Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 35 VIÐ lítum í sjón- hendingu yfir kortið af Íslandi og hafsvæð- unum umhverfis. Við vitum af hinum gjöf- ulu fiskimiðum allt í kringum landið, sem geyma auðlindina, sem var upphafið að okkar ríkidæmi. Við vitum, að þessi árin er ástand sjávarins allt í kringum landið mjög gott. Við höfum fengið fyrir skömmu staðfest frá vísindamönnum, að umhverfis landið eru þorskstofnar, sem að einhverju leyti eru staðbundnir og að um þessar mundir komast þeir vel af. Þorsk- urinn er a.m.k. núna inni á fjörð- um og grunnslóðum þar sem hann var lengi vel ekki að finna og við vitum, að hann hrygnir vestur á fjörðum, í Húnaflóa, í Eyjafirði og víðar, allt austur á firði, auk þess mikla stofns, sem gengur hingað að Suðvesturlandinu til að hrygna. Við vitum sömuleiðis, að mikill hluti af búsvæðum þorsksins, jafn- vel eftir að hann er hálf- eða full- vaxinn á grunnsævinu, hentar ekki til annarra veiða en með kyrr- stæðum veiðarfærum, handfærum, línu og kannski netum, enda telj- um við þau vistvænni en dregin veiðarfæri. Ef við nú setjumst niður við það, með þessa þekkingu og miklu fleira í farteskinu, fordómalaust og með stuðning aðallega af heil- brigðri skynsemi, að ákveða hvernig á að nýta þessi fiskimið, er eitt öldungis ljóst. Togaraútgerð með stórum skipum má ekki hafa þann forgang, sem henni nú er nú gefinn. Smærri skip, sem róa dag- lega og geta komið að landi með bráðferskan fiskinn með tiltölulega litlum tilkostnaði, hljóta að eiga að veiða allt, sem þau geta. Stóru tog- ararnir eiga að mæta afgangi og veiða það, sem minni skipin og grunnslóðin ekki geta skilað. Þetta er hin eina skynsamlega, vistvæna og hagkvæma forgangsröðun, ef okkur er annt um þjóðarhag við nýtingu þessarar auðlindar. Verstöðin Ísland í auðlindinni miðri er ekki nýtt nema þeir, sem kjósa að búa í sjávarbyggðunum allt í kringum landið, fái að sækja sinn sjó og fái að sækja þann fisk, sem þeir geta með þeim litla til- kostnaði, sem slíkri útgerð fylgir, en stórútgerðirnar eiga einungis að geta keppt um afganginn. Þegar við lítum þannig í sjón- hendingu yfir verstöðina Ísland á landakortinu, er ná- kvæmlega ekkert, sem endilega gefur til kynna, að stórútgerð- irnar skuli hafa svo algeran forgang sem nú er og vera í Reykjavík, á Akra- nesi, í Grundarfirði, í Hnífsdal, á Skaga- strönd, í Siglufirði, á Akureyri, á Neskaup- stað, í Vestmannaeyj- um og í Grindavík. Þaðan af síður er sjálfgefið, að útgerð- irnar eigi að vera á þeim fáu af þessum stöðum, sem eftir verða, þegar stórútgerðunum hef- ur fækkað niður í fjórðung af því, sem nú er eða jafnvel enn meir með sameiningum. Það má vera dugnaður einstakra manna, en ekki yfirburðabrasknáttúra ann- arra, sem ákveður það, hvar eða hvort verður gert út á alla þessa auðlind, sem við að nafninu til eig- um saman. Undanhaldið í þágu stórútgerðanna er hægt og örugg- lega að gerast undir traustri stjórn núverandi ríkisstjórnar- flokka og um leið með dyggri að- stoð þess meirihluta þjóðarinnar, sem samkvæmt skoðanakönnunum styður stjórnina til þessa óþurft- arverks. Sá stuðningur er að vísu að heilmiklu leyti meðvitundarlaus góðærisstuðningur ásamt trú á þá blekkingu, sem báðir formenn stjórnarflokkanna báru fyrir kjós- endur fyrir síðustu kosningar, að þeir vildu sátt við þjóðina um fisk- veiðistjórnina. Framsókn vildi meira að segja þá skattleggja kvótagróðann, ef einhver man það lengur. Málið er og verður þæft og þvælt einhver misseri í viðbót, í von um að almenningur í sinnu- leysi sínu gleymi því. Til þess var auðlindanefndin, til þess er nýja kvótanefndin og til þess er nýja, stóra fiskveiðistjórnarnefnd fram- sóknarþingsins. Sá hluti almennings, sem sér í gegnum þennan loddaraleik stjórnarflokkanna, má ekki missa sjónar á aðalatriði málsins. Til að verstöðin Ísland nýtist að fullu og nýti með sem minnstum tilkostn- aði öll hin gjöfulu fiskimið við Ís- land, þarf fiskveiðifloti sjávar- byggðanna um allt land að fá að sækja þau mið, sem næst eru hverri byggð. Það koma núverandi stjórnarflokkar í veg fyrir, m.a. með því tilræði við smábátaflot- ann, sem tekur gildi á haustdögum að óbreyttum lögum og óbreyttri kvótasetningu ýsu, ufsa og stein- bíts. Og þetta er gert undir yf- irskyni hagræðingar. Afkoma stór- fyrirtækjanna, sem þessi ríkis- stjórn hefur dekrað mest við, sýnir að hagræðing þeirra hefur ein- hvers staðar orðið úti. Hvorki í af- komu þessara fyrirtækja né í skuldastöðu þeirra sést minnsti vottur um alla þessa meintu hag- ræðingu. Krafa stórútgerðanna og að því er virðist ásetningur stjórn- arflokkanna um að aflífa smábáta- útgerðina, einu varnarviðbrögðin, sem sjávarbyggðirnar áttu eftir, þegar stóra fiskveiðistjórnarkerfið og framsal kvótans hafði tekið frá þeim lífsbjörgina, gæti leitt til uppreisnar. Þetta er átakanlegt, því að á því er enginn vafi, að verstöðin Ísland getur skilað miklum afrakstri þeirrar miklu auðlindar, sem henni er gefin, ef hún er öll nýtt. Ljóst er hins vegar orðið, að það gerist ekki í höndum þeirra stórútgerð- arfursta, sem nú ráða fyrir rík- isstjórninni. Þeir stefna markvisst að því að þrengja að því litla, sem eftir er af lífsbjörg fólks í fjölda sjávarbyggða. Eini útvegurinn, sem þessum litlu útgerðum er skil- inn eftir, er að gerast algerir léns- þrælar stórútgerðanna og veiða fisk gegn ofurleigu, sem þær ákveða sín í milli í einhverri Öskjuhlíð. Til þessa eru enda ref- irnir skornir að einhverju leyti, að stækka leigumarkaðinn fyrir léns- greifana. Ábyrgðin á þessari þróun er að sjálfsögðu á herðum formanna stjórnarflokkanna, sem fyrir þessu standa. En ábyrgðin er ekkert síð- ur á herðum þess stóra hluta al- mennings, sem telur sig styðja þessa forystumenn til þeirra óhæfuverka, sem þeir hafa verið og eru að vinna á þessu sviði. Verstöðin Ísland Jón Sigurðsson Kvótinn Krafa stórútgerðanna og ásetningur stjórnar- flokkanna um að aflífa smábátaútgerðina, segir Jón Sigurðsson, gæti leitt til uppreisnar. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Gól fe fn i á st igahús Ármúla 23, sími 533 5060 Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.