Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 63
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 63 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Trimform losar um spennu í axlarvöðvum, eykur blóðflæði og mýkir upp vöðvana. Trimform getur einnig linað þjáningar vegna bakverkja og ofreynsu á hrygg. meðferðartækin eru m.a. notuð við: Leið til betri heilsu Vöðvabólga, bakverkir, höfuðverkur • Líkamsþjálfun • Vöðvabólgu • Örvun á blóðflæði • Bakverkjum • Íþróttameiðslum Verð frá kr. 33.000 SPORT-ELEC rafnuddtæki Fallegri línur fyrir líkama og andlit. • Styrkir og mótar líkamann • Styrkir brjóstvöðva - fegrar barminn • Styrkir andlitsvöðva, dregur úr hrukkum og minnkar bjúg. Alþjóða Verslunarfélagið ehf Hamraborg 5, 200 Kópavogur - S: 511 4100 Sport Elec 12 fyrir líkama og andlit verð kr. 15.840,- Sport Elec Visagio sérhannað fyrir andlit kr. 11.460,- ATHUGIÐ BREYTT HEIMILISFANG • Gigt • Þvagleka • Grenningu • Appelsínuhúð • o.fl. Krákan: Endurlausnin (Crow: Salvation) S p e n n u m y n d  Leikstjóri: Bharat Nalluri. Handrit: Chip Johannsen. Leikarar: Kirsten Dunst, Eric Mabius. Bandaríkin 2000. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. KRÁKAN kom fyrst út í teikni- myndablaðaformi en höfundur henn- ar var James O’Barr og var sagan full af dulúð og miklu ofbeldi sem heillaði þyrsta teikni- myndablaðaáhuga- menn sem voru orðnir þreyttir á veggjaklifrurum og bláklæddum hetjum í rauðum nærbuxum. Fyrsta myndin sem fjallaði um þessa söguper- sónu er líklega best þekkt fyrir hinn sorglega atburð sem átti sér stað við tökur myndarinnar en Brandon Lee (sonur Bruce) lést þegar byssa sem átti að vera saklaus reyndist ekki vera svo. Þetta er í þriðja skiptið sem Krákan kemur fyrir í kvikmynd (einnig voru gerðir hörmulegir sjón- varpsþættir um hana með Mark Dac- ascos í aðalhlutverki). Handritshöf- undur myndarinnar, Chip Johannsen, hefur áður unnið með dekkri hliðar mannlegs eðlis en hann var framleið- andi Millennium-þáttanna. Hérna virðist ekkert ganga upp, leikurinn er afleitur, söguþráðurinn varla sýnileg- ur og leikstjórnin kauðaleg. Verst er að leikarar eins og Kirsten Dunst og Fred Ward hafi látið hafa sig út í að taka þátt í myndinni. Ottó Geir Borg MYNDBÖND Vængbrot- inn krummi Aftur til mín (Return to Me) R ó m a n t í s k g a m a n m y n d Leikstjóri: Bonnie Hunt. Handrit: Bonnie Hunt og Don Lake. Aðal- hlutverk: David Duchovny, Minnie Driver, Carroll O’Connor. (113 mín.) Bandaríkin, 2000. Skífan. Öllum leyfð. AFTUR til mín er rómantísk gam- anmynd, sem er ekki ætlað mikið meira en að veita ljúfa afþreyingu eina kvöldstund, og tekst það ætlunar- verk sitt ágætlega. Þar segir frá stúlk- unni Grace (Minnie Driver) sem þjáist af ættgengum hjartasjúkdómi en fer að geta lifað eðlilegu lífi eftir að hún gengur í gegn- um hjartaígræðslu. Hún kynnist huggulegum manni, Bob (David Duchovny), sem misst hefur eiginkonu sína í bílslysi. Ein- hverjir dularfullir straumar leiða Grace og Bob saman, en hvorugt veit að nýja hjartað hennar Grace var úr eiginkonu Bob. Þessi mynd er ágæt- lega gerð og er að mörgu leyti lág- stemmd og laus við tilgerð. Myndin hefst með nokkurri dramatík, og kemst frá því án teljandi væmni, og tekst almennt að skauta yfir helstu melódramatísku pyttina, sem hlýtur að teljast kostur í þessari kvik- myndagrein. Þau Duchovny og Driv- er eru fín í aðalhlutverkunum og sér- staklega nær Driver að búa til aðlaðandi persónu. Heiða Jóhannsdótt ir Laus við tilgerð ÁRSHÁTÍÐ miðstigs Hrafna- gilsskóla var haldin nú nýlega og fjölmenntu foreldrar og að- standendur á árshátíðina og skemmtu sér hið besta. Nemendur í 6. bekk sýndu atriði úr söngleiknum Grease sem var vel æft og gerði mikla lukku. Nemendur í 5. bekk léku vík- ingaleikrit og sungu þjóðlög og komust einnig mjög vel frá því. Morgunblaðið/Benjamín Víkingagrínið vakti verðskuldaða lukku í Hrafnagilsskóla. Söngleikurinn Koppafeiti fékk skemmtilega meðhöndlun. Árshátíð í Hrafnagilsskóla HÉR er á ferðinni önnur ein- leiksskífa Heimis Björgúlfssonar. Heimir er einn þriðji hluti sveit- arinnar Stilluppsteypu en sveitin sú hefur að undanförnu getið sér gott orð á sviði tilraunakenndrar raftónlistar og það um heim all- an. Platan er önnur afurð hans á tæpu ári en í fyrra kom út þriggja tommu geislaplatan The Opposite. Hér er verið að höggva nokkurn veginn í sama knérunn og þar var gert, ekki bara að hljóð/tón- listin sé um margt svipuð heldur eru hug- myndir þær sem liggja að baki fyrri disknum teknar og framþró- aðar. The Opposite innihélt upptökur, gerðar í íslenskri náttúru, ásamt stafrænt unnum hljóðum og er verkið einhvers konar athugun á þessum tveimur ólíku heimum. Á þessum nýja diski eru öll hljóð hins vegar runnin undan rifjum tölvunnar og er disknum ætlað að vera nokkurs konar ferðalag í gegnum stafræna veröld sem Heimir hefur skapað. Þessi þáttur disksins er svo undirstrikaður með texta sem er að finna í umbúðum disksins, sömdum af listamannin- um Mike Tyler. Nafn plötunnar lýsir því sem er hér á ferðinni einna best: Varfærn- islegt, stafrænt ferðalag. Líkt og með list Stilluppsteypu og Heimis sjálfs eru hljóð, ómar og sónar í forgrunni fremur en tónar, hljóm- ar og melódíur. Og að tilganginum gefnum er manni hægt um vik að ímynda sér að maður sé fljúgandi yfir torkennilega reikistjörnu, hlustandi eftir umhverfishljóðum. Heimir virðist hér nokkuð upp- tekinn af þögninni og áhrifamætti hennar. Naumhyggjuleg („minim- alísk“) hljóð rísa hægt en bítandi upp og hverfa svo aftur á braut eftir stutta viðdvöl. Oft er hljóðið vart greinanlegt mínútum saman. Tíðnisvið þess sem heyrist er breitt. Mikill bassi og skerandi há- tíðnihljóð eru hér í einni sæng. Og hér eru engin óhljóð, engin bjögun – þvert á móti fínleg hljóð, hrein og tær – ísköld eins og stálið. „Verkin“ hér (það er ekki hægt að kalla þetta lög) eru oft brotin skyndilega upp með háum, hvell- um, iðulega alls ólíkum hljóðum og við tekur öðruvísi stemning. Svona tilraunir með handahófskennd uppbrot eru áberandi og eru sterkt minni frá fyrri disknum. Á einum stað vísar Heimir líka skemmtilega í The Opposite er hann leyfir okkur að heyra hvernig „stafrænt“ vatn rennur (Verk 8, 0,23 mín. – 3,18 mín.). Stundum er líka að finna til- vísun í tónlist hérna. Já, merki- legt nokk! Það er nettur tæknó- andi í fyrsta lag- inu og annað lag- ið minnir nokkuð á bresku raf- sveitina Aut- echre. Ég veit samt ekki með textann sem fylgir diskn- um og á að vera samsíða hljóðun- um. Full mikil spírulykt af hon- um. Að hlusta á diskinn er einkar þægileg upplif- un, tónlistin er sveimkennd og líð- ur ljúflega um eyrun. „Verkin“ eru svo krydduð með nægilega miklu magni af óvæntum og stuðandi hlutum til að forða plötunni frá einsleitni og leiðindum. Umlykj- andi drungi og spenna gerir að verkum að maður er ávallt viðbú- inn – afslappað andrúmsloft sem gerir þó kröfur um að fylgst sé með. Tón/hljóðlist eins og þessi dæm- ist oft til að vera einkamál þeirra sem kantsæknir eru. Dómur al- mennings er jafnan í besta falli „áhugavert“ eða „athyglisvert“, í langflestum tilfellum er þetta kall- að „bull og vitleysa“, „sýra“ eða „steypa“. En eigi skyldi dæma fyr- irfram. Fyrst að hlusta með opn- um huga enda alltaf allt að vinna. „Skrýtin“ tónlist getur verið skemmtileg. Það sannast ágætlega hér. Allt í einu eitt- hvað annað TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Discreet Journey Digitalis, geisla- diskur Heimis Björgúlfssonar. Unnið og samsett í Mostlywood, Amsterdam, 1999–2000. Peter Fleur aðstoðaði við hljómjöfnun. Texta innan á hulstri samdi Mike Tyler. 35,37 mín. Ritornell/ Mille Plateaux gefur út. DISCREET JOURNEY DIGITALIS Arnar Eggert Thoroddsen Discreet Journey Digitalis er önnur einherjaskífa Heimis Björgúlfssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.