Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hafnaði í gær kröfu arkitektastof- unnar Glámu/Kíms um lögbann við útboði og forvali um rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Ak- ureyri en ráðgert er að opna tilboðin í dag. Árni Kjartansson, arkitekt hjá Glámu/Kími, sagði að ákveðið hefði verið að kæra niðurstöðu sýslu- manns til Héraðsdóms Reykjavíkur. „Þessi niðurstaða sýslumanns er miklu meira en vonbrigði, þetta er stórmál,“ sagði Árni. „Þetta varðar okkar hagsmuni sem höfundarrétt- arhafa.“ Ef héraðsdómur úrskurðar að sýslumaður hafi gert rangt í því að hafna lögbannskröfunni verður lög- bann sett á, en ef úrskurðað verður að sýslumaður hafi gert rétt mun málið falla niður. Málið gæti hins vegar farið alla leið til Hæstaréttar ákveði arkitektastofan að kæra væntanlegan úrskurð héraðsdóms. Telja sig hafa lög- varinn höfundarrétt Í Morgunblaðinu 4. febrúar aug- lýstu Ríkiskaup, fyrir hönd mennta- málaráðherra, útboð og forval vegna einkaframkvæmdar á byggingu og rekstri rannsókna- og nýsköpunar- hússins sem á að standa á lóð Há- skólans á Akureyri á Sólborg. Lög- maður Glámu/Kíms hafði áður mótmælt fyrirhuguðu útboði með bréfi og skorað á stjórnvöld að virða höfundarrétt stofunnar og ganga til viðræðna við hana áður en frekari skref yrðu tekin. Í lögbannskröfunni kemur fram að með birtingu auglýsingarinnar hefði fengist endanlega staðfest að stjórnvöld hygðust ganga gegn höf- undarrétti Glámu/Kíms. Því hafi arkitektastofan ákveðið að fara fram á lögbann. Gláma/Kím byggir kröfu sína á því að í kjölfar verðlaunatil- lögu hennar í samkeppni um heild- arskipulag Háskólans á Akureyri ár- ið 1996 og samningum um skipulag og uppbyggingu háskólans, hafi arkitektastofan öðlast lögvarinn höf- undarrétt á hönnun er varði heild- arskipulag Sólborgarsvæðisins og hönnun hússins. Í lögbannskröfunni segir: „Hinn lögvarði réttur tekur ekki eingöngu til þeirra áfanga sem þegar er lokið heldur til heildarmyndar svæðisins samkvæmt þeirri tillögu sem valin var til útfærslu svæðisins og fylgt hefur verið við nánari samningsgerð milli gerðarþola og gerðarbeiðanda um framkvæmd einstakra áfanga. Er því ljóst að fyrirhugað útboð á hönnun rannsóknarhúss mun valda tjóni á lögvörðum hagsmunum gerð- arbeiðanda og er hann því knúinn til að krefjast lögbanns nú svo röskun verði ekki á þeim hagsmunum.“ Enn fremur kemur fram í lög- bannskröfunni að ef útboð fari fram muni aðrir hefjast handa við að teikna nýtt rannsóknahús eða breyta hönnun umræddrar byggingar. „Við það gæti myndast nýr höf- undarréttur sem yrði staðsettur inni í hugverki gerðarbeiðanda sem á höfundarrétt að hönnun og útliti bæði svæðisins sem og rannsókna- hússins. Slíkt fyrirkomulag er úti- lokað enda liggur samþykki höfund- ar ekki fyrir,“ segir í lögbannskröfunni. Arkitektafélag Íslands styður lögbannskröfuna Stjórn Arkitektafélags Íslands hefur lýst yfir stuðningi við lög- bannskröfuna og telur að um alvar- legt mál sé að ræða sem varði grund- vallaratriði í höfundarrétti og að niðurstaða þess geti verið stefnu- markandi. Í orðsendingu frá stjórn Arki- tektafélagsins segir: „Siðareglur Arkitektafélags Íslands kveða á um að félagsmenn skuli ekki ganga í störf annarra arkitekta fyrr en geng- ið hafi verið frá samningum við þá á eðlilegan hátt. Stjórn Arkitekta- félags Íslands hvetur félaga sína ein- dregið til að hafast ekki að verði til þeirra leitað um þátttöku í fyrr- greindu útboði og forvali og að ljá ekki máls á slíku fyrr en niðurstaða er fengin úr væntanlegu dómsmáli. Stjórnin leggur sérstaka áherslu á samstöðu félagsmanna í þessu máli. Annað stríðir gegn hagsmunum arkitektastéttarinnar.“ Niðurstaða sýslumanns kærð til héraðsdóms Lögbannskröfu á byggingu rannsóknahúss við Háskólann á Akureyri hafnað SPRENGIDAGURINN er runninn upp með tilheyrandi þjóðarsið, þ.e. að innbyrða saltkjöt og baun- ir. Vertíð hefur verið í kjöt- vinnslum landsins enda talið að Íslendingar borði nokkur hundr- uð tonn af saltkjöti og þúsundir lítra af baunasúpu. Annríki var í kjötborði Nóatúns í gær og einn viðskiptavinurinn tekur hér við vænum poka af kjöti, þó líklega fyrir meiri fjár- hæð en túkall. Morgunblaðið/Golli Annríki í kjötsölu Eignast tæp 30% í Slátur- félaginu SVÍNABÚIÐ Brautarholti hefur eignast 23,87% í Sláturfélagi Suður- lands og Geysir, félag í eigu fram- kvæmdastjóra svínabúsins, hefur eignast 5,89% hlut í Sláturfélaginu. Alls nemur því hluturinn 29,76%. Um B-deildarbréf er að ræða en eigendur þeirra njóta skertra rétt- inda m.a. á aðalfundi en bréfin hafa forgang á arði, en auk þess er Svínabúið Brautarholti stærsti ein- staki eigandi í A-deild stofnsjóðs með 2% eignarhlut. Nafnverð bréfanna er tæpar 60 milljónir króna en viðskiptin voru á genginu 1,3 og er kaupverð bréfanna því tæpar 78 milljónir. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, framkvæmdastjóra Svínabúsins Brautarholti, eru seljendur bréfanna m.a. sjóðir í vörslu Kaupþings og líf- eyrissjóðir. Ekki er ætlunin að koma á sameiningu Síldar og fisks en svínabú- ið keypti í júní á síðasta ári 2⁄3 hluta þess fyrirtækis af systkinunum Katr- ínu og Skúla Þorvaldsbörnum ásamt öllum fasteignum Síldar og fisks. „Þetta er traust og vel rekið félag og gengi bréfanna mjög hagstætt. Sláturfélagið fór síðast í hlutafjárút- boð með B-deildarbréf vorið 1997 og var útboðsgengið þá 3. Fyrst á eftir hækkaði gengi bréfanna en hefur síð- an lækkað mjög mikið og við kaupum bréfin nú á genginu 1,3. Við teljum því að um mjög góð kaup sé að ræða og lítum á þetta sem góða fjárfestingu en einnig góða stuðningsyfirlýsingu við vel rekið félag,“ segir Kristinn Gylfi.  Stærsti/21 Lækninga- forstjóri fari með ákvörð- unarvald STJÓRN Landspítala – háskóla- sjúkrahúss fundaði um ákvörðun- arvald í afhendingu heilsufarsupp- lýsinga í gærmorgun. Að sögn Magnúsar Péturssonar, forstjóra spítalans, voru þessi mál fyrst og fremst rædd út frá því hvaða starfsreglur spítalinn mun setja sér í þessum efnum en ekki eingöngu með hliðsjón af miðlæg- um gagnagrunni á heilbrigðissviði. Drög að slíkum reglum voru lögð fyrir læknaráð og hjúkrunarráð sjúkrahússins og óskaði stjórn spítalans eftir umsögn þeirra um málið. Þá fylgdi drögunum lögfræðileg greinargerð um málið. „Okkur sýn- ist að lögin tali ansi sterkt fyrir því að það sé lækningaforstjóri spít- alans sem eigi að fara með þetta vald,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær en óskaði að öðru leyti ekki eftir að tjá sig um málið. Farið yfir ágreining um ráðningu yfirlækna Skipulagsmál Landspítalans voru einnig rædd á fundinum í gær en á föstudag settu læknar fram gagnrýni á stjórnendur spítalans fyrir að ganga á svig við lög og að standa illa og ófaglega að ráðningu yfirlækna. Að sögn Magnúsar var á fundinum í gær farið yfir þau mál- efni sem valda ágreiningi og ákveð- ið að formaður læknaráðs og lækn- ingaforstjóri spítalans myndu hittast á fundi á miðvikudag til að ræða málið. „Ég held að það sé vilji af beggja hálfu að reyna að leiða þetta áfram,“ segir Magnús. Ekki náðist í Sverri Bergmann, formann læknaráðs. Stjórn Landspítalans fundar um afhendingu heilsufarsupplýsinga Bíl hvolfdi á Óshlíð- arvegi FÓLKSBIFREIÐ valt á Ós- hlíðarvegi á tólfta tímanum í gær. Ökumaður var einn í bíln- um og slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Ísa- firði var hálka á veginum þegar óhappið varð. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum skammt fyrir utan vegskála í Hvanngili og hafnaði bíllinn á hvolfi á veg- inum. NÝGERÐUR kjarasamningur leikara Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu var felldur í at- kvæðagreiðslu í gær með 75% greiddra atkvæða. Átján leikarar greiddu atkvæði gegn samningn- um, sem undirritaður var í síðustu viku, en sex leikarar samþykktu hann. Samningurinn átti að gilda til fjögurra ára og í honum var gert ráð fyrir talsverðum breytingum á uppbyggingu hans, frá því sem verið hefur. Meðal nýjunga í samningnum var að sýningarkaup leikaranna var fellt inn í dagvinnulaunin sem áttu þá að hækka verulega. Til þessa hafa leikarar í Borgarleik- húsinu verið á dagvinnukaupi og fengið greitt sérstaklega fyrir hverja leiksýningu. Leikarar felldu nýjan kjarasamning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.