vanir öðru en að hlut-
verk þeirra sé að koma sjónarmiðum
deiluaðila óbrengluðum til skila.
ÞORGRÍMUR GESTSSON,
rithöfundur, Nönnugötu 10,
Reykjavík.
Um hvað snýst
þetta eiginlega?
Frá Þorgrími Gestssyni: