Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 41
fram með afurðir sem eru öðruvísi og það eru afurðir íslensku kýrinnar frá Íslandi örugglega. Gerum okkur grein fyrir því for- skoti sem sérstaðan veitir og fórnum því ekki fyrir lögg af alþjóðavæðingu, sem allir geta keypt í norskum sæð- isbanka. Varðveitum verðmæti á hnattvísu, – veröldin gæti breyst. Íslenskar eða norskar kýr? Nú er ég loksins komin að málefn- inu sem varðar einkum okkur bænd- ur: Mismun kynjanna til mjólkur- framleiðslu, kostum íslenskra og norskra kúa. Hér verður stiklað á stóru. Samanburður á hagkvæmni 60 NRF-búa í Noregi og þriggja búa með norsku landkynin sýnir fram- legð á lítra af NRF-mjólk kr. 2,55 en kr. 2,66 á lítra af mjólk á búunum með gömlu kynin (styrkir ekki reikn- aðir með). Áður en menn brölta með norskar kýr hingað til lands, mætti athuga við hvaða aðstæður Norðmenn sjálfir telja NRF-kúna henta best. Eru þær aðstæður sambærilegar við Ísland eða allt aðrar? Hvers vegna búa ekki allir norskir kúabændur með NRF- kýr? Mikil afurðaaukning hér á landi 1998 og 1999 Jón Viðar Jónmundsson segir svo frá í Bændablaðinu 1. febrúar 2000, – og nú vitna ég beint í Jón – „að afurð- ir milli ára hafi aukist um 4,25%, sem hlýtur að teljast feikilega mikil aukn- ing í hvaða samhengi sem það er skoðað. Kjarnfóðurgjöf eykst all nokkuð eða um 49 kg á hverja kú að jafnaði. Rétt er samt um leið að vekja á því athygli að kjarnfóðurgjöf er talsvert minni á hvern grip en var fyrir tveimum áratugum, þó að með- alafurðir hafi aukist um talsvert yfir 20% á sama tímabili. Ekkert vafamál er að þetta er árangur bættrar fóð- urverkunar gróffóðurs hér á landi og þess að í framleiðslunni í dag eru gripir með allt aðra og meiri hæfi- leika til framleiðslu en þeir sem stóðu á básum í íslenskum fjósum fyrir tveim áratugum.“ Samkvæmt niðurstöðum Bútækni- deildar RALA er vinnumagn í ís- lenskum fjósum það sama og á Norð- urlöndunum, miðað við sömu bústærð. Samkvæmt því eru íslensk- ar kýr ekki erfiðari í mjöltum en gengur og gerist. Samkvæmt kúaskýrslum 1994, framleiddu Íslendingar 1.000 l af mjólk með 120 kg af kjarnfóðri, með- an Norðmenn notuðu 272 kg kjarn- fóðurs til að framleiða 1.000 lítra. Íslenska kúakynið er norrænt kyn á norðurslóð og því líklega fremur seinþroska. Hins vegar er ekkert til um uppeldi mjólkurkúa annað en máltækið „sjaldan launar kálfur ofeldi“. Mönnum væri skammar nær að snúa sér að athugunum á uppeldi mjólkurkúa hér á landi í stað þess að atast í illa grunduðum innflutningi. Framleiðslustefna Eftir stendur spurningin um það, hvers konar framleiðslu við viljum stunda? Viljum við hverfa frá fjöl- skyldubúskap, þar sem notkun að- fanga er haldið í lágmarki og stutt er í hin vistrænu gildi? Viljum við taka stefnuna á meiri kjarnfóðurnotkun, stækkun búa, fækkun bænda, aukna vélvæðingu og jafnvel verksmiðju- búskap? Það að skipta um kúakyn þjónar ekki þeim markmiðum sem ég vil sjá í þessu sambandi. Á þessu stigi get ég ekki séð að það yrði bændum hagkvæmt eða þjóðinni hagstætt að skipta um kúakyn, fyrir utan það að við erum langflest á móti því. Ég tel mig ekki þurfa aðrar kýr en íslensku kúna til að framleiða næga og góða mjólk á sanngjörnu verði fyrir mína neytendur í framtíðinni. Við búum við stöðugar kynbóta- framfarir í íslenska kúastofninum. Íslenska kýrin hefur marga góða kosti og við getum enn bætt við þekk- ingu okkar á sviði kúabúskapar. Svo fremi að við höldum áfram alvöru kynbótastarfi og stundum landbún- aðarrannsóknir á Íslandi, verðum við fullfær um að móta sjálf okkar eigin framtíð. Höfundur er bóndi á Gýgjarhólskoti. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 41 FRÉTTIR Borgarnesi - Ný deild var opnuð sem útibú við leikskól- ann Klettaborg í Borgarnesi í síðasta mánuði. Nýja deildin er í einbýlishúsi við Mávaklett, sem nú hefur ver- ið breytt í leikskóla. Þarna er pláss fyrir 24 börn og hef- ur 19 plássum þegar verið úthlutað. Börnin hafa verið í aðlögun smátt og smátt og eru 14 byrjuð. Með opnun deildarinnar hefur biðlistinn verið tæmd- ur að sinni. Þarna eiga yngstu börnin í Borgarnesi að dvelja eða 2–3 ára börn. Þegar þau eldast flytjast þau yf- ir á „gamla“ leikskólann Klettaborg, en þar eru þrjár aðrar deildir. Ástæðan fyrir aldursskiptingunni er sú að lóðin við nýju deildina er minni og hentar betur fyrir yngri börn. Miðað við að deildin sé fullnýtt eru áætluð fimm stöðugildi starfsmanna á deildinni. Yngstu börnin í Klettaborg Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Börn á nýju deildinni þegar fréttaritari leit í heimsókn. Frá vinstri í efri röð: Valur Örn Víf- ilsson, Áki Freyr Hafþórsson og Þórir Aðalsteinsson. Í fremri röð f.v.: Jóhanna Vordís Rún- arsdóttir, Unnur Helga Vífilsdóttir, Jón Steinar Ásgeirsson og Karen Alda Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.