Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 18
18 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á HVERJU ári býður vínheimur- inn með eftirvæntingu eftir því að nýr árgangur í Bordeaux líti dags- ins ljós. Vissulega er þó enn langt í að vínin líti dagsins ljós í þeim skilningi að hægt verði að byrja að neyta þeirra. Vín bestu framleið- endanna, Grand Cru-vínin svoköll- uðu, eru rétt að byrja líf sitt. Þau hvíla enn í eikartunnum í kjöllur- um vínkastalanna í Bordeux og verða ekki sett á flöskur fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Flestir framleiðendur eru varla byrjaðir að setja 1999 á flöskur. Neysluhæf verða vínin síðan ekki fyrr en mörgum árum síðar og gamla þumalputtareglan um að bíða verði með góða árganga í að minnsta kosti tíu ár er enn í fullu gildi og oftar en ekki er æskilegt að geyma vín sem þessi enn lengur áður en þeirra er neytt. Þeir sem ætla að krækja sér í kassa af þessum vínum verða hins vegar að festa kaup á þeim með góðum fyrirvara. Bestu vín Bord- eaux eru seld en primeur, þ.e. með- an þau eru enn í tunnu og kaup- endur verða að bíða í eitt til tvö ár áður en þeir fá vínin afhent. Þeir sem kaupa á þessu stigi á Bord- eaux-markaðnum eða Place de Bordeaux, eru yfirleitt umfangs- miklir vínmiðlarar, svokallaðir négociants, sem síðan selja vínin áfram til heildsala og einstaklinga í öðrum löndum. Um þetta leyti ár hvert kemur nýr árgangur á markaðinn og því streyma jafnt blaðamenn sem vín- kaupmenn til Bordeaux til að gera sér mynd af hinu nýja ári. Í heila viku flakka menn á milli svæða, smakka sig í gegnum marga tugi vína á dag, skeggræða fram og til baka um kosti og galla ársins og velta vöngum yfir framtíð þess á milli þess sem troðið er ofan í þá gæsalifur í kílóavís. Framleiðendur hafa af þessu tilefni sett tunnusýni á flöskur, er eiga að gefa raun- sanna mynd af framleiðslu þeirra. Þeir sem smakka verða að vona að svo sé og að ekki séu einungis sett saman sýni úr þeim tunnum, sem líklegastar eru til að fá góða dóma. Á grundvelli þessara smakkana eru vínin síðan dæmdi út um allan heim, hvort sem er samkvæmt punktakerfi eða öðrum viðmiðun- um. Í kjölfarið fjölgar síðan þeim víngerðarhúsum, sem gera verð sitt opinber. Oftast kemur fyrsta verðið fyrri hluta mars en flestir halda að sér höndum og bíða eftir því að nokkur af stóru húsunum sýni spil sín og setji þar með lín- urnar. Undanfarin ár hefur verðþróunin verið nær beint upp á við, Bordeaux-vínin verða dýrari og dýrari og varla mun það breyt- ast á þessu ári. Eftirsóknarverður árgangur Jafnvel þótt að um miðlungs ár- gang hefði verið að ræða myndi ár- gangurinn 2000 líklega ávallt hafa verið söfnunargildi, menn þurfa jú að bíða í heilt árþúsund til að fá flösku með jafnglæsilegu ártali. Það er þegar farið að tala um árið 2000 sem sögulegan, árgang, ég heyrði jafnvel orðið „goðsagna- kenndur“ vera notað í þessu sam- bandi. Þeir sem þannig tala eru þó yfirleitt þeir sem munu hafa hag af því að selja árganginn. Þeir vínkaupmenn sem ég ræddi við óttuðust hins vegar helst að víngerðarmenn í Bordeaux myndu ganga of langt, líkt og gerist á ára- tugar fresti eða svo. Þótt árin 1996 og 1998 hafi vissulega verið góð hafi markaðinum verið ofboðið með 1997-árganginum, sem var rétt í meðallagi en seldur sem á stór- hækkuðu verði. Margir eru rétt að taka Bordeaux í sátt á nýjan leik og segja sem svo að ef verðin hækki að meðaltali um meira en 5% muni menn halda að sér hönd- um. Þó er í gangi orðrómur um að margir hugsi sér gott til glóðarinn- ar og muni jafnvel hækka verðið um 30% frá fyrra ári. Verður spennandi að sjá hvernig markað- urinn tekur slíku ef af verður. Lík- lega verður opnunarverð Premier Grand Cru Classé húsanna (Lat- our, Mouton, Lafite og félaga) í kringum þúsund franska franka en þau geta jú líka í raun sett upp hvaða verð sem er. Markaðurinn fyrir þessi vín er öruggur og stöð- ugur og verðið er ekki meginatriði fyrir þá kaupendur flesta. Minni spámenn gætu hins vegar lent í erfiðleikum ef markaðurinn segir stopp. Sumir mjög vandaðir fram- leiðendur, s.s. Gazin í Pomerol, hafa líka þegar gefið út verð sem eru óbreytt frá fyrra ári. En hver svo sem niðurstaðan verður breytir það ekki því að ár- gangurinn 2000 er mjög góður og á köflum frábær. Hann er þó ekki stórkostlegur og mun vart keppa við árganga á borð við 1989 og 1990. Hins vegar á hann margt sameiginlegt með árganginum 1986, ekki síst hvað varðar tann- ínmagn vínanna. Í Chateau Marg- aux var mér til dæmis tjáð að ár- gangurinn væri einhver sá tannískasti sem þeir hefðu nokk- urn tímann framleitt. Það segir hins vegar ekki alla söguna, því að ef eitthvað eitt einkennir árgang- inn 2000 þá er það mýkt tannínana, þau eru þroskuð, kvenleg og mjúk en ekki græn og hörð. Þetta gerir að verkum að jafnvel risavaxin og öflug vín á borð við Leoville-Las Cases og Lafite eru mjúk sem flauel, þ.e. að segja í samhengi tunnusýna. Ég hef tekið þátt í hinni árlegu smökkun Union des Grands Crus des Bordeaux allt frá árganginum 1994 og hef ekki áður upplifað aðra eins mýkt í víninum samhliða slíkri þykkt. Árgangur á borð við 1998 kann að hafa virkað stærri og það sama má segja um 1996 að hluta til, þau vín voru hins vegar að sama skapi hörð og árásargjörn. Sum stærstu vínin nú eru það mjúk að maður trúir því varla að um tunnusýni sé að ræða. Annað einkenni árgangsins er hversu jafn hann er. Við smökkun á árganginum 1999 í fyrra var það til að mynda einkennandi hversu mikill munur var á vinstri bakk- anum (Médoc) og hægri bakkanum (Saint Emilion og Pomerol). Þá voru hægri bakka vínin stórkostleg á meðan Médoc-vínin voru misjöfn að gæðum. Það mátti rekja til þess að veður fór að versna seinni hluta september áður en Cabernet Sauv- ignon-þrúgurnar, sem eru uppi- staða Médoc-vínanna, náðu fullum þroska. Merlot-þrúgan, sem er uppistaða vínanna í Saint-Emilion og Pomerol) þroskast hins vegar fyrr og þessar þrúgur voru þegar komnar í hús þegar byrjaði að rigna í september. Árið 2000 fór vissulega illa af stað og í júlí voru margir vínrækt- endur farnir að örvænta, það var fremur svalt og rakt. Ágúst var hins vegar sjóðandi heitur og þurr og hitinn hélst langt fram í sept- ember. Jafnt Cabernet sem Merlot- þrúgurnar náðu því fullum þroska og jafnvel Petit Verdot og Cabern- et Franc voru í toppformi. Prófess- orar vínfræðideildar Bordeaux-há- skóla benda á að margt sé mjög sérstakt hvað varðar árið 2000 og í raun sé erfitt að bera hann saman við nokkurn annan árgang. Þannig hafi magn þrúgusykurs, tanníns og sýru verið eins og best verður á kosið. Yfirleitt er það þannig að þegar árið er heitt og þrúgurnar ná miklum þroska lækkar sýru- stigið sem því samsvarar eða öfugt. Nú náðist hins vegar hið fullkomna jafnvægi þannig að vínin eru bæði fersk vegna sýrunnar sem sæt, þykk og áfeng. Mikið magn tann- ína og sýru gerir síðan að verkum að þótt þessi. Það var eiginlega einungis í Sauternes sem hlutirnir gengu ekki upp. Er því um að kenna að það byrjaði að rigna í október og þeir sem ekki voru búnir að ná þrúgum inn urðu að horfa á eftir uppskeru sinni að miklu leyti. Þrúgurnar sem komnar voru inn fyrir rigninguna voru hins vegar mjög góðar en á heildina hlitið er árgangurinn ekki nógu góður. Hvítu, þurru vínin frá Pessac- Léognan eru hins vegar vel heppn- uð þetta árið, þau eru nú þegar einstaklega aðgengileg og neyslu- hæf. Ég hreifst m.a. af Smith- Haut-Lafitte, Larrivet-Haut-Brion og Pape-Clément. Yfir línuna fannst mér áberandi hvað Sauvign- on Blanc-hlutfall vínanna virtist vera hátt, en það gefur þeim mik- inn ferskleika. Rauðu vínin frá Pessac-Léognan eru ágæt, en kannski hvað síst heppnuð af svæðum Bordeaux þetta árið. Mörg hver vel heppnuð (s.s. Ch. Olivier, Carbonnieuc, Domaine de Chevalier) en einnig inn á milli vín þar sem græn og óþroskuð ein- kenni voru ríkjandi í ávextinum. Á hægribakkanum í Saint-Emil- ion og Pomerol geta menn fagnað enn einum stórfínum árgangi. Pomerol-vínin eru þung, öflug og risavaxin. Miklir boltar, massívir og tannískir. Vieux-Chateau Cert- an, Petit Village og Croix de Gay dæmi um stórkostleg vín. Yfir lín- una eru vínin góð og ekkert er olli vonbrigðum. Þá átti einnig við í Saint-Emilion. Vínin eru ofsalega dökk, svört og ógegnsæ, vel upp- byggð jafnt í ávexti sem tannínum. Það er erfitt að nefna vín sem skara fram úr en ég gæti þó tekið Figeac og Canon La Gaffeliére sem dæmi. Í Médoc er sömuleiðis af nógu að taka. Margaux-vínin yfirhöfuð stór en yndislega mjúk, kvenleg og þægileg. Chateau Margaux auðvit- að í sérflokki en af öðrum vínum vil ég sérstaklega nefna Chateau Sir- an, sem þó að það hafi ekki náð að flokkast sem fimmta Cru á þarsíð- ustu öld stendur sig nú betur en mörk flokkuð vín. Brane-Cantenac skín einnig og Giscours, sem hefur átt í vandræðum í nokkur ár, kom verulega á óvart með mikinn kar- akter. Vínin frá Pauillac og Saint-Jul- ien eru nokkuð meiri um sig en mýkt tannínana þó mun meiri en maður á að venjast á þessum slóð- um. Yfirhöfuð góð og að sama skapi finnst mér stíll húsanna koma vel í gegn, það er mikill mun- ur á stíl vínanna nú þegar. Þannig má á í Pichon-Longueville greina þykkan þroskaðan ávöxt og áber- andi kaffikeim er heldur sér út í gegn. Vínið er einstaklega stórt og þroskinn í ávextinum og hitinn fær hugann að reika vestur um haf til Napa. Gruaud-Larose í Saint-Jul- ien einkennist hins vegar frekar af eik og sætum, rauðum berjasafa, jafnvel rifsberjum. Ávöxturinn rauður og bragðgóður, vínið er feitt en eikin þurrkar það upp og gerir stíft í lokin. Klassískt og glæsilegt Médoc-vín fyrir lang- tímageymslu. Þessi árgangur verður vafalítið tilefni mikilla vangaveltna næstu árin og áratugina. Hann hefur flest það sem til þarf til að lifa langt fram á öldina. Tannín jafnt sem mikinn ávöxt og góða sýru. Og þó að hann sé mjúkur og kvenlegur þá ættum við ekki að láta það blekkja okkur. Góður kunningi minn breskur, sem verið hefur í þessum bransa um allnokkuð skeið, rifjaði það upp þa sem við sátum í kvöld- verðarboði og dáðumst að Marg- aux-víni frá 1953 að þegar hann byrjaði í vínheiminum í Bretlandi hefðu lærimeistarar hans bent á árganginn 1952 sem dæmi um stóran, öflugan árgang er myndi lifa lengi en 1953 sem kvenlegan og mjúkan er menn ættu að njóta af snemma. Raunin hefur hins vegar orðið önnur. Bestu víngerðarhús Frakklands kynna nýjan árgang Bordeaux 2000 Árgangurinn 2000 var kynntur í Bordeaux í síðustu viku. Steingrímur Sigurgeirsson var meðal þeirra sem smökkuðu á honum. MATUR OG VÍN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.