Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM
66 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ERU væntanlega allir búnir
að fá nóg af hinu umdeilda „Stan“
lagi Eminem. Vissulega eftirminni-
legt lag og magnað myndband, en
það var viðlagið sem greip mann
og sat fast í höfðinu. Sú sem á
heiðurinn af því er ung bresk
söngkona sem kallar sig Dido.
Þessi stelpa sló í gegn með bróður
sínum Rollo í dansgrúppunni
Faithless og ef einhver man eftir
sólstrandar-európoppsmellnum
„Salva Mea“ þá söng Dido það lag.
En það hlaut að koma að því að
daman yrði uppgötvuð og það
gerði ekki ómerkari maður en
Clive Davis hjá Arista, sem upp-
götvaði m.a. Whitney Houston, og
viti menn, hann hafði rétt fyrir sér
því hún er búin að selja grimmt í
Bretlandi, tilnefnd til Brit-verð-
launa og búin að fá töluverða spil-
un á „Thank
You“ í Banda-
ríkjunum, lag-
inu sem hefur
að geyma
„Stan“-stefið.
No Angel fer
af stað með
„Here With
Me“. Byrjar
líkt og Portis-
head lag,
draumkennt og
dramatískt en
fylgir svo popp-
formúlunni.
Hefði viljað
heyra meira af
byrjuninni –
mun sterkari
en restin af
laginu.
Næstu tvö
lög, „Hunter“
og „Don’t
Think of Me“,
minna töluvert
á Cranberries
og Texas þar
sem grípandi
góð viðlög og
góður söngur
gera góð popp-
lög. Textinn er
sérstaklega góð-
ur í því síðara þar sem mikil eft-
irsjá minnir um margt á biturleik-
ann og reiðina gagnvart
fyrrverandi maka í „You Oughta
Know“ með Alanis Morrisette.
„Thank You“ er hins vegar lang-
besta lagið á disknum:
„My tea’s gone cold, I’m wond-
ering why I got out of bed at all.
The morning rain clouds up my
window and I can’t see at all and
even if I could it’d all be grey, but
your picture on my wall, it re-
minds me that it’s not so bad, it’s
not so bad.“
Þetta er línurnar sem gripu
milljónir Eminem-aðdáenda um
heim allan í laginu um brjálaða
aðdáandann „Stan“ og kynnti jafn-
framt heimsbyggðina fyrir Dido.
„Stan“ er löngu búið en uppruna-
lega lagið hennar Dido er farið að
heyrast í útvarpinu við miklar vin-
sældir. Frábær texti í pottþéttri
útsetningu sem einfaldlega situr
fastur í höfðinu á manni.
„Honestly OK“ fer skemmtilega
af stað með löngu og flottum inn-
gangi og væri meistari Moby stolt-
ur af útsetningunni. „I just want
to feel safe in my own skin …“
syngur hún og það situr í manni.
Þéttur en hálfdraumkenndur takt-
ur líður ljúft áfram en síðan á hár-
réttu augnabliki kemur flauelsm-
júk rödd Dido inn og setur
punktinn yfir i-ið.
„All You Want“, „Slide“ og „Iso-
bel“, eru ekki eins góð og það fyrr-
nefnda. Söngkonan missir sig í
slökum lokakafla „Slide“ og „Iso-
bel“ er leiðinlega þungt. Vonbrigði
miðað við önnur lög á disknum.
Engar áhyggjur, Dido bjargar
sér fyrir horn með titillaginu „I’m
No Angel“. Fersk sjálfskoðun
söngkonunnar er grípandi og
skemmtileg og í næsta lagi „My
Life“ koma Portishead áhrifin aft-
ur inn og rödd Dido nýtur sín til
hins ýtrasta og hefði maður viljað
heyra meira af slíkum útsetning-
um á disknum – sem hefði e.t.v.
bjargað slakari lögunum.
Síðan er óþarft aukalag „Take
My Hand“ sem dansblaðran Sister
Biss útsetur með systkinunum og
það sem fer flott af stað endar í
tæplega sjö mínútna leiðindum.
Alltof langt og hefði mátt klippa
rúmar tvær mínútur af laginu.
Lagið er alveg við það að verða
einhver sólstrandarsíbylja og það
stingur í stúf við önnur lög á
disknum.
Það fer ekki á milli mála að
Dido getur sungið og mörg lög á
No Angel bera því vitni að hér er á
ferðinni áhugaverð söngkona. Fólk
er greinilega hrifið því hún hefur
ekki enn gefið út smáskífu í Bret-
landi en samt selst breiðskífan í
bílförmum og hefur þegar náð
toppsæti breiðskífulistans.
Miðað við frumraun, er um góð-
an grip að ræða þegar á heildina
er litið og hann er skemmtilegur á
að hlusta. Nokkur misgóð lög
skemma ekki fyrir þeim sterkari
og hvað mig varðar hlakka ég til
að heyra meira frá þessari áhuga-
verðu söngkonu.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Jón Gunnar Geirdal kannar
No Angel, sólóskífu Dido,
söngkonunnar sem syngur
með Eminem í laginu „Stan“.
Ekki minnast á lagið „Stan“ við Dido.
Hlakka til að
heyra meira
TAMÍR, Síberíu, 26. febrúar 2001. Síbería nær yfir ótrúlega stórt landsvæði og geymir mörg leyndarmál í öruggri
geymslu freðmýrarinnar. Eitt þeirra leyndarmála er mammúturinn, löngu útdauð dýrategund, náskyld afríska og
indverska fílnum. Á síðustu árum hafa fundist ýmsar menjar um tilveru þeirra en sjaldgæft er eða nánast einsdæmi
að fundist hafi heil dýr. Það gerðist þó 1999 þegar fransk/rússneskur leiðangur undir stjórn Bernar Buig gróf upp
mammút sem varðveist hafði heill með húð og hári í fleiri þúsund ár. Raunar var það Jarkoff Gavril, maður af ætt-
bálki Dolgan, innfæddra íbúa freðmýrarinnar, sem fann skepnuna þegar hann var á veiðiferð árið 1997. Dýrið hefur
verið nefnd Jarkoff (borið fram „carkov“) honum til heiðurs. Hann sá eitthvað torkennilegt sem við nánari athugun
reyndist vera tennur mammútsins. En það var það eina sem sást af skepnunni. Tennurnar og höfuðkúpuna á mynd-
inni sá ég á safni hér í Dudninka en beinin fundust ekki langt héðan (á rússneskan mælikvarða innan við 1000 km).
Það er ómögulegt annað en hrífast af þessum feiknaskepnum fortíðar og það verður forvitnilegt að fylgjast með því
hvort vísindamönnum tekst það ætlunarverk sitt að ná heilum DNA-sameindum úr dýrinu. Mér skilst að ef það tekst
dreymi vísindamennina um að klóna dýrið með hjálp erfðavísa úr nútímafílum. – Fær mann nú bara til að hugsa um
bíómyndinna Jurassic Park.
Dagbók ljósmyndara
Morgunblaðið/Þorkell
Land mammútanna
STÚLKNASVEITIN All Saints hef-
ur gefið út þá yfirlýsingu að sam-
starfið sé komið í salt og verði þar
um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingunni
er líka skýrt tekið fram að þetta
þýði ekki hrein endalok All Saints,
þær vinkonur þurfi einungis tíma
og rúm til þess að ná áttum og jafna
ágreining þann sem ríkt hefur á
milli þeirra. Auglýstri tónleikaferð
í sumar hefur verið aflýst en engar
yfirlýsingar hafa verið gefnar út
um hvenær eða hvort hægt verður
að sjá þær stöllur saman á sviði á
næstunni. Þeir sem þekkja náið til
samstarfsins fullyrða hinsvegar að
ágreiningurinn milli sé
svo djúpstæður að það
sé ekki möguleiki að
þær stöllur geti með
nokkru móti unnið sam-
an í nánustu framtíð,
því þær rífist hreinlega
um allt og ekkert þessa
dagana og geta ekki
verið í sama herberg-
inu. Þær eru þegar
farnar að vinna að nýju
efni í hver í sínu lagi.
Appleton systur eru að
leggja drög að nýrri
plötu saman og sjón-
varpsþætti og Shaznay
Lewis hefur tekið upp
efni með K-Gee og er
að vinna með Guy
Chamber, sem er hægri
hönd Robbie Williams.
Saltaðir
dýrlingar
Það var þá ...