Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT síldarsalan hafi ekki verið neinn dans á rósum og glíman við stærstu kaupendurna, Sovétríkin og fleiri Austur-Evrópulönd á aðalmark- aðssvæðinu, hafi oft verið nærri jafn- erfið og Þór reyndist við Elli kerl- ingu, höfðu Gunnar og hans menn oftast sigur og sneru heim að austan með góða samninga. Það er því ekki nema von að Gunn- ars sé getið í leyndarskjölum aust- urþýzkra stjórnvalda sem voru opin- beruð fyrir nokkru. Þótti fulltrúum austurþýzka kommúnistaflokksins Gunnar oft óþægur ljár í þúfu og að viðskiptafulltrúarnir létu hann kom- ast of langt í síldarsölumálunum þeg- ar viðskiptin milli Íslands og Austur- Þýzkalands voru hvað mest á sjötta og sjöunda áratugnum. Gunnar Flóvenz hóf störf sem sumarmaður hjá Síldarútvegsnefnd á framhaldsskólaárum sínum og réðst síðar sem forstöðumaður skrifstofu Síldarútvegsnefndar í Reykjavík er sú skrifstofa var stofnuð haustið 1950 að ósk síldarsaltenda. Hann réðst sem framkvæmdastjóri 1959 og gegndi því starfi í rúm 30 ár, eða til 1990 er hann tók við formannsstarf- inu sem hann gegndi síðustu átta starfsárin. Félög síldarsaltenda stofnuð Hvernig var sölu og söltun síldar- innar stjórnað þegar þú komst að þessum málum og hverju þurfti að breyta? „Sem forstöðumanni Reykjavíkur- skrifstofunnar var mér orðið betur og betur ljósir ýmsir annmarkar á því fyrirkomulagi sem nefndinni var ætl- að að starfa eftir samkvæmt gildandi lögum,“ segir Gunnar. „Því var það að ég gekkst fyrir því 1954 ásamt nokkrum forystumönnum saltenda á svæðinu að stofna til sérstakra sam- taka framleiðenda sem við nefnum Félag síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi. Jafnframt breyttum við nafninu á sunnlenzku saltsíldinni úr faxasíld í suðurlandssíld sökum þess hve faxasíldarnafnið hafi fengið á sig vont orð þegar mikið var saltað af henni haustið 1935 vegna aflabrests norðanlands og austan. Tveim árum síðar, eða 1956, var stofnað tilsvarandi félag norðanlands og austan undir nafninu Félag síld- arsaltenda á Norður- og Austurlandi. Með stofnun þessara félaga gjör- breyttist öll starfsaðstaða og á næstu árunum var tekin upp æ nánari sam- vinna milli Síldarútvegsnefndar og saltenda og jafnframt tókst að eyða ýmsum ágreiningsmálum sem upp höfðu komið við einstaka saltendur framan af starfsferli nefndarinnar. Það var ekki sízt þessari bættu samvinnu að þakka að sá árangur náðist að Síldarútvegsnefnd varð ára- tugum saman stærri útflytjandi salt- aðrar síldar en þekktist í nokkru samkeppnislanda okkar,“ segir Gunnar. Að mestu í höndum Norðmanna Síldveiðar við Ísland hófust árið 1868 en það ár veiddi norskur leið- angur frá Mandal rúmlega 2.000 tunnur sem saltaðar voru á Seyðis- firði og fluttar út til Stokkhólms þá um haustið. Óverulegt magn hafði þó áður verið saltað og flutt út í tilrauna- skyni. Söltunin og útflutningurinn á síld- inni var næstu áratugina að mestu í höndum Norðmanna og sömuleiðis eftir að hið eiginlega síldarævintýri hófst skömmu eftir aldamótin með til- komu herpinóta- og reknetaveiðanna en Svíar og Danir bættust síðar í hóp- inn og urðu Svíar langstærstu kaup- endurnir. Hlutur Íslendinga í veiðum og sölt- un síldarinnar jókst smám saman og komst að mestu í hendur Íslendinga einna er Bretar hindruðu útflutning til Norðurlandanna þegar líða tók á fyrri heimsstyrjöldina. Eftir að styrjöldinni lauk hófst tímabil það sem að lokum leiddi til stofnunar Síldarútvegsnefndar 1935. Á þessu tímabili ríkti slíkt öng- þveiti í framleiðslu- og sölumálum saltsíldarinnar að framleiðendur urðu hvað eftir annað að leita til stjórnvalda um úrbætur og ber mönnum saman um að síldarsölumál- in hafi þá flest árin verið meðal erf- iðustu viðfangsefna sem Alþingi hafði til umfjöllunar. „Strandmenn Íslands“ Gerðar voru ár eftir ár margítrek- aðar tilraunir til að fá saltendur til að sameinast í einn félagsskap til að koma skipulagningu á söltunina og annast sölu síldarinnar. En tilraunir þessar báru engan árangur þrátt fyr- ir vilja stjórnvalda og þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum til að koma til aðstoðar. Alþingi samþykkti m.a. í því skyni lög sem heimiluðu ríkis- stjórninni að veita félagi, sem fram- leiðendur stofnuðu, einkasölu á allri saltsíldarframleiðslunni, jafnvel þótt ekki nema 20 úr hópi þeirra kæmu sér saman um stofnun slíkra sölu- samtaka. Þessi tilraun bar heldur engan árangur enda sagði Jónas Jónsson frá Hriflu, einn af áhrifa- mestu þingmönnum þessa tímabils, í umræðum um síldarsölumálin: „Það er ljóst að ekki er hægt að meðhöndla þessa menn (þ.e. síldarsaltendur) öðruvísi en sem strandmenn. Þetta eru mestu strandmennirnir í okkar þjóðfélagi. Þeir hafa ekki einungis siglt eigin skipum í strand, heldur komizt nærri því að strandsigla fjár- málaskútu þjóðarinnar.“ Slíkur var tónninn í fjölda þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum. Í umræðunum um Síldareinkasöl- una lýsti Ólafur Thors, sem þá var í stjórnarandstöðu, því yfir í þingræðu að hann og félagar hans teldu það „óumflýjanlegt að gera óvenjulegar ráðstafanir“ til þess að bæta síldar- verzlunina og kvaðst enn fremur við- urkenna að „hvergi beri jafnlítið á kostum og jafnmikið á göllum frjálsr- ar verslunar og í þessari verzlunar- grein“. Kröfur um úrbætur úr öllum áttum Svo ótrúlegt sem það kann að virð- ast í dag, og sem dæmi um ástandið í síldarsölumálunum á þessum árum, urðu þau óvæntu tíðindi að einn þekktasti síldarsaltandinn, Óskar Halldórsson, gekk svo langt í víð- kunnri blaðagrein að krefjast þess að ríkið tæki í sínar hendur bæði söltun síldarinnar og útflutning hennar. Kröfur um úrbætur komu úr öllum áttum í þjóðfélaginu, ef undan eru skildir sumir þeirra síldarsaltenda sem „leppuðu“ fyrir ýmsa sænska síldarkaupmenn sem ólmir vildu hindra samstöðu síldarsaltenda. Einn af forsvarsmönnum þessa hóps var Daninn Andreas Godtfredsen sem Halldór Laxness nefnir Gottesen eða Gotta í Guðsgjafaþulu og sem síðar hrökklaðist af landi brott. Þetta ástand leiddi til þess að á Al- þingi voru hinn 15. apríl 1928 sam- þykkt lög um ríkiseinkasölu á allri út- fluttri saltsíld og nefndist stofnunin, sem fékk þetta hlutverk, Síldareinka- sala Íslands. Stjórn hennar skipuðu þrír fulltrúar kjörnir af Alþingi, einn tilnefndur af útgerðarmönnum síld- veiðiskipa og einn tilnefndur af Verkalýðssambandi Norðurlands. Af stjórnarnefndarmönnum Einkasöl- unnar voru tveir úr hópi helztu síld- arsaltenda landsins, þeir Ásgeir Pét- ursson og Björn Líndal. Árið eftir var gengið enn lengra í ríkisafskiptum og ný lög samþykkt á Alþingi, þar sem m.a. var kveðið á um að sjálf söltun síldarinnar skyldi einn- ig sett í hendur Einkasölunnarsem semdi síðan við saltendur um að þeir tækju að sér söltunina sem einskonar verktakar fyrir Einkasöluna. Einka- salan starfaði aðeins í fjögur ár og var tekin til gjaldþrotaskipta í desember 1931 eftir miklar hrakfarir. Blómaskeið leppmennskunnar „Menn hafa löngum deilt um ástæðurnar fyrir þessum óförum Einkasölunnar,“ segir Gunnar. „Við ýtarlega skoðun á fjölda heimilda frá þessum tíma hlýtur maður að komast að þeirri niðurstöðu að ástæðurnar hafi verið margvíslegar og vekur það furðu að menn skyldu ekki sjá það fyrir að umrædd viðbótarlög hlytu að leiða til enn meiri ófarnaðar enda var mestallt frumkvæði tekið úr höndum saltenda. Að vísu skal það viðurkennt að enginn gat séð fyrir heimskrepp- una miklu sem skall á skömmu eftir stofnun Einkasölunnar.“ Eftir gjaldþrot síldareinkasölunn- ar sótti aftur í sama horf og verið hafði og blómaskeið „leppmennsk- unnar“ svonefndu hófst á ný. Gerðar voru á enn einu sinni tilraunir til að koma á allsherjarsölusamtökum framleiðenda en um það náðist engin samstaða frekar en fyrri daginn. Þó tókst framleiðendum matjessíldar í skjóli einkasölu, sem þeim var veitt með bráðabirgðalögum 31. júlí 1934, að mynda með sér samtök um sölu á metjessíld en þau samtök leystust fljótlega upp, m.a. vegna innbyrðis ósamkomulags framleiðenda. Heift- úðugar umræður um ástandið héldu áfram og lögðu margir þar orð í belg og ekki voru stóryrðin spöruð. Skáld- ið Steinn Steinarr sagði t.d. í blaða- grein er hann ritaði á Siglufirði 1933 að senda ætti „alla síldarspekúlanta í eitt skipti fyrir öll veg allrar verald- ar“. Síldarútvegsnefnd stofnuð Í desember 1934 komu saltsíldar- málin enn einu sinni til kasta Alþingis er lagt var fram lagafrumvarp um Síldarútvegsnefnd og útflutning á saltaðri síld. Nokkur ágreiningur varð á þinginu um einkaréttarákvæði frumvarpsins enda voru hrakfarir Síldareinkasölu Íslands mönnum þá enn í fersku minni. Samkomulag náð- ist þó að lokum um að aðeins yrði um að ræða heimildarákvæði varðandi einkaréttinn enda skyldi einn aðaltil- gangurinn með stofnun Síldarútvegs- Ekkert land hefur á nýliðinni öld byggt afkomu sína hlutfallslega jafnmikið á útflutningi saltaðrar síldar og Ís- land. Óhætt er að fullyrða að undir forystu Gunnars Flóvenz, fyrrverandi framkvæmdastjóra og síðar stjórnar- formanns Síldarútvegsnefndar, hefur mikil björg verið færð í þjóðarbúið. Hjörtur Gíslason ræddi við Gunnar um silfur hafsins og um aðdragandann að stofnun Síldarútvegsnefndar, hvernig starfsemi hennar þróaðist og hvers vegna hann lagði til að breyta stofnuninni í hlutafélag í eigu framleiðenda. Glíman við Rússana var oft hörð og erfið, en oftast komu Gunnar og hans menn með samning heim. Skop- myndateiknarinn Sigmund sér að vanda skoplegu hliðina á málunum, en myndin er frá árinu 1987. Silfur hafsins og sam- skiptin við Austur-Evrópu Úr leyndarskjölum austur-þýzkra stjórnvalda: Verzlunarfulltrúinn var harðlega gagnrýndur fyrir að vera í taumi hjá Gunnari Flóvenz og kaupa allt of mikið af saltsíld frá Síldarútvegsnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.